Morgunblaðið - 03.01.1981, Side 21

Morgunblaðið - 03.01.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 21 Ánægjuleg og róleg áramót ÁRAMÓTIN voru frcmur rólc« víðast hvar á landinu og hcfur verið lítið um slys ox óhöpp. Sagði Bjarki Eliasson yfirlög- regluþjónn i Reykjavik að ára- mótin hefðu verið scrlcga ánægjuleg og róleg. Sömu sögu er að segja af slökkviliðinu i Reykjavik. — Aðalannir okkar á gamlárs- kvöld og fram á nýársdagsmorgun voru þær að aka fólki til og frá vinnu, en nokkuð var erfitt um samgöngur hér á höfuðborgar- svæðinu, sagði Bjarki. — Ég geri ráð fyrir að við höfum haft meira að gera vegna þess að færðin var erfið, fólk á kannski orðið lítið benzín og lítið var um leigubíla. En allt gekk þetta vel og fáir gistu fangageymslur okkar á nýársnótt, mun færri en oft áður og tel ég það m.a. stafa af því að þeir, sem verið hafa fastagestir okkar hér, hafa nú í önnur hús að venda, sagði Bjarki Elíasson. Á nýársnótt voru 16 ökumenn teknir vegna meintrar ölvunar við akstur, en umferðin gekk að mestu leyti óhappalítið fyrir sig, þrátt fyrir erfiða færð. Hvers kyns flugeldar og skrauteldar lýstu upp himininn við áramótin. Ljósm. KÖE. Mikið hafði snjóað á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt gamlársdags, en um kvöldið var hið bezta veður. Ljósm. Rax. Brennur voru með fæsta móti i borginni og að sögn lögreglunnar var umferð heldur minni en oft áður, að líkindum vegna ófærðarinnar. Ljósm. Rax. Minning: Margrét Ragna Þorsteins dóttir frá Skipalóni Fella- og Hólasókn: Teikningar og líkön af kirkju safnaðarins sýnd Eins og títt er um stráka á íslandi las ég snemma Nonnabæk- urnar. Þar var ein öðrum fremri um f.pennu og ævintýri, Á Skipa- lóni. Með bók sinni gerði Nonni Skipalón að ævintýralandi, sem þekkt er meðal barna og unglinga víða um lönd. En fleiri hafa gert garðinn frægan á Skipalóni. Þar er fremst- ur Þorsteinn Danielsen, stórbrot- inn framkvæmdamaður og frum- kvöðull nýrra atvinnuhátta við Eyjafjörð á síðustu öld. í hús- kveðju yfir honum, í desember 1882, var sagt: „Þú varst mikil- menni í stöðu þinni. Þú varðir trúlega því pundi, sem þér var lánað. Hljóttu trúrra þjóna verð- laun.“ Því er þetta rifjað upp, að í dag verður til moldar borin á Akureyri heiðurskonan Margrét Ragna Þorsteinsdóttir frá Skipalóni. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. desember sl. eftir skamma legu á 83. aldursári. Margrét frá Lóni varð að vinna hörðum höndum allt sitt líf og mikla og margvíslega erfiðleika þurfti hún að glíma við á langri ævi. Og í lífsstarfi sínu safnaði hún ekki þvílíkum auði, sem mölur og ryð fá grandað. En það hvílir jafnframt einkennilegur ævin- týrablær yfir forsögunni, þegar amma Margrétar, Ragnheiður Einarsdóttir, var kornung tekin í fóstur á Skipalóni. Um ástæður þess og kringumstæður hafa jafn- vel myndast munnmælasögur. En þótt saga Margrétar frá Lóni hafi þannig ívaf ævintýris, er hún umfram allt íslensk alþýðusaga. Hún fæddist að Möðruvöllum í Hörgárdal 28. október 1898. For- eldrar hennar, sem bjuggu lengst af á eignarjörð sinni Skipalóni, voru hjónin Gunnlaug Gunnlaugs- dóttir, dóttir Ragnheiðar, fóstur- dóttur Þorsteins Danielsen og Margrétar Þorláksdóttur, og Þorsteinn Daníelsson, frændi gamla Danielsen og sá, sem hann á efri árum fól að taka við búi sínu á Skipalóni. Tvo bræður átti Margrét. Sá eldri var Gunnlaugur, sem starf- aði árum saman að blaðamennsku í Árósum, en sá yngri var Þor- steinn, trésmiður að ævistarfi, en jafnframt vinsæll og velþekktur söngmaður. Árið 1928 gekk Margrét að eiga Sigurjón Kristinsson og bjuggu þau hjón næstu 19 árin á Skipa- lóni. Þar eignuðust þau 7 börn, 5 dætur og tvo syni. Björg er elst þeirra barna, gift Árna Ingólfs- syni, stýrimanni, og búa þau á Akureyri. Gunnlaug, hjúkrunar- kona, býr í Bandaríkjunum, gift Robert Custis, fasteignasala. Erla, gift Kjartani Sigurðssyni, útgerð- armanni í Keflavík. Ólína, gift Haraldi Óla Valdimarssyni, verk- smiðjustjóra, og eru þau búsett á Akureyri. Guðrún er yngst syst- kinanna, býr á Seltjarnarnesi, gift þeim, er þessar línur ritar. Eldri sonurinn, Þorsteinn, lést af slys- förum árið 1971, en Tómas, tré- smiður, býr í Reykjavík og er ókvæntur. Margrét og Sigurjón fluttust frá Skipalóni til Akureyrar árið 1947. Stundaði Sigurjón sjómennsku upp frá því, allt til dauðadags, en hann lést árið 1959. Ég kynntist Margréti frá Lóni þá fyrst, er nokkuð var liðið á hennar ævikvöld. Hún naut nú vel þeginnar hvíldar í hópi barna sinna og barnabarna. Hún hafði unun af bóklestri og eyddi löngum stundum með bók í hönd. Eftir erfiði og strit margra áratuga hvíldi nú friður og ró yfir þessari góðu konu. Nú er hún öll og er sárt saknað. Þegar móðir hennar, Gunnlaug, var til moldar borin, í apríl 1934, orti Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi um hana minningarljóð og segir þar m.a.: Frá mörgu leiAi legKur hinn Ijúfa hjartayl. Vió ttrafir KÓdra manna er K«tt aó finna til. Og nú þegar við kveðjum Mar- gréti frá Lóni og þökkum hennar mikla starf, milda góðar minn- ingar söknuðinn. Frá leiði hennar leggur ljúfan hjartayl. Að leiðarlokum minnist ég á ný orðanna, sem töluð voru yfir frænda hennar, Þorsteini Daniel- sen, fyrir 98 árum. Þau gætu eins hafa verið sögð um Margréti frá Lóni: „Þú varst mikilmenni í stöðu þinni. Þú varðir trúlega því pundi, sem þér var lánað. Hljóttu trúrra þjóna verðlaun." Valur Valsson í DAG, laugardaginn 3. janúar. verða úrslit i teiknisamkeppni um kirkju fyrir söfnuð Fella- og Hólasóknar birt og vcrða tcikn- ingar og líkön sýnd i Fellaskóla frá kl. 15 til kl. 18 og einnig á morgun, sunnudag. frá kl. 14 til kl. 17. Safnaðarnefnd Fella- og Hóla- sóknar efndi til teiknisamkeppn- innar og voru arkitektarnir Hilrn- ar Ólafsson og Hrafnkell Thor- lacius, Ingimundur Sveinsson og Gylfi Guðjónsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Mannfreð Vil- hjálmsson fengnir til að taka þátt í samkeppninni. UNGLINGASKÁKMÓTINU i Skien i Noregi lauk i gær en þar voru 7 islenzkir piltar meðal 50 keppcnda. Úrslit urðu þau að sænska stúlkan Pia Kramling sigraði, hlaut Vk vinning af 9 mögulegum. Elvar Guðmundsson náði beztum árangri íslenzku piltanna, hlaut 6V£ vinning og hafnaði í 4. sæti. Elvar hafði 6V2 vinning fyrir síðustu umferðina og tefldi þá mjög stíft til vinnings í skák sinni við vestur—þýzka piltinn Lutz því sigur í skákinni hefði fært Elvari sigur á stigum í mótinu. En Elvar spennti bogann of hátt og varð að gefa skákina. Mikill hugur er í þeim sem að safnaðarmálum starfa að kirkja rísi sem fyrst í Fella- og Hóla- sókn. Þetta er stærsta og barn- flesta hverfi borgarinnar. Ýmsir hafa sýnt þessu verkefni áhuga og safnaðarnefndin vill hér með koma á framfæri þakklæti til tveggja aðila er gefið hafa til kirkjubyggingarsjóðs, þ.e. Kvenfé- lagsins Fjallkonunnar sem afhenti söfnuðinum á síðasta ári kr. 500.000. Einnig afhenti Skúli Pálsson f.h. systur sinnar Hlífar Pálsdóttur frá Kirkjubóli, Korpu- dal, Önundarfirði kr. 500.000 til minningar um eiginmann Hlífar, Vigfús Ingvarsson frá ísafirði. Af hinum íslendingunum er það að segja að Róbert Harðarson hlaut 6 vinninga og varð 6., Karl Þorsteins hlaut 5% vinning og varð 11., Ágúst Karlsson hlaut 5 vinninga og varð 15., Jón Árni Jónsson hlaut 4V£ vinning og varð 30. og Hrafn Loftsson og Lárus Jóhannesson hlutu 4 vinninga. Ólafur Ólafsson, fararstjóri piltanna sagði í gær að aðbúnaður í Skien hefði verið mjög góður og skipulag eins og bezt væri á kosið. Þátttakan í mótinu hefði verið góð reynsla fyrir þessa ungu skák- menn. Elvar náði beztum árangri í Skien

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.