Morgunblaðið - 03.01.1981, Page 35

Morgunblaðið - 03.01.1981, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 35 r r, Loks tap hjá Vestur-Þjódverjum - höfðu leikið 23 leiki í röd án taps Vestur-bjóðverjar töpuðu loks landsleik í knattspyrnu, en lið þeirra tapaði 1—2 íyrir heims- meisturum Argentinu i hinni svokölluðu „Gullbikarkeppni“ sem haldin er í Uruguay þessa dagana. Áður höfðu Vestur- bjóðverjar leikið 23 landsleiki i röð án þess að biða lægri hlut. Tap liðsins kom nokkuð á óvart miðað við gang leiksins, þvi að bjóðvejarnir voru lengst af sterkari aðilinn á vellinum, en tvö mörk undir lok ieiksins færðu Argentínumönnum sigurinn. Argentínumenn byrjuðu frísk- lega, en er Þjóðverjarnir létu þá Felix Magath og Hans Peter Briegel elta Diego Maraodna og Osvaldo Ardiles, færðust þeir mjög í aukana. Rétt fyrir leikhlé náði liðið síðan forystu með fal- legu skallamarki Horst Hrubesch, en nokkru áður höfðu þeir Klaus Allofs og Karl Heinz Rumenigge verið nálægt því að skora. Framan af síðari hálfleik voru Þjóðverj- amir sem fyrr sterkara liðið, en þegar 8 mínútur voru til leiksloka fékk argentínska liðið horn- spyrnu. Maradona framkvæmdi spyrnuna og fyrirliðinn Daniel Pasarella skallaði laglega í netið. Fjórum mínútum síðar skoraði Ramon Diaz síðan sigurmarkið með glæsilegu skoti frá vítateigs- línunni. Kom markið eins og þruma úr heiðskíru lofti ... Valsmenn urðu Reykjavíkurmeistarar í innanhússknattspyrnu um nýárið. Liðið sigraði Fram í úrslitaleik með 5 mörkum gegn 4. Valsmenn tefldu meðal annars fram Hilmari Sighvatssyni, miðherjanum sterka sem leikið hefur með Fylki síðustu árin. Á meðfylgjandi mynd Bjarna Friðrikssonar má sjá hið sigursæla lið Valsmanna. • bað eru ekki mörg ár síðan að Southampton vann bikarinn, var liðið þá i 2. deild og sigraði Manchester Utd. mjög óvænt i úrslitunum. Southampton er nú eitt af bestu liðum 1. deildar og af mörgum talið sigurstranglegt í FA-bikarkeppninni. Á meðfylgjandi mynd má sjá Charlie George fagna marki sinu í markaleiknum mikla gegn Tottenham fyrir skömmu, leikurinn endaði 4—4. • Horst Hrubesch, (t.v.) skoraði mark Vestur-Þjóðverja gegn Argentínu, en það dugði ekki til sigurs. Slakir Hollendingar steinlágu gegn Uruguay URUGUAY vann sannariega óvætan sigur gegn Hollendingum i „Gullbikarkeppninni“ i Monti- evedo i Uruguay. 70.000 áhorf- endur réðu sér vart af kæti er lið þeirra skoraði tvívegis i fyrri hálfleik og gerði þá i raun út um lcikinn. Lokatölurnar urðu 2—0 og kom getuleysi Hollendinga verulega á óvart. Uruguay-menn léku enga sniildarknattspyrnu, leikurinn i heild var slakur, en sigur liðsins var þó verðskuidað- ur. Uruguay-menn voru lítt sann- færandi framan af og var þá hollenska liðið heldur skárra liðið á vellinum. En þegar fór að líða á fyrri hálfleik færðist heimaliðið nokkuð í aukana og á 34. mínútu skoraði Valencia Ramos laglegt mark með skalla. Á síðustu mín- útu fyrri hálfleiks bætti Valdemar Victorino öðru marki við. í síðari hálfleik reyndu Uruguay-menn fyrst og fremst að verja fenginn hlut og tókst það skakkafallalaust. En leikurinn þótti dapur ... Haukar mæta Víkingum annao kvöld EINN LEIKUR fer fram annað kvöid i 1. deild íslandsmótsins i handknattleik. bá eigast við lið Vikings og Hauka og fer leikur- inn fram i Laugardalshöllinni. Hann hefst klukkan 20.00. betta er mikilvæg viðureign fyrir bæði lið, ekki sist Hauka. sem berjast harðri baráttu við faiidrauginn. Leikur þessi átti að fara fram á síðasta ári, en var frestað vegna Evrópuleikja Vikinga. 3. umferð enska bikarsins í dag: West Ham hefur titil- vörnina gegn Wrexham 3. UMFERÐ ensku FA-bikar- keppninnar fer fram i dag og er það með stærstu dögum ensku knattspyrnunnar. bá koma loks stóru liðin, úr 1. og 2. deild, inn í keppnina og etja kappi við smá- liðin. sem hafa allt að vinna en engu að tapa. Verða oft ótrúleg úrslit og margt stórliða fellur jafnan fyrir smælingja hendi. Heldur fá utandeildarlið hafa borað sér i þriðju umferðina að þessu sinni, en engu að siður má reikna með slatta af óvæntum úrslitum. Til gamans skulum við rifja upp hvernig drátturinn var. West Ham — Wrexham Leeds — Coventry Plymouth— Charlton Barnsley — Torquai Bury — Fulham Hull/Blyth — Doncaster Colchester — Watford WBA Grimsby Everton — Arsenal Derby — Bristol City Liverpool — Altrincham Mansfield — Carlisle Burnlev — Knfield Wimbledon — Oldham Preston — Bristol Rovers GillhinKham — Exeter Leicester — Cardiff Southampton — Man. Utd. — Briffhton Notts County — Blackhurn Norwich — Cambridffe Orient — Luton Ipswich — Aston Villa Man. City — Cr. Palace QPR — Tottenham Newcastle - Sheífield Wed. Stoke — Wolves Huddersfield — Shrewsbury Swansea — Middleshrouffh Nott. Forest — Bolton Birminffham — Sunderland Peterbr. — Sheffield Utd. Chelsea

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.