Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 29

Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981 29 fclk í fréttum Dr. Hurvitz látinn í K-höfn + Einn fremsti og kunnasti lög- fræðingur Dana um áratuga skeið og jafnframt sá sem fyrstur manna var skipaður sem sérstak- ur ríkisumboðsmaður, dr. jur. Stephan Hurvitz prófessor, er nýlega látinn í Kaupmannahöfn, 79 ára að aldri. Hann varð doktor í lögum við Kaupmannahafnar- háskóla 32ja ára gamall. Nokkrum árum síðar varð hann prófessor við lagadeildina. Mikil ritstörf liggja eftir Hurvitz á sviði lög- fræðinnar, sem hann sjálfur komst þannig að orði um að hún væri fyrst og fremst fólk, en ekki aðeins málarekstur og lögskýr- ingar. Þess er getið í sambandi við lát hans, að sem ríkisumboðsmað- ur, en það embætti settu dönsk stjórnvöld á laggirnar 1955, hafi hann fjallað um 17000 mál. Ekkert þeirra var svo óverulegt í augum hans, að hann gæfi sér ekki tíma til þess að fja.Ua. um það sem um stórmál væri að ræða í hverju einstöku tilfelli. Hann lét af starfi árið 1971. Honum var margvís- legur sómi sýndur heima og er- lendis. Þess er getið að hann hafi verið heiðursdoktor við háskólana í Stokkhólmi, Osló, Helsingfors og Háskóla íslands. Árásin á Bernadettu og fjölskyldu + Eins og komið hefur fram í fréttum hefur lögreglan á Norður-írlandi nú þrjá menn í haldi sem grunaðir eru um að hafa helsært Bernadettu McAliskey (áður Devlin) og eiginmann hennar Michael. Menn þessir eru einnig grunaðir um morðið á Airey Neave ráðherra, sem myrtur var árið 1979. Bernadette McAliskey átti hér á árunum áður sæti í breska þinginu fyrir Norður-írland. Talið er að árásarmennirnir hafi keyrt upp að húsinu í bíl og brotið upp hurðina með sleggju. Þeir skutu á frú McAliskey með skammbyssum og hæfðu hana í brjóstið, handlegginn og mjöðmina. Michael, eiginmann hennar skutu þeir í eldhúsinu. Þrjú börn þeirra hjóna sakaði ekki. Herdeild ein hafði haft gætur á húsinu og þegar meðlimir hennar heyrðu skotin þustu þeir að húsinu. Þeir gátu veitt hjónunum nauðsynlega hjálp þar til þyrla kom á staðinn og flutti þau á sjúkrahús. Bæði eru þau þungt haldin en eru þó ekki talin í lífshættu. — Myndin af þeim hjónum er nýleg og hin er af húsi þeirra þar sem árásin var gerð. + Múhameð Ali hefur alltaf verið leikinn í listinni að láta bera á sér og enn á ný hefur hann opnað ginið og sagst vilja slást. Nú vill hann berja á Evrópumeistaranum í þungavigt John L. Gardner. Vonir stóðu til að einvígið færi fram á Hawaii en þær urðu að engu þegar „Boxararáð Hawaii" neitaði Ali um „boxaraleyfi". Samkvæmt reglum fá eldri menn en 38 ára ekki „boxaraleyfi" en Ali er nú 39. Ali slóst síðast við Larry Holmes og tapaði. Ali hefur einnig sagt að hann vilji mæta Holmes aftur vegna þess að: „Það leit svo illa út í fyrsta skiptið. Ég hef sannað það í gegnum árin að ég get gert betur.“ Aðspurður um aldur sinn sagði Ali: Sumir fá ekki að eldast, þeir deyja mun yngri en ég er núna. Sumt ungt fólk segir við mig: „Ferlega ertu gamall," en ég segi: „Þú skalt vona að þú verðir einhvern tímann gamall, því eldri sem ég verð, því hamingjusamari er ég.“ Merkileg lífspeki þetta. Aftur bak við lás og slá + Fyrir um 8 mánuðum strauk einn frægasti glæpamaður Breta Charles Richardson úr Spring- hillfangelsi en, þökk sé tveimur lögregluþjónum, situr hann nú aftur bak við lás og slá. Richard- son var foringi fyrir glæpaflokki en árið 1967 var hann handtekinn og dæmdur í 25 ára fangelsi. í bréfi sem hann skrifaði breska blaðinu „The Guar- dian“ sagðist hann vera gjörbreyttur maður og að ástæðan fyrir stroki hans væri sú v að náðunarbeið'sj hefði jafnan verið neitað. í sama bréfi sagði hann að hann væri nú orðinn 46 ára og því ekki seinna vænna að hann vendist aftur lífinu utan fangelsismúr- anna. Richardson var svo hand- tekinn á götu í London og veitti hann enga mótspyrnu. Með því lauk þessum sérkennilega flótta hans, því það þykir undrum sæta hversu víða hann komst. Hann fór til útlanda, heimsótti fjölskyldu sína og í eitt skipti fór hann að hitta vini sína á krá, dulbúinn sem jólasveinn. MoaeisamioKin syna tiskuratnao sem Mari Lovísa Ragnarsdóttir, hönnuöur hefur hannað o framleitt. Einnig sýna modelin handunna skartgrif eftir Mogens Petersen. HOTEL ESJU Pantiö borö tímanlega í síma 17759. Veriö velkomin í Naust. Magnú* Kjartansson skammtlr i kvötd. Iþróttahús — íþróttafélög Fyrirliggjandi leikfimidýnur, 100x200x5 cm, léttar og meðfærilegar. Leikfimistökkbretti, trampólín, varahlutir í trampólín, gjaröir og keilur. Leitið upplýsinga. P. Ólafsson sf., sími 52655. |IF1 Felagsmálastofnun ReykjavikurÓörgar iji Vonarstræti 4 sími 25500 Félagsstarf eldri borgara Reykjavík Þátttakendur í félagsstarfinu að Norðurbrún 1, Furugerði 1 og Lönguhlíö 3 athugið: Félagsstarfið hefir aukist og þess vegna eru breytingar á dagskrám. Vinsamlegast kynnið ykkur nýjar dagskrár sem fást á fyrrnefndum stöðum og hjá Félagsmála- stofnuninni að Vonarstræti 4. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Hjá okkur boröar hver og einn, eins og hann getur í sig látið. líá<Lisýnim í kvöld kl. 2L30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.