Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 1 1 Svanasöngur um jarðneskt yndi Guðmund Frímann dreymir undir hauststjörnum óðins kvon rær á jarðar skipi móðuK á munað. Seglum hennar verður siðhlaðið. þeim er á þráreipum þruma. Mér flýgur stundum í hug þessi seiðmagnaða Sólarljóðavísa, þegar ég er að lesa eftir Guðmund Frímann. Hann er afskaplega eró- tískur höfundur. En hann elskar miklu fleira en konuna. Hann elskar náttúruna í víðasta skiln- ingi, og hann elskar orð. Mér þykir sem hann hafi löngum látið okkur heyra og sjá: tónbrigði lagsins, litbrigði jarðarinnar, blæbrigði orðsins, hambrigði konunnar, til- brigði lífsins alls. Og Guðmundur Frímann lætur ekkert óhreint frá sér fara. Hann er fágaður í orði og verki. Þið ættuð að sjá bókasafnið hans. Þegar ég fann að því við hann, að ekki væru fleiri frumkveðin ljóð í Draumi undir hauststjörn- um, játaði hann að nóg hefði verið til. Sér hefði bara þótt það, sem hann skildi eftir, of mikil af- morskvæði. Það skal fram tekið, að afmorskvæði í gömlum íslensk- um dönsum eru ekki klám. Við erum ekki að tala um slíkt. En það er gæfa Guðmundar að hafa alla tíð getað elskað og hrifist. Á því verður ekkert lát, enda þótt „margt bendi til þess að eg geti orðið allra karla elstur", svo að notuð séu hans eigin orð í eftir- mála þeirrar bókar sem hann segir að geymi „örugglega síðustu ljóð“ sín. Það er nú svo. Þótt ég, sam- kvæmt hans eigin orðum í eftir- málanum, noti orðið svanasöngur í fyrirsögninni, kæmi mér á óvart að þessi yrði söngur Guðmundar hinn síðasti, þótt hann sé orðinn 77 ára gamall. Ljóðabækur Guðmundar, allt frá Náttsólum 1922, eru orðnar 7, þr af ein sem geymir aðeins þýðingar. Þýdd ljóð eru reyndar stærri hluti Draums undir haust- stjörnum og ekki valið af verri endanum. En ég verð að segja það í fullri hreinskilni, og hef sagt við Guðmund sjálfan, að miklu heldur hefði ég viljað hafa hlutföllin á hinn veginn. Mér þykja frum- sömdu ljóðin í þessari siðustu bók hans jafnbetri skáldskapur en þýðingarnar. Þó er hann í þeim að glíma við suma þá höfunda sem ég hef miklar mætur á. En meiri hluti hinna erlendu höfunda er mér lítt kunnur, og ég hef engan tíma haft né kunnáttu yfirleitt til þess að bera saman frumtextana og þýðingarnar. En ein er sú þýðing sem lætur mig síst af öllu ósnortinn og hefur raunar birst áður, en er hér endurprentuð „af persónulegum ástæðum". Þetta er Aftakan eftir Danann Tom Krist- ensen, skáld óttans, stórkostlegt kvæði. Guðmundur segir í eftirmála um frumortu ljóðin: „Þau eru öll mannleg í þessa orðs hefðbundna skilningi. I kverinu eru engin æratobbakvæði; þar verða engin kvæði lesin aíturábak; þar verður enga spéspeki að finna, vona eg.“ Allt þetta er rétt, „engar hunda- kúnstir" eru hafðar við gerð þess- Guðmundur Frímann ara ljóða. En þau eru ekki hvers- dagsleg, ekki tilbreytingarlaus. Hrynjandin er breytileg, stundum einföld og kliðmjúk, stundum pínulitið óstýrilát og sprellandi. Sjálft titillj óðið, ástarljóðið Draumur undir hauststjörnum, er fegurst í einfaldleika sínum: Hljóðlcfta blakar húmiö væng. hjá þér einn eg vaki. 1 sefinu bý þér brúðarsæng, hægi vindum frá þér. svo aö þÍK ekki saki. Siðan hátt eg hjá þér undlr hauststjarnaþaki. Upphafsljóðið, Kvæðið um Kofahlið. er skrautlegast: litmest, orðprúðast. Gaman væri að kanna það (ekki gera könnun á því) hversu mikilvirkur orðasmiður Guðmundur Frímann er. Mætti segja mér að nýyrði hans væru býsna mörg, ef öllu er til skila haldið. Hitt þarf ekki að kanna hversu hagvirkur orðsmiður hann er og fundvís, hugmyndaríkur, smekklegur. Hann má og heita hagsmiður bragar að fornu tali, því að til verksins hefur hann þann loga heitan og fölskvalausan alla tíð sem á afli tilfinninganna brennur. E» veit aö haustið gefur engu grið. né geigvæn næturfrostin. Er hef eg enga gleöi aö vermast við þá vel eg hinzta kostinn ad hlusta á vetrarstef og stormanið. þvi strengur minn er brostinn. Svo segir skáldið í Sumar- kveðju. Þetta er gott og blessað, nema að því leyti að það er ekki satt. Strengur Guðmundar Frí- mannssonar Frímanns er alls ekki brostinn. Fiðlarinn dregur enn boga sinn af sama listfengi og áður, og ást hans til alls hins fagra og góða á jörðinni okkar lætur hann ekki í friði. Eg þekki Guðmund. Ég veit hann yrkir Bðkmenntir eftir Gísla Jónsson meira til dýrðar þeim dásemdum sem lífið býður okkur, ef við höfuin hæfileika og nenning til að njóta þeirra. Skjaldborg á Akureyri gefur út þessa nýju bók af smekklegu yfirlætisleysi. En nærri stappar goðgá hversu margar stafavillur - og jafnvel orðabrengl hafa komist inn í fögur ljóðin. Endurbæt- ur á Torg- klukkunni Kiwanisklúbburinn Katla hefur tekið að sér rekstur Torgklukkunnar á Lækjar- torgi í Reykjavík. Allur ágóði af rekstri hennar á að renna til að bæta aðbúnað fatlaðra í Reykjavík. Segir í frétt klúbbsins að klukkan hafi öll verið endurbætt og ætti að ganga án nokkurra kvilla næstu árin og ætti hún að geta vakið upp gamla töfra sína til ánægju og yndisauka fyrir borgarbúa. Valdimar Ingimarsson sér um gang- verk klukkunnar og ásamt fleirum sér hann einnig um auglýsingarnar. Skólavörðustíg 3, 2. hæð sími 23180.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.