Morgunblaðið - 29.01.1981, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981
Hvað er manntal?
Manntal er annað og meira en
talning mannfólksins á landinu.
Manntal er hagfræðileg úttekt,
sem hefur fólkið í landinu að
viðfangsefni. Meginatriði sérhvers
manntals má telja þrjú:
1. Hvað starfar fólkið í landinu?
Þau störf, sem hver þjóð innir
af hencji, sú vinna, sem lögð er
fram í samfélagi fólks, er þrí-
þætt: Atvinna, heimilisstörf og
nám.
2. Hvernig skipar fólkið í landinu
sér í frumhópa samfélagsins,
fjölskyldur og heimili?
3. Við hvaða aðbúnað býr fólkið í
landinu, að því er varðar húsa-
kost og fleira.
Manntalið þáttur í
alþjóðlegu samstarfi
Manntalið 1981 er hið 22. í röð
svokallaðra aðalmanntala á ís-
landi. Það er tekið samkvæmt
lögum nr. 76 19. desember 1980.
Manntöl eru svo mikilvæg und-
irstaða allrar vitneskju um stöðu
þjóðar, að bæði Þjóðabandalagið
gamla og arftaki þess, Sameinuðu
þjóðirnar, hafa staðið fyrir alþjóð-
legu samstarfi um manntöl: til
hvaða efnis þau skuli taka, hvern-
ig ýmis hugtök skuli skýrgreind,
o.s.frv., og síðast en ekki síst
hvenær þau skuli fara fram. I
samræmi við tillögur hagstofu
Sameinuðu þjóðanna eru manntöl
tekin í flestum löndum heims 1980
eða 1981. Manntal var t.d. tekið í
Bandaríkjunum 1. apríl í fyrravor,
í Svíþjóð 15. september, í Noregi
og Finnlandi 1. nóvember síðast-
liðinn, og manntal verður tekið í
Efnahagsbandalagslöndunum i
vor.
I einungis fimm ríkjum heims
hefur allsherjar manntal aldrei
farið fram. Þessi ríki eru Eþíópía,
Guinea og Mið-Afríka í Afríku, og
Laos og Oman í Asíu.
Trúnaðarskylda
manntalsaðila
9. grein manntalslaganna hljóða
svo: „Upplýsingar skráðar á
manntal um einkahagi manna eru
einvörðungu ætlaðar til hag-
skýrslugerðar og er óheimilt að
láta aðila utan Hagstofunnar fá
vitneskju um þær. Heimilt er þó
að láta viðurkenndum rannsókn-
araðilum og opinberum stofnun-
um í té upplýsingar skráðar á
manntal, enda sé þá nöfnum og
auðkennÍ8númerum einstaklinga
sleppt. Úrvinnslu manntals-
skýrslna skal Hagstofan ein ann-
ast, og hlutaðeigandi starfsmenn
hennar skulu bundnir þagnar-
skyldu. Teljarar við manntalið og
starfsmenn sveitarfélaga, sem
vinna að framkvæmd þess, eru
einnig bundnir þagnarskyldu."
ManntaLsupplýsingar er
ekki hæj?t að nota neinum
einstaklingi í óhatr
Engar upplýsingar, sem ein-
staklingar gefa um sig og sína
hagi, verða notaðar á neinn hátt
viðkómandi eða öðrum í óhag.
Trygging fyrir þessu er í fyrsta
lagi eðli manntalsatriðanna: Ekk-
ert þeirra varðar fjármuni eða
eignir, nema að því er tekur til
húseignar. Spurt er um eiganda
íbúðar, en slíkar upplýsingar eru í
öðru samhengi ekki trúnaðarmál,
samanber vottorð úr veðmálabók-1
um. Upphæð tekna kemur ekki
fram í manntali, né hvernig ein-
staklingar eða heimili verja tekj-
um sínum. Manntalsskráning get-
ur ekki orðið sönnunargagn um
neins konar fjárhagsleg málefni,
enda trúnaðarskyldan tekin fram
á eyðublaðinu. Ekkert manntals-
atriðanna getur talist nærgöngult
persónulegum högum fólks, enda
alls ekki spurt um tómstundir
fólks, áhugamál eða skoðanir.
I öðru lagi er trygging gegn
óhlutvandri mpðferð upplýs-
inganna veitt í þeirri lögvernd, er
trúnaðarskylda manntalslaganna
kveður á um, og skýrð var hér að
framan. Liður í þeirri vernd er
það, að enginn. nema framkvæm-
endur manntalsins, þ.e. teljarar og
aðrir trúnaðarmenn sveitar-
stjórna, og starfslið Hagstofunnar
við úrvinnslu manntalsins, hefur
aðgang að frumgögnum mann-
talsins, þ.e. þeim eyðublöðum, þar
sem manntalsatriðin eru skráð.
Eftir úrvinnslu liggja upplýs-
ingarnar fyrir sem slíkar, sviptar
öllum einstaklingsauðkennum,
þannig að útilokað er að rekja þær
til nafngreindra manna.
I þriðja lagi felst trygging í
viðteknum hefðum við hag-
skýrslugerð, en þar er nafnleynd
varðandi upplýsingagjafa og hagi
þeirra grundvallaratriði, enda
brýnt hagsmunamá! fyrir þá
stofnun, sem að hagskýrslugerð-
inni stendur. Störf Hagstofunnar
byggjast öðru fremur á því, að
stofnanir, fyrirtæki og almenning-
ur geti treyst henni fyrir upplýs-
ingum. Þetta gildir um manntal
ekki síður en aðra upplýsingasöfn-
un. Enn fremur má benda á, að
manntalslög frá 1920 voru endur-
skoðuð 1980 og ný lög sett, meðal
annars sérstaklega í þeim tilgangi
að tryggja rétt einstaklings við
manntal.
Skipulag manntalsins
Manntalinu er nú hagað á nokk-
uð annan hátt en áður. 1960 og
fyrr fóru manntöl þannig fram, að
teljarar gengu í hús og skrifuðu
sjálfir niður eftir fyrirsögn heim-
ilismanna allar upplýsingar um
fólkið, íbúðir og hús á eitt og sama
eyðublað fyrir alit húsið.
Við þetta manntal er fólki ætlað
að fylla sjálft út skýrslu sína.
Formi eyðublaðanna er breytt
þannig, að viðfangsefni manntals-
ins er skipt á þrjú blöð: Einstakl-
ingsskýrslu, sem gera skal um alla
12 ára og eldri um síðustu áramót,
íbúðarskýrslu og hússkýrslu.
Svokallað krossaprófskerfi er not-
að, en það gefur færi á að orða
spurningar nákvæmar og einhlít-
ar en annars, og auðveldara verð-
ur að svara. Þessi aðferð er nú
notuð við manntöl í flestum lönd-
um. T.d. getur gamall maður, sem
er hættur að vinna og stundaði
ekki nám eftir fermingu, útfyllt
sína einstaklingsskýrslu einvörð-
ungu með því að setja krossa,
nema hvað hann þarf að skrifa
heimilisfang í 1. lið, og heiti
lífeyrissjóðs, ef það á við. Sama á
við alla aðra, sem stunda ekki
atvinnu, hvort heldur það eru
unglingar, húsmæður, öryrkjar
eða aðrir — þeir geta svarað
einstaklingsskýrslunni á þennan
einfalda hátt. örvar á eyðublaðinu
vísa, hvernig svara skal, og hverju
má sleppa, þegar svo ber undir.
Auk þess sem hægt er að nota
„krossapróf" leiðir sú tilhögun, aö
hver maður geri sína einstakl-
ingsskýrslu, til þess, að allir geta
fyllt út skýrsluna samtímis, eftir
leiðbeiningum í fjölmiðlum.
Föstudagskvöld 30. janúar kl.
21.15 verður 30 mínútna þáttur í
sjónvarpinu, þar sem farið verður
yfir spurningar einstaklings-
skýrslueyðublaðsins í því skyni, að
hver og einn útfylli það fyrir sig
eftir leiðbeiningum í þættinum.
Hann verður endurtekinn i sjón-
varpi kl. 16 á laugardag 31. janúar.
Leiðbeiningar
um gerð ein-
staklings-
skýrslu
Einstaklingsskýrslu á að gera
um alla, sem fæddir eru 1968 eða
fyrr. Hana þarf hver og einn að
gera sjálfur, eða aðrir fyrir hann,
þar sem hann á sólarhringsdvöl
31. janúar. Fyrir þá, sem dveljast
annars staðar en á lögheimili sínu,
þarf annað heimilisfólk að gera
einstaklingsskýrslu. Sérstök
áhersla er lögð á, að einstakl-
ingsskýrsla skal ekki gerð á dval-
arstað fyrir þá, sem liggja í
sjúkrahúsi til tímabundinnar
dvalar, og er því nauðsynlegt, að
heimilismenn, sé um þá að ræða,
vandi til einstaklingsskýrslugerð-
ar fyrir þá, sem eru fjarverandi
vegna sjúkrahúsdvalar.
Gera skal einstaklingsskýrslu
um alla íslendinga sem eru í
skólanámi eða öðru námi erlendis,
svo og fjölskyldu þeirra, nema
fyrir liggi, að þeir séu alfluttir til
útlanda. Á sama hátt skal skrá
aðra íslendinga erlendis, ef talið
er, að þeir muni setjast aftur að á
íslandi. Nánustu venslamenn ís-
lendinga erlendis gera einstakl-
ingsskýrsluna 'fyrir þá. Sam-
kvæmt eðli máls er ekki krafist
tæmandi útfyllingar einstakl-
ingsskýrslublaðsins fyrir þá, sem
dveljast erlendis, t.d. þarf engu að
svara, sem varðar vikuna 24.—30.
janúar 1981.
Auðkenning skýrsl-
unnar, heimilisfang
Eins og eyðublaðið ber með sér-
skal skýrslan auðkennd viðkom-
andi einstaklingi efst með nafni
hans og fæðingardegi. í línuna,
sem merkt er „Staður", skal skrifa
dvalarstað einstaklingsins, nema
skýrslan sé gerð af öðrum en
honum sjálfum vegna fjarveru
hans frá lögheimili 31. janúar, þá
skal rita lögheimilið þarna. Séu
fleiri en ein íbúð í húsi, þarf að
tilgreina hvaða íbúð skýrslan til-
heyrir, t.d. 2. hæð til hægri eða
þess háttar.
í 1. spurningalið á að tilgreina,
hvar viðkomandi átti heima á
tilteknum timum. Séu menn í vafa
um, hvernig skuli svara þessu, t.d.
vegna þess að þeir dvöldust ann-
ars staðar en á lögheimili sínu,
eða muni ekki nákvæmlega, hve-
nær þeir fluttust, nægir að svara
eftir bestu trú, enda er alls ekki
ætlast til fullrar samsvörunar
með því, sem þarna er ritað, og
skráningu í þjóðskrá á sínum
tíma.
Sambúð, hjónaband
í 2., 3. og 4. lið einstaklings-
skýrslunnar eru spurningar, sem
lúta að fjölskyldugerð.
Hlutverk 2. og 3. liðs er fyrst og
fremst að leiða í ljós umfang
óvígðrar sambúðar á íslandi. Talið
er, að hún hafi farið í vöxt
undanfarin ár, en eins og kunnugt
er mun óvígð sambúð hafa tíðkast
í meiri eða minni mæli mjög lengi
hér á landi. Undanfarin ár hefur
löggjafinn reynt að tryggja rétt-
indamál þeirra, sem eru í óvígðri
sambúð, og er hún því nú lagalega
viðurkennd að nokkru leyti sem
hjónabandsform. Það er mikil-
vægt að fá fram, hve margt fólk
telur sig nú vera í óvígðri sambúð
á Islandi, og hve lengi sú sambúð
hefur staðið. Ýmislegt bendir til
þess að óvígð sambúð sé oft
undanfari vígðrar sambúðar, þ.e.
hjónabands í hefðbundinni
merkingu. Einmitt þess vegna er
spurt um upphafsár bæði sambúð-
ar og hjónabands, þar eð þá kemur
fram, hvort óvígð sambúð er
undanfari hjónabands, og hve
lengi hún stóð.
Athugið sérstaklega, að einung-
is er spurt um sambúð og hjóna-
band, sem er við lýði manntals-
daginn. Ekkert skal upplýsa um
sambúð og hjónaband, sem nú er
lokið, hvort sem það varð við
andlát maka eða skilnað. Allir
þeir, sem eru ekki í hjónabandi 31.
janúar, ógift fólk, fráskilið fólk,
ekkjur og ekklar, segja „Nei“ í 3.
lið.
Veitið því enn fremur athygli,
að viðkomandi aðilar meta það
sjálfir hvort sameiginlegt heimil-
ishald þeirra er með þeim hætti,
að það teljist óvígð sambúð. Þó
mun verða að iíta svo á, að fólk
sem býr saman í íbúð og hefur
eignast barn saman, en er ekki
gift, sé í óvígðri sambúð. Að
sjálfsögðu er barn ekki skilyrði
þess, að fólk teljist vera í óvígðri
sambúð.
Manntalsupplýsingar má alls
ekki nota til neins annars er
hagskýrslugerðar. Þjóðskráin,
sem er deild í Hagstofunni, fær
því ekki aðgang að neinum upplýs-
ingum úr manntalinu um óvígða
sambúð. Kunnugt er, að margt
fólk vill ekki, af fjárhagsástæðum
eða af öðrum orsökum, að sambúð
þess sé skráð í þjóðskrá. Sambúð-
arfólk á því allt að geta tilgreint
sína sambúð óhikað, enda hags-
munamál þess, að óvígð sambúð sé
ekki vanmetin sem fjölskylduform
hér á landi.
í úrvinnslu manntalanna 1950
og 1960 var fólk talið í óvígðri
sambúð eftir sérstökum reglum
Hagstofunnar. Nú þótti hins vegar
rétt, að hver og einn mæti þetta
sjálfur, eins og áður sagði.
Börn
Það er öllum kunnugt, hve
miklar breytingar hafa orðið á
fjölskyldugerð í tíð núlifandi
fólks. Einn mikilvægasti þáttur-
inn í þessum breytingum er tengd-
ur tölu barna, sem konur eignast.
Upplýsingum kvenna í 4. lið er
ætlað að leiða í ljós, hverjar
breytingar hafa orðið á barnatöl-
unni með nýjum kynslóðum.
Samskonar spurningar gáfu
góða raun 1950 og 1960, en voru
þær nokkru ítarlegri.
Nám, skólaganga, próí
í 5., 6., 7. og 8. lið eru spurn-
ingar, sem varða yfirstandandi
nám og skólagöngu, nám, sem
menn hafa stundað, og próf, sem
þeir hafa lokið. Efnisinnihald
spurninganna er nokkurnveginn
það sama og var 1950 og 1960.
Tilgangur þeirra er fyrst og
fremst sá, að leiða í ljós, hvaða
þjóðarauður liggur í menntun
Islendinga, hvernig hún er nýtt í
atvinnuvegunum, og hvaða námi
menn eru í nú. Nám er vinna, og
eitt þeirra starfssviða fólks, sem
manntali er ætlað að upplýsa um.
Athugið, að hafi menn hætt í
námi áður en prófi var lokið, skal
engu að síður tilgreina skólann og
ártaiið í 5. lið. Sé um skóla í
útlöndum að ræða, þarf að til-
greina landið. Þetta á einnig við í
6. lið. Þar á að tilgreina öll próf að
loknu námi, sem er til undirbún-
ings tilteknum störfum, hvort sem
prófin veita bein starfsréttindi
eða ekki.