Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981
5
AÐALFUNDUR fulltrúaráðs
SjálfstæðisfélaKanna á Akranesi
var haldinn fyrir skömmu. Frá-
farandi formaður, Inga Jóna
Þórðardóttir, flutti skýrslu
stjórnar og reikningar voru lagð-
ir fram.
Að loknum venjulegum aðal-
fundarstörfum flutti Valdimar
Guðjón Guðmundsson
Indriðason, forseti bæjarstjórnar,
erindi um málefni bæjarfélagsins.
Fjörugar umræður urðu á fundin-
um um stjórnmálastarfið og var
m.a. samþykkt tillaga þess efnis
að stjórn fulltrúaráðsins beiti sér
fyrir því, að fram fari sameigin-
legt prófkjör allra flokka á Akra-
nesi vegna væntanlegra bæjar-
stjórnarkosninga.
Formaður var einhuga kjörinn
Guðjón Guðmundsson, skrifstofu-
stjóri, en aðrir í stjórn eru Bene-
dikt Jónmundsson, Friðrik Jóns-
son, Guðný Jónsdóttir, Halldór
Sigurðsson, Hörður Pálsson og
Þorgeir Jósefsson jr.
INNLENT
Guðjón Guðmunds-
son kosinn formaður
Verður magnesíum-
framleiðsla næsti
stóriðjukosturinn?
SENN lýkur athugun á
forsendum fyrir magnes-
íumframleiðslu hérlendis,
sem Tæknideild TSÍ, Iðn-
tæknistofnunar íslands,
Leitað að
bílstjóra á
bláum Saab
Á þriðjudaginn, um klukkan 17,
varð ung stúlka fyrir bifreið á
Fríkirkjuvegi við Hljómskálann.
Stúlkan var á leið austur yfir
götuna þegar blá Saab-bifreið
kom suður Fríkirkjuveginn og
lenti á stúlkunni. Ókumaðurinn
stöðvaði bifreiðina og ræddi
stuttlega við stúlkuna, en þar sem
hún var ómeidd skildu leiðir. Síðar
kom í ljós að dýrt hljóðfæri, sem
stúlkan var með í tösku var
stórskemmt ef ekki ónýtt. Því eru
það vinsamleg tilmæli slysarann-
sóknadeildar lögreglunnar í
Reykjavík að ökumaðurinn hafi
tal af lögreglunni sem allra fyrst.
hefur gert fyrir iðnaðar-
ráðuneytið. Vegna þessa
verkefnis, sem og margra
annarra er keypt sérfræði-
aðstoð bæði utanlands ok
innan. Þetta kemur fram í
nýju fréttabréfi TSÍ.
Magnesíumframleiðsla er einn
af álitlegustu stóriðjukostum, þar
eð mikla hita- og raforku þarf til
framleiðslunnar, en öll hráefni er
hægt að fá innanlands. Þar eð
magnesíum er léttasti smíða-
málmurinn, eða um 65% af eðlis-
þyngd áls, er því spáð, að notkun
hans muni aukast mikið samfara
auknum kröfum um léttari flutn-
ingstæki, sem þarfnast minni
orku.
Virðist nú örla á tækifæri fyrir
íslendinga að gerast iðnaðarþjóð
með stóriðnað byggðan á sérstök-
um innlendum aðstæðum og land-
kostum.
Að síðustu segir í fréttabréfi
TSÍ, að þó að niðurstöður forsend-
urathugunarinnar liggi ekki fyrir
enn, sé þegar nokkur ástæða til
bjartsýni.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisf lokks á Akranesi:
Ljósm. A.S.
H£H predslon
“ Hjöruliðir
Einnig eru tímareimar og tímakeðjur fáanlegar i flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla.
Stærsta sérverzlun landsins með legur, ásþétti, hjöruliöi og skildar vörur. Sendum u
land allt.
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
- , - m
TIMKEN
MWMia
Keilulegur
FAG
Kúlu- og rúllulegur
Viftureimar
Heitt í kolunum í sjávarút-
vegsmálum Evrópuráðsins
*
Steingrímur Hermannsson kynnti stefnu Islands
Evrópuráðsins i Strassburg
fjallaði ég um okkar sjónar-
mið í sjávarútvegsmálum og
gerði grein fyrir okkar til-
raunum til stjórnunar fisk-
veiða og eflingar fiskistofn-
ana og þessu var ákaflega vel
tekið og mikið um það rætt,“
sagði Steingrímur Ilermanns-
son sjávarútvegsráðherra í
samtali við Mbl. í gær.
Hann kvaðst hafa lýst yfir
áhyggjum á því styrkjakerfi sem
ryddi sér nú víða rúms í Evr-
ópulöndum og sagðist hafa bent
á að ýmsar aðrar leiðir væru
skynsamlegri til eflingar sjávar-
útvegsins.
Steingrímur sagði að ágætar
umræður hefðu farið fram eftir
ræðu hans og mikill íslenskur
bragur hefði verið á því margir
íslendingar hefðu flutt ræður,
Kjartan Jóhannsson, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson og Ólafur
Ragnar Grímsson.
Kvað Steingrímur þá alla hafa
varað við styrkjastefnunni og
kvað hann þetta sjónarmið hafa
fengið meiri hljómgrunn en
hann hefði þorað að vona, m.a.
hefði írski fulltrúinn sagt að
írar gætu tekið íslendinga sér til
fyrirmyndar varðandi stjórnun
fiskveiða.
Steingrímur sagði að það hefði
verið áberandi á þessum fundi
hve heitt er í kolunum í þessum
efnum og virtist nánast ómögu-
legt að ná sameiginlegri stefnu.
Frakkarnir voru t.d. harðir á
móti áliti Evrópuráðsins og
töldu það stuðla að enn meiri
málaflækju á þessum vettvangi
en væri til staðar nú þegar.
Bentu þeir á að ef Portúgalir og
Spánverjar kæmu inn í þessar
veiðar eins og álitið reiknaði
með þá myndi franskur sjávar-
útvegur líða undir lok. Kvað
Steingrímur mikið bera á milli
og víða augljósan vanda í sjávar-
útvegsmálum.
Atvinnulausir múrarar:
Fá þeir vinnu
í Víðishúsinu?
FORMAÐUR Múrarafélags
Reykjavíkur, Helgi Steinar
Karlsson. kom þeirri hugmynd
á framfæri við félagsmálaráðu-
neytið i gær hvort ekki sé
mögulegt að nýta þann stóra
hóp múrara, sem nú eru
atvinnulausir i Reykjavík og
nágrenni til viðgerða á Víðis-
húsinu. Helgi Steinar sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að hann hefði viljað koma
hugmyndinni á framfæri og
henni hefði ekki verið illa tekið.
Þetta mál og ýmis önnur í
sambandi við atvinnuástand hjá
múrurum yrðu könnuð á næst-
unni.
Um ástæður fyrir miklu at-
vinnuleysi múrara í vetur sagði
Helgi Steinar að lítið hefði verið
um úthlutun lóða undanfarin ár
og það kæmi nú mjög harkalega
niður á múrurum. Hann sagðist
óttast að næstu vetur yrði
ástandið enn verra og þá ekki
aðeins hjá múrurum heldur
einnig hjá öðrum iðnaðar-
mönnum.
Gunnar Björnsson, formaður
Meistarasambands byggingar-
manna, sagði í gær, að ein
ástæðan fyrir atvinnuleysi múr-
ara væri breytt byggingartækni.
Veggir og jafnvel loft væru ekki
pússuð í nýbyggingum þar sem
steypt væri með fleka- og stál-
mótum.