Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 29 fclk í fréttum Á Péturstorginu + Á jóladag færði Jóhannes Páll Páfi miklum mannfjölda, sem safnast hafði saman í Vatikaninu jólakveðjur sínar og blessun. Tugir þúsunda dyggra kaþólikka tóku við kveðjum hans, á Péturstorginu í Róm. Skíða- kóngurinn frægi + ÞETTA er nýjasta fréttamynd- in, sem við höfum rekist á af konuntri vetrariþróttanna sænska skiðakónginum Ingemar Stenmark. Myndin er óvenjuleg fyrir það að mjög sjaldan eru fréttamyndir af Stenmark öðru visi, en þar sem hann er sýndur á fullri ferð á skiðunum sinum. bá sést andlit hans sjaldnast. bessi mynd er tekin að lokinni skíða- keppni suður á ítaliu á „Ma- donna di Campiglio“-skíðamót- inu. bar sigraði Stenmark svig- kappann Paul Frommelt frá Liechtenstein. Jólaskammturinn + HÆTT er nú við að íslenskir matarkaupendur jólin. Pólskur efnahagur stendur nú vægast sagt myndu ekki láta bjóða sér svona afgreiðslu, en höllum fæti. Hefur hinn ráðandi kommúnista- myndin er tekin í Póllandi og sýnir hvar pólskar flokkur þar i landi sagt að pólsk alþýða megi húsmæður kaupa matarskammtinn sinn fyrir vænta erfiðs árs. Helgi Vigfússon: Tengslin við íslend- inga í Vesturheimi Ég geri ráð fyrir, að margir eða flestir lesendur Morgunblaðsins viti, að á þessu nýbyrjaða ári 1981 er aldarafmæii hins vestur- íslenzka kaupstaðar Gimli í Nýja-íslandi, Manitoba í Kanada. Nú þegar er hafinn undirbúningur hátíðahaldanna um mánaðamótin júlí-ágúst næstkomandi. Ég hygg að allir séu sammála að samband og samvinna við íslendinga í Vesturheimi, eða Bandaríkjamenn og Kanadamenn af íslenzkum uppruna, megi ekki leggjast niður. Eitt mesta hugðarmál mitt er sambandið við fólk af íslenzkum uppruna í Vesturheimi. Til þess hef ég stofnað félag, Ferðaklúbb- inn Ameríkuferðir, til að útbreiða og efla frændrækni og ættfræðiá- huga, og út hefir komið „Frétta- bréf“ þessa félagsskapar. Ég er afar þakklátur fyrir hrifningu fólks á þessu framtaki og hvað fólk hefir tekið þessum félagsskap framúrskarandi vel, árangur sem er óvæntur. Að þessum nauðsynlegu sam- bandsmálum vinn ég dag út og dag inn. Reyni eftir fremsta megni að greiða götu þeirra sem skrifa eða hringja, er leita ættingja annað hvort hér heima eða vestur i Ameríku. Áhugi manna og kvenna af íslenzkum uppruna vestanhafs á íslandi og íslendingum er geysi- lega mikill og af ýmsum ástæðum. Árin hafa liðið blönduð skini og skuggum. Sólskinsstundum hugljúfra minninga, sem tengdar eru við samverustundir með hjart- fólgnum vinum, ömmum eða öf- um, feðrum eða mæðrum, systrum eða bræðrum. Margir bjartir og hlýir geislar höfðu borið inn í líf fólks tengdir Islandi, meðan leiðir lágu saman og þær minningar einar útaf fyrir sig eru nægileg hvatning, að leita uppi frænda eða frænku á íslandi. Sögur ömmu og afa hafa orðið mörgum Vestur- íslendingi, hvati til Islandsferðar oftar en einu sinni, hvati til þess að halda íslenzku máli við. ís- landsferðirnar hafa orðið hvatn- ing og uppörfun, til að láta ekki á sér standa að veita frjómagni og sálubætandi áhrifum móttöku. Vestur-íslendingar hafa fundið með íslandsferðum sínum tæki- færi til að tengja að nýju milli sín og íslands bönd ástúðar og elsku. Óneitanlega er það nokkuð ein- kennandi fyrir íslendinga í Vest- urheimi, að fyrsta hugsunin er mætir ferðalangi frá íslandi í Ameríku, skuli vera helguð ís- landi. Vestur-íslendingar unna ís- landi hugástum og bera heill lands og þjóðar og velferð mjög fyrir brjósti, og að þeir minna á landið og biðja fyrir kveðju, er óneitan- lega nokkur trygging þess, að þeir hafi engu gleymt, þó þrír eða fjórir ættliðir skilji í milli. Því miður eru of margir Vest- ur-íslendingar, er gista ísland á sumrin, ekki svo lánsamir að hitta ættingja. Það er einmitt þessu fólki er félagsmeðlimir í Ferðaklúbbnum Ameríkuferðir víðsvegar um land- ið vilja veita aðstoð. Láta þá finna að þeir eru meðal frænda og vina, bjóða þeim í kaffisopa eða öku- ferð, kynna þá vinum og kunningj- um svo dvölin verði ánægjulegri, „heima á íslandi". Vilt þú, lesandi góður, leggja þessu máli lið. Ef svo er, láttu mig vita bréfleiðis eða símleiðis, ég vil beina þeirri ósk til þeirra, sem þetta mál lesa. Helgi Vigfússon. Bólstaðarhlið 50. Brldge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Breiðholts Fyrsta spilakvöldið á árinu verður á þriðjudaginn kemur, 6. janúar, og verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er uppi í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54 og hefst keppnin kl. 19.30. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. Állt spilafólk er velkomið og eru spilarar beðnir að mæta stund- víslega á nýja árinu. Tafl- og bridge- klúbburinn Aðalsveitakeppni félagsins hefst 8. janúar og að henni lokinni hefir verið ákveðið að spila fimm kvölda barómeter- keppni. Þá verður árshátíð klúbbsins á Hótel Sögu 7. febrú- ar. Spilað er í Domus Medica. Bridgefélag Selfoss Nýlega er lokið sveitakeppni sem 12 sveitir tóku þátt í. Úrslit urðu þau að sveit Gunnars Þórð- arsonar sigraði, hlaut 49 stig. Með honum eru í sveit Hannes Ingvarsson, Sigurður Hjaltason og Þorvarður Hjaltason. Röð næstu sveita: Sveit stig Halldórs Magnússonar 33 Steingerðar Steingrímsd. 32 Auðuns Hermannssonar 6 Björns Jónssonar Leif Österby Málningarþjónustu Páls Árnas. Upphaflega var sveitunum skipt í tvo riðla, 6 sveitir í hvorum. Fóru tvær efstu sveit- irnar í A-riðil og spiluðu um sæti frá 1—4. 2 næstu fóru í B-riðil og spiluðu um sæti 5—8 og tvær neðstu fóru í C-riðil og spiluöu um sæti 9—12. Nýlega var keppt við Bridgefé- lag Suðurnesja í sveitakeppni og vann Bridgefélag Selfoss á öllum borðum nema einu. Fimmtudaginn 8. janúar 1981 hefst Höskuldarmótið í tvímenn- ingi, sem jafnframt verður meistaramót félagsins. Þátttöku þarf að tilk. stjórn félagsins sem allra fyrst. Bridgefélag kvenna Mánudaginn 12. jan. 1981 hefst starfsemin á sveitakeppni, spilað verður í einum riðli. Sveitaforingjar eru beðnir að tilkynna þátttöku sem fyrst í síma 17987 og 17933.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.