Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 23

Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 23 Þakka hjartanlega fyrir hlýjar óskir, skeyti og gjafir á átt- ræöisafmæli mínu. SigríÖur Haraldsdóttir frá Firði. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152-17355 Sigurður Pálsson áritar nýja Ijóöabók sína „Ljóö vega menn" í Bókabúö Máls og Menningar í dag föstudag milli kl. 4—6. Mát og menning ||S|I Nýjar bækur um Lassý og Gust SiglufjarOarprentsmiðja hefur gefið út b<)k um hestinn Gust og ber hún heitið „Gildran í Silfur- dalnum**. Ilöfundur er Teddy Parker. Prentsmiðjan hefur áður gefið út 9 bækur um hestinn Gust. Þá hefur Siglufjarðarprent- smiðja gefið út 9. bókina um hundinn Lassý. Heitir bókin Ófriðarblikur á lofti. Höfundur er Goerge Giersen. Undir regnboganum KOMIN er út á vegum Náms- gagnastofnunar bókin „Undir regnboganum" eftir Gunnhildi Ilróifsdóttur. Þessi saga hlaut verðlaun í samkeppni. sem Rikis- útgáfa námsbóka efndi til á síðasta ári en 28 handrit bárust til samkeppninnar. Á bókarkápu segir svo um efni bókarinnar: „Sagan fjallar um Döggu, 11 ára telpu, sem á heima í þorpi norðanlands. Henni virðast öll sund lokuð, þegar móðir henn- ar slasast, og Dagga verður að fara til ættingja sinna í Reykja- vík. Ekki líður þó á löngu þar til hún er orðin þátttakandi í lífi hinnar glaðværu fjölskyldu í Brekku, hinu nýja heimili sínu, þar sem hver dagur er ævintýri líkastur." Bókin um Tóta trúð eftir Ketil Larsen KOMIN er út bókin um Tóta trúö eftir Ketil Larsen og er þetta önnur bók hans en á fyrra ári kom út bókin Aska- sleikir, foringi jólasveinanna. og bræður hans. Eins og nafnið bendir til fjallar sagan um Tóta trúð og Tóta afa hans, en því er þannig farið með Tóta afa, að hann er öllum ósýnilegur öðr- um en Tóta trúð, nema þegar hann sjálfur vill hafa. Þeir nafnarnir hafa gaman af að skemmta krökkunum og taka oft upp á ýmsu skemmtilegu. Frá nokkrum ævintýrum þeirra segir í þessari bók. iASIMINN KR: jsjS, 22480 JWarflmiblfl&iö HERERBÓKIN! Ásgeir Jakobsson: GRÍMS SAGA TROLLARASKÁLDS „Sagan segir frá því sem Grímur reynir á togurunum á stríðs- árunum og þar er allt á sínum stað: lífsháskinn, hjátrúin, veðurhörkur, manntjón, slagsmál, rosalegar uppákomur og tilsvör, fyllerí og kvennafar... Þessi „sjómannabók“ fer í hinn betri flokkinn." — Arni Bergmann, Þjóðviljinn. SKUGGSJA „Saga Gríms trollaraskálds er afbragðsvel rituð, sögð á lifandi og kjarngóðu sjómannamáli... saga sem allir ættu að lesa... Þessi bók er tvímælalaust merkust og íslenskust þeirra nýju skáldsagna sem ég hef lesið í vetur.“ — Jón Þ. Þór, Tímanum. „Mér var sannarlega oft dillað við lestur sögunnar... Þar er lífinu, veiðunum og lífshættunni á togurunum lýst af meiri þekkingu og glöggskyggni en nokkur hefur gert áður... Mér dettur í hug að einhvern tíma gerist það, að ungur og metnaðar- gjarn íslenskur fræðimaður — eða jafnvel breskur — grípi þessa bók feginshendi sem tilvalið efni í doktorsritgerð." — Guðm. G. Hagalín, Morgunblaðinu. LOKSINS SJÓMANNABÓK, SEM SELTUBRAGÐ ER AF! BÓKABÚD OL/VERS STEINS SE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.