Morgunblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR
23. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Víðtæk verkföll þrátt fyr-
ir áskoranir Samstöðu
Varsjá. 28. janúar.
AP.
SAMSTAÐA hefur boðað
klukkustundar allsherjar-
verkfall í aðvörunarskyni
4. febrúar nk. Um leið var
ítrekaður vilji samtak-
anna til viðræðna við vald-
Muriel Humphrey
Ekkja
Humphreys
í það heilaga
Minneapolis — 28. janúar — AP.
MURIEL Humphrey. ekkja
Ilubert liumphreys fyrrum
varaforseta Bandarikjanna,
lýsti því yfir í dag að hún
ætlaði að giftast kaupsýslu-
manninum Max Brown, sem
er jiamall skólabróðir henn-
ar.
Frúin, sem um skeið var á
þingi er hún tók þar sæti
eiginmanns síns í öldunga-
deildinni að honum látnum
árið 1978, er 68 ára að aldri.
Systir brúðgumans, sem varð
ekkjumaður fyrir ári, sagði að
kærustuparið hefði þekkzt frá
barnæsku og haldið kunn-
ingsskap síðan, en aldrei hefði
verið um samdrátt að ræða
fyrr en nú.
hafana í landinu hvenær
sem væri, en tilkynnt að til
langvarandi allsherjar-
verkfalls kynni að verða
hoðað áður en langt um
liði, yrði kröfum verka-
lýðsins i landinu ekki
sinnt.
ÞÆR FREGNIR bárust frá
Kabúl I dag að götuhardagar i
borginni hafi mjög færzt í vöxt
á síðustu dögum og væri þar
einkum um að raða árásir á
handbcndi Karmals forseta úr
Khalq-sveitinni. Ilefðu a.m.k.
átta af því sauðahúsi verið
skotnir til bana á síðustu tiu
dögum. Þá hefur frétzt af hörð-
um átökum i Panjshir-dal,
skammt norður af Kahúl. en sá
staður er hernaðarlega mjög
mikilvægur. Fregnir af þessum
átökum eru óijósar, en benda þó
til þess að sovézka innrásarlið-
inu gangi illa að verjast hinum
herskáu uppreisnarmönnum.
Brezka stjórnin tilkynnti í dag
að hún styddi áframhaldandi
vígbúnað afganskra uppreisnar-
sveita, en talsmaður stjórnar-
innar neitaði að svara þeirri
spurningu hvort stuðningurinn
væri fólginn í vopnasendingum.
Hurd, aðstoðarutanrík-
isráðherra Breta, skýrði einnig
frá því á þingi, að í Afganistan
verðust 40 uppreisnarsamtök
sovézka innrásarliðinu, en til-
raunir til að samræma krafta
þeirra hefðu ekki tekizt fram að
þessu. Ráðherrann kvað stað-
hæfingar leppstjórnarinnar í
Afganistan um að uppreisnar-
menn hefðu verið brotnir á bak
aftur ekki eiga við nein rök að
í yfirlýsingu Samstöðu var því
beint til félaga í verkalýðshreyf-
ingunni að þeir efndu til verkfalla
þangað til 4. febrúar, en samtímis
bárust fregnir um skyndiverkföll
á þremur stöðum og skæruverkföll
í átta verksmiðjum í suðaustur-
hluta landsins. A mörgum stöðum,
þar sem unnið var, lögðu menn
styðjast, um leið og hann sagði
að Sovétmönnum hefðu orðið á
„alvarleg mistök" með innrás-
inni, og „Afganistan gleymdist
ekki".
„Ef þig langar að fara í annan
flokk, þá er með öllu óþolandi að
hafa þig sitjandi hér,“ sagði Foot
við Williams, „og það er eins gott
fyrir þig að fara að ákveða
hvernig þú ætlar að hafa þetta í
framtíðinni."
Anthony Wedgewood-Benn, sá
sem löngum hefur verið talinn
lengst til vinstri af framá-
mönnum í Verkamannaflokknum,
lét ekki sitt eftir liggja, heldur
æpti ókvæðisorðum að andstæð-
niður vinnu í samúðarskyni og
þeyttu sírenur á meðan.
Á fundi í Rzeszow þar sem Lech
Walesa var meðal ræðumanna
skýrði fulltrúi frá Bielsko Biala
frá því að á því svæði logaði allt í
verkföllum.
I Lodz eru um 10.500 námsmenn
í setuverkfalli í skólum sínum, og
ætla ekki að hverfa þaðan fyrr en
yfirvöld gefa sig fram til að hlýða
á erindi þeirra. Talsmaður náms-
mannanna tjáði fréttamanni í
dag, að þeir mundu ekki sinna
áskorun Samstöðu um frestun
verkfalla. Hann kvað ástæðu til að
búast við því að háttsettir emb-
ættismenn kæmu til viðræðna við
námsmennina á fimmtudag, en
helztu kröfur þeirra eru um aka-
demískt frelsi og afnám skyldu-
lærdóms í marxískum fræðum.
ingum sínum á fundinum, ekki
sízt Williams og Tom Bradley.
Dennis Skinner lét mjög ófriðlega
og sakaði Williams m.a. um sið-
leysi, sem væri í því fólgið að lifa
af tekjum sem hún fengi fyrir að
vera í flokknum.
Blaðið Sun birti í dag niður-
stöður skoðanakönnunar sinnar,
en samkvæmt þeim mundi nýr
miðjuflokkur fara með sigur af
hólmi ef þingkosningar færu fram
nú. 43% þeirra, sem spurðir voru,
Nauðsyn-
legt að her-
væðast á ný
— segja Jones
og Weinberger
WashinKton — 28. janúar — AP
CASPAR Weinberger, hinn
nýi varnarmálaráðherra
Bandarikjanna, skýrði frá því
á þingi i dag. að ekki yrði hjá
þvi komizt að draga úr ýmsum
félagslegum verkefnum, eða
hætta jafnvel við þau, ef tak-
ast ætti að framfyigja þeirri
stefnu stjórnar Reagans að
„hervæða Bandarikin á ný“
eins og hann tók til orða. í
þinginu var til umra>ðu
skýrsla David Jones hershöfð-
ingja. yfirmanns alls herafia
Bandarikjanna. en þar kom
fram að Bandarikin og sam-
herjar þeirra yrðu að koma
sér saman um nýja hernaðar-
stefnu um víða veröld og efla
herstyrk sinn svo að nægði til
að mæta ögrunum Sovétrikj-
anna við Persaflóa og annars-
staðar.
Ein tillaga Jones er að þegar
verði hafin smíði og dreifing
fullkominnar sprengjuþotu,
sem tæki fram þeim loftvarna-
búnaði er Sovétmenn hafa nú á
að skipa, en hershöfðinginn
þykir hér allmiklu djarfari í
skoðunum en hann var í
skýrslu sinni til Carter-
stjórnarinnar fyrir ári. Sem
kunnugt er hætti Carter við
smíði B-1 sprengjuþotunnar á
sínum tíma og var sú ráðstöfun
mikið umdeild. Þá var Jones
legið á hálsi fyrir að leggja sig
ekki nægilega fram um að
sannfæra forsetann um nauð-
syn þess að Bandaríkjamenn
kæmu sér upp þessari þotu, en
í dag sagðist Jones aldrei hafa
dregið dul á þá skoðun sína að
illt væri að vera án hennar.
sögðust mundu ljá slíkum flokki
stuðning. Ef marka má könnun-
ina er mestur áhugi á því að
David Steel, formaður Frjáls-
lynda flokksins, yrði leiðtogi hins
nýja flokks, síðan Shirley Willi-
ams en Roy Jenkins var í þriðja
sæti í þeirri vinsældakeppni.
George Brown lávarður og fyrr-
um utanríkisráðherra Verka-
mannaflokksins hefur lýst yfir
stuðningi við stofnun nýs flokks.
Hann sagði af þessu tilefni í dag,
að hann hefði ekki fram að þessu
lagt nafn sitt við sökkvandi skip,
og að sínum dómi ætti nýr
miðjuflokkur mikla framtíð fyrir
sér.
Sjá nánar á bls. 16.
Enn hitnar í kol-
unum í Kabúl
Islamahad. 28. janúar. AP.
Verkamannaflokkurinn:
Heift og fúkyrði
á leiðtogafundi
I.undúnum, 28. janúar. AP.
TIL HEIFTARLEGRAR orðasennu kom í dag á fundi framkvæmda-
nefndar brezka Verkamannaflokksins. Gengu skammirnar svo langt
að Michael Foot, hinn umdeildi og vinstrisinnaði flokksformaður,
hreytti því i Shirley Williams og samherja hennar á fundinum. að þau
skyldu annað hvort fara að makka rétt eða hætta i flokknum.