Morgunblaðið - 03.01.1981, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
Bráðabirgðalög:
7% vísitöluskerðing 1. marz
Ólafslög skerða áfram laun yfir 725 þúsund gömlumkrónum
Hér íara á eftir bráðabirjíða-
lög þau. sem geíin voru út á
KamlársdaK:
1. gr.
7. gr., 1. mgr. laga nr. 121 30.
des. 1978 um kjaramál orðist svo:
Ekki má hækka verð vöru eða
þjónustu eða endurgjald fyrir af-
not af fasteign eða lausafé frá því
sem var 1. janúar 1981 til 1. maí
1981 nema að fengnu samþykki
réttra yfirvaida, og skulu þau ekki
leyfa neina hækkun nema þau telji
hana óhjákvæmilega. Leyfi til
hækkunar tekur þó ekki gildi fyrr
en það hefur hlotið staðfestingu
ríkisstjórnarinnar.
2. gr.
' Fyrsti málsliður ákvæðis tii
bráðabirgða í 33. gr. laga nr. 13 10.
apríl 1979 um stjórn efnahags-
mála o.fl. orðist svo:
Vaxtaákvarðanir skulu við það
miðaðar, að fyrir árslok 1981 verði
komið á verðtryggingu sparifjár
og inn- og útlána, sbr. VII kafla
þessara laga um verðtryggingu
sparifjár og lánsfjár.
3. gr.
Við 36. gr. laga nr. 13 10. apríl
1979 um stjórn efnahagsmáia o.fl.
bætist eftirfarandi ákvæði:
Stofna skal til verðtryggðra
sparifjárreikninga í bönkum og
sparisjóðum, þar sem binda má fé
til sex mánaða.
4. gr.
Kauplagsnefnd skal reikna vísi-
tölu framfærslukostnaðar miðað
við verðlag í janúarbyrjun 1981.
Heildarútgjöld vísitölunnar þá
skulu vera sú grunnupphæð, er
síðari breytingar hennar miðast
við, og jafngilda því grunntölu 100
1. janúar 1981. Skíðan skal vísital-
an reiknuð miðað við byrjun
mánaðanna febrúar, maí, ágúst og
nóvember 1981, og eftir það fjór-
um sinnum á ári í sömu mánuðum,
eftir grundvallarreglum, sem
Kauplagsnefnd setur. Við þennan
útreikning skal sieppa broti úr
vísitölustigi, hálfu eða minna, en
annars hækka í heilt stig.
Nú óskar stjórn Alþýðusam-
bands íslands eða stjórn Vinnu-
veitendasambands íslands eftir
því, að vísitala framfærslukostn-
aðar verði reiknuð aukalega í
öðrum mánuði en skylt er að
reikna hana samkvæmt 1. málsgr.
þessarar greinar, og skal þá Kaup-
lagsnefnd verða við þeirri ósk,
enda sé hún borin fram með
minnst tveggja vikna fyrirvara.
5. gr.
A tímabiiinu 1. mars til 31. maí
1981 skal greiða verðbætur á laun,
eins og þau eru í ársbyrjun, í
hlutfalli við breytingu vísitölu
framfærslukostnaðar frá grunn-
tölu hennar í janúarbyrjun til
febrúarbyrjunar 1981. Þó skulu
verðbætur á laun 1. mars 1981
ekki vera meira en 7 prósentustig-
um lægri en orðið hefði sam-
kvæmt ákvæðum laga nr. 13 1979.
Á hverju þriggja mánaða tímabili
frá 1. júní, 1. sept. og 1. des. 1981
skal síðan greiða verðbætur á laun
samkvæmt hlutfallslegri breyt-
ingu á vísitölu framfærslukostn-
aðar frá 1. febr. til 1. maí, 1. maí
til 1. ágúst og 1. ágúst til 1. nóv.
1981.
Við útreikning á breytingu vísi-
tölu framfærslukostnaðar sam-
kvæmt fyrri málsgrein skal miða
við hana að frádregnum áfengis-
og tóbaksliðum.
Verðbætur 1. júní, 1. september
og 1. desember á þann hluta
dagvinnulauna, sem er yfir 725
þúsund krónur á mánuði eða
hliðstæð vikulaun og tímalaun,
skulu skerðast skv. ákvæðum 50.
gr. laga nr. 13 frá 1979, og breytist
þessi viðmiðunartala í samræmi
við áorðna hækkun verðbótavísi-
tölu.
6. gr.
Verðbætur á laun samkvæmt
þessum lögum skulu reiknaðar
með tveimur aukastöfum. Kaup-
lagsnefnd tilkynnir opinberlega
hverju sinni hvaða verðbætur
skuli greiddar á laun.
7. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að
fresta framkvæmdum þrátt fyrir
ákvæði fjárlaga fyrir árið 1981,
sem þar er gert ráð fyrir, eða í
lánsfjáráætlun fyrir sama ár, telji
hún það nauðsynlegt. Tekur þetta
einnig til fjárlagaliða, sem jafn-
framt eru ákveðnir með öðrum
lögum en fjárlögum.
8. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Jafnframt eru úr gildi felld lög
nr. 70 20. nóvember 1967 um
verðlagsuppbót á laun og um
vísitölu framfærslukostnaðar.
Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar:
Verðbólgan verði 40% á árinu
- verðstöðvun frá 1. janúar til 1. maí
Hér fer á eftir tilkynning
ríkisstjórnarinnar um þá efna-
hagsáætlun. sem samkomulag
náðist um á gamlársdag:
„Þær aðgerðir í efnahagsmál-
um, sem ríkisstjórnin hefur undir-
búið, mótast af þrem aðalmark-
miðum.
I fyrsta lagi að efla atvinnulífið
og tryggja öllum landsmönnum
næga atvinnu.
I öðru lagi að draga svo úr
hraða verðbólgunnar, að hún
lækki í um 40% á árinu 1981.
í þriðja lagi að tryggja kaup-
mátt launafólks.
Um leið og gjaldmiðli þjóðar-
innar verður breytt 1. janúar 1981,
þannig að ein ný króna jafngildi
lOOgömlum krónum, eru ákveðnar
þær efnahagsaðgerðir, er nú skal
greina:
1. Géngissigi verður hætt um
áramót og gengi krónunnar
haldið stöðugu næstu mánuði.
2. Verðstöðvun er ákveðin frá 1.
janúar til 1. maí og verða
engar hækkanir á vöru eða
þjónustu heimilaðar nema
með samþykki verðlagsyfir-
valda og mega þau ekki heim-
ila hækkanir á vöru og þjón-
ustu nema þau telji þær
óhjákvæmilegar. Slík leyfi
skulu háð samþykki ríicis-
stjórnarinnar.
3. Vísitala framfrælsukostnaðar
' verði ákveðin 100 1. janúar
1981 á grundvelli sérstakrar
könnunar á framfærslukostn-
aði. Þrátt fyrir ákvæði 50. og
51. gr. laga nr. 13 1979 skulu
greiddar fullar verðbætur á
laun 1. mars, 1. júní, 1. sept-
ember og 1. desember 1981
samkvæmt framfærsluvísitölu
eins ojg hún breytist frá 1.
janúar 1981. Verðbreytingar á
áfengi og tóbaki hafa þó engin
áhrif á verðbætur á laun.
Verðbætur á laun 1. mars
skulu ekki vera meira en 7%
Iægri en verið hafði sam-
kvæmt ákvæðum laga nr. 13
frá 1979.
Verðbætur á dagvinnulaun,
sem eru yfir 725 þúsund krón-
ur á mánuði, skerðast sam-
kvæmt ákvæðum 50. gr. laga
nr. 13 frá 1979, og breytist
þessi verðmiðunartala í sam-
ræmi við verðbótavísitölu
þessara launa.
Sú skerðing sem verður á
verðbótum 1. mars verður
þannig bætt: Verðbætur á
laun 1. júní, 1. september og 1.
desember verða hærri en ella
hefði verið að óbreyttum lög-
um, kaupmáttur á hverju
verðbótatímabili rýrnar
minna vegna talsvert minni
verðbólgu, skattar verða lækk-
aðir sem svarar til V/2% í
kaupmætti lægri launa og
meðallauna, og vextir eru
lækkaðir og lánum húsbyggj-
enda er að nokkru breytt í lán
til lengri tíma.
4. Á næstu mánuðum verða
ákveðin tímasett mörk fyrir
hámark verðhækkana í sam-
ræmi við hjöðnun verðbólgu.
5. Viðræður verði hafnar við
samtök launþega og aðra
hagsmunaaðila atvinnulífsins
um framkvæmd samræmdrar
stefnu í kjaramálum, atvinnu-
málum og efnahagsmálum til
næstu tveggja ára.
6. Strangt og stöðugt eftirlit
verður haft með því, að útlán
banka og sparisjóða verði í
samræmi við markmið ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmál-
um sbr. 28. gr. laga nr. 13 frá
1979.
7. Aðlögunartími til þess að
koma á verðtryggingu inn- og
ntlán; verður framlengdur til
ársloka 1981. Skylt skal þó
innlánsstofnunum að hafa á
boðstólum verðtryggðá spari-
reikninga, þar sem binditimi
verði 6 mánuðir í stað tveggja
ára.
8. Útgerð og fiskvinnslu verður
gert kleift að breyta skamm-
tímalánum og lausaskuidum í
lengri lán.
9. Vextir af gengistryggðum af-
urðalánum skulu lækkaðar úr
8,5% í 4%.
10. Stefnt verði að almennri lækk-
un vaxta 1. mars.
11. Verðjöfnunarsjóði sjávarút-
vegsins skal útvegað fjármagn
til þess að tryggja eðlilega
afkomu fiskvinnslunnar, ef
þörf krefur vegna stöðvunar
gengissigs.
12. A hliðstæðan hátt verður út-
vegað fjármagn til að tryggja
afkomu samkeppnisiðnaðar og
útflutningsiðnaðar. Því fjár-
magni verði ráðstafað til
fyrirtækja á svipaðan hátt og
söluskattur er endurgreiddur,
eða til stuðnings iðnaði um-
fram það, sem þegar er ákveð-
ið, svo sem með fjárframlög-
um til hagræðingarverkefna
og eflingar lánasjóða iðnaðar-
ins.
13. Hraðað verði samanburði á
starfsskilyrðum höfuð-
atvinnuveganna og þau sam-
ræmd. Tryggt verði að starfs-
skilyrði iðnaðar verði ekki
lakari en annarra atvinnu-
greina. Þannig verður hlut-
deild iðnfyrirtækja í rekstrar-
og afurðalánum Seðlabankans
aukin frá ársbyrjun 1981 til
samræmis við hliðstæð lán til
annarra atvinnuvega. Jafn-
fm.T.t yprða endnrskoðaðar
reglur varðandi veðhæfni á
aðföngum og framleiðslu-
birgðum iðnfyrirtækja.
14. Vegna íbúðabygginga og
-kaupa skal stefnt að því að
breyta skammtímalánum og
lausaskuldum í föst lán til
lengri tíma. Að þessari skuld-
breytingu verði unnið á vegum
viðskiptaráðuneytisins, Seðla-
banka, félagsmálaráðuneytis-
ins og Húsnæðismálastofnun-
ar ríkisins.
15. RíkÍ8stjórninni er heimilt að
fresta einstökum opinberum
framkvæmdum til þess að
koma í veg fyrir hugsanlega
ofþenslu í efnahagslífinu og til
þess að afla fjármagns til að
treysta kaupmátt lágtekju-
fólks.
16. Ströngu aðhaldi verður áfram
beitt í fjármálum rikisins.
17. Opinber þjónusta verður ekki
hækkuð fyrr en við vísitölu-
útreikning í maí-júní.
18. Vextir af verðtryggðum lánum
til lengri tíma en 10 ára verði
ekki hærri en 2%, en af lánum
til skemmri tíma mest 4%
umfram verðtryggingu.
Auk framangreindra aðgerða í
efnahagsmálum verður á næstu
vikum og mánuðum unnið að
eftirfarandi aðgerðum:
1. Verðlagsyfirvöld taki upp
samvinnu við samtök neyt-
enda og launafólks og við
fjölmiðla um stöðuga kynn-
ingu á leyfilegu og lægsta
verði hverrar vöru. í þessu
skyni verði veitt nokkurt fé úr
ríkissjóði.
2. í athugun er að beita krónu-
töluálagningu þar sem kostur
er í stað prósentuálagningar.
4. Innkaup opinoerrá oíll® Y?r&*
endurskoðuð með hliðsjón af
möguieikum til lækkunar-
áhrifa á almennt innflutnings-
verðlag.
5. Samanburðarkönnunum á
erlendu verðlagi og efldu verð-
lagseftirliti verði beitt til að
skapa grundvöll fyrir eðlilegri
verðmyndun í innflutnings-
verslun.
6. Ríkisstjórnin mun stuðla
að innkaupum í stórum stíl og
stefna að því í áföngum að
veita greiðslufrest á tollum.
Þannig verði einnig dregið úr
óhóflegum geymslukostnaði
innfluttrar vöru og rýrnun
umfram það sem erlendis ger-
ist.
7. Vaxtakerfið verði endurskoðað
í heild með einföldun fyrir
augum og dregið verði úr þörf
fyrir vaxtamismun með hækk-
un á þjónustugjöldum banka
og sparisjóða.
8. Skipuð verði nefnd til að gera
tillögur um almenna meðferð
efnahagsmála og með hverjum
hætti best megi samræma
skipulag og markmið efna-
hagsstefnu til lengri tíma.
Nefndin kanni stofnun sér-
staks efnahagsráðuneytis í
þessu skyni.
9. Rækileg úttekt verði gerð á
næstu mánuðum, með aðstoð
sérfróðra manna, á rekstri
umsvifamestu fyrirtækja og
stofnana hins opinbera. Stefnt
skal að hagræðingu í rekstri,
samræmingu framkvæmda-
áætlana stofnana og fyrir-
tækja undir stjórn ríkisins og
aukinni hagkvæmni í innkaup-
um, mannahaldi og fram-
kvæmdum.
10. Kjarasamningar ríkisins,
ríkisfyrirtækja, ríkisstofnana
og annarra aðila, sem ríkið
hefur að meirihluta til undir
sinni stjórn, verði samræmdir
og þannig spornað gegn launa-
skriði í opinbera geiranum og
því misræmi, sem af slíku
hlýst.
11. Tollheimta af tækjum til at-
vinnureksturs verði endur-
skoðuð með það fyrir augum
að auka möguleika á fram-
leiðniaukningu i þessum
greinum.
12. Orkustefnunefnd geri tillögur
um leiðir til að nýta orkulindir
landsins á næstu árum, sér-
staklega að því er varðar
meiriháttar iðnað, sem lands-
ménn ráða við.
13. Rikisstjórnin beiti sér týFÍr
aðstoð til fyrirtækja, sem
þarfnast sérfræðiaðstoðar við
hagræðingu og framleiðni-
aukningu.
Samhliða þessum aðgerðum
verði mörkuð atvinnustefna, sem
tryggi stöðugleika í hagkerfinu,
aukna framieiðni og framleiðslu
og hagkvæmni 1 Íjárfssíi.lfu-H
Af hálfu ríkisins verði stöðug-
leika gætt með skipulegri áætl-
anagerð um opinbera fjárfestingu
eftir landshlutum í því tilefni að
forða að komi til ofþenslu eða
atvinnuleysis og verði þar bæði
tekið mið af áætlunum um fjár-
festingu einkaaðila og sveitarfé-
laga sem og ríkisins.
Meðal meginþátta slíkrar at-
vinnustefnu verði samræming
veiða og vinnslu í sjávarútvegi,
athugun á fjölda fiskvinnslufyr-
irtækja í einstökum byggðalögum
og samvinna milli þeirra, svo og
áætlun um endurnýjun fiskiskipa-
stólsins. Ennfremur verði gerðar
áætlanir um framleiðniaukningu
atvinnuveganna, aukna fjöl-
breytni í íslenskum iðnaði og um
heildarstefnumörkun í landbúnaði
og úttekt gerð á möguleikum
nýrra búgreina. Skipulagt arð-
semismat verði tekið upp á fjár-
festingum opinberra aðila og at-
vinnufyrirtækja og á framkvæmd
útlánastefnu í sambandi við fjár-
festingaráætlanir."