Morgunblaðið - 03.01.1981, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
Hvað segja þeir um efnahagsaðgerðirnar?
ótækt að standa þannig að málum
að gera fyrst samninga en ganga
síðan af þeim með þessum hætti,
þrem til fjórum mánuðum seinna,
án þess að forsendurnar hafi á
nokkurn hátt breyst. Kjartan
sagði ennfremur að stefnumörkun
vantaði á ýmsum sviðum, svo sem
í landbúnaðarmálum, stóriðju og
fiskvinnslu, en þetta væru mál
sem brýnt væri að taka á.
Ég vil óska þess að í staðinn
fyrir aðgerðir sem þessar fái
þjóðin á nýju ári að sjá heildstæð-
ar aðgerðir bæði í efnahags- og
atvinnumálum, það er mín nýárs-
ósk til þjóðarinnar," sagði Kjartan
Jóhannsson formaður Alþýðu-
flokksins.
Eyjólfur ísfeld:
„Vil ekki tjá
mig um þetta
að svo stöddu“
^Ég vil ekki tjá mig um þessi
mál að svo stöddu. Ég hef verið að
fást við önnur mál 1 dag og ekki
getað kynnt mér efnahagsaðgerð-
irnar nægilega til að geta fjallað
um þær,“ sagði Eyjólfur Isfeld
forstjóri Sölumiðstöðvar Hrað-
frystihúsanna, þegar Morgunblað-
ið hafði tal af honum í gær.
Jón Kjartansson:
„Sé ekki betur
en samningar
séu nú lausir“
„Ég hef ekki getað gert mér
fyllilega grein fyrir því hvernig
þessar efnahagsráðstafanir koma
fram, en í flióf^ oragði sýr.’ist
mér heíía vera göm.vii íhalds- og
íramsóknarýrræði á nýjum
grup.rii,- sagði Jón Kjartansson
formaður Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja.
„Annars finnst mér það ein-
kennilegt að þeir með breiðu
bökin, sem fengu þessa nýársgjöf,
koma fram í fjölmiðlum og
skammast út í þetta. Það er
kannski vísbending til þess að
þetta séu ekki eins slæmar ráð-
stafanir í garð launþega eins og
útlit er fyrir."
Er ekki um talsverða kjararýrn-
un að ræða með þessum efnahags-
ráðstöfunum?
„Jú, það verða tekin af launþeg-
um 7% af eðlilegri vísitöluhækkun
1. marz en þar á móti er lofað
leiðréttingu síðar á árinu. Þá er
lofað afnámi þess þáttar Ólafslaga
sem fjallaði um vísitölu viðskipta-
kjara og mun það líklega þýða um
4% hækkun. Afnám sjúkratrygg-
ingagjalds nemur um 1,5% og þar
með eru komin 5,5% upp í 7%
skerðinguna. Áfengi og tóbak
verður tekið út úr vísitölu og verða
ekki lengur notuð sem deiliþáttur
eins og áður, þó hækkanir á því
hefðu ekki átt að hafa áhrif á
vísitöluna.
Þá munu koma til einhverjar
vaxtalækkanir, en ég get ekki sagt
til um það hve mikil áhrif þær
munu hafa.
Ég hef fundið það á fólki, að það
er fyllilega tilbúið að taka á sig
sinn hluta þeirra byrða, sem
nauðsynlegar eru til að takast á
við efnahagsvandann, en að laun-
þegar einir eigi að bera allar
byrð.irnar er auðvitað út í hött.
Það .íefur verið reynt áður, eins og
til dæmis 1978 og alltaf með
litlum árangri."
Eru ekki samningar lausir nú
vegna þessara miklu breytinga?
„Ég get ekki séð betur, þetta eru
það alvarlegar breytingar. Það má
reyndar segja að nú sé verið að
gefa okkur aftur það, sem löggjaf-
inn tók af okkur með Ólafslögum
1978 og auk þess lofað einhverju
síðar á þessu ári.“
Er ekki-þarna verið að ganga
þvert á kosningaslagorðið „Samn-
ingana í gildi"?
„Ætli að það sé ekki bezt í þessu
tilfelli að ég vitni í Björn Jónsson.
Þegar ég fyrir mörgum árum
spurði hann hvort hann teldi að
allar ríkisstjórnir væru fjand-
samlegar verkalýðnum. Hann
sagði að þær væru kannski ekki
endilega fjandsamlegar, en verka-
lýðshreyfingin þyrfti alltaf að
vara sig á hverri ríkisstjórn sem
væri. Mér þykir fullsannað nú að
svo sé.“
Árni Arnason:
Álitsgerð frá
Verzlunarráði
birt í dag
ao vinna
„Við erum búnir
a*' "onn,ln þessa máls
J ne,.„ óg erum að leggja mat á
pessar ákvarðanir ríkisstjórnar-
innar að því er varðar verzlun-
ina,“ sagði Árni Árnason hjá
Verzlunarráði íslands í gær.
„Framkvæmdastjórnin mun
hittast á ný í fyrramálið og verður
þá gengið endanlega frá álitsgerð.
Mínar skoðanir á þessum aðgerð-
um fara saman við það sem
álitsgerðin mun fela í sér, þannig
að ég tel rétt að bíða með að gefa
yfirlýsingar þar til hún verður
birt.“
Björn Þórhallsson:
Enn einu sinni
ráðist á
samninga
„ÉG sá þessar ráðstafanir fyrst á
gamlársdag. en eftir þvi sem ég
hef kynnt mér þetta mál, þá get
ég aðeins lýst minni persónulegu
skoðun á þessu,“ sagði Björn
Þórhallsson varaforseti ASI, en
Morgunblaðið spurði hann álits á
efnahagsráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar.
„Þarna er enn einu sinni ráðist
á samninga, rétt eins og fordæmin
gefa ríkisstjórnum tilefni til. Ef
treysta má því sem sagt er þá mun
þessi árás verða bætt, a.m.k. þeim
sem helst þurfa á því að halda,
þeim sem hafa miðlungs tekjur og
lægri. Þar eru sum atriði óljós
ennþá og víst er að með því verður
fylgst hverjar efndir verða. Það
sem mest einkennir þessi bráða-
birgðalög fyrst og fremst og hinn
nýja stjórnarsamning, er boðun
ýmissa aðgerða sem lofa mörgu
góðu. Verði efndir á því þá er
óhyggilegt að dæma hvatlega það
sem nú þegar er fram komið og þá
má þess minnast, að ráðstafanirn-
ar hafa ekki áhrif á kaup launþega
fyrr en 1. mars. Þar til eru tveir
mánuðir. Ef það sem ríkisstjórnin
hefur sagt, rætist, þá mun kaupafl
tekna fólks sem er með miðlungs
og lægri tekjur, verða þegar litið
er á árið 1981 í heild, svipað og
orðið hefði þó engu hefði verið
breytt, frá því sem gilti áður en
ráðstafanir þessar voru gerðar.
Um leið og þetta er sagt þá blasir
það við að tekjur þeirra sem
hærra liggja á skalanum en miðl-
ungur telst, munu hafa minni
kaupmátt. Þegar miðað er við
tekjur verður ekki skyndilegri
kjaraskerðingu svarað með öðrum
hætti en í gegn um skattakerfið.
Því kemur þetta ekki fólki til góða
fyrr en eftir álagningu skatta á
miðju þessu ári “ 5jörn
„Sumir hafa seilst til þess að
bera þetta saman við þær ráðstaf-
anir sem gerðar voru í febrúar-
mánuði árið 1978. Þá var tekin
skýr ákvörðun um efnahagsmál og
engin eftirkaup sem að vísu er
geðfellt. Því stóð það mönnum
kannski skýrara i huga heldur en
aðrar ráðstafanir. Þessar ráðstaf-
anir sem nú eru gerðar eru miklu
líkari ráðstöfunum sem gerðar
voru í nóvembermánuði sama ár
af allt annarri stjórn Lpar sen;
einslags v.ð^pti voru um um_
®a7nda kaupgjaldsvísitölu og önn-
ur atriði sem kom mönnum til
góða. Þó er minna bögglapósts-
bragð af því sem nú er gert en af
því sem þá var. Þó ég segi þetta er
það eingöngu mín persónulega
skoðun. Þetta hefur ekki verið
tekið til meðferðar hjá miðstjórn
ASI, né þess landssambands sem
ég er formaður fyrir og ég vil
spara mér allar yfirlýsingar um
afstöðu til þess arna til lofs eða
lasts, þangað til mér sjáifum og
þeim sem með mér starfa hefur
unr.ist betri tími til að skoða þetta
og mynda sér efnislega skoðun um
málið. Mig vantar m.a. enn þahn
dag í dag, sem ég gekk þó eftir á
gamlársdag, þá útreikninga sem
að baki þessum ráðstöfunum
liggja. Sýnist þeir reikningar rétt-
ir þá tel ég að þarna megi teljast
stigið eitt skref í átt til þess að
hamla gegn verðbólgu, og þó
sumum þyki of lítið gert þá er þó
alltént mark að því að stöðva sig á
leið, gá að veðri og taka mið.
Mætti þá halda til baka, rétt eins
og áfram. Betra væri þó að haldið
yrði til baka.
Menn tala oft um það, þeir sem
Leiftursókninni fylgja, að ekkert
verði að neinu gagni nema að á
andartaki gerist. Margt getur til
gagns orðið annað heldur en þetta
að mínu viti og meginatriðið er að
spyrna við. Þó að kenningalega
megi finna ágæti í ákveðnum
aðferðum, er ævinlega nauðsyn að
fólkið í landinu geti sannfærst um
að rétt sé að farið, því ekkert
verður gert nema að fylgi þess
komi til,“ sagði Björn Þórhallsson.
Magnús L. Sveinsson:
Ríkisstjórnin
setti samning-
ana á áramóta-
brennurnar
„MEÐ þessum bráðabirgðalögum
á gamlársdag setti ríkisstjórnin
októbersamningana á áramóta-
brennurnar. Það sem er alvar-
legast við þessar aðgerðir og
verkalýðshreyfingin hlýtur að
fordæma, er að ríkisstjórnin
ógildir nýgerða frjálsa kjara-
samninga,“ sagði Magnús for-
maður Verslunarmannafélags
Reykjavikur i samtali við Morg-
unblaðið, er hann var spurður
um afstöðu til efnahagsráðstaf-
ana rikisstjórnarinnar.
„Ég sé ekki betur en að tvíend-
urtekin íhlutun ríkisvaldsins í
gildandi kjarasamninga sé orðin
hrein ógnun við frjálsan samn-
ingsrétt launþega. Það fer að
heyra fortíðinni til að verkalýðs-
hreyfingin hafi gert kjarasamning
sem viðkomandi ríkisstjórn hefur
ekki ógilt fljótlega eftir gerð hans.
Og skiptir engu máli hvaða ríkis-
stjórn á í hlut. Öllum eru í fersku
minni hin hörðu viðbrögð verka*
lýðshreyfingarinnar þegar ríM;_
stjórn Geirs HalM^úggonar ógilti
kjarasa^nmgana j febrúar 1978.
Pað var m.a. efnt til útflutnings-
banns og verkföll boðuð til að
leggja áherslu á kröfuna „Samn-
ingana í gildi". Sú krafa á ekkert
síður rétt á sér í dag, þegar
ríkisstjórnin hefur sent Alþingi
heim og með einu pennastriki
ógilt nýgerða samninga sem svo
til öll verkalýðshreyfingin stóð að.
Það verður fróðlegt að sjá hvað
þeir gera nú sem hæst höfðu 1978
og kröfðust samningana í gildi.
Þjóðin mun fylgjast með því.
Annað er það sem vekur sérstaka
athygli. Það er að ríkisstjórnin
hafði ekkert, akkúrat ekkert sam-
ráð við forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar, þrátt fyrir marg-
ítrekuð loforð hvers ráðherrans af
öðrum, að engar ráðstafanir yrðu
gerðar nema að höfðu fullu sam-
ráði við alþýðusamtökin. Miðað
við það sem sagt hafi verið er
þetta auðvitað siðleysi og stór-
móðgun við alþýðusamtökin, sagði
Magnús.
„Hvað aðgerðirnar áhrærir þá
er það eins og fyrri daginn að þær
beinast fyrst og fremst að því að
skerða launin. Launataxtar stórs
hluta launþega eru á bilinu 3—400
þúsund, s.k.v. nýgerðum samning-
um. Þessi laun eru langt undir því
marki að meðalfjölskylda geti
lifað af þeim. Þessi laun verða nú
skert um 20—30 þúsund krónur,
eða liðlega þá hækkun sem samið
var um í október síðastliðnum.
Allir sjá hversu fráleitt það er að
ætla sér að skerða svo lág laun.
Varðandi fyrirheitið um lækkun
skatta, vil ég benda á að sam-
kvæmt því sem fram kom við fyrri
umræðu um fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar í desember sl.
er gert ráð fyrir verulegri hækkun
útsvara frá fyrra ári, umfram
meðaltals launahækkun fyrri ára
og einnig munu fasteignagjöldin
hækka langt umfram launahækk-
un fyrri ára. Þannig virðast heild-
arskattar síst eiga að lækka. Það
er eftirtektarvert að við þessar
aðgeðir er gert ráð fyrir að
opinber þjónusta hækki um 10% á
sama tíma og öll laun eru skert
um 7%. Það er eins og ríkisstjórn-
in sem sumir hafa fram að þessu
trúað að væri sérstaklega vilveitt
launþegum, sjái engin ráð önnur
en að ógilda nýgerða kjarasamn-
inga launþega og skerða kaup-
máttinn enn. Það sem við þetta
bætist er sú sorglega staðreynd að
efnahagsvandinn verður ekki
leystur með þessum aðgerðum,
heldur er honum ýtt á undan sér
eins og snjónum þessa dagana, en
ekki eytt.“ sagði Magnús L.
Sveinsson.
Ásmundur Stefánsson:
Tilraun til að
kaupa tíma til
stefnumótunar
„Þáð er kannske erfitt eins og í
svona tilfellum yfirleitt að gefa
álit áður en það hefur gefist timi
til að fjalla um málið i okkar
samtökum og móta þar endan-
lega afstöðu. Það er ekki langur
timi frá þvi að þetta var lagt
fram og það tekur sinn tíma að
átta sig a því hvað þetta raun-
verulega þýðir. Það eina sem er
einhlftt og skýrt er að það er
miðað við, að 1. marz falli 7
visitölustig niður og það er nátt-
úrlega augljóst að með þvi er
gengið á samningsákvæði,“ sagði
Ásmundur Stcfánsson forseti Ál-
þýðusambands Islands
I V'iocaii sem ráðherrar áttu
við okkur á gamlársdag þá sögðu
þeir að sú ráðstöfun að fella niður
7 vísitölustig ætti ekki að valda
skerðingu á kaupmætti þeirra
launalægri vegna þeirra gagn-
ráðstafana sem fylgdu og bentu í
því sambandi í fyrsta lagi á
skerðingarákvæði Ólafslaganna
þar sem búvörufrádrátturinn og
frádrátturinn vegna verðhæ^;na
á áfen<d ^ iopaki féllu niður. En
þessir frádráttarliðir hefðu vænt-
anlega valdið hátt á annað prósent
skerðingu 1. júní og svipaðri
niðurstöðu 1. sept. í öðru lagi telja
þeir að ráðstafanirnar í heild
muni draga úr verðbólgunni og ef
að það stenst þá þýðir það, að
kaupmátturinn fellur minna á
hverju tímabili en ella hefði verið.
í þriðja lagi lýstu þeir því yfir að
það ættu að koma skattalækkanir
til þess að bæta það sem á
vantaði."
— Skýrðu þeir nánar út þetta
með skattalækkanirnar, hverjar
þær ættu að verða?
„Það virtist ekki vera og þeir
raunar sögðu, að það væri til þess
ætlast að það væri hægt að hafa
áhrif á í hvaða formi þær yrðu.
Þeir töldu, að það sem þyrfti að
bæta með skattalækkunum yrði
hálft annað prósent. Fjármálaráð-
herra sagði, að ef matið á þessum