Morgunblaðið - 03.01.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 03.01.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 33 w VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /írflfflfflTYWltf erindi til barna og fullorðinna enn í dag, eins og þegar það birtist í Jólakveðjunni fyrir nærri 60 ár- um, að glæða í brjóstum okkar umhyggjusemi fyrir litlu fuglun- um, sem leita heim til okkar í snjó og kulda vetrarins, og jafnframt ást til alls sem lifir. Eg man, hve við börnin vorum hrifin af þessu kvæði, við lærðum það og sungum. Og enn í dag kemur það mér oft í hug, er ég sé litlu fuglana fleygu tina korn og brauðmola utpn við gluggann minn. Foreldrar! Hvetjið börnin ykkar til að gefa fuglunum, sem koma heim að húsum ykkar. Það mun veita þeim meiri og sannari ánægju en flest annað." Blindingsleikur eða Blindisleikur? Velvakandi hefur spurt að ýmsir hafi velkst í vafa um nafnið sem Jón Ásgeirsson notar á nýja ballettinn, sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu: Blindisleik. Velvakandi hefur aflað sér þeirra upplýsinga, að nafnið er tekið úr Islenskum skemmtun- um ólafs Davíðssonar. í registri (bls. 379) eru þrjú nöfn tilgreind: „blindingsleik- ur, blindisleikur, blindkræklu- leikur". Á bls. 5 í innganginum að „skemmtununum" er vitnað í ritgerð Arngríms lærða, „Crymogaea", og þar er meðal margra leikjanafna „Myindæ", sem í skilgreiningu fræði- manna á 17. og 18. öld telst vera nafn á „skollaleik, blind- ingsleik, blindisleik eða kræk- ilblindu". Á bls. 195 í sömu bók er svo aftur talað um blindis- leik. Leiknöfnin blindingsleik- ur og skollaleikur hafa áður verið notuð. Þetta varð- ar okkur öll V.S. skrifar 26. des.: „Enn ein jól hjá bandarísku gíslunum í íran, sem eru í haldi hjá liðsmönnum Kómeinis. Allir geta ímyndað sér það ömurlega hlutskipti, sem þetta sendiráðs- fólk hefur hlotið, að lenda í klónum á þessum villimönnum og vera í sífelldri lífshættu. Slíkt hlýtur að hafa verið hræðileg raun. Vonandisýna þeir íestu Nú hefur það gerst að Kómeini og klerkar hans hafa brugðið sér í gervi fjárkúgara, þeirra stórtæk- ustu sem sögur fara af, og heimta 20—30 milljarða dollara fyrir af- hendingu gíslanna. Að sjálfsögðu munu hvorki Carter né Reagan láta undan slíkri firru, og maður vonar að þeir sýni festu í þessu erfiða máli. Brotin voru alþjóÖalög Ferill Kómeinis er þegar orðinn blóði drifinn. En hvernig má það vera að íran er enn í Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóða stofn- unum? Hafa þeir ekki fyrirgert rétti sinum þar sem annars stað- ar? Með árásinni á bandaríska sendiráðið í Teheran og fangelsun- um sendiráðsfólksins voru brotin alþjóðalög. Getum enn baett úr skömminni Norðurlandaþjóðir hafa lítið látið í sér heyra varðandi þetta mál og við íslendingar minnst af öllum. Við ættum að skammast okkar fyrir að rétta ekki vinaþjóð okkar hjálparhönd. En við getum enn bætt úr skömminni með því að flytja (ásamt öðrum Norðurlanda- þjóðum) á þingi Sameinuðu þjóð- anna tillögu um að íran verði rekið úr SÞ og öllum alþjóða- samtökum, nema gíslunum verði skilað án nokkurra skilyrða þegar í stað. Ég skora á ríkisstjórn íslands að taka á sig rögg í þessu mannúðarmáli. Æskilegt væri að fá Norðurlandaþjóðirnar sem meðflutningsaðila að tillögu þess- ari og á ég ekki von á því að þau sæju sér fært að neita því. Það þýðir ekkert í þessu máli að stinga höfðinu í sandinn, það varðar okkur öll.“ Nokkrir bandarisku gislanna ásamt sendiherra Alsirs i Iran, Abdolkar im Gharaeb, en Alsír hefur annast milligöngu i gislamálinu milli stjórnanna i Washington og Teheran. Eignarfall þó heiti læks Skagamaður hringdi og bað fyrir vísu til stuðnings Guðna Kolbeinssyni. — Það var kunningi minn sem orti vísuna og hún er svona: Vara er af vörum spræks villa gróf i formi kæks eða nauðsyn ótta Skræks eignarfall þó heiti læks. Frábærlega falleg með góðum texta Þ. Guðm. hafði samband við Velvakanda og bað hann um að koma þeirri áskorun áleiðis til sjónvarpsins að það endursýndi kvikmyndina Eyðibyggð, sem sýnd var í sjónvarpinu á annan í jólum og fjallaði um Hornstrandir. — Flestir þeirra sem ég hef talað við og sáu þessa mynd, ljúka upp einum munni um ágæti hennar, hún hafi verið frábærlega falleg og góður texti fylgt henni. Speki sem ekki má gleymast Margt er það, sem rifjast upp á fornum sögustöðum. ekki sízt þar, sem sígild lífsreynsla kyn- slóða og mannkyns frá upphafi, hefur mótazt í orð af munni spekinga. Sögustaðir Heilagrar Ritning- ar verða auðvitað helztir í þess- um hópi, sem minnir á margt, sem muna skal og meta sem hornsteina heilla og lífsham- ingju einstaklinga og þjóða. En gæti ekki verið eitthvað fleira en orð úr biblíunni, sem geyma skal í huga og hjarta? Það er sjálfsagt ekki öllum kunnugt, hvernig biblían varð til upphaflega sem heilög bók öllum öðrum meira metin. Þar voru auðvitað menn að verki, bæði vitrir og misvitrir menn eins og gengur í okkar veröld. Ýmislegt var til, sem átti að forða frá gleymsku og falið var hinni miklu uppgötvun ritlistar og fært á blöð og bókfell og nefnt bækur. Fræðimenn Gyðinga og síðar fyrstu fræðimenn Kristinna í þeirra fótspor, nefndir síðar kirkjufeður, völdu úr þessum bókum og ritum hið bezta að sínu viti. Þetta úrval sitt nefndu þeir „bækurnar". En orðið „bibl- ía“ þýðir bækur eða bókasafn. Kannske var hún í sínum tveim aðalhlutum álitlegt safn þeirra bóka, sem þá voru til og hand- bærar læsu fólki. Flestum ber saman um, að vel hafi tekizt með val eða úrval bókanna, sem við köllum „bibl- íu“. Samt er vitað, að ekki gekk það úrval orðalaust fyrir sig, urðu jafnvel deilur og síðast hlutkesti um þau rit, sem hafnað skyldi. Testamentin urðu líka tvö. Og vitað er, að sumir „guðsmennirn- ir“ afskrifuðu allt fram á þennan dag hið nýja testamenti, sem öðrum finnst raunar hið æðsta í heimi. Menn eru misvitur dýr og miða flest við stundargæði eigin sjónarmiða. Testamenti þýðir arfur eða sáttmáli milli Guðs og manna í þeirri merkingu, sen> þar er notuð. Samanber orð íslenzka prests- ins Hallgríms Péturssonar: „Þitt orð er Guð vort erfðaíé Þann arf vér beztan fenKum." Með þessum orðum bendir hann auðvitað sérstaklega til Nýja Testamentisins, sem mikl- um hluta mannkyns er falinn arfur og hulinn fjársjóður. En það urðu fleiri bækur útundan í vali hinna vitru manna Gyðingaþjóðarinnar en N.T., sem kom líka seinna til skjalanna. Þar eru bækur, sem stundum fengu að fljóta með og stundum ekki. Þær eru nefndar hinar apo- krýfu bækur biblíunnar og voru satt að segja til á minu blessaða en afskekkta bernskuheimili og á íslenzku sem betur fer. En apokrýfur þýðir leyndur eða falinn. Þetta eru sem sagt feluritin eða huldu bækurnar yfir erfðafé Guðs! Og úr því að ég mundi nú allt í einu eftir þeim, vil ég hér taka fram nokkrar ljóðperlur eða gullkorn úr þessum felusjóði sannleikans frá höndu Alföður. Hér á Islandi varð sú þessara leynibóka þekktust, sem kennd var spekingnum Sirak, sem hét víst líka Jesú. En úr Síraksbók eru þessi ljóðabrot til barna og ungmenna: Hlýðið börn á réttindi feðr&nna. Gætið þeirra. svo yður meifi heill hlotnast. við gluggann eftirsr. Árelius Níelsson Drottinn hrfur hafirt (Aðurinn yfir börnin. Ilann hrfur byuKt réttindi móAur mrðal sona hrnnar. sá. rr fðður virðir, friðþætnr fyrir syndir. Sá, er móður heiðrar, safnar dýrum sjóðum. Fóðurblessun frstir kvistinn. Bólvun móður, brýtur hann. ok rifur upp mrð rótum. son minn. annastu föður þinn i elli hans. Hryggðu hann ekki svo Irntri. srm hann lifir. Sýndu nærgætni. þótt á hann sæki elliglöp. Óvirð hann aldrri ævi hans á rnda. Gæði við foreldra glrymast rigi. Þau geymast og bæta fyrir brot. Þau syndum ryða srm sól hrimi Þú munt þrirra njóta á nryðar drgi. Ætli þetta séu ekki sígild gullkorn úr andlegri fjárhirzlu mannkyns, þótt sú bók skyldi falin, sem þau geymir. Sjaldan hefur þeirra verið þörf fremur en nú í örbirgð, sem birtist í óheiðarleika og aum- ingjaskap, sem kallast falsanir og fjársvik og tvöfaldast að sögn með ári hverju á íslandi. Sjaldan hefur bilið milli bernsku og elli orðið breiðara hér en nú. Gæti það verið orsök ógæfu og óheiðarleika? Um leið og bilið milli kynslóðanna breikkar, eykst hættan á andlegum upp- blæstri og rótslitum hins dýr- asta gróðurs. Sú mennt og menning, sem ekki á rætur, djúpar rætur í frjóum jarðvegi fornra dyggða, verður á sviþstundu sem afskor- ið blómstur í aldanna straumi. Stormsveipir ' hégóma, heimsku og tildurs, slíta allar rætur, sem ekki eru sprottnar í jarðvegi, sem helgaður er reynslu kynslóðanna í sann- leika, kærleika. réttlæti og frelsi. Og til þess að blanda þann jarðveg og bæta, þarf mannrækt með aga og ögun, einkum sjálfs- ögun. Þannig eflist virðing fyrir hglgidómmn mannlífs og þjóð- lífs. einstaklingi og samfélagi. Slikt uppeldi með virðingu fyrir heiðri og heillum hvers einstaklings en ekki sízt oldnum og ágæti fornra helgidóma, hef- ur nú verið vanrækt um of á Islandi í heilan mannsaldur eða meira. Heimtufrekja og taumlaust eftirlæti hafa alltof víða erft það öndvegi, sem virðingin verður að skipa í barnssál. Áfleiðing slíkra skipta eru fals og svik í samskiptum, þar sem traðkað er á góðvild og heiðri annarra. ávísunum ungmenna og al- mennings annars vegar og geng- isfalli og barnasköttum stjórn- enda hins vegar, sýndarmennsku allri. En í báðum tilvikum er níðst á þeim sem sízt skyldi, og mann- dómur og dáðir heiðarlegs og reglusams fólks, sparsamra öld- unga og dugmikilla unglinga, troðinn undir fótum á táknræn- an hátt. Aðrar afleiðingar þess uppeld- is, sem gleymir virðingu og heiðri með hæfilegum aga, eru slys og tjón, eiturneyzla og eitursala á vegum lands og þjóðar hér á okkar fróni elds og ísa, en hermdarverk og hernað- ur á lifsbrautum landa og þjóða um heim allan. Því segi ég: Heill speki hinna leyndu eða gleymdu ritninga, sem kenna virðingu fyrir erfðafé Guðs í sálum og samfélagi raanna. Rvík., 31. okt. 1980,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.