Morgunblaðið - 29.01.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981
Attatíu erlendar
stúlkur eru komn-
ar í fiskvinnslu
Mun færri en undanfarin ár
UM ÞAÐ bil 80 erlendar stúlkur
eru nú komnar til landsins í
vertíðarbyrjun til starfa aðalleKa
í ýmsum frystihúsum á Snæfells-
nesi ok Vestfjörðum samkvæmt
upplýsinKum Bjarna Elíassonar
F ramkvæmdast jóri
Listahátíðar:
Dráttar-
vextir stór-
auka hallann
Morjíunblaðið innti
Örnólf Árnason fram-
kvæmdastjóra síðustu
Listahátíðar álits á þeim
mikia halla sem hátíðin
skildi eftir.
Örnólfur sagði það aug-
ljóst að á meðan tapið væri
ekki greitt þá yxi greiðslu-
hallinn vegna dráttar-
vaxta. „Þegar við tilkynnt-
um um allverulegan halla í
ágústlok sl.,“ sagði Örnólf-
ur, „um það bil 40 millj. kr.
var miðað við greiðslu þá,
en þegar upp var staðið
reyndist hallinn um það
bil 50 milljónir kr., en nú
er þessi tala komin yfir 60
millj. kr. vegna dráttar-
vaxtanna og m.a. eru
þarna inni í myndinni um
7 milljónir kr. í dráttar-
vexti til Flugleiða."
hjá Solumiðstöð hraðfrystihús-
anna. en Bjarni kvað beiðnir hafa
komið um ráðninKU á 100 stúlk-
um það sem af er en það væri mun
fa‘rra en verið hefði undanfarin
ár. Stúlkurnar koma í gegn um
London frá ýmsum löndum. m.a.
Ástralíu. Suður-Afríku, Banda-
rikjunum og Kanada.
Bjarni kvað nokkrar stúlkur
einnig ráðnar til Fáskrúðsfjarðar
og Stöðvarfjarðar en aðrir staðir
hefðu ekki beðið um stúlkur í
vinnu utan Meitillinn í Þorláks-
höfn, en Bjarni sagði að SH stæði
ekki að ráðningu starfsfólks þang-
að vegna þeirrar aðstöðu sem
frystihúsið biði þessum starfs-
mönnum upp á.
Það þarf að hyggja að mörgu um þessar mundir i mannlífinu því mikil hálka er ríkjandi á
þjóðlífssvellinu. Maðurinn til vinstri er að feta sig á ísi lagðri gangstétt og konan veltir vöngum yfir
því sem hún handleikur við budduna sína. Ljósmynd Mbl. Emiiía BjörK
Flugmálastjóri um viðræðurnar í Luxemburg:
Stefnt er að niðurstöðum í
rekstrarkönnun fyrir 1. apríl
„Á FUNDINUM í dag voru
tekin fyrstu skrefin í þeirri
viðleitni að koma flugrekstr-
inum á Atlantshafsieiðinni
aftur í lífvænlegt form fjár-
hagsiega.“ sagði Agnar Ko-
foed-IIansen flugmálastjóri í
samtali við Mbl. í gær um
viðræður íslenskra og luxem-
burgiskra forráðamanna í
Sjálfstæðisfólk á Akureyri:
50 ára afmælishátíð
Sjálfstæðisfélögin á Akureyri
efna til árshátíðar nk. laugar-
dag. 31. janúar. sem hefst í
Sjálfstæðishúsinu þar á staðnum
stundvíslega klukkan nítján.
Þetta er jafnframt 50 ára af-
mælisfagnaður Sjálfstæðisfélags
Akureyrar en félagjð náði þeim
aldursáfanga í desembermánuði
sl.
Forsala aðgöngumiða verður í
Sjálfstæðishúsinu í dag, fimmtu-
dag, og á morgun, föstudag, milli
kl. 17 og 19 og þá verður jafnframt
tekið á móti borðpöntunum. Miðar
verða einnig afgreiddir á laugar-
dag milli kl. 13—15, ef einhverjir
verða eftir.
Hátíðarræðu flytur Jónas Rafn-
ar, bankastjóri, sem lengi var
þingmaður Akureyringa og for-
vegismaður sjálfstæðisfólks
Norðurlandi eystra.
á
Jónas Rafnar. bankastjóri.
flugmálum, en Agnar kvað
góðan anda hafa ríkt á fund-
inum sem fulltrúar Flugleiða.
Cargolux og Luxair sátu auk
aðila stjórnvalda. Verður við-
ræðum haldið áfram nk..
föstudag og kvaðst Agnar
fyrir sitt leyti ánægður með
gang mála, hann væri bjart-
sýnn á því að fyrir hendi væri
fullur vilji til þess að gera
átak í þessum málum en
erfitt væri um vik vegna
ástandsins á Atlantshafsleið-
inni.
Kvað Agnar stefnt að því að
slíkur flugrekstur sem til umræðu
væri yrði fjárhagslega sjálfstæður
og án rikisstyrkja. „Ramminn að
Líbíu-
Fokkerinn
í flug á ný
VIÐGERÐ á Fokker-flugvél
Flugleiða sem hlekktist á í lend-
ingu í Líbíu í síðustu viku verður
lokið fyrir helgi og hefur vélin þá
farþegaflug að nýju, samkvæmt
upplýsingum Björns Theodórsson-
ar framkvæmdastjóra markaðs-
deildar Flugleiða, en íslenskir
flugvirkjar fóru utan til þess að
yfirfara vélina og ganga úr skugga
um hvað hefði bilað. Bilunin varð í
nefhjóli og reyndist ekki alvarleg.
þessum rekstri er fyrir hendi,“
sagði flugmálastjóri, „en það
vantar mikið í myndina og könnun
þar að lútandi fer nú í gang af
fullum krafti, en stefnt er að því
að ákvörðun verði hægt að taka
um möguleg fyrstu skref í fram-
kvæmdaátt fyrir 1. apríl í seinasta
lagi ef sú verður stefnan, en menn
voru sammála um að kanna málið
og möguleikana ofan í kölinn á
næstu vikum og mánuðum.“
Alusuisse mót-
mælir orðbragði
ísl. stjórnvalda
RAGNAR Halldórsson forstjóri
ISAL staðfesti í samtali við Mbl. i
gær að Alusuisse hefði með skeyti
mótmælt við islensk stjórnvöld
þeim orðrómi scm ráðamenn á
Islandi hefðu haft uppi i garð
fyrirtækisins. Segir i skeytinu að
Alusuisse telji óheppilegt að hald-
ið sé áfram að útbreiða áburð sem
sé skaðlegur fyrirtækinu að
þeirra áliti og að það sé gert þrátt
fyrir skýringar sem fyrirtækið
hefur gefið stjórnvöldum á
ákveðnum atriðum og jafnframt
tilkynnt að nánari skýringar
verði gefnar i febrúar, eða eins
fljótt og unnt er.
Sagði Ragnar að þessi ummæli
hefðu farið víða um Evrópu á sl.
tveimur vikum, en m.a. birtist slík
umsögn í blaðinu Metal Bulletin.
Varð það efnisyfirlit um álit
stjórnvalda sent frá Center for
Policy Research, eða upplýsinga-
þjónustu sem Elías Davíðsson kerf-
isfræðingur rekur á eigin ábyrgð. í
samtali við Mbl. í gær sagði Elías
að hann stæði fyrir upplýsingaöfl-
un og upplýsingamiðlun í ýmsar
áttir, bæði varðandi fjölmiðla og
fyrirtæki. Kvaðst Elías enga pen-
inga fá til þessarar starfsemi,
aðeins stuðning frá ýmsum ein-
staklingum í formi upplýsinga.
Kvaðst Elías búa yfir ýmsum
upplýsingum um starfsemi fjöl-
þjóðafyrirtækja eins og Isal, Járn-
blendifélagsins og IBM, en auk þess
hefði hann samvinnu við efnisöflun
hjá aðilum erlendis sem störfuðu
innan ramma háskólarannsókna,
kirkjulegs starfs og á vettvangi
verkalýðsmála.
Tvær FlugleiÖaáttii r í
tvö ár til Saudi-Arabíu
TVÆR AF DC-8 þotum Flug-
leiða fara til Saudi-Árahíu
eftir cinn mánuð til leigu-
flugs í tvö ár samkvæmt
ieigusamningi sem Flugleiðir
eru nú að gera við flugfélagið
Overseas National Áirways,
sem leigir vélarnar af Flug-
leiðum til vöruflutninga aðal-
lega innan Saudi-Arabiu,
samkvæmt upplýsingum
Björns Theodórssonar fram-
kvamdastjóra markaðsdeild-
ar Flugleiða.
Vélarnar verða leigðar án
áhafna, en þá hafa Flugleiðir eftir
til ráðstöfunar í farþegaflugi milli
landa eina DC-8 þotu og þrjár
Boeing þotur, en ein átta er í
leiguflugi fyrir Air India með
íslenskum flugmönnum. Áttan
sem eftir er sinnir Atlantshafs-
fluginu, þ.e. ein ferð á viku til
Bahama og þrjár til New York, en
þegar sumaráætlun kemst í fullan
gang upp úr 1. apríl er gert ráð
fyrir því að Flugleiðir leigi vélar
til Atlantshafsflugsins.
Á leið á miðin.
I.jbHin. Snorrl Snorruon.