Morgunblaðið - 03.01.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.01.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 25 Htibner lék af sér hrók í 7. skák- inni og gafst upp EINS og kunnugt er af fréttum stendur nú yfir skákeinvigi mikið í Meranó á Ítalíu. Þar eigast við vestur-þýski stór- meistarinn Robert Húbner og hinn siunKÍ Viktor Korchnoi. Sigurvegari þessa einvigis verð- ur eigi öfundsverður af hlut- skipti sinu enda mun hann væntanlega heyja langt og strangt einvígi við núverandi heimsmeistara Anatoly Karpov. Eins og sakir standa eru kapp- arnir jafnir að vinningum eftir að Korchnoi jafnaði metin í 7. skákinni sem tefld var á fimmtudaginn. Báðir hafa unn- ið 2 skákir en 3 skákum hefur lyktað með jafntefli. Því er ljóst að hart verður barist og erfitt er að spá um úrslit á þessu stigi. A mánudaginn var tefld 6. skákin í einvígi þeirra félaga og lyktaði henni með jafntefli í 88. leik. Skákin var lengst af í jafnvægi og eftir 54 leiki var komin upp staða þar sem Korch- noi hafði hrók og riddara á móti hrók. Slíkar stöður eru auðvitað ekkert nema jafntefli en samt sem áður þjösnaðist gamli mað- urinn áfram í 34 leiki en vita- skuld án árangurs. Eins og að framan greinir var 7. skákin tefld á fimmtudaginn. Eftir að- eins 9 leiki var búið að skipta upp á drottningum og framhald- ið varð sannkölluð langavitleysa þar sem hvorugum tókst að komast nokkuð áfram. í 63. leik vöknuðu áhorfendur upp með andfælum er Húbner lék af sér heilum hrók og gafst þá upp. Þar með fékk Korchnoi ódýran vinn- ing sem honum mun ekki veita af í baráttunni sem framundan er. Annars er rétt að minna á að Guðmundur Sigurjónsson er nú mættur á vettvang og því er gamla manninum hollara að fara að vara sig! Að sjálfsögðu mun ég ekki eyða dýrmætu plássi í 7. skákina en þess í stað kemur hér 6. skákin sem var öllu meira fyrir augað. Hvítt: Viktor Korchnoi. Svart: Robert Húbner. Drottningarbragð 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6. 3. Rf3 — d5, 4. Rc3 - Be7, 5. Bf4 - 0-0, 6. e3 — c5, 7. dxc5 — Bxc5, 8. Dc2 - Rc6, 9. Hdl - Da5, 10. a3 - Be7, 11. Rd2 - e5. Athyglisverður möguleiki er 11. — a6!? sbr. Petrosjan — Spassky Buenos Aires 1979 en þar varð framhaldið 12. Be2 — Bd7, 13. 0-0 - Hac8, 14. Bg3 - b5 og keppendur urðu fljótlega ásáttir um jafntefli. 12. Bg5 — d4, 13. Rb3 - Dd8, 14. Be2 - a5! Textaleikurinn, sem er hugmynd Gellers, miðar að því að hrekja riddarann á b3 á verri reit. Aðrir möguleikar eru 14. — Rg4 eða 14. — h6 (Korchnoi — Karpov Baguio 1978 9. einvígisskák.) 15. Bxf6 - Bxf6, 16. 0-0 - a4, 17. Rc5 - Da5, 18. R3xa4 - Be7, 19. b4 — Da7, 20. Bf3 Hótunin Skák eftir JÓHANNES GÍSLA JÓNSSON var 20. — b6 með mannsvinn- ingi. — dxe3, 21. fxe3 — Bxc5, 22. Rxc5 - I)xa3, 23. Dd2 - Dxb4, 24. Dxb4 - Rxb4, 25. Rxb7 - Ha3. 26. Rd6 - Be6 Eftir 26. — Hxe3 getur hvítur valið milii þess að vinna peðið til baka með 27. Hfel eða að leita á vit ævintýra með 27. Rxf7!? — e4!, 28. Bh5. Rétt er að taka fram að ef svartur reynir að halda fengnum hlut með 27. — Hxel, 28. Hxel — f6 kemur 29. Hbl! og hvítur vinnur. 27. Hbl — Rc2, 28. Hfcl - Rxe3. 29. c5 - f5, 30. Rb5 - Ha2. 31. Hel - 14. 32. c6 - BÍ5, 33. Ilbcl - Hd2 Hvítur hótaði að leika 34. Hxe3! ásamt 35. Bd5+ Ekki gekk 33. — e4 vegna 34. Rc3 34. He2 — Hd3, 35. c7 — e4, 36. Bxe4 — Bxe4, 37. c8 — Hxc8. 38. Hxc8+ — Kf7, 39. Rc3 - Bxg2. 40. Hc7+ - Ke6 Eins og sjá má er staðan í jafnvægi en hvítur reynir þó að gera sér mat úr stöðu sinni. 41. IIxc3+ - fxe3, 42. Kxg2 - Hd2+, 43. Kf3 - Ilxh2. 44. Ilxg7 - h5, 45. IIg5 - IIf2+, 46. Kxe3 - HÍ5, 47. Hg8 - Ha5, 48. Re4 — hf og friðar- samningar voru undirritaðir 40 leikjum síðar! Minnugur þess að „augað fýsir illt að sjá“ læt ég fylgja hér lokin í 7. skákinni. Hvítur á leik og hefði nú best leikið 63. Bb2 með 64. Bcl í huga, og þá hefði jafntefli verið skammt undan. Þess í stað kom ótrúleg yfirsjón: 63. Kd5?? — Re3+, 64. Ke5 og hvítur gafst upp um leið enda verður hann heilum hróki undir eftir 64. — Rxg2. Jón L. hafnaði í 2.-5. sæti JÓN L. Arnason hafnaði í 2.-5. sæti á Evrópumeistaramóti ungl- inga í skák, sem lauk í Groning- en í Iloliandi í gær. Illaut Jón 9'/2 vinning af 13 miigulegum. sem er góð útkoma. Sigurvegari í mót- inu varð Svíinn Ralf Akesson með 1112 vinning. sem er frába'r útkoma. Svíinn vann 11 skákir. gerði eitt jafntefli. við Jón L. Arnason og tapaði einni skák mjög slysalega, gegn Sovétmann- inum Pigusov. Vinningshiutfall Svians er 88,5%. Jón L. Árnason sigraði í skákum sínum í tveimur síðustu umferð- unum. I 12. umferð vann hann Skotann Motwani og í 13. umferð sigraði hann Hollendinginn Kar- olyi. Þeir sem hlutu 91 í; vinning ásamt Jóni voru Sovétmennirnir Andrianov og Pigusov og Danailov frá Búlgaríu. Árangur Akessons er svo góður að hann tryggir honum alþjóðlegan meistaratitil í skák. Hvað er að gerast í bænum Ofvitinn og Rommí í Iönó í kvöld verður Ofvitinn á fjölunum i Iðnó, en annað kvöld verður þar sýnt leikritið Rommí eftir D.L. Coburn. Ofvitinn eftir Þórberg Þórðar- son í leikgerð Kjartans Ragnars- sonar hefur nú verið sýndur á annað leikár og virðist ekkert lát vera á aðsókn. Kjartan er jafn- framt leikstjóri sýningarinnar. Jón Hjartarson leikur meistarann, en Emil Gunnar Guðmundsson leikur hann á unga aldri, þegar sagan gerist. Fjöldi annarra leik- ara tekur þátt í sýningunni og Atli Heimir Sveinsson hefur samið tónlistina við verkið. Rommí hefur verið sýnt við miklar vinsældir síðan í haust. Það segir frá samskiptum tveggja roskinna einstaklinga á elliheim- ili, samskiptum sem á stundum verða mjög stormasöm, en leikrit- ið fjallar ekki eingöngu um aldr- aða heldur manneskjur yfirleitt. Það eru Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín, sem fara með hlutverk þeirra Fonsíu og Wellers, en leikstjóri er Jón Sigurbjörns- son. Jón Hjartarson. Lilja Þórisdóttir og Emil Gunnar Guðmundsson i hlutverkum sinum i Ofvitanum. Á FJÖLUNUM: Á FJÖLUNUM: Blindisleikur í Þjóðleikhúsinu í KVÖLD og annað kvöld verða í Þjóðleikhúsinu sýningar á Blind- isleik eftir Jón Ásgeirsson og Jochen Uirich. Blindisleikur var frumsýndur á annan dag jóla og hefur hlotið góðar undirtektir. Jón Ásgeirsson samdi tónlistina, en Jochen Ulrich samdi dansana með aðstoð Svein- bjargar Alexanders. Sigurjón Jó- hannsson gerði leikmynd og bún- inga, en Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur undir stjórn Ragnars Björnssonar. Sveinbjörg Alexand- ers og Ingibjörg Pálsdóttir skipta með sér aðalkvenhlutverkinu, en Michael Molnar og Conrad Bukes dansa aðalkarlhlutverkin; í öðrum hlutverkum eru meðlimir íslenska dansflokksins auk annarra, alls um 40 manns. Sveinbjörg Alexanders og Conrad Bukes í hlutverkum sinum i Blindisleik. Edda Erlendsdótt ir heldur tónleika á Kjarvalsstöðum I DAG heldur Edda Erlendsdóttir pianóleikari tónleika á Kjarvals- stöðum og hefjast þeir kl. 17. Á fyrri hluta efnisskrárinnar eru verk eftir Arnold Schönberg, Anton Webern og Alban Berg, en eftir hlé verk eftir F. Schubert og Robert Schumann. Edda Erlendsdóttir er búsett í París og kemur nú heim til að halda fyrstu opinberu tónleika sína hér sem einleikari, en fyrir rúmum tveim árum lék hún hér á vegum Tónlistarfélagsins með David Simpson cellóleikra. Edda er fædd i Reykjavík ariö 1950. Hún hóf nám í píanóleik í einkatímum hjá Selmu Gunnars- dóttur, en stundaði síðan nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og voru kennarar henn- ar þau Hermína Kristjánsson, Jón Nordal og Árni Kristjánsson. Að loknu stúdentsprófi árið 1970 inn- ritaðist hún í píanókennaradeild Tónlistarskólans og lauk þaðan prófi 1972 og einleikaraprófi ári síðar. Hún hlaut franskan styrk til að stunda nám við Tónlistar- háskólann í París og lauk þaðan prófi vorið 1978. Kennarar hennar í París voru Pierre Sancan í píanóleik og Jacques Parrenin í kammermúsik. Edda hefir einnig stundað nám við sumarakademí- una í Nissa og Ravel-akademíuna í St. Jean de Luz í Frakklandi. Eins og fyrr segir, hefjast þessir tónleikar kl. 17 og verða aðgöngu- miðar seldir við innganginn og kosta nkr. 30 en nkr. 20 fyrir námsfólk. Þetta eru einu tónleikar Eddu Erlendsdóttur, sem fyrirhugað er að halda að þessu sinni hér í borg. Edda Erlendsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.