Morgunblaðið - 03.01.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.01.1981, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. í gerviheimi ríkis- stjórnarinnar Yerðbólgan riðlar öllu gildismati og ruglar menn í ríminu. Setningar á borð við þessar hafa glumið í eyrum okkar íslendinga nær því öll ár þess áratugs, sem við vorum að kveðja. Óhætt er að fullyrða, að plagg það, sem ríkisstjórnin gaf út 31. desember og ber yfirskriftina: Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar einkennist af þessari brengiun. Stefna ríkisstjórnarinnar, sem miðar að því aðalmarkmiði „að efla atvinnulífið og tryggja öllum landsmönnum næga atvinnu" eins það er orðað, byggir á þeirri höfuðforsendu, að atvinnuvegirnir verði reknir með halla. Til jöfnunar á þeim halla verði horfið ð því ráði, sem gekk sér gjörsamlega til húðar fyrir um það oil aldarfjórðungi, að veita stjórnmálamönnunum beinan íhlutunarrétt í rekstur fyrirtækja með millifærslum. Sú efnahagslega gerviveröld, sem þar er mynduð er lýst með þessum orðum: „Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins skal útvegað fjármagn til þess að tryggja eðlilega afkomu fiskvinnslunnar, ef þörf krefur vegna stöðvunar gengissigs." Og um millifærsluna til iðnaðarins segir: „Á hliðstæðan hátt verður útvegað fjármagn til að tryggja afkomu samkeppnisiðnaðar og útflutningsiðnaðar." I gervi- heimi eiga menn hænur, sem verpa gulleggjum. Ríkisstjórnin bendir á engin ráð til að afla fjár í millifærslurnar. Líklega lítur hún á seðlaprentun sem sína gullhænu. Hún boðar niðurgreiðslu á gengi krónunnar um leið og því er lýst yfir, að gengið verði bundið fast. Ósamræmið í orðum og athöfnum stjórnarliða verður þó enn hróplegra, þegar litið er til þeirrar ráðagerðar að skerða verðbætur á laun um 7% 1. mars næstkomandi. Sagt er, að þrátt fyrir ákvæði í Ólafslögum „skulu greiddar fullar verðbætur á laun 1. mars“. En svo kemur þessi setning: „Verðbætur á laun 1. mars skulu ekki vera meira en 7% lægri en verið hafði samkvæmt ákvæðum laga nr. 13 frá 1979“ (Ólafslaga). Látið er á paþpírnum að því liggja, að þetta muni leiða til verulegs árangurs í baráttunni við verðbólguna og því síðan bætt við, að eftir 1. mars muni reiknast fullar verðbætur á laun, jafnvel með betri kjörum fyrir launþega en samkvæmt svonefndum Ólafslögum, sem áttu að binda endi á allan okkar efnahagsvanda, þegar þau voru samþykkt 13. apríl 1979. Þessu er lýst þannig: „Kaupmáttur á hverju verðbótatímabili rýrnar minna vegna talsvert minni verðbólgu ...“ Þeir, sem lesið hafa bók George Orwells, 1984, gætu haldið, að það ár væri nú upp runnið, þegar þeir heyra stjórnarboðskapinn: Verðbólgan er af hinu illa, hún rýrir kaupmáttinn, þess vegna skulum við lækka launin til að sigrast á verðbólgunni, svo skulum við hækka þau miklu meira aftur til að sigrast á verðbólgunni! Pappírsverðbólga ríkisstjórnarinnar á að verða 40% í árslok. Og svo kemur setningin frá Framsóknarflokknum: „Á næstu mánuðum verða ákveðin tímasett mörk fyrir hámark verðhækkana í samræmi við hjöðnun verðbólgu." Einmitt sama orðalag var notað í stjórnarsáttmálanum og samkvæmt honum átti fyrir löngu að vera búið að ákveða þessi mörk og birta öllum til eftirþreytni. Frestað til næstu áramóta að verðtryggja innlán og útlán. Síðan segir: „Skylt skal þó innlánsstofnunum að hafa á boðstólum verðtryggða sparireikninga, þar sem binditími verði 6 mánuðir í stað tveggja ára.“ Hvað felst í þessu? Sanngirni krefst þess, að allir sparifjáreigendur, sem lagt hafa fé á vaxtaaukareikninga í þeirri trú, að lögum megi treysta, fái sjálfkrafa rétt til að flytja fé sitt á slíka reikninga. Um það verður að gefa skýrar yfirlýsingar. Þetta fólk er nú rænt rúmlega 30 milljörðum gamalla króna. Hvernig á að afla fjár til bankakerfisins, ef vextir á innlánum eiga að vera miklu hærri en á útlánum? Þá lögbindur ríkisstjórnin verðstöðvun til 1. maí með sama orðalagi og fyrir er í lögum. Til hvers? Er verið að gefa til kynna, að verðstöðvun verði felld úr gildi 1. maí fyrir fullt og allt? Verðstöðvun er ekkert nema uppsafnaður vandi vinstri stjórna. Síðan er sagt, að opinber þjónusta verði ekki hækkuð fyrr en við vísitöluútreikning í maí-júní. Auðvitað er ekki einu orði minnst á 10% almenna hækkun opinberrar þjónustu á gamlársdag. Um þetta sérkennilega plagg verður ekki fjallað án þess að vekja athygli á öllum ákvæðunum, sem veita stjórnmálamönnunum íhlutunarrétt í atvinnurekstur og einkahagi manna. Millifærslan sker sig auðvitað úr. Fleira kemur einnig til. Húsbyggjendur eiga að njóta skuldbreytingar. Nú geta þeir náðarsamlegast leitað úrlausnar hjá fjórum opinberum aðilum, sem eiga að vinna að henni. Mönnum skal bent á að athuga vel kjörin á hinum nýju lánum og bera þau saman við núverandi aðstæður sínar. Ríkisstjórnin getur frestað opinberum framkvæmdum, sem nýsamþykkt fjárlög mæla fyrir um. „Ríkis- stjórnin mun stuðla að innkaupum í stórum stíl .og stefna að því í áföngum að veita greiðslufrest á tollum." Auðvitað var við því að búast, að stjórnvöld byrjuðu að hugsa um slíkan greiðslufrest, um leið og þau ákveða að hefja bein afskipti af innflutningi — eða ætlar framsóknarmaðurinn í viðskiptaráðherrasætinu að láta SÍS eftir hnossið sem stóra bróður? Og svo á að frakvæma hagræðingu, skipa orkustefnunefnd og jafnvel að velta fyrir sér stofnun efnahagsráðu- neytis. Hér verður ekki fleira rakið að sinni. Af nógu er að taka, þegar menn fá loksins tækifæri til að skyggnast inn í þá efnahagslegu gerviveröld, sem ríkisstjórnin lifir í. Það er eftir efninu, að við ákvarðanir sínar og útgáfu bráðabirgðalaganna braut ríkisstjórnin í senn fyrirheit sitt um samráð við aðila vinnumarkaðarins og gekk svo þvert á allar venjur um útgáfu bráðabirgðalaga, að með eindæmum er. Rithöfundarnir Þorsteinn Antonsson t.v. og Guðmundur Steinsson t.h. með Jónasi Kristánssyni formanni rithöfundasjóðsins. Verðlaunahafar ríkisútvarpsins: Guðmundur með nýja Paradísarheimt Þorsteinn nýtt smásagnasafn Rithöfundarnir Guðmundur Steinsson og Þorstcinn Ant- onsson hlutu á gamlársdag út- hlutun úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins. Afhenti for- maður sjóðstjórnar Jónas Kristjánsson þeim fjárhæðina sem nemur nú á 25. ári sjóðsins fimmtán hundruð þúsund krón- um í hvors hlut við athöfn í Þjóðminjasafni. að viðstöddum forseta íslands Vigdísi Finn- bogadóttur, Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra menntamála- ráðuneytis. sjóðstjórninni sem í eru Andrés Björnsson og Hjört- ur Pálsson frá ríkisútvarpinu og Ása Sólveig og Birgir Sig- urðsson frá rithöfundum. og fleiri gestum. Guðmundur Steinsson, sem er einn okkar vinsælasti leikrita- höfundur og hefur stöðugt átt leikrit á fjölum Þjóðleikhússins að undanförnu, sagði frétta- manni Mbl. að hann væri nú að leggja síðustu hönd á verk, sem hugmyndin væri að byrja að æfa í vor eða næsta haust. Kvaðst þó ætla að sjá hvernig samningum reiddi af áður. En greiðslur höfunda fyrir slík verk væru svo litlar að sjálfur hefði hann t.d. ekki verið matvinnungur undan- farin tvö ár, þótt leikrit hans Stundarfriður hafi nú verið sýnt 80 sinnum við góða aðsókn. Hefði höfundur ekki náð launum eins leikara og varla væri hægt að gera ráð fyrir slíkri velgengni stöðugt. Rithöfundurinn gæfi því í rauninni vinnu sína. Stund- arfriður var sem kunnugt er sýnt á Norðurlöndum við geysi- góðar viðtökur og liggja leik- tjöldin, sem vega tvö tonn, nú í geymslu í Gautaborg, þar sem, boð hefur komið um að sýna í maí og júní leikritið á leiklistar- hátíð í Wiesbaden, í Liibeck og í Folketeatern í Kaupmannahöfn. Kvaðst Guðmundur vona að hægt yrði að taka því boði, en þótt erlendir aðilar borgi hluta af kostnaði, þá þurfi eitthvert viðbótarfé í ferðakostnað alla leið frá íslandi. Nýja leikritið, sem Guðmund- ur var að ljúka við, hefur hann verið að vinna undanfarin 2lÆ ár. Sagði hann það gjörólíkt Stundarfriði. Það sé byggt á Biblíutexta. Nafnið á því tókst að toga út úr höfundi. Leikritið á að heita Paradísarheimt, enda fylgir tilvitnun í Paradísarheimt Miltons leikritinu. Tileinkunin er upphafið á Paradísarheimt Miltons, sem einnig skrifaði Paradísarmissi sem kunnugt er. Kvað Guðmundur fimm ár síðan hann skrifaði Stundarfrið, en þegar því verki lauk, var hann í tvö ár að vinna að öðru leikriti, sem hann þá lagði til hliðar meðan hann vann Paradísar- heimt, og mun nú væntanlega taka til við aftur. Þorsteinn Antonsson gaf, sem kunnugt er, út bókina „Fína hverfið" fyrir jólin. Hann sagði fréttamanni Mbl. að hann hefði lokið við smásagnasafn í sept- ember sl., sem ætlunin væri að kæmi út á næsta ári. Sagði hann að þessi úthlutun úr rithöfunda- sjóði breytti í sjálfu sér engu um ritstörf hans. Hann mundi halda áfram að vinna sitt verk, en hann kvaðst vera að hugsa um að byrja á nýrri skáldsögu. Um hana vildi hann aðeins segja það, að hún væri enn eins og ferð í þoku. Maður vissi aldrei hve- nær henni létti. En hann kvaðst einnig hafa verið að vonast til að geta farið til útlanda og þessir peningar úr úthlutunarsjóði Ríkisútvarpsins mundu auðvelda það. I ávarpi sínu sagði Jónas Kristjánsson, formaður sjóð- stjórnar m.a.: „Höfuðstóll sjóðs- ins var myndaður með framlagi útvarpsins, en þótt hann hafi nokkuð verið aukinn á liðnum árum, þá hefur verðgildi hans lækkað smátt og smátt, eins og flestra annarra sjóða á landi hér. Því hefur verið reynt að auka öðrum tekjulindum við vexti sjóðsins. Er þar í fyrsta lagi um að ræða árlegt og hækkandi framlag útvarpsins, og í annan stað „rithöfundalaun sem Ríkisútvarpinu ber að greiða samkvæmt samningi en höfundar finnast eigi að“, eins og kveðið er að orði í skipu- lagsskrá sjóðsins". - E.Pá. Tvö skip til loðnu- rannsókna á mánudag TVÖ hafrannsóknarskip halda til mælinga á islenzka loðnustofnin- um á mánudag. Hjálmar Vil- hjálmsson. fiskifræðingur. verð- ur leiðangursstjóri á Bjarna Sæmundssyni og Páll Reynisson. verkfræðingur, á Árna Friðriks- syni. Að sögn Hjálmars verður farið austur fyrir land til móts við loðnuna, en loðnan var komin á göngu austur með landinu í des- ember og síðustu veiðidagana fékkst loðnan norður af Raufar- höfn. Síðan verður farið vestur með Norðurlandi. Sagði Hjálmar að skipunum hefði ekki verið ráðstafað í önnur verkefni í janú- ar, en ef vel gengi og veður hamlaði ekki rannsóknum ætti þeim að geta verið lokið eitthvað fyrir mánaðamót. Að haustrannsóknum fiskifræð- inga á loðnustofninum loknum var ákveðið að minnka kvóta íslenzku skipanna um 30% og er nú eftir að veiða um 85 þúsund tonn af kvótanum. Mörg skipanna eiga eftir að veiða 1—4 þúsund tonn, en 52 skip hafa leyfi til loðnuveiða. Mörg skipanna eru tilbúin til að fara á veiðar og ef veður verður skaplegt um helgina má reikna með, að fyrstu skipin fari út. Hjálmar sagðist vona eins og aðrir að úr rættist og hægt yrði að leyfa meiri veiði, en nú væri ákveðið. Hins vegar sagðist hann óttast, að niðurstöður yrðu ekki þannig, að hægt yrði að auka kvótann svo nokkru næmi. Hann sagði, að nú væri verið að veiða úr lélegasta loðnuárgangi, sem mælzt hefði við seiðarannsóknir. Hins vegar hefði árgangurinn, sem ber uppi veiðarnar í sumar og haust 1981 og vetur 1982 verið um 50% stærri við seiðarannsóknir, en sá sem nú er verið að veiða úr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.