Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 VERKSMIÐJU SALA IÓLAFATAMARKAÐUR Úrvalsfatnaður úr fyrsta flokks efn- um á verksmiöju- verði. frá g.kr. nýkr. Dömukápur 46.000 460 Drengjaföt 17.900 179 Herrafrakkar 56.000 560 Barnabuxur 8.900 89 Dömupils 12.000 120 Barnaúlpur 17.900 179 Herrabuxur 14.900 149 Dömubuxur 14.900 149 Opiö á venjulegum verslunartímum. Elgurhf Skipholti 7 Simi28720 Ein þeirra mynda sem Ólafur K. M hefur tekið og birt er i bókinni. Magnus on the Movie — bók um Magnús Magnússon sjónvarpsmann ÚT ER komin bókin Magnus on the Movie og er hún gefin út af Macdonald Publishers í Edinborg. í bókinni er greint frá ferðum og viðfangsefnum Magnúsar Magnússonar, en hann er sem kunnugt er þekktur í Bretlandi fyrir störf á vegum sjónvarps. Margar myndir eru í bókinni og eru nokkrar þeirra teknar af Ólafi K. Magnússyni ljósmyndara. Bók- in er tæpar 170 blaðsíður að stærð. Um uppátektir unglinga í „fínu hverfi4’ Þorsteinn Antonsson: Fína hverf- ið, frásögn. Útg. Ljóðhús 1980. Það er að verða töluvert út- breidd þörf hjá höfundum á bezta aldri að fara að skrá endurminn- ingar sínar og víst hefur það sína kosti, þeir muna væntanlega at- burðina skýrar og fjarlægðin hef- ur ekki vafið þá inn í rósrauða bjarmann sem oft vill leika um þess konar bækur. Þorsteinn Ant- onsson er sennilega maður ekki fertugur og hefur skrifað tölu- verðan fjölda bóka að því er ég bezt veit, skáldsögur, smásögur. En hér tekur hann til við að segja frá uppvaxtarárum sínum í fína hverfinu. Það virðist spanna yfir hverfið frá Egilsgötu að Hring- braut; reyndar færist sögusviðið Munið betri fötin Jakkar Stredsbuxur Kjólar Blússur Skyrtur Bindi Peysur Þorsteinn Antonsson. til alla leið út í prófessorahverfi og til Bessastaða, fyrir nú utan að hann og félagar hans bregða sér í Laugarvatnsskóla og fara til út- landa öðru hverju. í fyrstu hélt ég að hér væri um dulnefni að ræða, en það var ekki lengi. Hér eru í mesta lagi notuð gælunöfn, en oftar full nöfn og það verður ekki annað sagt en forsætisráðherra okkar sé vinsæl sögupersóna fyrir þessi jól. Lýsingar á heimilislífi hans eru töluvert fyrirferðarmikl- ar í bókinni og ekki síður er vikið Bókmenntlr eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur að því þegar hann er að vísu farinn til útlanda að vera sendi- herra: þá fá synir hans og vinir þeirra meira og minna inni á Bessastöðum hjá afa sínum for- setanum og hefur þar sýnilega einnig verið glatt á hjalla. Þorsteinn Antonsson segir skýrt frá og stíll hans er þægilegri og ekki eins tyrfinn og stundum fyrr. Hann dregur upp hressilegar og hreinskilnislegar sögur af prakkarastrikum og uppátækjum sínum, nema öðru hverju og að þessu er fengur að sumu leyti. Mér finnst að vísu sums staðar farið fulllangt en vegna þess að Þor- steinn er í mesta lagi kaldhæðinn, nánast aldrei illskeyttur, verður þetta allt viðsættanlegt. Börn „fína fólksins í fína hverfinu" eru sannarlega engin englabörn á yngri árum þótt allt eða flest það fólk sem sagt er frá í bókinni sé nú meira og minna ráðsettir og penir borgarar. Vel sótt endur- menntunarnámskeið grunnskólakennara YFIR tvö þúsund grunnskólakennarar sóttu fræðslufundi, sem haldnir voru á vegum Kennara- háskóla íslands, en sl. sumar voru 89 fræðslu- fundir haldnir um ýmis efni, sem grunnskólakenn- urum stóð til boða að sækja. Auk þessara 2.259 kenn- ara, sem fræðslufundina sóttu, sátu 639 kennarar ým- is námskeið, sem KHÍ stóð fyrir og miða að endur- menntun grunnskólakenn- ara. Voru í júní ogjúlí haldin 15 námskeið, sem flest stóðu í viku. Var á þeim einkum fjallað um starfshætti og námsefni í grunnskóla og viðhorf í kennslumálum. Ekki var unnt að sinna öllum umsóknum segir í frétt frá KFÍ og segir að fastráðnir kennarar við grunnskólana séu 2.513 og 570 stundakenn- arar og sé því augljóst að grunnskólakennarar sýni endurmenntun sinni mikinn áhuga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.