Morgunblaðið - 03.01.1981, Side 36

Morgunblaðið - 03.01.1981, Side 36
'Sími á ritstjórn og skrifstofu: ij^ 10100 JMvrgunbbibib Síminn á afgreiðslunni er 83033 2M«rgunbIflt>it> LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 Tómas Árnason, viðskiptaráðherra: Nýjar ráöstafanir þegar líður á árið Engar ákvarðanir um fé til iðnaðarins eða verðjöfnunarsjóðs- ins, en beðið eftir verðhækkunum á erlendum mörkuðum RÍKISSTJÓRNIN hefur ennar ákvarðanir tekirt um það. hvernijt útveKa á verðjöfnunarsjóði sjávarútvejjsins fjármaxn til að tryxtcja eðlilejfa afkomu fiskvinnslunnar ná heldur hvernitc útve>?a á fjármagn til að trygtfja afkomu samkeppnisiðnaðar ok útflutningsiðnaðar. Tómas Árnason. viðskiptaráðherra, sa«ði í samtali við Mhl. í Ka’rkvoldi. að menn vonuðust eftir verðhækkunum sjávarafurða á erlendum mörkuðum ok KaKnvart iðnaðinum ka-mu til Kreina að sínu mati afnám ýmissa Kjalda ok skatta. Tómas saKði ennfremur, að nýjar ráðstafar r þyrfti að Kera, þeKar liður á árið, ef takast ætti að ná þvi takmarki efoahaKsáætlunarinnar að draKa svo úr hraða verðbólKunnar. að hún lækki í um 40% á þessu ári. 10% hækkun á allri opinberri þjónustu „Þessar aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir að verðbólgan á þessu ári hækki upp í 70%. Þær tryggja það, að hún fari ekki yfir 50% og ef til vill verður árangurinn eitthvað fyrir neðan það, en takmark efnahagsáætlunarinnar um að lækka verðbólguna í 40% á þessu ári þýðir viðbótarráðstafanir, þegar líð- ur á árið, sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Tómas sagði þó enn of snemmt til að leiða getum að því, hvers eðlis viðbótarráðstafanirnar yrðu eða hversu víðtækar, en sagði framsókn- armenn leggja áherzlu á það, að menn reyndu sem fyrst að gera sér grein fyrir því máli og ef niðurstað- an yrði sú, að til viðbótaráðstafana þyrfti að grípa þá yrðu hafnar viðræður við hina ýmsu aðila þjóð- félagsins þar um. Mbl. spurði Tómas, hvaða upp- hæðir væri um að ræða í sambandi við fjármagn til verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins og iðnaðarins, sem rætt er um í efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar og hvar taka ætti fé til þeirra hluta. Tómas sagði engar ákvarðanir liggja fyrir í þeim efn- um. Menn væru að vona að sjávaraf- urðir „lyftu sér„ á erlendum mörkuð- um og að verðjöfnunarsjóðnum yrði þá gert kleift að brúa bilið þar til verðhækkanir kæmu fram. Varðandi iðnaðinn sagði Tómas, að hann teldi aðgerðir í hans þágu geta falist í niðurfellingu á ýmsum sköttum og gjöldum, sem gerðu rekstrargrund- völl hans sambærilegan við til dæm- is rekstrargrundvöll sjávarútvegs- ins. Loks spurði Mbl. Tómas um fyrir- hugaða skuldabreytingu vegna íbúðabygginga og kaupa. Hann sagði það mál enn ómótað, en hins vegar hlytu þeir, sem samþykkja slíkt, að gera sér ljóst að slíkar breytingar á skammtímalánum og lausaskuldum kostuðu sitt. Sjálfur kvaðst hann telja, að „með því að lina á lánskjör- um fyrir þá, sem búnir eru að byggja, þýði það að minna verður til útlána í nýjar framkvæmdir". Mbl. spurði Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra, um fyrirhugaða skattalækkun og staðfesti hann að niðurfelling á sjúkratryggingar- gjaldi á meðal- og láglaun kæmi sterklega til greina til að auka kaupmátt þeirra launa um þau 1,5%, sem á vantaði að næðust aftur af visitöluskerðingunni 1. marz. Sjá fréttir bls. 16 og 17 og hráðabirgðalögin og efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar bls. 24. or^unXiTabií* Morgunblaðið kostar i lausa- sölu kr. 4,00 (gamlar kr. 400.-) frá og með 1. janúar 1981. Áskriftar- og auglýsingaverð er óbreytt. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á gamlársdaK að hækka þjónustu allra opinberra fyrirtækja um 10% um áramótin og jafnframt að þessi hækkun verði ekki bætt launþeKum i visitöluhækkun 1. marz frekar en aðrar hækkanir. sem samþykktar voru tvo síðustu mánuði ársins 1980. Samkvæmt upplýsingum þeirra ráðuneyta. sem annast gjaldskrar breytinKar opinberra fyrirtækja voru umra ddar hækkanir ekki gefn- ir út í Stjórnartíðindum fyrir ára- mótin en fyrir liggur dómur um að KÍIdistaka slikra hækkana miðist við útKáfu þeirra í Stjórnartiðindum. Ilins veKar Kaf iðnaðarráðuneytið út tilkynningu um hækkun á rafmagni ok heitu vatni i gær. Samkvæmt upplýsingum Krist- mundar Halldórssonar deildarstjóra í iðnaðarráðuneytinu varð 10% hækk- un á gjaldskrám allra hitaveitna og rafmagnsveitna, sem selja raforku í smásölu. Þá varð 16% hækkun á heildsöluverði frá Landsvirkjun, Lax- árvirkjun, Andakílsárvirkjun og Raf- magnsveitum ríkisins. Hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur verður hækkun í smásölu 10% að meðaltali en 6,5% hækkun verður á heimilis- taxta en 15% hækkun á taxta til hitunar. Er með þessu verið að minnka mun á heimilistöxtum RR og Rarik. Hver rúmmetri af heitu vatni kostar 2,23 nýkrónur hjá Hitaveitu Reykjavíkur eftir hækkunina. Kristmundur sagði að margar hita- veitur, sem nú fengu hækkun hefðu ekki verið búnar að sækja um hækk- un. Hitaveita Reykjavíkur hafði sótt um 40% hækkun frá 1. febrúar, Landsvlrkjun hafði sótt um 30—40% hækkun og Rafmagnsveita Reykja- víkur hafði sótt um 28% hækkun. Hinn 1. nóvember sl. fengu öll þessi fyrirtæki 9% hækkun. Halldór S. Kristjánsson deildar- stjóri hjá samgönguráðuneytinu tjáði Mbl. 10% hækkun á verði á þjónustu Pósts og síma, Skipaútgerðar ríkisins og Strætisvagna Reykjavíkur og Kópavogs. Póstur og sími fékk 9% hækkun 1. nóvember og hafði sótt um 25% hækkun frá 1. febrúar. SVR hafði farið fram á 45% hækkun frá sama tíma. Geir Hallgrímsson um bráðabirgðalögin: Kaupskerding og lögbundinn taprekstur — Alþingi sýnd alvarleg óvirðing - ÞINGFLOKKUR sjálfstæA ismanna er ekki andvígur þvi, að út séu gefin bráðahirgðalog. ef óvænt vandamál krefjast úrlausnar á meðan þing er ekki að störfum. Hitt er fordæmanlegt. ef ríkis- stjórn notar þetta vald til að gefa út log um almenn efni. sem augljóst var. að við þyrfti að bregðast á þingtima. Allt frá þvi núverandi ríkisstjórn var mynduð hefur að- gerðarleysi einkennt afstöðu henn- ar til efnahagsvandans. Fyrir jóla- hlé Alþingis lýsti ég þvi skýlaust yfir fyrir hönd þingflokks sjálf- stæðismanna. að þingi ætti ekki að fresta, ef i ráði væri að nota þann tíma til útgáfu bráðabirgðalaga um efnahagsmál. Versti grunur okkar í því efni hefur ræst. Alþingi hefur verið sýnd alvarleg óvirðing, eðlilegar leikreglur hafa verið brotnar. Þess vegna krefjumst við þess nú. að þing verði tafarlaust kallað saman og ekki síðar en 7. janúar. Við þessi almennu ruk bætist nú þverbrestur i stjórnarlið- inu, sem gerir enn brýnna en áður að fá úr því skorið. hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar njóta meiri- hlutafylgis á þingi. sagði Geir Hallgrímsson. formaður Sjálfstæð- isflokksins i ga-r. þegar Mbl. leitaði álits hans á þeirri aðferð ríkis stjórnarinnar að gefa út bráða- hirgðalog um nokkra þætti efna- hagsmála á gamlársdag.’ — í stuttu máli vil ég segja það um efni aðgerðanna, sagði Geir Hallgrímsson, að kjarni þeirra er tvíþættur. Annars vegar er mælt fyrir um 7% kauplækkun 1. mars næstkomandi og hins vegar ákveðið, að atvinnuvegirnir skuli reknir með tapi. Alþýðubandalagið komst til sinna núverandi áhrifa á þeim forsendum, að ekki skyldi skerða kjör manna með lögum, og Fram- sóknarflokkurinn hefur síðustu misseri sagst sömu skoðunar. Al- þýðubandalagið settist í þessa ríkis- stjórn með því skilyrði, að kaup- máttur yrði ekki skertur. Hið þver- öfuga blasir nú við. Til lítils var barist í 10 mánaða samningaþófi á árinu 1980, ef enginn kom auga á, að sú barátta myndi leiða til slíkra skerðingarráðstafana ríkisstjórnar- innar. Við sjálfstæðismenn höfum aldrei verið þeirrar skoðunar, að launakostnaður væri eina orsök verðbólgunnar. Hins vegar viljum við ekki afsala stjórnvöldum rétti til íhlutunar, ef í óefni er komið vegna víxlgangsins í verbólgukerfinu og óraunhæfra kjarasamninga. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan ríkis- stjórnin lýsti því yfir, að í einu og öllu hefðu kjarasamningar verið henni að skapi. Nú er sú yfirlýsing dregin til baka með eftirminnilegum hætti og látið í veðri vaka, að allt verði síðar bætt með afnámi einu bitastæðu ákvæðanna, sem eftir stóðu af Ólafslögum. Á innan við tveimur árum hafa framsóknar- menn þannig látið Alþýðubandalag- ið kúga sig til undirgefni. — Látið er í veðri vaka, að taprekstur atvinnuveganna eigi að bæta með millifærslu fjármuna, sem enginn veit, hvar á að finna. Skattheimtan er komin út fyrir öll eðlileg mörk, svo að varla verður enn og aftur hoggið í þann knérunn. Þá er tvennt eftir, innistæðulaus seðlaprentun eða lántaka erlendis. Hvort tveggja mun auka á hraða verbólgunnar og þar með eyðileggja áhrifin af 7% kaupskerðingunni. Þessar ráðagerðir eru haldlausar til þess að vinna bug á verðbólgu. Við sitjum í sama verðbólgustigi og við gerðum fyrir ári, þegar ríkisstjórnin tók við og þessar aðgerðir breyta engu um það. Sýndarmennskan blasir því við. Millifærslur leiða til margfalds gengis, spillingar og stöðnunar. — Þá er mönnum boðið að verð- tryggja sparifé sitt í 6 mánuði um leið og sagt er, að vextir á útlánum skuli lækkaðir. Þetta er þversögn. Verðtrygging sparifjár hlýtur að leiða til dýrari lána. Nýsamþykkt fjárlög eru gerð ómerk með heimild- arákvæði til að fresta framkvæmd- um, sem þar eru tíundaðar. Og meira að segja er gengið svo langt að ómerkja ákvæði í lánsfjáráætlun, sem alls ekki hefur hlotið fullnaðar- afgreiðslu! Eftir er að ákveða fisk- verð, sem þó átti að taka gildi um áramót og kjarasamningar sjó- manna eru lausir. Verkföll hafa verið boðuð í ríkisverksmiðjum og ríkisstjórnin virðist ráðþrota í því máli. — Bráðabirgðalögin eru þannig fordæmanleg bæði vegna þeirrar aðferðar, sem beitt var við setningu þeirra, og þess, sem þau hafa að geyma. Kaupskerðingin er aðalat- riðið, án þess að hún skapi skilyrði fyrir bættum lífskjörum í framtíð- inni, og lögbundinn er taprekstur atvinnufyrirtækja, sagði Geir Hall- grímsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.