Morgunblaðið - 03.01.1981, Síða 13

Morgunblaðið - 03.01.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 13 Hvað segja þeir um efnahagsaðgerðirnar? Kolbeinn Friðbjarnarson: „Sýnist kjara- skerðing augljós“ „ Ég hef ekki fengið þessar efnahagsaðgerðir í hendur enn og get þvi ekki lagt á þær raunhæft mat. Þó sýnist mér augljóst að skerða eigi kaup- gjaldsvisitöluna 1. marz. Það er sagt að það eigi að baeta upp á annan hátt, en hvernig veit ég ekki. Af þeim sökum treysti ég mér ekki til að segja meira um þetta að svo stöddu," sagði Kol- beinn Friðbjarnarson formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu- firði. Árni Benediktsson: „Þurfum lausn sem dugar til frambúðaru „Niðurtalingarleið sú sem rætt hefur verið um á undanförnum misserum er í þvi fólgin að setja hjöðnunarmörk i öllum þáttum efnahagsmálanna þannig að hjöðnun verði því meiri sem lengra líður og öllum væri ljóst með nægilegum fyrirvara að hverju væri stefnt og efnahagslif- ið gæti aðlagað sig breyttum aðstæðum hægt, markvisst og hnökralaust. Ég hefi litið svo á, að þessi leið sé sú sársauka- minnsta og i rauninni liði ótrú- lega stuttur timi þangað til lifskjörin yrðu betri en þau eru núna. Mér hefur virst að í stjórnarsáttmála rikjandi stjórn- ar væri gert ráð fyrir að þessi leið yrði farin. En cinhverra hiuta vegna er svo ekki. Þær efnahagsráðstafanir sem nú hafa verið kynntar eiga ekkert skylt við niðurtalningarleiðina, nema þvi aðeins að samið hafi verið um eitthvað fleira en fram hefur komið,“ sagði Árni Benediktsson stjórnarformaður Félags sam- bands fiskframleiðenda. „Engu að síður er margt gott um þessar efnahagsráðstafanir að segja en þó því aðeins að þeim verði fylgt eftir með frekari að- gerðum innan skamms. Það skipt- ir okkur nefnilega ekki máli hvort dregið er úr verðbólguvexti í nokkra mánuði eða ekki. Við þurfum lausn sem dugar til fram- búðar. Áður en þessar ráðstafanir voru gerðar leit út fyrir að lækka þyrfti gengið í nálega 700 gamlar kr. dollarann. Nú virðist hins vegar útlit fyrir að endar geti náð saman með 650 gamalla kr. gengi eða þar um bil. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að dollaragengið verði 623 g.kr. á næstu mánuðum. Það vantar því nokkuð upp á að endar nái saman í fiskiðnaðinum. Gert er ráð fyrir því að útvegað verði fjármagn til verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins á einhvern hátt og er það vafalaust ætlað til þess að brúa þetta bil. Almennt er sjávar- útvegurinn á móti millifærslum, en þó er hægt að fallast á millifærslur til bráðabirgða ef það auðveldar að ná árangri í upphafi. Þá eru einnig ýmis önnur atriði sem eru til bóta eins og t.d. þær skuldabreytingar sem ráðgerðar eru, svo og aðstoð til að bæta rekstur. Sama er að segja um fyrirheitið um vaxtalækkun þó að tvær hliðar séu á því máli og raunhæfasta lækkun geti aldrei orðið nema jafnhliða minnkandi verðbólgu. Forsætisráðherra skoraði á alla að standa fast saman um að ná niður verðbólgunni. Á því er mikil nauðsyn og er sjálfsagt að verða við þeirri áskorun, enda verður þá að treysta því að ríkisstjórnin geri þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru á vordögum til að tryggja þann árangur, sem næst nú í upphafi. En hins vegar verð ég að játa það, þegar það kom í ljós i hádegisútvarpinu í gær, að for- sætisráðherra hafði kosið að þegja um 10% hækkun allrar opinberrar þjónustu í stað þess að skýra fyrir öllum almenningi af hverju slík hækkun væri nauðsynleg þá fannst mér liðsbón forsætisráð- herra farin að líkjast allmjög liðsbón Skarphéðins forðum, og fór þá jafnframt að óttast um árangurinn." Sigurður Óskarsson: „Tel þessar ráðstafanir ekkert sérlega girnilegar“ „Mér sýnast þessar aðgerðir vera dæmigerð stjórnarfarsleg atskípt! af kiarasamningum. sem réttir aðiTjar hafa þegaí SSáírr!*- að og við hjá verkalýðshreyfing- unni erum nú ekki beinlinis hrifnir af því,“ sagði Sigurður óskarsson, formaður verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins. „Annars hef ég ekki haft tæki- færi til að kanna þessar aðgerðir nákvæmlega og veit bara það, sem fram hefur korr.ið í ríkisfjölmiðl- unum, o" ée get nú ekki sagt að mér finnist þetta néííí sérstaklega girnilegt og við forsvarsméii.? verkafólksins erum ekki sérlega hamingjusamir með þessar ráð- stafanir. Þetta er eins konar vinstri leiftursókn og það virðist sem stjórnin hafi því ekki haft önnur úrræði en úrræði Sjálfstæðis- flokksins. Er ekki um kjararýrnun að ræða að þínu mati? „Mér sýnist að þarna sé um nokkra kjararýrnun að ræða, þó einhverju sé lofað síðar á árinu. Þess háttar langermaloforð hafa venjulega efnzt illa og tel ég á því nokkra hættu að svo verði nú, að loforðin týnist í erminni. Telur þú að samningar séu lausir nú vegna þessara aðgerða? „Komi það í ljós að þarna sé um verulega kjaraskerðingu að ræða þá tel ég svo vera og þá verða verkalýðsfélögin að taka til sinna ráða. Þau eru orðin langþreytt á sífelldum svikum og þetta gengur auðvitað þvert á kosningaslagorð- ið „samningana í gildf“ og er engan veginn samkvæmt fyrri loforðum." Kristján Ragnarsson: Ráðstafanirnar hindra víxl- gang kaup- gjalds og verð- lags „Þessar ráðstafanir hindra víxlgang kaupgjalds og verðlags og því ber að fagna. Hins vegar er ekki Ijóst með hvaða hætti þessar ráðstafanir hafa áhrif á afkomu sjávarútvegsins og því er ekki ljóst hver áhrif þeirra verða,“ sagði Kristján Kagnars- son, formaður LÍÚ í samtali við Mbl., en hann var spurður álits á efnahagsráðstöfunum rikis- stjórnarinnar sem gildi tóku um áramót. „Fiskverð hetur í!£Í verið ákveðið og endanleg afstaða til þess vandamáls sem hækkun oliu- verðs hefur haft liggur ekki fyrir og því er ekki ljóst hver rekstr- arskilyrði sjávarútvegsins verða á þessu ári.Ég vil því sjá hvernig þessum málum reiðir af við ákvörðun nýs fiskverðs og vona að niðurstaða þess verði á þann veg að útgerðarmenn, sjómenn og fiskverkendur geti vel við unað. ViOuu».n^‘ rekstrargrundvöllur fyrir sjávarútvegi.?.? 1 Heild^ er mikilvægasti þáttur íslensks en?n' hagslífs," sagði Kristján Ragn- arsson. Jón Helgason: „Ekkert annað en tómar blekkingara „Mér sýnist þessar efnahags- ráðstafanir fljótt á litið vera einn blekkingarvefurinn í viðbót. Ég hef ekki haft tíma til að kynna mér þetta nákvæmlega ennþá. svo það er kannski bezt að biða með að dæma þessar ráðstafan- ir,“ sagði Jón Helgason formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri er Morgunblaðið spurði hann um efnahagsaðgerðir rikis- stjórnarinnar. „Ég get ekki séð að þessar aðgerðir séu nokkuð betri en að fella gengið í takt við launahækk- anir eins og verið hefur gert. Nú á að taka upp millifærslur peninga sem enginn veit hvaðan eiga að koma og ég sé ekki betur en að það eigi hreinlega að prenta þá eftir þörfum. Þessi verðstöðvun, sem nú hefur verið ákveðin til skamms tíma, er aðeins eins og verið sé að bremsa aðeins í bili og síðan má búast við verulegum hækkunum. Eins og flestum mun vera kunnugt hefur verið verðstöðvun í gildi undan- farinn áratug og á síðasta ári beitti Alþýðuflokkurinn sér fyrir verðstöðvun, en var álasað fyrir það. Hún kom heldur ekki að neinum notum, vegna þess að ekki fylgdu í kjölfarið nauðsynlegar hliðarráðstafanir og mér sýnist að þær vanti enn. Ég treysti ekki ummælum þessarar ríkisstjórnar nú frekar en áður, henni hefur enn ekki tekizt að standa við gefin loforð um að draga úr verðbólg- unni. Þessi vísitöluskerðing kemur auðvitað illa niður á launafólki og gengur þvert á loforðið „samning- ana í gildi". Þarna eru Ólafslögin einnig afnumin, en þau voru að mínu mati talsverð trygging fyrir launþega. Þarna er verið að gefa með annarri hendinni, en tekið aftur með hinni. Skuldir launþega hafa verið verðtryggðar og þar með verður að tryggja laun þess á sama hátt. Það er fráleitt að vera að skerða samninga svona skömmu eftir undirritun þeirra og manni dettur í hug að þær aðgerðir, sem nú er gripið til, hafi legið að baki þegar menn settust skyndilega niður til að undirskrifa, ef svo er eru þetta ekkert annað en tómar blekkingar. Kjarián JÓhannsson Efnahags- ráðstafanirnar dæmigerðar skammtíma- lausnir Efnahagsráðstafanirnar hafa ;-"Wð kynntar sem víðtækar ráðstafamT, ?n éK tel að það sé fjarri lagi. Það geín.r au^v^a^ verið að þeir menn sem eK^?rt hafa gert, tclji smákrukk viðtæk- ar ráðstafanir,“ sagði Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðu- flokksins í samtali við Morgun- blaðið, en álits hans á efnahags- ráðstöfunum rikisstjórnarinnar var leitað. „Hinar raunverulegu ráðstafan- ir eru i rauninni aðeins tvær. Það er framlenging á því marki að verðtryggja sparifé, en þetta mátti vita, enda löngu tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar í stefnu- ræðu forsætisráðherra. í öðru lagi er um að ræða 7% vísitöluskerð- ingu, en með því liggja óbættar kauphækkanir sem gerðar voru í nóvember og desember. Þetta er það tvennt sem í bráðabirgðalög- unum felst, annað sem látið er fylgja með er miklu losaralegra, það er talað um að stefna að ýmsu eða að útvega skuli fjármagn til ýmissa hluta, en ekkert er um það sagt hvaðan eða hvernig pen- ingarnir eiga að koma. Það er einnig talað um aðhald í ríkis- búskapnum og peningamálum. Manni finnst nú að þetta hafi einhverntíma heyrst áður, án þess að þetta hafi borið einhvern sér- stakan árangur og í ráðstöfunun- um eru engin ný tæki eða aðferðir til að beita í þessum málum. Meðal þeirra ráðstafana sem boð- aðar eru er einhverskonar styrkja- kerfi í sjávarútvegi og að ein- hverju leyti í iðnaði. Það er auðvitað í ætt við þann bátagjald- eyri sem við bjuggum við fyrir tuttugu árum síðan og allir þökk- uðu sínum sæla fyrir að losna undan. Ég get t.d. ekki séð hvernig maður eins og Albert Guðmunds- son getur notað atkvæði til þess að komið verði fram þessháttar að- gerðum, — að styrkjakerfið verði tekið upp að nýju,“ sagði Kjartan. „Þessar efnahagsráðstafanir eru að öðru leyti dæmigerðar skammtímalausnir og ég geri ráð fyrir að verðbólgan á næsta ári verði svipuð og hún var á síðasta ári. Þá er enn einu sinni verið að skerða kaupið eitt í staðinn fyrir að setja saman heildstæðar að- gerðir til að ná varanlegum ár- angri. Það er verið að krefjast fórna af launafólki án þess að varanlegur árangur sé tryggður. Þetta dregur væntanlega eitthvað úr verðbólgunni næstu fjóra mán- uði, svona fram yfir Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þá finnst mér ótækt af ríkisstjórninni að krefjast fórna af launafólki, en hækka á sama tíma verð á opin- berri þjónustu um 10%. í stað þess að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi, þá er hér farið í þann farveg að heimta allt til ríkisins, á meðan aðrir eiga að fórna. Ljósi punkturinn í þessu er sá að ríkisstjórnin virðist hafa áttað sig á því að það þurfi að koma til móts við húsbyggjendur, en ég held samt að nær sé fyrir stjórnina að ganga inn á frumvarp okkar alþýðuflokksmanna þar sem allt er hreint og klárt í þessum efnum og gert ráð fyrir viðbótarlánum úr bankakerfinu til húsbyggjenda, til 15 ára, sem nemur hálfu húsnæð- isstjórnarláni. Samkvæmt frum- varpinu yrðu þá heildarlán úr bankakerfinu og frá húsnæðis- málastjórn 52,5% af íbúðar- verði," sagði Kjartan. „í vaxtamálum er talað um styttingu binditíma, en í tillögum okaér Álþýðuflokksmanna er tal- að um að stcfna sérsiaka reikn- inga af því tagi ao fé sem ef óhreyft á þeim í hverja 3 máuúði sé verðtryggt, en ekki sé um bindingu að ræða þannig að fólk geti ævinlega gengið að þessum peningum, en breytilegi hluti inni- stæðunnar taki sparisjóðsvexti,“ sagði Kjartan. Kjartan sagði að sér fyndist SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.