Morgunblaðið - 03.01.1981, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
Hvað segja þeir um efnahagsaðgerðirnar?
í tilefni af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar hafði Morgunblaðið
samband við forystumenn launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda
í gær og spurði þá álits á aðgerðunum. Fara svör þeirra hér á eftir.
Davíð Sch.
Thorsteinsson:
„Mesta öfug-
mæli að líkja
aðgerðunum
við Viðreisna
„Þejrar verið var að lýsa þessum
aðgerðum fyrir þjóðinni var þeim
líkt við Viðreisnina. Þetta er eitt
mesta ofuKmali sem ég hef heyrt
því í Viðreisninni var verið að
fara úr hafta- uppbótakerfi.
cn nú er þvért á móti stefnt inn í
það óheillaástand sem ríkti hér á
landi fyrir Viðreisn. Á starfstíma
þessarar rikisstjórnar hafa menn
mjö)í deilt á aðjíerðarleysi i
efnahajjsmálum oj? er é>? einn af
þeim. En ég verð að segja að
miðað við þær ráðstafanir sem nú
hafa vcrið boðaðar þá kýs ég
heldur áframhaldandi aðgerðar-
leysi“ sagði Davíð Sch. Thor-
steinsson formaður Félags ísl.
iðnrekenda.
„Það sem verið er að gera er að
það er verið aö færa okkur 25 ár
aftur í tímann og leiða okkur inná
braut hafta og leyfa. Það á að taka
upp fjölgengiskerfi þar sem greiða
á hallarekstur sjávarútvegs og
iðnaðar á einhvern dularfullan
hátt með prentun seðla sem engin
innistæða er fyrir. Þar með eru
þessir undirstöðuatvinnuvegir
settir á ríkisjötuna. Við erum
sáróánægðir með þessar hug-
myndir. Með þessu áframhaldi
verður þess e.t.v. ekki langt að
bíða að sama ástand skapist og
ríkti fyrir 25 árum, að næst þegar
einhver ætlar að fá sér bíl kaupi
hann leyfi fyrir honum hjá annað
hvort Landssambandi útvegs-
manna eða Félagi ísl. iðnrekenda,
en eins og menn muna seldi L.Í.Ú.
leyfi fyrir bílum um árabil.
Annað atriði er ákaflega alvar-
legt en það er að það uppbótar-
kerfi sem boðað er, kemur til með
að þverbrjóta samninga við EFTA
og Efnahagsbandalagið. Mér virð-
ast þetta vera fyrstu sporin í þá
átt að við segjum okkur úr EFTA
og sagt verði upp samningum við
Efnahagsbandalagið. Nú er það
svo, að þessir samningar eru
okkur ákaflega mikilvægir og það
yrði t.d. reiðarslag fyrir sjávar-
útveginn á Islandi ef samningum
okkar við Efnahagsbandalagið
yrði sagt upp. Eg er ekki viss um
að ráðamenn hafi hugsað út í
hinar alvarlegu afleiðingar þess-
ara gjörða.
Þá er annað sem vekur furðu
mína en það er að það tók tíu
mánuði að fá Alþýðusamhandið til
að skrifa undir vísitölu Olafslaga.
Blekið er varla þornað á þessum
undirskriftum þegar ríkisstjórnin
afnemur þessa vísitölu með lögum.
Hingað til hafa öll inngrip í
kjarasamninga verið á hinn veg-
inn. Ég man aldrei eftir því, þó oft
hafi verið krukkað í kjarasamn-
inga, að slík skammtímasjónar-
mið hafi verið látin ráða. En það
er bersýnilegt að Alþýðubandalag-
inu hefur tekist að kúga sam-
starfsaðila sína í ríkisstjórninni
til þessara aðgerða, m.a.s. hafa
þeir fengið sjálfan höfund Ólafs-
laga til þess að falla frá tveimur
meginatriðum í þeim lögum, sem
er raunvaxtastefna og að tekið sé
tillit til viðskiptakjara í kaup-
gjaldsvísitölu. Þetta eru slíkar
skammtímaráðstafanir að það er
bersýnilegt að ríkisstjórnin ætlar
sér ekki að sitja lengi úr þessu."
Þorsteinn Pálsson:
Nýtt uppbóta- og
millifærslukerfi
„Þikisstjórnin viðurkennir
með þessum efnahagsráðstöfun-
um að verðbótaákvæðiá laun hafa
veigamesta þýðingu í baráttunni
við verðbölguna,“ sagði Þor-
steinn Pálsson framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands ís-
lands í samtali við Morgunblaðið,
en hann var spurður álits á
efnahagsráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar sem gildi tóku um
áramót.
„Þau víxlverkunaráhrif sem
verðbótakerfið hefur ræður úrslit-
um um gang verðbólgunnar. Það
er því jákvætt að þessi mikli
niðurskurður á vísitölunni skuli
koma til framkvæmda 1. mars. Á
hinn bóginn sýnist manni ákaf-
lega miklu vera fórnað, þ.e.a.s. sú
breyting sem gerð var á verðbóta-
kerfinu 1979 með því að tengja
vbiðskiptakjaraáhrifin við kaup-
gjaldsvísitöluna, er felld niður það
sem eftir er ársins og það er
ákaflega súrt í broti að þeir sem
áttu heiðurinn aö þessari miklu
umbót á verðbótakerfinu skuli nú
hafa fallið frá henni,“ sagði Þor-
steinn.
Þorsteinn sagði augljóst að
breyting þessi myndi hafa þau
áhrif á verðbólguhraðann að úr
honum dragi á fyrri hluta ársins,
en á síðari hlutanum myndi hrað-
inn aftur aukast, meira en verið
hefði af völdum verðbótakerfisins.
Þorsteinn sagði að þegar til lengri
tíma væri litið væri ekki verið að
stemma stigu við verðbólgunni.
„Þetta er skammtímaákvörðun
um aðgerðir gegn verðbólgunni og
það ber ekki að lasta, en það er
alvarlegt að það skuli tekin
ákvörðun um að auka hraða víxl-
gangsins milli verðlags og launa
strax um mitt þetta ár,“ sagði
Þorsteinn.
„Annar höfuðþáttur þessara að-
gerða lýtur að nýju millifærslu- og
uppbótakerfi gagnvart útflutn-
ingsatvinnuvegunum, þar er verið
að hverfa áratugi aftur í tímann.
til pólitískrar skommtunar og það
er verið að falsa gengi krónunnar
með því að skrá það of hátt og það
á að tryggja afkomu atvinnuveg-
anna með pólitískri úthlutun á
fjármagni. Þetta er að mínu mati
alvarlegasti þáttur aðgerðanna og
mun þetta hafa mjög slæm áhrif á
atvinnulífið. Ég hygg að flestir
geti verið sammála um að ekki sé
æskilegt að kalla þennan tíma yfir
atvinnulífið aftur, sem var fyrir
1960. Það er ekki til þess að örva
atvinnustarfsemina og efla at-
vinnulífið í landinu, — þvert á
móti,“ sagði Þorsteinn.
„Það hefur engin ákvörðun verið
tekin um það ennþá hvernig fjár-
magnsins verður aflað, allt bendir
þó til þess að það verði gert með
seðlaprentun. Þannig fjáröflun
eykur á þensluna í þjóðfélaginu og
er ekki til að draga úr verðbólgu.
Þetta hlýtur að hafa áhrif á
viðskiptajöfnuðinn, þannig að í
heild sinni er þarna stigið inn á
mjög alvarlega braut sem at-
vinnulífið í landinu hlýtur að
mótmæla.
Þriðji þátturinn lýtur svo að
svokallaðri verðstöðvun. Þar er
endurútgefinn sá lagatexti sem
gilt hefur mörg undanfarin ár,
a.m.k. er þetta sami textinn og í
lögunum frá 1978, þannig að þar
er einungis verið að ákveða með
bráðabirgðalögum að gildandi lög
skuli gilda. Þó er þetta þannig að
gömlu lögin voru án tímamarka,
núna er ákveðið að verðstöðvun
skuli hætt 1. maí. Eftir 1. maí
lýkur því verðstöðvunartímabili
síðastliðins áratugs. Það er auð-
vitað nýmæli og segja má að það
sé jákvætt, vegna þess að þessi
verðstöðvun hefur auðvitað ekki
skilað neinum árangri. Ef þetta er
stefnan til frambúðar, að verð-
stöðvun skuli ljúka 1. maí, þá má
segja að það sé jákvætt," sagði
Þorsteinn.
Þorsteinn sagði að með efna-
þagsráðstöfunum væri verið að
taka undir það með vinnuveitend-
um að síðustu samningar hefðu
verið verðbólgusamningar, það
væri viðurkennt með þessum
ráðstöfunum.
„Þessar aðgerðir einar út af
fyrir sig hafa það eitt í för með sér
að verðbólgan verður svipuð og
hún hefði orðið án kjarasamn-
inga," sagði Þorsteinn Pálsson að
lokum.
Guðmundur
Hallvarðsson:
„Verið að
skerða kjör
verulega“
„Það er ákaflega erfitt á þess-
ari stundu að segja nokkuð um
áhrif þessara ákvarðana á kjör
sjómanna þar sem fiskverðið
liggur ekki fyrir. Kjarasamn-
ingar þeirra eru lausir og útgerð-
armenn hafa ekki viljað ræða
þau mál. Kjaramál sjómanna
hafa líklega aldrei verið eins
óviss, siðan kjarasamningar fóru
almennt að tíðkast," sagði Guð-
mundur Hallvarðsson. formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur.
„Þó eru náttúrulega aðrir sjó-
menn, sem taka laun sín upp á
annað en aflahlut, og eru það
farmennirnir. Mér sýnist að þarna
sé verið að skerða kjör þeirra
verulega.
Þetta eru viðsjárverðir tímar.
Við stöndum uppi með nýgerða
farmannasamninga, sem voru
undirritaðir rétt fyrir jól. Þá lá
það ljóst fyrir, að frá því Alþýðu-
sambandið skrifáði undir sína
samninga hefur kjararýrnun orðið
veruleg. Þetta vita farmenn. Þeir
stan.ia núna í atkvæðagreiðslu um
samningana sem Jýkur væntan-
lega 19. janúar og það er því mjög
óljóst hvernig sú atkvæðagreiðsla
fer. Þessar efnahagsráðstafanir
spila áreiðanlega einnig stórt
hlutverk í atkvæðagreiðslunni.
Þá hefur festing gengis t.d.
áhrif á kjör farmanna sem taka
30% launa sinna í erlendum gjald-
eyri og vissulega einnig áhrif á
fiskimannasamninga þar sem sjó-
menn fá sérstök aflaverðlaun þeg-
ar sala erlendis nær yfir níu
þúsund pund.
Við fyrstu sýn lítur þetta út
fyrir að vera mikil skerðing gagn-
vart þessari stétt manna, en ég vil
vera varfærinn í einstrengings-
legum yfirlýsingum þar til mál
þetta hefur verið skoðað betur.“
Guðmundur sagði í lokin að þegar
málið hefði verið skoðað nánar
myndu sjómannasamtökin lýsa
skoðunum sínum á aðgerðunum í
heild.
Karvel Pálmason:
„Verið að inn-
leiða óskakerfi
kommúnistau
„Ég held að það sé augljóst að
með þessari stefnu og þegar farið
verður inn á þessa braut þá er
verið að innleiða aftur uppbóta-
kerfið, óskakerfi kommúnista.
Kannske er það einnig orðið
óskakerfi framsóknarmanna og
hluta af Sjálfstæðisflokknum.
Með þessari millifærslu og upp-
bótafærsluleið þá er það komið i
framkvæmd sem kommúnistar
hafa alla tíð viljað og beitt sér
fyrir," sagði Karvel Pálmason
um efnahagsráðstafanirnar.
„Það hlýtur að vekja athygli hjá
launafólki, að ríkisvaldið sjálft
skuli taka sér heimild til að
hækka vöru og þjónustu hjá ríkis-
stofnunum um 10%, sem þýðir
auðvitað álögur á launafólk og
síðan í áframhaldi að kaup sé
lækkað um 7%. Ég veit ekki til að
það sem koma skal í staðinn sé að
finna nokkurn fastan stafkrók um.
Ef menn hefðu meint eitthvað
með slíku þá hefði auðvitað átt að
fylgja með hvernig og hvenær.
Það hefur verið öllum ljóst í
langan tíma og ekkert síður launa-
fólki en öðrum, að lækning á þessu
þjóðarmeini verður ekki fram-
kvæmd nema því aðeins að allir
taki á sig byrðar. En ég er a.m.k.
andvígur því að það sé alltaf
númer eitt að byrja á launafólki.
Meginatriðið er að það hlýtur að
teljast óeðlilegt, að aðeins þremur
mánuðum eftir að samningar hafa
verið gerðir og aðstæður ekkert
breytzt, þá skuli ríkisvaldið grípa
inn í með þessum hætti. Öll
atvinnufyrirtæki einstaklinga
eiga ekki að fá tilsvarandi hækkun
og ríkisfyrirtækin. Það sem meira
er, það gengur beinlínis út boð til
fyrirtækja í opinberum rekstri um
að fara nú fram á hækkunina Svo
að þeir fái hana.
Þá hafa verið í gildi lög um að
samráð skuli haft við aðila vinnu-
markaðarins um stefnumótun í
efnahagsmálum og mér vitanlega
hefur a.m.k. ekki verið haft sam-
ráð við miðstjórn ASÍ þó að
bráðabirgðalögin séu einvörðungu
um kjaraskerðingu. Nú bíð ég eftir
að sjá hvað hinir margir hverjir
sjálfskipuðu verkalýðsforingjar
Álþýðubandalagsins, sem heimt-
uðu samningana í gildi á sínum
tíma, hyggjast fyrir. Hafa þeir
samþykkt þetta, ætla þeir að
samþykkja það — hver er þeirra
afstaða?
Kristján Thorlacius:
„Slík vinnu-
brögð mjög
hættuleg þjóð-
hagslega séðu
„í mínum huga er það mjög
alvarlegur atburður að nú skuli
enn einu sinni vera rift gerðum
kjarasamningum milli launþega-
samtakanna og atvinnurekend-
anna -- að því er okkur varðar í
B.S.R.B. samningum við ríkis-
valdið og bæjarstjórnir í land-
inu,“ sagði Kristján Thorlacius
formaður Bandalags starfs-
manna rikis og bæja. „Ég tel
þetta grundvallaratriði og mjög
hættulegt þjóðhagslega séð að
viðhafa slík vinnubrögð."
Kjarasamningar voru undirrit:
aðir fyrir nokkrum mánuðum. í
þeim var ákvæði um verðbætur á
laun. Þessir sömu kjarasamningar
eru nú rofnir með bráðabirgðalög-
um og vísitalan skert. Ég tel að
það sé mjög þýðingarmikið að það
sé hægt að treysta samningum
bæði hvað varðar opinbera aðila
og milli einstaklinga.
Ég vil ekki á þessu stigi fara út
í að ræða efnislega um þessi
bráðabirgðalög eða yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar. Ég læt það
bíða þar til eftir fund stjórnar
B.S.R.B. á mánudaginn en vii
aðeins endurtaka það, að ég tel
það mjög ámælisvert að fara inn á
þessa braut enn einu sinni að
breyta gerðum kjarasamningum."