Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 15 þáttum, sem þeir lýstu, væri ekki rétt þá yrði að endurskoða þá tölu. Þannig að af þeirra hálfu er málið sett upp eins og um kaup á sléttu sé að ræða fyrir fólk með meðal- laun og lægri." — Nú hafa lög verið í gildi sem segja að ríkisstjórn skuli hafa samráð við launþegasamtökin þegar hreyft er við verðbótaþætti launa. Var þetta samráð haft við ykkur? „Þessi fundur sem ég lýsti var enginn samráðsfundur því þarna er um að ræða mjög flókið mál og á fundinum stóðum við frammi fyrir algjörlega frágengnum skjöl- um, og ætlaðist enginn til þess, virtist mér, að við hefðum neitt til máianna að leggja. Það var ekki um það að ræða að hafa nein áhrif á þá ræðu sem forsætisráðherra eflaust hefur þá þegar verið far- inn að semja. Ég vil leggja áhersiu á það að ég vil hafa allan fyrirvara varðandi málið og þá ekki eingöngu í sambandi við þennan jafnvirðis- reikning sem ég var að ræða heldur málið í heild. Það er náttúrulega mikið atriði í því hvaða árangri yrði náð í verðbólg- unni. — Nú kemur það væntanlega ekki í ljós fyrr en síðar á árinu, en munið þið láta hlutina liggja óhreyfða, fram yfir þessar aðgerð- ir 1. marz? „Það er ekki mitt að ákveða um það, heldur miðstjórnar sam- bandsins." — Nú segir í samningunum að þið getið sagt þeim upp. Hvað finnst þér persónulega? „Ég held að við munum ræða það í miðstjórninni hvaða við- brögð eru við því. Við hljótum að skoða málið í heild sinni og meta það hvað við teljum vera heppi- legast. Og þá ekki aðeins það sem til skamms tíma lýtur heldur einnig til lengri tíma. Það er náttúrulega auðsætt þegar textinn er lesinn í yfirlýsingum ríkis- stjórnarinnar að þar er flest með allalmennu orðalagi sem til lengri tíma lýtur og aðgerðirnar virðast fyrst og fremst tilraun til að kaupa sér tíma til stefnumótunar og að stefnan sé tæpast mótuð enn, þannig að þarna sé frekar verið að stíga upphafsskref. — Nú heyrist oft sú skoðun, að ekki sé sama hverjir séu í stjórn þegar atvinnurekendur og laun- þegar fjalla um aðgerðir ríkis- valdsins. Eru skoðanir þínar og hógværar yfirlýsingar vegna þess- ara aðgerða að einhverju leyti háðar því hverjir tóku ákvarðan- irnar? „Ég held að það verði að vera okkar afstaða og hafi raunar alltaf verið að meta innihaldið en ekki það hverjir standa á bak við það. Því hefur oft verið haldið fram, eins og þú segir, að það sé af hálfu hreyfingarinnar litið mis- jöfnum augum á hver á í hlut, þ.e.a.s. hver er gerandinn og ég verð að segja í fullri hreinskilni að það er erfitt að finna þeim fullyrð- ingum stað í ljósi reynslunnar. Ég reikna með því að ef skoðuð er sagan þá hafi hógværðin, eins og þú orðaðir það, af okkar hálfu, eflaust verið mest á árunum 1974 og 1975 þegar við áttum við ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson- ar.“ — Nú hafa menn almennt án tillits til hvar í flokki þeir standa, verið mjög harðorðir vegna þess- ara aðgerða rikisstjórnarinnar, þ.e. 10% hækkunarinnar og 7% kjaraskerðingarinnar 1. marz? „Ég ætla ekki að fara að leiða líkur að því hvað aðrir hafa sagt. En það sem ég hef sagt er, að það þurfi að skoða málið og ég ætla mér ekki að fara að taka afstöðu fyrir samtökin áður en við fáum tækifæri til að ræða málið í miðstjórn, annað væri tæplega rökrétt. Ég tel að það hljóti að vera verkefni miðstjórnar að taka afstöðu og ákveða viðbrögð. —Nú mættu fulltrúar A.S.Í. ekki á fundi verðlagsráðs á gaml- ársdag. Af hverju? „Fundurinn var ekki haldinn, hann var blásinn af. Þeir hefðu ekki mætt, það var augljóst. En fundurinn var ekki haldinn. — Var það að tilhlutan ykkar? „Ég skal ekkert segja um það. Ráðherra verður að segja til um, af hverju hann hætti við að halda fundinn. Hins vegar tel ég að það hefði verið alveg fráleitt að halda fund á gamlársdag. Þá sagði Ásmundur: „Ég tel 10% hækkunina sem ákveðin var opinberri þjónustu, algjörlega fráleita en áhrifin af henni eru þau, að hún hækkar mánuði fyrr en verið hefði með eðlilegum hætti vegna þess að skv. yfirlýsingu ríkisstjórnar frá 1977 á að ákveða hækkanir síðustu 10 dagana fyrir vísitöluútreikning, þannig að mið- að við það hefði sú hækkun átt að koma um mánaðamót janúar, febrúar. Hækkunin kemur hins vegar í visitölu með eðlilegum hætti og bætist með verðbótum 1. mars. Ég held að vandinn hefði fremur verið aukinn heldur en hitt, það hefði verið að bæta gráu ofan á svart að leyfa aðrar hækkanir samtimis. Ásmundur sagði í lokin: „Ég tel að það hljóti að vera miðstjórnar að taka endanlega afstöðu til þeirra málefna sem um er að ræða og þá meta málið allt efnislega og verður fundur haldinn í miðstjórn A.S.Í. nk. fimmtudag." Metsala Ymis í Þýzkalandi SKUTTOGARINN Ýmir HF 343 seldi i Cuxhaven i V-Þýzkalandi i gær og fékk hærra meðalverð fyrir aflann, en íslenzkt skip hefur áður fengið þar i landi. Ýmir seldi 96,7 tonn fyrir 850 þúsund nýjar krónur eða 85 milljónir króna, meðalverð á hvert kíló var því 8,79 nýjar krónur eða 879 gamlar krónur. Skipstjóri á Ými er Sverrir Er- lendsson. Ýmir var með um 40 tonn af stórum karfa, um 40 tonn af ufsa og afgangurinn var einkum þorsk- ur og ýsa. Ýmir var eini togarinn, sem seldi í Cuxhaven í gær, en þýzkur togari landaði í Bremer- haven í gærmorgun. 'Á mánudag landar Ögri í Englandi og Guð- steinn og Júní landa þar á þriðju- dag og miðvikudag. Verðlagsráð: Fundur qfboðaður því full- trúar ASI gátu ekki mætt AÐ MORGNI gamlársdags hafði verið boðaður fundur i Verðlagsráði til þess að fjalla um 9 hækkunarbeiðnir af ýmsu tagi. Á ellefta tímanum kvöldið áður var fundurinn hins vegar afboðaður í skyndi og að sögn Björgvins Guðmundssonar. for- manns ráðsins, var ástæðan sú að fulltrúar Alþýðusambands ísland gátu ekki mætt á fund- inn. Fyrir fundinum lágu m.a. beiðnir um hækkun á gosdrykkj- um, smjörlíki, fargjöldum í inn- anlandsflugi, aðgöngumiðum kvikmyndahúsa, saltfiski, far- miðum með hóp- og sérleyfis- bifreiðum og farmiðum með vögnum Landleiða á leiðinni Reykjavík—Hafnarfjörður. Björgvin Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri ákveðið hvenær næsti fundur yrði haldinn í ráðinu. Hann sagði aðspurður að þær hækkanir, sem afgreiddar yrðu í Verðlagsráði eftir áramót yrðu bættar í vísitölu 1. marz, aðeins hækkanir samþykktar fyrir áramót féllu innan þeirra 7%, sem ekki yrðu bætt. Björgvin var að því spurður hver yrði í raun breytingin á afgreiðslu hækkunarbeiðna í Verðlagsráði nú um áramótin, þegar hin tímabundna verð- stöðvun, sem ríkisstjórnin hefði ákveðið, tæki gildi. Hann svar- aði: „Meiningin er sú að fylgt verði miklu harðari stefnu í verðlagsmálum en verið hefur og ekki verði aðrar hækkunarbeiðn- ir afgreiddar en óhjákvæmilegar teljast. Sannleikurinn er sá, að afgreiðsla Verðlagsráðs hefur verið mjög fagleg undanfarna mánuði. Ef framfylgja á hertri verðstöðvun er ekki hægt að verða við öllum erindum fyrir- tækjanna og erindin verða ekki afgreidd alveg faglega. Það geta komið upp mál, þar sem hægt er að færa rök fyrir meiri hækkun en samrýmist stefnu stjórn- valda. Ég sé ekki að það sé hægt að framkvæma þetta tvennt í einu, afgreiða hækkanir alveg faglega og framkvæma herta verðstöðvun," sagði Björgvin. Leigubílstjóri í átökum við vopnaðan mann: Tókst að grípa í hlaup riffilsins, og skotið hljóp í dyrastafinn „ÉG HAFÐI tekið manninn upp i bílinn fyrir utan Hótel Borg, og ók að hans ósk að húsi upp við Hverfisgötu. Þar kvaðst hann þurfa að skreppa inn, og beið ég á meðan. Skömmu siðar kemur maður út úr húsinu, opnar aftur- dyr bifreiðarinnar og beinir að mér riffli og skipar mér að aka af stað“. — Sá er þetta segir er Grimur A. Grimsson, leigubil- stjóri, er varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um eitt- AÐ undanförnu hefur ástandið i rafmagnsmálum og simamálum hér um slóðir verið ömurlegt. Simalaust hefur nú verið i Austur-Landeyjum siðan fyrir jól, og litlu skárra hefur það verið i nágrannasveitum. Á ofan- verðum RangárvöIIum hefur ver- ið simalaust i nær viku. og veit enginn. hvenær simasamband kemst þar á. þvi viðgerð mun ekki hafin enn. Sjálfvirka símstöðin á Lauga- landi í Holtum var óvirk vegna rafmagnsleysis um jólin. Á Rang- leytið aðfaranótt 2. janúar, að beint var að honum hlöðnum riffli, og skoti hleypt af, sem þó geigaði. „Er maðurinn hljóp inn í húsið hafði hann alveg skipt um föt, og þekkti ég hann ekki er hann kom út á ný,“ sagði Grímur ennfremur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Hann beindi rifflinum að mér inn um afturdyr bílsins, og settist um leið í aftursætið. Mér tókst þá svo að segja um leið að útvarpslausir eftir að útsendingar hófust. Svipað má raunar segja að eigi við um símann, og jafnvel rafmagnið einnig. Þetta óvenju- lega og ömurlega ástand hefur því skyggt á jóla- og nýársgleðina hjá æði mörgum, sem að líkum lætur. — Jón. grípa um hlaup riffilsins, og beina því frá mér, en um leið hleypti hann af, og lenti skotið í dyra- stafnum við hurðina mín megin að framan. Byssan var með skothylki með fleiri skotum í, og renndi hann þegar öðru skoti upp í byssuna. Ekki kom þó til þess að hann hleypti öðru af, en ég hélt áfram um byssuhlaupið. Dyrnar stóðu opnar og rúðan hafði brotnað, og þannig tókst mér að vekja athygli á hvað um var að vera. Strætisvagnastjóri sem kom þarna akandi að, kom mér til hjálpar, og síðan kom fljótlega annar leigubíll að, sem kallaði á lögreglu okkur til aðstoð- ar, og komu þeir og tóku mann- inn.“ Grímur sagði manninn ekki hafa verið áberandi ölvaðan, þó hann væri að vísu greinilega undir áhrifum áfengis. Ekki sagði hann að neins konar misklíð hefði komið upp þeirra í milli, hvorki um ökugjaldið eða annað. „Ég gerði mér held ég ekki grein fyrir því að byssan var hlaðin fyrr en á eftir,“ sagði Grímur, „svo þetta hefði getað farið verr. En þetta fór allt vel og ég er þakklátur fyrir það. Svona lagað hefur aldrei hent mig áður, en ofbeldisverk fara þó greinilega í vöxt í starfi okkar," sagði hann að lokum. Jóhann Jóhannsson fv. skólastjóri látinn Rangárvellir: Rafmagnslausir, símalausir og útvarpslausir Hrllu á Itaniíárvnllum 2. janúar 1981 árvöllum neðanverðum var raf- magnslaust í tvo sólarhringa sam- fellt, milli jóla og nýárs, og svipað var ástandið í Holtunum. I öðrum svcitum hefur rafmagnsleysið ver- ið miklu minna, en þó mikið um bilanir. Vondu veðri er kennt um þetta ástand. En spurning er, hvort ástæður eru ekki að einhverju leyti að minnsta kosti, gamlar og lélegar línur, sem ekki hafa verið endurnýjaðar með eðlilegum hætti. Þyrfti það mál nánari athugunar við. Þótt veðrið hafi ekki verið gott hér að undanförnu, hefur það alls ekki verið verra en búast má við á þessum árstíma. Við þetta bættist svo útvarpsleysi hjá mörgum vegna bilana á lang- bylgjusendi útvarpsins. Elstu menn hér um slóðir, sem muna alla ævi útvarpsins, minnast þess ekki að hafa verið svo lengi HINN 30. desember siðast liðinn lést Jóhann Jóhannsson, fyrrver- andi skólastjóri á Siglufirði, 76 ára að aldri. Jóhann fæddist á Halldórsstöðum í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði hinn 7. nóv- ember 1904, sonur hjónanna Stef- aníu Sigtryggsdóttur og Jóhanns Sigurðssonar. bónda að Arnar- stöðum i Eyjafirði. Jóhann varð stúdent frá M.A. árið 1930, og guðfræðiprófi lauk hann frá Háskóla íslands 1935. Framhaldsnám í kirkjusögu stundaði hann 1937 til 1938 í Uppsölum og hann var við nám í Bandaríkjunum árið 1956, og kynnti sér skólamál í Evrópulönd- um 1957. ■ Jóhann varð kennari við Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar 1935, og skólastjóri 1944. Eftir Jóhann liggja ýmsar greinar í Kirkjurit- inu og fleiri blöðum. Eiginkona Jóhanns er Aðalheið- ur Halldórsdóttir, og lifir hún mann sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.