Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 15 STRÍÐSFANGAR — Háttsettur fulltrúi UNITA hreyfin(?arinnar sýnir fréttamönnum hér tvo menn sem hann segir að séu sovézkir striðsfaniíar er teknir hafi verið fastir i Angóla nýlena. Hreyfintfin fullyrti. að sovézku hermennirnir hafi verið á njósnafluKÍ yfir suðurhluta Antfóla er flugvél þeirra var skotin niður. Bretland: ,3vört skýrsla“ um efnahagsástandið London. 18. desember. AP. FJÁRHAGSNEFND breska þingsins sendi i dag frá sér skýrslu um efnahagsástandið i landinu og telur hún ástandið vera mjög uggvænlegt. í skýrsl- unni er bent á að atvinnuíeysi fari vaxandi. þjóðarframleiðslan dragist saman. ríkisútgjöld séu of mikil og hætta sé á að verðbólga aukist aftur á næsta ári. Iðnaðarframleiðslan var 10% minni á þessu ári en í fyrra og hefur aldrei verið jafn lítil síðan 1960. Spáð er áframhaldandi sam- drætti á næsta ári. „Þessar tölur tala sínu máli og þarfnast engra útskýringa," segir í skýrslunni. Edward Ducann, formaður nefndarinnar sgði, að afdrifarík- asti þátturinn í efnahagsörðug- leikum Bretlands væri það hversu gengi enska þundsins væri hátt miðað við önnur lönd. Hann sagði að samkeppnisaðstaða Bretlands erlendis hefði versnað um 40— 50% síðan 1978. í skýrslunni segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að ná langtímamarkmiðum hafi valdið of miklum erfiðleikum fyrir þjóð- arbúskapinn í dag. Gíslunum verður sleppt gegn „nauðsyn legum tryggingum44 Israel: Peres var endurkjörinn for- maður Yerkamannaflokksins Tel Aviv, 18. desember. AP. SHIMON Peres. leiðtogi Verka mannaflokksins israelska. var i dag endurkjörinn formaður flokks- ins með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Yitzhak Rabin, fyrrum forsætisráðherra landsins bauð sig fram gegn Peres sem formaður flokksins. Shimon Peres hlaut 2132 atkvæði gegn 875 atkvæðum Rab- ins. Stórsigur Peres og raunar hafði hann gefið í skyn. að hann héldi þvi aðeins áfram sem formað- ur flokksins, að 7 af hverjum 10 atkvæðum féllu honum í skaut við formannskjörið. Þingkosningar verða í ísrael á næsta ári og skoðanakannanir benda til þess, að Verkamanna- flokkurinn muni vinna öruggan sig- ur í kosningum, yfir Liqud-banda- lagi Menachem Begins. Yitzhak Rabin var með framboði sínu til formannskjörs Verkamannaflokksins að freista þess að rísa á nýjan leik til áhrifa á ísraelskum stjórnmálum. Hann varð að segja af sér embætti forsætisráðherra í apríl 1977 þegar upp komst um gjaldeyrisreikning hans og konu hans í bandarískum banka, en gjaldeyriseign þeirra var í andstöðu við ísraeisk lög. Hann gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1974—1977. Þá var Shimon Peres í embætti varnarmálaráð- 7,6 millj. atvirmulausar LuxemborK. 18. des. AP. ATVINNULAUSIR íbúar landa Efnahagsbandalags Evrópu voru 7,6 milljónir talsins i enda siðasta mánaðar eða 6,9% vinnufærra manna. Þetta kemur fram i skýrslu EBE sem birt var í Lux- emborg i dag. í október voru 7,3 milljónir íbúa EBE-landanna atvinnulausir eða Þetta gerðist 1562 — Orrustan við Dreaux. 1793 — Napoleon Bonaparte tekur Toulon. 1795 — Austurríkismenn semja vopnahlé við Frakka. 1842 — Bandaríkin viðurkenna sjálfstæði Hawaii. 1885 — Deila Þjóðverja og Spán- verja um Karóiínueyjar leyst, Þjóðverjum í vil. 1902 — Þjóðverjar, Bretar og ítalir setja hafnbann á Venezúela. 1915 — Brottflutningur Breta frá Sulva og Anzac á Gallipoli hefst. 1911 — Hitler tekur við yfirstjórn þýzka hersins — Bretar hörfa frá Penag, Malaya. 1942 — Sókn Breta og Indverja í Burma hefst. 1946 — Stríð brýzt út í Indókína með árásum hersveita Ho Chi Minh á Frakka. 1961 — Goa og tveir aðrir land- skikar Portúgala falla í hendur indversku innrásarliði. 1965 — Charles de Gaulle endur- kosinn forseti Frakklands. 1971 — Yahya Khan forseti segir af sér eftir ósigur Pakistana í stríðinu við Indverja. 1972 — Mannafcrðum til tungls- ins lýkur með lendingu bandaríska geimfarsins Apollo 17 á K.vrra- hafi. 1975 — Óldungadeildin samþykk- ir að leyniiegum bandarískum hernaðaraðgerum í Angola skuli hætt. Afmæli — Carl Wilhelm von Scheele, sænskur efnafræðingur (1742—1786) — Leonid Brezhnev, sovézkur kommúnistaieiðtogi (1906-). Andlát — 1741 Vitus Bering, landkönnuður — 1848 Joseph Turner, listmálari. Innlcnt — 1822 Eldgos í Eyja- fjallajökli — 1882 d. Björn Hall- dórsson prófastur — 1901 Tólf hús brenna á Akureyri — 1918 Sálarrannsóknafélag íslands stofnað — 1932 Magnús Guð- mundsson fv. ráðherra sýknaður í Hæstarétti — 1952 Víðtæk kjara- deila Icyst — 1969 Alþingi sam- þykkir aðild að EFTA - 1973 Snjófljóð á Siglufirði — 1977 Dómur í Geirfinnsmálinu — 1905 f. Þórarinn Björnsson skólameist- ari. Orð dagsins — Það hefur aldrei valdið mér meltingartruflunum að eta ofan í mig það sem ég hef sagt — Winston Churchill (1874— 1965). herra og iðulega kom til ágreinings meðal þeirra. Að lokinni atkvæðagreiðslunni í dag hvatti Peres til einingar innan flokksins. Hann tók í hönd Rabins með orðunum: „Gleymum fyrri ágreiningi — hættum að rífast." Þó er búist við, að Peres muni ekki gera Rabin að ráðherra í hugsanlegri stjórn Verkamannaflokksins eftir þingkosningarnar næsta ári. í nóvember á 6,7% vinnufærra manna. í nóvem- ber á sl. ári voru 6 milljónir manna í þessum löndum án atvinnu, eða 5,6%. Verst er ástandið í Belgíu. Þar eru 10,5% ibúanna atvinnulausir. Best er ástandið í Luxemborg. Þar er innan við 1% íbúanna án at- Teheran. 18. desember. AP. ALI RAJAI, forsætisráðherra Irans sagði í dag að banda- rísku gíslarnir ga-tu komist heim fyrir jól ef Bandarikja- stjórn væri reiðuhúin til þess að veita „nauðsynlegar trygg- ingar“. Hann tilgreindi þó ekki hverjar þessar nauðsyn- legu tryggingar væru. Rajai sagði þetta eftir klukku- stundar fund, sem hann átti með sænska sendiherranum í Teheran. Haft var eftir Rajai að „lokasvar" íransstjórnar varðandi lausn gíslamálsins myndi sent Banda- ríkjastjórn í náinni framtíð. Iranir og írakar tilkynntu í dag að átök stórskotaliðs og skrið- dreka hefðu átt sér stað í olíuhér- aðinu Khuzistan í dag. írakar segjast hafa fellt 53 íranska her- menn og grandað sex skriðdrekum en íranir segja að stórskotalið þeirra hafi sprengt upp veginn sem tengir borgina Basra við olíustöðvar íraka við Persaflóa. „Engin óyfirstíg- anleg vandamál44 Jorúsalem. 18. des. AP. SOL Linowitz, sérskipaður sendi- herra Bandaríkjanna í Mið- Austurlöndum, segir að engin óyf- irstíganleg vandamál hindri það að Palestínumenn á herteknu svæðunum fái heimastjórn. Lino- witz sagði á fréttamannafundi að Bandaríkjastjórn hefði lagt fram drög að samkomulagi um 5—6 deiluatriði. ,/ Háttðaraskajri\ í Glœsibæ. í dag kl. 4 mætir úrvalsliöið sem sér um flutning tónlistarinnar á hinni frábæru plötu „í Hátíöarskapi“ í Glæsibæ og flytja nokkur lög fyrir viðskiptavini. Þau veröa síðan viö afgreiðslu í Hljómplötuverslun Karnabæjar og árita plötuna. Hver óskar sér ekki áritaðs eintakí af jólapiötunni í ár. 4 hljöwopild ^KARNABÆR 'mmi0Æ V L augavegi 66 — Giæs.b* — Austurstr®P 22 r. Simi frá Skiottboröi 85055 Heildsöludreifing sUinor Símar 87542 — 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.