Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
iltagtiitMftfrffr
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 350 kr.
eintakiö.
SÍS-valdið
og Helguvík
Ohætt er að slá j)ví föstu, að ekki sé allt með felldu, þegar
kommúnistar og SÍS-valdið fallast í faðma. Þegar umræðurnar um
nauðsyn þess að draga úr olíuinnflutningi frá Sovétríkjunum stóðu sem
hæst, var greinilegt, að olíufurstum SÍS var meinilla við slíkan
samdrátt. Þar var fremstur í flokki Vilhjálmur Jónsson, forstjóri ESSO.
Mátti hann ekki heyra á það minnst, að hróflað yrði við viðskiptunum
við Sovétríkin og gaf stóryrtar yfirlýsingar máli sínu til stuðnings. Sem
betur fer var ekki farið að vilja hans. Nú hefur Vilhjálmur Jónsson kvatt
sér hljóðs um fyrirhugaðar framkvæmdir í Helguvík, þar sem ráðgert er
að reisa eldsneytisgeyma fyrir varnarliðið. Finnur ESSO-forstjórinn
þessum framkvæmdum allt til foráttu og hótar Keflvíkingum með því,
að á þá verði gerð sprengjuárás verði geymarnir reistir. Fagnaðarbylgja
fer um Þjóðviljann af þessu tilefni, enda virðist vera innangengt milli
kommúnistaflokksins og auðhringsins ESSO, en báðir þessir aðilar
ganga undir íslenskum nöfnum, eins og kunnugt er, og heita nú
Alþýðubandalag og Olíufélagið.
Kjarninn í málflutningi Vilhjálms Jónssonar er sá, að alls ekki þurfi
að reisa geyma fyrir varabirgðir af olíu í landinu, geymslurýmið sé
þegar nægilegt. Slíkar fullyrðingar fá ekki staðist og koma því ekkert
við, hvort byggðir verða geymar í Helguvík eða ekki. Allt frá því Tómas
Árnason kom í sæti viðskiptaráðherra hefur legið í hans höndum
skýrsla, þar sem fram kemur, að íslendingar þurfa að auka birgðarými
undir olíu, ef landið gerist aðili að Alþjóðaorkumálastofnuninni.
Ráðherrann hefur skotið sér undan umræðum um þessa skýrslu og er
aðgerðarleysi hans til háborinnar skammar miðað við alla framvindu í
alþjóðlegum olíumálum. Ummæli Vilhjálms Jónssonar skýra þó þetta
sinnuleysi, því að SÍS-valdið hefur löngum sagt Framsóknarflokknum
fyrir verkum. Svo virðist sem hagsmunir þess og kommúnista falli
saman í afstöðunni til olíumála varnarliðsins eins og í afstöðunni til
olíuviðskiptanna við Sovétríkin.
í viðtali Tímans við Vilhjálm Jónsson um þessi mál kemur fram, að til
1976 annaðist ESSO sölu á olíu til varnarliðsins. Síðan hefur
Bandaríkjastjórn sjálf flutt til íslands olíuvörur til varnarliðsins. ESSO
sér hins vegar um að taka við olíuvörunum frá skipunum, sem flytja þær
til landsins, geymslu og afgreiðslu. Greinilegt er, að SIS telur sig missa
spón úr aski sínum, ef hin nýja stöð í Helguvík verður reist. Þá hafi
félagið ekki lengur tekjur af flutningi flugvélaeldsneytis með bílum eða
öðrum hætti frá Reykjavík eða Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.
Leggur Vilhjálmur Jónsson mikla áherslu á hagkvæmni slíkra flutninga
í viðtalinu og hafnar öllum yfirlýsingum um, að af þeim stafi nokkur
hætta. Þá er þess að geta, að með tilkomu Helguvíkurstöðvarinnar
myndi ESSO missa leigugjald fyrir olíugeyma í Hvalfirði.
Nú er að sjá, hvort hagsmunir SÍS koma til með að vega þyngra en
ákvarðanir sveitarstjórna í Njarðvíkum og Keflavík, sem mæla með
framkvæmdunum í Helguvík vegna mengunarhættu og þeirrar röskunar
á eðlilegu skipulagi, sem geymar varnarliðsins hafa valdið. Víst er, að
SIS á hér stuðning kommúnista vísan og var tími til þess kominn, að
bandalag myndaðist milli Þjóðviljans og þess aðila, sem það hefur sakað
mest um hermang. Hins vegar hafa þeir Olafur Jóhannesson,
utanríkisráðherra, og Jóhann Einvarðsson þingmaður Framsóknar-
flokksins frá Keflavík lýst stuðningi sínum við flutning geymanna til
Helguvíkur, og hafa augsýnilega ekki enn ánetjast ríkiskapítalistunum í
Kreml og íslensku kapítalistunum í ESSO; a.m.k. ekki með sama hætti
og sumir aðrir framsóknarmenn.
Bretar í okkar sporum
T' /
ilraunir Efnahagsbandalags Evrópu til að ná samkomulagi um
fiskveiðistefnu hafa enn einu sinni reynst árangurslausar.
Þjóðirnar geta ekki komið sér saman um skiptingu afla sin á milli.
Sérstaklega þykir Bretum sér misboðið, þar sem þeim sé alls ekki boðinn
afli í samræmi við jjjöful fiskimið þeirra. Af þessu tilefni komst hið
virta stuðningsblað Ihaldsflokksins breska, Yorkshire Post, svo að orði í
forystugrein í gær, að nú hlytu að vera einhverjir Islendingar, sem segðu
við Breta: Nú ættuð þið að skilja, hvernig okkur leið, þegar við áttum í
landhelgisstríði við ykkur. Og blaðið bætir við, að slík ummæli af
íslendinga hálfu eigi fullan rétt á sér.
Miðað við reynslu okkar af skilningsleysi Breta í landhelgisdeilunum,
hljótum við að vona, að deilurnar innan Efnahagsbandalagsins leiði ekki
til jafn harðra átaka og urðu á íslandsmiðum eða eins mikillar spennu í
sambúð þessara vinaþjóða og varð milli okkar og Breta. Hins vegar er
brýnt fyrir okkur að fylgjast náið með framvindu fiskveiðimála innan
Efnahagsbandalagsins, því að enn höfum við ekki gert fiskverndarsamn-
ing við bandalagið og þar eru mikilvægir markaðir fyrir sjávarafurðir
okkar.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
17
Edwin A. Weibel, aðstoðarforstjóri Alusuisse:
„Við höfum farið eftir samn-
ingunum um ISAL bókstaflega“
Fullnaðarskýrsla um súrálsmálið mun liggja fyrir um miðjan febrúar
„VIÐ MUNUM sanna það fyrir
iðnaðarráðherra fslands að hann
hefur rangt fyrir sér. Fullkomin
skýrsla okkar um þetta mál mun
liggja fyrir um miðjan febrúar-
mánuð,“ sagði Edwin A. Weibel,
aðstoðarforstjóri Alusuisse i sam-
tali við Morgunblaðið i gær.
„Enn höfum við aðeins gefið
bráðabirgðaskýringar á þessum
mismun útflutningsverðs frá
Ástraliu og innflutningsverðs á
íslandi. en þegar endanleg
skýrsla okkar liggur fyrir verður
öllum misskilningi eytt.“
I yfirlýsingu Alusuisse, sem birt
var í Morgunblaðinu í gær, segir,
að samanburður á hagskýrslu-
verðum ástralsks súrálsútflutn-
ings til íslands og innflutnings-
verðum ÍSALs sé villandi, þar sem
ástralskar hagskýrslur tækju ekki
tillit til afturvirkra verðleiðrétt-
inga, sem taka tillit til kostnaðar-
hækkana. Auk þess þyrfti Alu-
suisse að greiða fjármagnskostnað
af lánum, sem tekin voru utan
Ástralíu og einnig afskriftir, sem
ekki eru að fullu bornar upp af
hinu ástralska dótturfyrirtæki
Alusuisse. í framhaldi af þessu
spurði Morgunblaðið Weibel að-
stoðarforstjóra, hvers vegna þessi
mismunur hafi ekki komið fram í
verðum frá árinu 1972 og 1973.
Hann svaraði:
„Það er vegna þess, að súráls-
verksmiðjan í Ástralíu hóf ekki
starfrækslu fyrr en um mitt ár
1972 og þessi mismunur kemur því
ekki fram í verðunum fyrr en eftir
1973.“
Þá kvað Morgunblaðið staðhæft
á íslandi, að Alusuisse hafi verið
staðið að verki á árinu 1974 í að
hækka súrálsverð til ÍSALs.
Niðurstaða þess máls hafi orðið
sú, að Alusuisse hafi samþykkt að
hækka m.a. raforkuverð, sem það
greiddi Landsvirkjun. Weibel var
spurður að því, hvað hann vildi
um þá staðhæfingu segja.
„Þetta er ekki satt og þessu
hefur aldrei verið haldið fram við
okkur, það get ég fullyrt. Þetta er
að sjálfsögðu ósatt. Aðalatriði
þessa máls, er að ég tel að
misskilningur hafi orðið innan
ríkisstjórnar Islands eða hjá iðn-
aðarráðherranum og fréttatil-
kynning okkar er mjög ljós. Við
höfum rætt þetta mál við ráðherr-
ann og lofað honum viðbótarupp-
lýsingum, sem við munum útvega
og þar til þær liggja fyrir, er mál
þetta í bið. Eg held að iðnaðarráð-
herrann hafi misskilið málið, og
þeim misskilningi munum við
leytast við að eyða og því getum
við nú ekki sagt meira."
Morgunblaðið skýrði Weibel frá
því að Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðarráðherra hefði sagt á
blaðamannafundi á þriðjudag, að
skýringar Weibels, en það var
hann, sem kom til íslands til
viðræðna við ráðherrann út af
þessu máli, hafi ekki verið trú-
verðugar við fyrstu sýn. Morgun-
blaðið spurði Weiber, hvað hann
vildi um þau orð ráðherrans segja
og vildi Weibel í fyrstu vart trúa
því að ráðherrann hefði þetta
sagt, en hann sagði:
„Ég tel þetta mjög óheppileg
ummæli, hafi ráðherrann sagt
þetta. Eins og kunnugt er var tími
okkar mjög naumur. Við fengum
upplýsingar hans hinn 10. des-
ember og sendimaður hans kom
hinn 11. og hinn 12. fór ég frá
Zúrich ásamt hinum sérlega
sendimanni til Luxemburgar, þar
sem við tepptumst vegna þoku.
Hinn 13. desember kom ég til
íslands og hitti ráðherrann þann
sama dag. Ég sagði honum skýrt
og skorinort, að okkur gæfist ekki
nægur tími til þess að skýra málið
til fullnustu, en ég veitti honum
þær upplýsingar, sem lágu fyrir og
að við myndum halda áfram að
afla þeirra upplýsinga, sem gætu
orðið honum að gagni. Ég skýrði
honum frá því að hann hefði
misskilið málið, en þegar hann
hefði fengið endanleg gögn, yrði
hann að ákveða, hvort þau væru
fullnægjandi. En það er engin
spurning um að hann geti sagt, að
upplýsingar okkar séu ekki trú-
verðugar. Þær byggjast aðeins á
staðreyndum. Ráðherrann hefur
jafnframt sagt, að við höfum ekki
farið að aðalsamningnum um
ÍSAL. Það er ósatt, við höfum
farið eftir honum bókstaflega."
Þá spurði Morgunblaðið, hvað
Weibel vildi segja um þau ummæli
Hjörleifs á blaðamannafundinum,
að hann teldi ekki þessi viðskipti
samrýmast viðskiptavenjum á
þessu viðskiptasviði. Weibel sagði:
„Ég er nú að velta því fyrir mér,
hvaðan honum kemur sú vitn-
eskja," sagði Weibei og hló við, og
bætti við: „En mér þykir þetta
mjög leitt. Það er í raun mjög
erfitt fyrir mig, að gefa andsvör
við yfirlýsingum ráðherrans, þeg-
ar ég var ekki viðstaddur, þegar
hann gaf þau og að sjálfsögðu vil
ég ekki vera ókurteis í garð
ráðherrans. Hann tók mér af
mikilli kurteisi og ég veitti honum
það sem ég tel vera ítarlegar
upplýsingar og óski hann ekki að
leggja trúnað á þær, þá er ekki við
mig að sakast. En fréttatilkynning
okkar er skýr. Við höfum sagt
ráðherranum, að við höfum haldið
okkur í einu og öllu við ákvæði
aðalsamningsins um viðskipti
milli óskyldra aðila. Þetta munum
við sanna honum. Þessar töluupp-
lýsingar frá Ástralíu koma málinu
ekkert við. Ég tel einnig að það sé
mjög óheppilegt, að ráðherrann
skuli hafa opinberað málið á
þessum tíma, því að ég veit, að
hann getur engan veginn á
grundvelli þessara upplýsinga,
staðið á því, sem hann hefur sagt.“
Að lokum spurði Morgunblaðið
á hvaða verði Alusuisse keypti
súrál frá ástralska fyrirtækinu,
sem það ekki á, Gove Aluminium
Ltd. Weibel kvaðst ekki geta gefið
þær upplýsingar: „Menn verða að
skilja það, að ég get alis ekki talað
um þriðja aðila, fyrirtæki, sem er
í viðskiptum við okkur. Það kemur
þessu máli á engan hátt við og ég
tel það einnig óheppilegt, að ráðu-
neytið hafi minnst á slíkt. Við
getum aðeins svarað ráðuneytinu
til um hluti, sem við vitum. Við
getum ekki talað um önnur fyrir-
tæki, þau koma okkur ekki við og
ég tel að það sé heldur ekki mál
ráðuneytisins. Því ætti hann held-
ur að leita fanga um slíkt í
Ástralíu, en ekki hjá okkur. Við
ræðum ekki málefni annarra
fyrirtækja.
Ég tel allt málið mjög óheppi-
legt og við hörmum það og eins og
við sögðum í íréttatilkynningu
okkar, höfum við lofað ráðuneyt-
inu öllum upplýsingum. Við mun-
um útvega þær. Á þessari stundu
getum við þó ekkert sagt, þar sem
við viljum forðast að málið taki
óheppilegri stefnu en þegar er
orðið. Við höfum lofað fullnað-
arskýrslu um miðjan febrúarmán-
uð.“
Þorskveiðistefna næsta árs var kynnt á fundi með fréttamönnum í gær. á myndinni eru frá vinstri: Magnús
ólafsson, fulltrúi. Borgi bórðarson, aðstoðarmaður ráðherra. Steingrímur Hermannsson. sjávarútvegsráð-
herra, Jón Arnalds. ráðuneytisstjóri. og Jón B. Jónasson. deildarstjóri. (I.josm, Kristinn).
Þorskafli fari ekki yfir 400 þúsund lestir á næsta ári:
Bátar og togarar
veiði jaf n mikið
STEINGRÍMUR Hermannsson
sjávarútvegsráðherra gerði ríkis-
stjórninni grein íyrir reglum um
stjórn þorskveiða á næsta ári á
fundi í gærmorgun og þeirri
ákvörðun sinni að miða við 400
þúsund tonna hámarksafla
þorsks. Síðdegis í gær kynnti
hann þessar reglur siðan á fundi
með fréttamönnum og verður hér
á eftir gerð nokkur grein fyrir
þeim.
Meginmarkmið eru þau, að
heildarafli verði sem næst því er
stjórnvöld hafa ákveðið. Að gæði
aflans og þess, sem úr honum
verður unnið, verði sem mest og í
því skyni verður lögð áherzla á, að
afli sá, sem á land berst, sé
nýlegur, vel með farinn og hafi
gott geymsluþol. Að samræma
veiðar og vinnslu þannig, að ekki
berizt á land á hverjum tíma meiri
afli en svo, að vinnslan geti nýtt
hann á eðlilegan hátt í hvaða
framleiðslu sem er. Hagkvæmni í
veiðum og vinnslu verði sem mest.
Gert er ráð fyrir jöfnum ársafla
báta og togara, 200 þúsund lestum
á hvorn hóp. Fái loðnuflotinn
hlutdeild í þorskveiðinni, gæti
þetta hlutfall raskast. Árið 1977
var afli báta og togara hinn sami,
togararnir veiddu heldur meira
1978, en bátarnir hins vegar árið
1979. í ár er útlit fyrir, að afli
togaranna verði heldur meiri en
bátaaflinn. Næsta ári verður skipt
í þrjú fjögurra mánaða tímabil.
Hjá bátaflotanum verða allar
þorskveiðar bannaðar frá 11.—21.
apríl. Frá 25. júlí til 3. ágúst eru
þorskveiðar bátanna einnig bann-
aðar, en þó með þeirri undantekn-
ingu, að bann þetta tekur ekki til
báta 12 lesta og minni og stunda
línu- og handfæraveiðar. Frá 20.
desember til áramóta eru allar
þorskveiðar bannaðar. Þorskveið-
ar togbáta eru bannaðar frá 1.—7.
maí. Þá eru veiðar í þorskanet
óheimilar frá 15. júlí — 15. ágúst.
Viðmiðunarmörk á hinum
þremur veiðitímabilum verða 130
þúsund á 1. veiðitímabili, 45 þús-
und lestir á 2. tímabili og 25
þúsund lestir á 3. tímabili. Það er
nýmæli, að slík ákveðin viðmiðun
sé sett inn í reglugerðina, en ef
afli fer t.d. fram úr viðmiðunarm-
örkum á 1. tímabili, kemur það til
frádráttar á því næsta. Á þessu
ári veiddu bátarnir um 70% árs-
aflans fyrstu 4 mánuði ársins, en á
næsta ári er reiknað með, að þeir
fái að veiða 65% þennan tíma.
Á grundvelli þess afla bátaflot-
ans, sem kominn verður á land í
lok marzmánaðar, skal lengd
netavertíðar ákveðin. Ef ætla má
að aflinn fari yfir 130 þsund lestir
á tímabilinu, skal gert ráð fyrir
styttingu netavertíðar í apríl og
maí, þannig að heildarafli tveggja
fyrstu tímabila verði sem næst því
sem viðmiðunarmörk ákveða. Við
styttingu netavertíðar verður tek-
Tarring, ritstjóri Metal Bulletin:
Súrál er yfirleitt aldrei
greitt með peningum
„ÞAÐ ER ekkert heims-
markaðsverð til á súráli
eins og á áli,“ sagði
ristjóri Metal Bulletin,
Tarring að nafni í samtali
við Morgunblaðið í gær.
„Súrálsviðskipti eru ekki
á margra höndum. Sér-
hver samningur er sjálf-
stæður og margir þeirra
eru svokallaðir afurða-
skiptasamningar, þar sem
peningar koma ekki í spil-
ið, en ákveðið magn af áli
er notað sem endurgjald
fyrir súrálið. Því er ekki
unnt að svara spurning-
unni með þessum hætti og
svara því, hvert sé heims-
markaðsverð súráls.“
Tarring ritstjóri kvað
ástand þessara mála, þó
ekki eins slæmt og það
hefði áður verið. Menn
gætu nú kannski fundið
einhverja viðmiðun við ál,
en þó varla með meiri
nákvæmni en plús og mín-
us 10%, sem myndi þá ná
til flestallra viðskipta með
súrál eða a.m.k. virði við-
skiptanna. Hins vegar væri
engin ein ákveðin tala til.
Ritstjóri Metal Bulletin
útvegaði Morgunblaðinu
upplýsingar, sem birzt
höfðu í blaði hans, sem leitt
gætu til ákveðins verðs á
súráli. Til þess að fram-
leiða 1 tonn af áli þarf 5
þúsund Bandaríkjadali og
er þá innifalinn í verðinu
fjárfestingarkostnaður. Til
þess að framleiða þetta
eina tonn þyrfti 5 tonn af
boxiti, sem gæfi aftur 2
tonn af súráli. Úr þessu
magni súráls fæst síðan
áltonnið. Til þess að fram-
leiða eitt tonn af súráli,
þarf fjárfestingakostnað
sem er á bilinu 650 til 900
Bandaríkjadali. Samkvæmt
þessum upplýsingum er
unnt að reikna verðhlutfall
súráls af verði áls og lætur
nærri að það sé á bilinu
17,5% til 20,4%. Þessar
upplýsingar úr Metal Bull-
etin birtust í blaðinu eftir
ráðstefnu álframleiðenda,
sem haldin var í Madrid í
septembermánuði síðast-
liðnum, en verið getur að
þær eigi við nýja fjárfest-
ingu.
Eins og fram hefur kom-
ið, hefur Ragnar Halldórs-
son skýrt frá því opinber-
lega að verð á súráli sé á
bilinu 16 til 19%, en ÍSAL
hafi fengið það frá Alu-
suisse á 12 til 13% af verði
áls.
Yfirlýsing frá Hjörleifi Guttormssyni:
Engin fullyrðing um end-
anlega niðurstöðu í um-
sögn iðnaðarráðuneytisins
Mori'unhlaóinu hefur borizt
eftirfarandi yfirlýsinK frá
Hjörleifi Guttormssyni. iðnað-
arráðherra:
Ég tel ástæðu til að fagna
þeim jákvæðu undiretktum sem
fram hafa komið frá tals-
mönnum úr öllum stjórnmála-
flokkum um athugun á verðlagn-
ingu á súráli frá Alusuisse til
íslenska álfélagsins og ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um að taka
upp viðræður við Alusuisse varð-
andi það mál og endurskoðun á
núverandi samningum um álver-
ið í Straumsvík.
Nokkrar aðfinnslur hafa hins
vegar komið fram um það,
hvernig að málinu hefur verið
staðið af minni hálfu. Getsakir
um pólitískar árásir í þessu
sambandi eru ekki svaraverðar,
en varðandi málsmeðferðina að
því er varðar upplýsingar vil ég
benda sérstaklega á þrjú atriði:
1) Ráðuneytið hafði aflað upp-
lýsinga sem gáfu vísbendingu
um, að mjög mikill hagnaður sé
tekinn af móðurfélaginu Alu-
suisse út úr súrálsviðskiptum
þess við dótturfyrirtæki sín í
Ástralíu og á íslandi, og þau
rekin að mestu án hagnaðar, eða
með reikningslegu tapi í þeim
löndum þar sem þau eru skatt-
lögð. Þessi hagnaður Alusuisse
er m.a. tekinn með þeim hætti,
að sú venja er sniðgengin, að
innflytjandinn til íslands gefi
upp rétt fob-verð upprunalands-
ins í aðflutningsskjölum sínum.
2) Ráðuneytið hefur í höndum
upplýsingar um, að súrálið til
Isals er að hluta til keypt af
óskyldum áströlskum aðiia með
langtímasamningi til 20 ára, en
samkvæmt ákvæðum álsamn-
ingsins ber að miða við súráls-
verð í viðskiptum óskyldra aðila
í útreikningi á arði og sköttum
ísal. Ofan á þetta súrálsverð
hins óskylda aðila virðist Alu-
suisse leggja að meðaltali um
40% í uppgjöri til ísals. Ráðu-
neytið hefur í höndum tölur úr
reikningum þessa óskylda aðila,
Gove Alumina Ltd., sem sýna
umtalsverðan gróða fyrirtækis-
ins þau ár, sem hér éru til
skoðunar.
3) Skýrsla Coopers & Lybrand
um súrálsviðskipti Alusuisse og
ísal reikningsárið 1974 sýnir, að
ALusuisse seldi ísal árið 1974
súrál á verði sem var milli
30—40% yfir verðum óskyldra
aðila á því ári, að mati endur-
skoðunarskrifstofunnar. Niður-
stöður þessarar skýrslu höfðu
ekki verið birtar, og í skjóli þess
héldu forráðamenn Alusuisse og
ísal því fram, m.a. fram-
kvæmdastjóri ísals ítrekað í
fjölmiðlum, að reikningar hafi
verið skoðaðir af erlendum aðil-
um og ekkert fundist athugavert
við þá, og að súrálsverð til ísals
hafi ávallt verið í samræmi við
verð milli óskyldra aðila.
Með þessi þrjú efnisatriði sér-
staklega í huga og þá staðreynd
að ýmsir efnisþættir málsins
voru þegar á allmargra vitorði,
taldi ég mér skylt sem ráðherra
að upplýsa þing og þjóð um stöðu
málsins, nokkru eftir að um það
hafði verið fjallað í ríkisstjórn
og hlutaðeigandi fengið máls-
gögn í hendur og gefist kostur á
að koma á framfæri athuga-
semdum.
Auk þess sem ég tel, að rík
upplýsingaskylda hvíli á stjórn-
völdum í máli sem hér er á
ferðinni, tel ég að þessi frá-
skýrsla styrki samningsstöðu ís-
lendinga nú þegar ákveðið hefur
verið að hefja viðræður um
endurskoðun samninga við Al-
usuisse.
ið tillit til aflabragða á einstökum
svæðum.
Eftirlit með netaveiðum, m.a.
fjölda neta í sjó, og gæðum aflans
verður stórlega hert m.a. með
fjölgun fastra eftirlitsmanna.
Þeir, sem gerast brotlegir eða
koma ítrekað i.,eð lélegan afla i
land, verða sviptir veiðileyfi skv.
nánari reglum.
Viðmiðunarmörk fyrir togaral'l-
otann verða þannig, að 1. veiði-
tímabil veiði jieir ekki yfir 70
þúsund lestir. 64 þúsund lestir 2.
veiðitímabil og 66 þúsund lestir 3.
tímabil. Með þessum viðmiðunum
er dregið úr afla togara á 1.
tímabili, en í ár var hann um 85
þúsund fyrstu fjóra mánuði árs-
ins. Er þetta gert til að koma í veg
fyrir að birgðastaða frystihúsa
verði eins erfið og varð á tímabili í
ár.
Gert er ráð fyrir, að þorskveiðar
togara verði takmarkaðar við 15%
afla, minnst 4 daga í senn, þannig
að á 1. tímabili verði skrapdagarn-
ir 45, þar af 20 í janúar og febrúar,
65 dagar á öðru tímabili, þar af 40
dagar í júlí og ágúst, 40 dagar á
þriðja tímabili. Þó má afli togara
vera allt að 259? þorskur í samtals
40 daga ofangreindra þorskveiði-
banndaga.
Verði þorskafli togara á hverju
tímabili meiri en viðmiðunar-
mörk, verður banndögum fjölgað á
næsta tímabili. Nefnd, sem skipuð
var til að fjalia um togveiðar,
skilar væntanlega áliti á næstunni
og á grundvelli tillagna hennar
verða væntanlega settar ýmsar
reglur, e.t.v. um útivist togara o.fl.
Einnig kemur til greina, að tog-
veiðar verði háðar leyfum eins og
aðrar veiðar.
Vandamál loðnuflotans verða
tekin fyrir þegar fyrir liggja
endanlegar niðurstöður um heild-
arloðnukvótann um miðjan janúar
nk. Komi ekki til verulegrar aukn-
ingar loðnukvótans, kemur helzt
til greina að veita hverju loðnu-
skipi heimild til að veiða ákveðinn
þorskkvóta. Verði um tiltölulega
litla aukningu loðnukvóta að
ræða, t.d. til frystingar eða
hrognatöku, kemur til álita að
veita ákveðnum skipum heimild
til loðnuveiða, gegn því að þau
afsali sér rétti til þorskveiða, líkt
og gert var á þessu ári. Þorskkvóti
loðnubáta yrði að takast jafnt af
heildarkvóta báta og togara.
Ýmis mál eru í deiglunni og
nefndir starfandi, einkum til að
tryggja bætt gæði. Reglur þar að
lútandi kunna að vera settar síðar.
Rétt er að benda á, að meðferð
mála af þessu tagi getur tekið
alllangan tíma, áður en niður-
staða liggur fyrir og að mínu
mati er óeðlilegt, að gerð sé
tilraun til að leyna efnisatriðum
og standa að samningum að
tjaldabaki um jafn þýðingarmik-
ið mál.
Þvert á móti tel ég, að á
stjórnvöldum hvíli rík skylda um
upplýsingar gagnvart almenn-
ingi í stórmáli af þessu tagi, þar
sem um mikla hagsmuni getur
verið að ræða og á reynir um
mótun eðlilegra viðskiptahátta.
Hér er um að ræða upphaf að
víðtækri skoðun þessa máls og í
umsögn iðnaðarráðuneytisins
felst engin fullyrðing um endan-
lega niðurstöðu.
Rétt er að benda á, að fyrir
utan könnun á súrálsviðskiptum
hafði ráðuneytið til athugunar
að óska eftir samningaviðræðum
við Alusuisse um orkuverð til
álbræðslunnar í Straumsvík með
tilliti til gjörbreyttra viðhorfa í
orkumálum í heiminum. Ég tel
að raddir í þá átt, að samnings-
staða íslendinga verðandi endur-
skoðun á orkuverðinu sé veikari
nú en áður vegna vitneskju
almennings um vissa þætti í
viðskiptum Alusuisse og Isal
hafi við engin rök að styðjast. í
því efni setjum við fram sann-
girniskröfur, þrátt fyrir lítið
svigrúm í gildandi samningum
og niðurstaðan mun ekki síst
ráðast af því, að góð samstaða
takist meðal þjóðarinnar um
málið.