Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 11

Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981 11 Paul Zukovsky Rut L. Magnússon Kammertónleikar Þriðju áskriftartónleikar Kammersveitar Reykjavíkur fóru fram í Austurbæjarbíói sl. mánudagskvöld. A efnisskránni voru kvintett op. 115 eftir J. Brahms og „Pierrot lunaire" (Pétur í tunglinu) eftir A. Schönberg. Kammersveitin hafði fengið til liðs við sig þann ágæta Paul Zukovsky og Rut Magnússon söngkonu. Zukovsky hefur þegar markað eftirminni- leg spor í listalíf vort sem einleikari, leiðbeinandi á nám- skeiðum og hljómsveitarstjóri. Virðast allir þessir þættir leika í höndum hans, enda maðurinn klár og kröfuharður. Það er vissulega mikils virði þegar slík- ir afburðamenn fást til starfa hér, og fagnaðarefni að frétta að Zukovsky mun enn efna til seminars með ungu hæfileika- fólki á sviði hljóðfæraleiks. Á tónleikunum gerði Zukovsky hvorttveggja að leika 1. fiðlu í kvintett Brahms og stjórna því margslungna verki „Pierrot lunaire" og leysti hlutverk sín af hendi með fagmannlegu öryggi og listrænni reisn. Kvintett Brahms er alveg óvenjulega heil- steypt og unaðslegt verk. Kafl- arnir, sem eru fjórir, mynda eina samstæða heild, þar sem hver nýr þáttur er sem rökrétt fram- hald þess, sem á undan er gengið. Stefjamál kaflanna eru einnig samofin. Gunnar Egilsson blés í klarinett og lék af hógværð en þó hæfilegri festu. Nýstárlegt var að sjá Rut Ingólfsdóttur leika á lágfiðlu, en það virtist ekki vefjast fyrir henni. Raunar var flutningur allur ágætur og vandaður með Zukovsky í broddi fylkingar. Mörgum er enn í fersku minni flutningur Kammersveitarinnar ásamt þeim Rut og Zukovsky á Tðnllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON „Pierrot lunaire" eftir Schön- berg á síðustu listahátíð. Vöktu tónleikarnir óvenju mikla at- hygli og aðsókn og því full ástæða til að endurtaka verkið nú, og ekki brugðust listamenn- irnir áheyrendum sínum á mánudagskvöldið. Verkið gerir óvægnar kröfur til flytjenda, einkum söngkonunnar, sem þarf að fremja talsöng samkvæmt forskrift höfundar. Ef til vill er best að vitna í efnisskrá til að útskýra hvað við er átt, en þar segir: „í raddskránni er hljóðfall og tónferli skráð eins og um venjulegan söng væri að ræða, en í söng er tónferlinu ævinlega fylgt óumbreytanlega og af nákvæmni. Schönberg vildi hins- vegar, að talröddin snerti hvern tón aðeins augnablik og færði sig síðan í átt að næsta tóni. Vandi flytjandans liggur því í kröfu tónskáldsins um að röddin eigi aldrei að minna okkur á söng.“ Rut Magnússon skilaði hlutverki sínu af stakri prýði og vakti almenna aðdáun fyrir frammi- stöðu sína, enda henni og reynd- ar öðrum flytjendum einnig mjög innilega fagnað af þakklát- um áheyrendum. Það var kallað að gera „stormandi lukku“ í gamla daga. Tilkoma Kammer- sveitarinnar á sínum tíma var fjörkippur og framfaraspor í íslensku tónlistarlifi, og þær vonir, sem við hana voru bundn- ar, hafa vissulega ræst. Nýjar bóksöluskrár f rá Bókavörðunni ÚT ERU komnar bóksöluskrár Bókavörðunnar númer 6 og 7. í bóksöluskrá 6 eru eingöngu smárit ritlingar og pésar ýmis konar frá síðustu öld til okkar daga. Smáritunum er skipað niður eftir efni á 15 siður, og eru þau hin fjölbreyttustu. flest mjög ódýr og öll til sölu i Bókavörðunni að Skólavörðu- stig 20. í bóksöluskrá 7 eru kynntar fágætar bækur og handrit frá ýmsum tímum um norræn fræði og íslensk, Islandslýsingar og ýmis efni önnur. Bóksöluskrá 7 er 25 síður að lengd. Bóksöluskrár Bókavörðunnar eru nær eingöngu sendar föstum viðskiptavinum verslunarinnar utan Reykjavíkur og erlendis, og ekki afhentar í versluninni fyrr en hálfum mánuði eftir útgáfu á meðan upplag endist. BÓKAVARÐAN — GAMLAK BÆHIJR OG NYJAR — •KOLAVOMmsna m - rrykjavw. - rm am ÍSLAND Forsiða bóksöluskrár nr. 0 frá Bókavörðunni. Hækkun íasteignamats í Reykiavík nálægt 60% - Svipuð hækkun á höfuðborgarsvæðinu nema hvað hækkun í Kópavogi er umfram almenna hækkun - Fasteignamat úti á landi er á bilinu 48% til 50% - Áætlað er að fasteignamatið sé 7% undir gangverði íbúða „HÆKKUN fasteignamats á ein- stökum fasteignum er breytileg. í Reykjavík má ætla. að ibúðir hækki nálægt 60% i mati frá árinu 1979. Atvinnuhúsnæði hækkar ekki eins mikið. eða um 43% til 48%. Þar kemur fyrst og fremst til tregða á sölu atvinnu- húsnæðis. Hliðstæðra hækkana má vænta á öllu höfuðborgar- svæðinu, nema hvað mat hækkar meira i Kópavogi og mat á atvinnuhúsnaéði í Ártúnshöfða hækkar til jafnaðar nálægt 55%. Annars staðar á landinu hækkar fasteignamat um 48% til 50%,“ sagði Guttormur Sigurbjörnsson. forstjóri Fasteignamats ríkisins. á fundi með fréttamönnum. en nýtt fasteignamat tók gildi þann 1. desember siðastliðinn og þessa dagana fá menn tilkynningar- seðla frá Fasteignamatinu. „Ástæða þess að fasteignamatið í Kópavogi hækkar umfram al- menna hækkun er að á síðastliðnu ári fór fram endurmat á íbúðum. Á undanförnum árum hefur fast- eignaverð í Kópavogi nálgast það í Reykjavík. Frá því 1970 þegar upphaflega matið var gert, hefur hitaveita verið lögð í bænum og samgöngur allar innan bæjarins sem út úr honum hafa stórbatnað. Þetta hefur hækkað verð íbúða. Við höfum dæmi þess, að matið hafi hækkað á milli 15% og 30% umfram almenna hækkun annars staðar á höfuðborgarsvæðinu," sagði Guttormur ennfremur. Miklar verðsveiflur — fasteignaverð lækkaði í apríl og júlí Á fundinum kom fram, að áætlað er að fasteignamat á íbúð- arhúsnæði hækki um 60%, en lóðir um 50% — meðaltalshækkun er því 57%. Fasteignamatið er áætlað 7% undir gangverði íbúða, en 1979 var þessi munur 8% til 9%. Ástæður þess, að fasteigna- mat er lægra en gangverð íbúða, er óstöðugur markaður. „Síðast- liðið ár var engu líkt. Markaður- inn var ákaflega óstöðugur og verðfall á íbúðum varð í apríl og júlí," sagði Guttormur. Vegna þessa hefur ekki verið talið rétt að láta fasteignamatið fylgja að fullu stærstu verðsveiflunum, heldur beri að jafna matshækkanir á fleiri ár þegar óeðlilegrar þenslu gætir. Miklar hækkanir áttu sér stað á íbúðaverði 1979 og náðu hækkanir það árið hámarki síð- ustu mánuði ársins. Til þess að láta matið fylgja þessari verð- sveiflu, hefði þurft að hækka matið rétt um 80%, en þá var hækkun ákveðin 60%. Síðastliðið ár var sérstætt. Nauðsynlegt reyndist að reikna verðlagið út mánaðarlega, en það hafði áður verið gert ársfjórð- ungslega. Mikil þensla var fyrstu mánuðina, en í apríl féll verðið og óvissuástand ríkti á fasteigna- markaðinum fram á haustið. í Fréttabréfi Fasteignamatsins er tafla um hækkanir og lækkanir á fasteignaverði milli mánaða. Skýrt er þó tekið fram, að taka ber slíkar tölur með varúð, en engu að síður ættu þessar tölur að gefa glögga mynd af þróun á verðlagi á ibúðum. „Ég er hér með línurit um sveiflur milli mánaða og væri um hjartasjúkling að ræða, þá þyrfti hann ekki að kemba hærurnar," sagði Guttormur á fundinum. Skortur á lóðum á höíuðborgarsvæðinu Þá kom fram á fundinum, að verð á byggingarlóðum fyrir íbúð- arhús hefur hækkað hlutfallslega meira en íbúðarhúsnæði síðustu árin. Sú þróun hélt áfram á síðastliðnu ári og er svo að sjá, að skortur sé á íbúðarhúsalóðum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir sölutregðu, þá bötnuðu greiðslukjör ekki frá árinu 1979, en þá voru þau hin verstu frá upphafi, eða 76%. Á þriðja árs- fjórðungi 1980 var útborgun að jafnaði 76,1%. Hins vegar var útborgun rétt liðlega 70% 1978. Vextir af fasteignaveðlánum, sem gefin eru út fyrir eftirstöðv- unum, eru 18% til 20% og greiðast oftast á 5 árum. Dæmi um fasteignamat víðs vegar um land Sem dæmi um fasteignamat íbúðarhúsa í Reykjavík, þá er 226 fm. einlyft nýlegt einbýlishús í Fossvogi metið á 87 milljónir g.kr. Tveggja herbergja íbúð í þriggja hæða blokk í Breiðholti er metin á 23,1 milljón g.kr., og þriggja her- bergja 81 fm. íbúð í sama húsi er metin á 28,4 milljónir g.kr. Allar matstölur, sem Fasteignamatið sendir út í ár, eru gefnar upp í gömlum krónum. Þetta er vegna þess að Fasteignaskráin sem mat- ið kemur úr, tók gildi 1. desember siðastliðinn. Hér fara á eftir dæmi um mat fasteigna víðs vegar um landið. Nýleg hús Einlyft einbýlishús í Fossvogi, 385 þús. g.kr. á 226 fm. Þriggja hæða blokk í Breiðholti: 65 fm. íbúð, 2 herbergi, 81 fm 355 þús. íbúð, 3 herbergi. 351 þús. Sjö hæða fjölbýlishús í Breiðholti: 55 fm. íbúð, 2 herbergi, 309 þús. 99 fm. íbúð, 4 herbergi, 284 þús. 20—40 ára Sænskt timburhús á steyptum kjallara í Vogahverfi: 52 fm. kjallaraíbúð, 2 herbergi, 304 þús. 126 fm. sérhæð, 5 herbergi, 280 þús. Sambýlishús í Hlíðahverfi: 116 fm. sérhæð, 5 herbergi, 272 þús. 73 fm. risíbúð, 4 herbergi, 262 þús. Eldri hús Bárujárnsklætt timburhús á hlöðnum kjallara í Austurbæ (frá aldamótum) 87 fm., 244 þús. Stórt steinsteypt einbýlishús í grónu hverfi: Hæð, kjallari og ris, 334 fm., 308 þús. Kópavogur Steinsteypt raðhús á tveim hæð- um, 816 m3 og 288 fm., 256 þús. Hafnarfjörður Forsteypt einbýlishús á einni hæð, 618 m3 og 180 fm., 311 þús. Keflavík Steinsteypt einbýlishús á tveim hæðum, 684 m3 og 252 fm., 174 þús. Akranes Steinsteypt einbýlishús á einni hæð, 451 m3 og 134 fm., 236 þús. Stykkishólmur Steinsteypt einbýlishús á tveim hæðum, 504 m3 og 181 fm., 162 þús. ísafjörður: Einlyft steinsteypt einbýlishús, 141 fm., 249 þús. Siglufjörður Steinsteypt einbýlishús, 808 m3 og 253 fm., 124 þús. Akureyri Tvílyft steinsteypt einbýlishús, 251 fm., 243 þús. Egilsstaðir Hlaðið einbýlishús, 386 m3 og 110 fm., 154 þús. Vestmannaeyjar Einlyft steinstevpt einbýlishús, 150 fm„ 175 þús. SeJfoss Einbýlishús úr timbri, 390 m3 og 126 fm„ 235 þús. Línurit fasteignamarkaðarins á síðastliðnu ári — Guttormur Sigurbjörnsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins. heldur linuritinu á lofti. Verðfall varð á fasteignum í april og júlí. Lk'wmynd Mhi. RAX. Nóvember Desember Janúar Febrúar Mars April Athyglisverð er lækkunin í apríl og júlí, en hækkunin í næstu mánuðum á eftir mikil. Tölurnar fyrir septembermánuð eru einna óáreiðanlegastar. Ef miðað er við hækkunina frá nóv. ’79 til sept. ’80 hefur hún orðið 49,6%. 1979 9.4% hækkun Maí 1980 11.1% ha’kkun 1979 0.8% hækkun Júní 1980 4.4% ha kkun 1980 4.7% ha'kkun Júlí 1980 +5.4% lækkun 1980 4.4% hækkun Agúst 1980 7.6% hækkun 1980 1980 8.5% hækkun +5.9% lækkun Septemher 1980 2.9% hækkun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.