Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR,
frá Þórukoti, Njarövík,
lézt að heimili sínu, Hólagötu 3. Njarðvík, á nýársdag.
Börn, tengdabörn, barna-
börn og barnabarnabörn.
+ Konan mín, móðir okkar og fósturmóðir,
JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Rjúpufelli 21,
lést í Borgarspítalanum 31. desember. Jón Guðmundsson, Órlygur Þorkelsson, Bennie Þorkelsson, Þórdís Þorkelsdóflir, Jóhanna Karlsdóttir.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma,
GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Ölduslóö 17, Hafnarfiröi,
andaðist í St. Jósefsspítala miövikudagínn 31. desember.
Hinrik Albertsson,
Halldóra Hinriksdóttir,
Margrét Hinriksdóttir, Sigurjón Ingi Haraldsson,
Guörún Sigurjónsdóttir.
+ Móöir okkar, tengdamóöir og amma.
SIGURBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR
frá Siglufirói,
andaöist í Landspltalanum á nýársdag.
Sigríöur Stefánsdóttir, Ingólf Klausen,
Friöleifur Stefánsson, Björg Arnadóttir,
Hjálmar Stefánsson, Halla Haraldsdóttii.
Þröstur Stefánsson, Guömunda Ólafsdóttir
og barnabörn.
Faölr okkar, tengdafaöir og afi"^
ELLERT ÁRNASON fyrrverandi yfirválstjóri,
lézt í sjúkradeild Hrafnistu 1. janúar.
Sigrún Ellertsdóttir, Guölaugur Jóhannesson,
Sigurþór Ellertsson, Sigurborg Bragadóttir
og barnabörn.
Maöurinn minn,
BALDVIN SIGURÐSSON, ,
Sólvöllum 6,
Akureyri,
lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. janúar 1981.
Auóur Þorsteinsdóttir.
+
Móöir mín,
GUORÚN JÓNMUNDSDÓTTIR,
lést 27. desember 1980.
Jaröarförin ákveöin þriöjudagín-. 6. janúar 1981 frá Fossvogs-
kirkju kl. 10.30.
Jónmundur Jensson.
+
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓHANNJÓHANNSSON,
fyrrverandi skólastjóri á Siglufirði,
lést hinn 30. desember.
Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl.
15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Aöalheiöur Halldórsdóttir,
Jónína Jóhannsdóttir,
Stefanía Jóhannsdóttir, Finn Nielsen,
Jóhann Heiöar Jóhannsson, Elín Björnsdóttir
og barnabörn.
Minning:
Sigurður Tómas-
son úrsmiður
Þann 23. desember sl., að kvöldi
dags, lést Sigurður Tómasson úr-
smiður. Sigurður var nokkra ára-
tugi allvel þekktur hér í Reykjavík
og víðar. Þar sem Sigurður var
kominn hátt á 88. aldursárið er
hann lést, er að vonum margt af
hans samferðafólki og vinum um
ævina horfið sjónum. Vil ég því
minnast að nokkru helstu æviat-
riða hans.
Sigurður var fæddur þ. 12. apríl
1893 að Efri-Gegnishólum, Gaul-
verjabæjarhreppi í Árnessýslu.
Foreldrar hans voru Tómas Magn-
ússon bóndi og kona hans Hall-
dóra Sigurðardóttir. Er nú einn
bróðir Sigurðar, Ingjaldur Tóm-
asson eftirlifandi úr hópi fjögurra
systkina.
Ég minnist að í einum af
frásögnum Sigurðar, sagði hann
að ein af hans fyrstu bernsku-
minningum væri tengt klukku. En
það var árið 1896 í landskjálftan-
um mikla á Suðurlandi. Fólkið
yfirgaf bæinn í flýti og ekki var
útséð hvað uppi mundi standa eða
hrynja. Þó var fljótlega reynt að
nálgast fatnað, mat og heimilis-
klukkuna, sem eflaust hefur verið
einn af kjörgripum heimilisins.
Björgun klukkunnar var stór við-
burður i augum þriggja ára
drengs. Á þeim timum voru úr og
klukkur ekki algeng eign. Árið
1908 hóf Sigurður úrsmíðanám og
var eitt ár hjá Guðmundi V.
Kristjánssyni og þrjú ár hjá Jóni
Hermannssyni úrsmið og starfaði
hjá Jóni í þrjú ár í viðbót.
Sigurður settist að um tíma á
Eyrarbakka og starfrækti þar
úrsmíðavinnustofu. En hugurinn
stóð til frekara náms og fór hann
út til Þýskalands og starfaði hjá
hirðúrsmið F. Schlesicky í Frank-
furt am Main. Einnig vann Sig-
urður við sjó-cronometersmíði í
Hamborg. Eftir að Sigurður kem-
ur heim til íslands 1922 starfar
hann hjá Magnúsi Benjamínssyni
úrsmið í tvö ár og síðar hjá Árna
B. Björnssyni í tíu ár. Eftir það,
árið 1934 starfrækti Sigurður eig-
ið úrsmiðaverkstæði á nokkrum
stöðum hér í Reykjavík. Eflaust
muna þó flestir eftir starfsemi
hans að Skólavörðustíg 21, í sama
húsnæði og í samstarfi við Jón
Dalmannsson gullsmið, er lést
fyrir allnokkrum árum síðan.
Systir mín. + MARGRÉT HÁLFDÁNARDÓTTIR,
Kaplaskjólsvegi 39,
sem andaöist á jóladag, 25. desember, veröur jarösett frá
Fossvogskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 15.
Guörún Hálfdánardóttir.
+
Bróöir minn,
OTTÓ TRYGGVASON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 6. desember
kl. 15.00.
Ellerl Tryggvason.
Unnusta mín, móöir og dóttlr,
BRYNDÍS LEIFSDÓTTIR,
Mávabraut 5B,
Kaflavfk,
fré ísafiröi,
lést ( Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn 29. desember.
Jaröarförin fer fram frá Keflavfkurkirkju mánudaginn 5. janúar kl.
14.00.
Ingólfur Matthiasson,
Rut Ingólfsdóttir,
Alda Guómundsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö
,ra,a" ÓLAFS B. JÓNSSONAR
ráöunauts,
Aöalstrssti 3, Akureyri.
Guörún Halldórsdóttir,
Björg Ólafsdóttir, Kristján M. Finnbogason,
Hólmfríður Ólafsdóttir, Jakob Jónsson,
Jón Jakobsson.
+
Innilegar þakkir færi ég öllum sem á einn eöa annan hátt minntust
móöursystur minnar,
GUDRÚNAR NIKULÁSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir góöa hjúkrun og
umhyggju viö hina látnu.
Fyrir hönd aöstandenda,
Ólafur Gunnar Vigfússon.
+
Alúöarþakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför
JÓHANNESAR ADALSTEINS JÓNSSONAR
Freyjugötu 9.
Sérstakar þakkir færum viö samstarfsfólki hans í pósthúsinu.
Guörún Jónsson,
dætur, tengdasonur og barnabörn.
Sigurður fylgdist ávallt mjög
vel með öllum nýjungum í sinni
iðngrein svo og hinum margvís-
legustu málefnum. Meðal áhuga-
mála hans má t.d. nefna ferðalög
utanlands sem innan og mynda-
tökur sem hann varð þekktur
fyrir. Varð hann meðal þeirra
fyrstu hér á landi til að taka
myndir í lit.
En Sigurður lét ekki þar við
sitja, hann vann að margvislegum
endurbótum og tilraunum, bæði er
snertu iðngreinina og áhugamálin.
T.d. hafði hann fundið upp og
smíðað höggvörn í úr árið 1916, en
það var allmörgum árum áður en
höggvarin úr komu fyrst á mark-
að. Hugmynd Sigurðar að högg-
vörn hefur verið notuð í svissn-
eskri úraverksmiðju um alllangt
skeið. önnur merkileg uppfinning
Sigurðar var svokölluð textavél er
hann lauk við árið 1932, en það var
að miklu leyti sjálfvirk sýningar-
vél er sýndi prentað mál á kvik-
mynd. Sennilega hefur tækið verið
ætlað til notkunar við þöglar
kvikmyndir. Sigurður var mjög
hlynntur samvinnu manna á með-
al og samtökum er stuðluðu að
framförum og bættum kjörum
fólks. Var hann félagsbundinn í
mörgum félögum eða studdi önnur
á annan hátt.
Úrsmiðafélag íslands fór ekki á
mis við félagsanda Sigurðar. Var
hann í stjórn og varastjórn þess í
áratugi, skipaður í fyrstu próf-
nefnd stéttarinnar og síðar for-
maður sömu nefndar í 15 ár.
í forystusveit var Sigurður með-
an Innflutningssamband úrsmiða
starfaði, en það var stofnað á
tímum innflutningshafta.
Á fjörutíu ára afmæli Úrsmiða-
félags íslands árið 1967, glöddust
stéttarbræður Sigurðar með hon-
um, er hann var kjörinn heiðurs-
félagi þess fyrir langt og fórnfúst
starf í þess þágu. Og eigi kom það
á óvart er Sigurði var veitt
viðurkenning Landssambands iðn-
aðarmanna á degi iðnaðarins 1977
fyrir handverk og störf í úrsmið-
astétt. Fyrir hönd Úrsmiðafélags
íslands færi ég fram þakkir fyrir
einstaka viðkynningu og störf á
liðnum árum.
Á starfsferli sínum útskrifaði
Sigurður lærlinga og þar að auki
veitti öðrum tilsögn á þeim verk-
stæðum þar sem hann vann. Ekki
var hjá því komist að sá tími er
fórnað var í þágu hugðarefna
bitnaði á hans eigin, en Sigurður
var maður einfaldleikans og ætl-
aði ekki mikils sér til handa.
Sigurður kom mér fyrir sjónir
sem hamingjusamur maður,
rólegur, þægilegur i umgengni
allri og virtist ávallt hafa nægan
tíma. Hraði og stress virtust
fjarlæg hugtök í nærveru hans.
Mörgum öðrum góðum kostum
var Sigurður búinn en ætla má af
þvi sem á undan er rakið, en veitt
var athygli kurteisi og hógværð
hans. Er hann flutti mál sitt var
það gert hávaðalaust og ókryddað,
en ávallt var hlýtt á mál hans með
athygli.
Að á tuttugu ára kynnum mín-
um og nærri daglegum samvistum
við Sigurð, skuli ekki eitt styggð-
aryrði hafa fallið frá hans hendi,
það tel ég lýsa persónu Sigurðar
betur en mörg orð.
Ég þakka vináttu og ómetanlega
kynningu í okkar samfylgd.
Blessuð veri minning hans.
Hendrik Skúlason