Morgunblaðið - 03.01.1981, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.01.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 5 Tómas Einarsson kennari og Valgerður Jónsdóttir. stjórnandi þáttarins Þetta erum við að gera, ásamt dagskrárgerðarfólki úr Hliðaskóla. Hljóðvarp kl. 17.00: Þetta erum við að gera Á dagskrá hljóðvarps kl. 17.20 er þátturinn Þetta erum við að gera í umsjá Valgerðar Jóns- dóttur. Börn í Hlíðaskóla gera dagskrá. — Þetta er fyrsti þátturinn á alþjóðaári fatlaðra, sagði Val- gerður, — og þess vegna fannst okkur hæfa að sérdeildir hreyfi- hamlaðra barna í Hlíðaskóla ættu sinn hlut í þessari dag- skrárgerð. Þau leggja fram eigið efni og var það tekið upp í skólanum. Auk þess taka krakk- ar úr 8. bekk viðtöl við hreyfi- hömluð skólasystkini sín, sem skýra m.a. frá því hvernig dag- urinn líður hjá þeim, bæði í skólanum og heima. Einnig eru þau spurð að því hvað þeim finnist um alþjóðaár fatlaðra. í upphafi þáttarins verður fjallað um Hlíðaskóla almennt, nokkrir úr nemendaráði segja frá því helsta sem er að gerast hjá þeim, t.d. að því er félagslíf varðar. Rætt verður við nokkra af for- ustumönnum ferðafélagsins Garpa, sem starfar af miklum krafti í Hlíðaskóla og hefur notið leiðsagnar Tómasar Ein- arssonar, sem sjálfur er kunnur ferðamaður. Segja þau frá mörg- um ferðum sem þau hafa farið, hvernig þau skipuleggja félagið og starfið, en fram kemur að þau hafa m.a. átt gott samstarf við Náttúruverndarráð. Viðtal er við forustumenn ljósmyndaklúbbs skólans. Krakkar úr 7. og 8. bekk flytja leikþátt og 8. bekkingar flytja lag undir stjórn söngkenn- ara síns, Jóns Kristins Cortes. Önnur tónlist í þættinum er af hljómplötum og hafa krakkarnir valið lögin. Sjónvarp kl. 22.15: Greifafrúin Á dagskrá sjónvarps kl. 22.15 er nýleg þýsk-frönsk bíómynd, Greifafrúin (Die Marquise von 0), byggð á skáldsögu Heinrich von Kleist. Leikstjóri er Eric Rohmer. Aðalhlutverk leika Edith Clever, Bruno Ganz, Peter Luhr og Edda Seippel. Þýðandi er Kristrún Þórðardóttir. Sagan hefst árið 1799. Rússn- eskur her ræðst inn í Ítalíu og sest um kastala á Langbarða- landi, þar sem greifafrúin sem orðin er ekkja dvelst hjá föður sínum er stjórnar vörnum kast- alans. Rússarnir eru harðir í horn að taka og ráðast á kastal- ann og þar er barist upp á líf og dauða. Á dagskrá sjónvarps kl. 21.25 er bresk dansmynd i léttum dúr, byggð á hinu þekkta Grimms-ævintýri um prinsessurnar sem voru svo fíknar i að dansa að þær slitu nýjum skóm upp til agna á hverri nóttu. Þýðandi er Rannveig Tryggvadóttir. Færð er nú mjög þung á þjóðvegum og á gamlársdag var víða erfið færð á götum Keykjavíkur og nágrennis. Margir urðu því til að rétta bílstjórum hjálparhönd þegar gekki hvorki né rak. Ljósm. Rax Færð þyngist um allt landið VERSNANDI færð er nú á vegum um næstum allt landið. en í gær unnu starfsmenn Vegagerðar ríkisins víða að snjómokstri, sem þó varð minna úr en efni stóðu til vegna stórhríðar. sem færðist yfir landið. í dag verður reynt að halda opnum vegum frá Reykja- vik i Borgarnes, til Ilvolsvallar og um Suðurnes, en aðeins ef veður helst skaplegt. Ætlunin var í gær að moka nokkrar aðalleiðir m.a. milli Reykjavíkur og Akureyrar og austur með suðurströndinni, en Banaslys í Hníf sdal tsafirði, 2. janúar 1981. DAUÐASLYS varð við Hregg- nasa i Hnifsdal á fimmta tíman- um aðfaranætur nýársdags. Ung- ur maður varð undir afturhjóli fólksflutningabifreiðar er var að flytja fólk frá dansleik í Félags- heimilinu i Hnífsdal, og beið bana. Ekki er vitað nákvæmlega um aðdraganda slyssins, en fólk sem var á göngu skammt frá slysstað sá piltinn hlaupa eða dragast með bílnum, í um 100 metra fjarlægð frá Samkomuhúsinu, þar til hann rann skyndilega niður með hlið bílsins og varð undir afturhjóli hans. Lögreglan var kvödd á staðinn innan fárra mínútna, en þegar komið var með piltinn á Sjúkrahúsið, reyndist hann látinn. Enginn í fólksflutningabifreiðinni varð var við slysið, og hélt hún áfram ferð sinni til ísafjarðar. Fólk, sem sá er bifreiðin lagði af stað frá Félagsheimilinu, svo og aðrir, er upplýsingar geta gefið um aðdraganda slyssins, eru beðn- ir að hafa samband við lögregluna á ísafirði vegna rannsóknar máls- ins. Hinn látni hét Jósef Heimir Óskarsson, 16 ára, til heimilis að Aðalstræti 11 á ísafirði, sonur hjónanna Óskars Hálfdanarsonar og Dagnýjar Jóhannsdóttur. - Úlfar. GENGI islenzku skákmannanna. sem tefla nú á Rilton skákmótinu i Stokkhólmi hefur verið misjafnt til þessa. Lokið er 7 umferðum af 9 og er Margeir Pétursson í 6,—10. sæti með 5 vinninga en þeir Jóhann Hjartarson og Árni Árnason eru nokkru aftar í röðinni, Jóhann með 3'A vinning og Árni með 3 vinninga. Efstu menn mótsins eru með 6 vinninga. Mótið er allsterkt og þar tefla 7 alþjóðlegir meistar- ar. í 4. umferð mótsins gerði Mar- geir jafntefli en þeir Jóhann og Árni töpuðu sínum skákum. I 5. • umferðinni gerði Margeir jafntefli við Svíann Schussler, sem talinn er sterkasti maður mótsins og munaði litlu að Margeir ynni þá skák. Þeir Jóhann og Árni unnu báðir í þessarri umferð. í 6. umferð varð Margeir að þola óvænt tap fyrir óþekktum Svía, Ligtenstein að nafni. Lék Margeir illa af sér í tímahraki í mun betri stöðu. Jóhann tapaði einnig slysa- lega en Árni gerði jafntefli. í 7. umferðinni vann Margeir sína skák en þeir Jóhann og Árni töpuðu báðir. Telja má líklegt að Margeir hafi misst af vinningsvon í mótinu með tapinu í 6. umferð en hann ætti að eiga möguleika á 2. sætinu. Mót- inu lýkur á morgun. þar seni veður fór mjög versn- andi er á daginn leið var hætt við. Var þannig ekki hægt að hefja mokstur út frá Vík í Mýrdal. Fært var um Þrengsla- veg, um Hvalfjörð og að miklu leyti um Snæfellsnes í Dalina, en í gærkvöld var útlit fyrir að færð á þessum vegum spilltist vegna veðurs. Á Austurlandi var fært um Hérað, um Fjarðarheiði og allt til Breiðdalsvíkur, en ófært þar fyrir sunnan. ö Misjalnt gengi á Rilton-cup INNLENT Slæm byrjun hjá Sveini SVEINN Gylfason. unglinga- meistari i skák, teflir um þessar mundir á mjög sterku unglinga- skákmóti i Hallsberg i Sviþjóð. Óhætt er að segja að Sveinn hafi byrjað illa í mótinu því hann hafði í gær hlotið ‘k vinning í 6 fyrstu umferðunum. Þegar Mbl. talaði við Svein í gær stóð 7. umferð yfir og bjóst Sveinn við að skák hans í þeirri umferð lyki með jafntefli. Ef svo fer hefur Sveinn 1 vinning í 7 umferðum. Að sögn Sveins, sem aðeins er 14 ára gamall, er meðalaldur skák- manna í mótinu 17—18 ár og er Sveinn næst yngstur 30 keppenda. Sveinn hefur 1600 Elo-stig en meðalstyrkleiki keppenda er um 2100 stig. Sú spurning hlýtur óhjákvæmilega að vakna hvaða greiði það er við ungan skákmann að vera sendur á jafn sterkt skákmót og mótið í Hallsberg er. Það er Skáksamband Islands sem bauð Sveini á mótið og kostar för hans. Ekkert f logið til Vestf jarða INNANLANDSFLUG Flugleiða gekk sæmilega í gær nema hvað fella varð niður ferðir til Vest- fjarða. Síðdegis í gær lokuðust flugvellir við Höfn, Egilsstaði, Akureyri og Húsavík vegna hríð- ar, en þó stóðu vonir til að þeir opnuðust að nýju undir kvöldið og átti þá að reyna flug. Um áramótin gekk flugið nokk- uð eðlilega, en innanlandsflug liggur niðri á nýársdag. Á gaml- ársdag varð Flugleiðaþota á leið frá Bandaríkjunum til Luxem- borgar að snúa frá landinu og lenti hún í Glasgow. Um 60 farþegar höfðu ætlað til íslands og tókst síðdegis á gamlársdag að senda Boeing þotu frá Keflavík eftir fólkinu og var hún komin til landsins að nýju um kl. 19:30. Fóru með henni um 8 farþegar frá landinu, en rúmlega 60 komu frá Glasgow.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.