Morgunblaðið - 29.01.1981, Síða 35

Morgunblaðið - 29.01.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981 35 Sigurður setti nýtt met, stökk 4,70 m KR—ingurinn Sigurður SÍKurðs- son sotti i gærkvöldi nýtt ís- landsmet i stangarstökki innan- húss i iþróttahúsi KR. Sigurður stökk 4,70 metra i fyrstu tilraun. Næst reyndi hann við við 4.75 metra og var mjöjf nálægt því að fara yfir þá hæð. Gamla metið átti Sigurður ok var það 4.66 m. Kúluvarparinn KÓðkunni Guðrún InRÓlfsdóttir hefur tilkynnt fé- laKaskipti yfir í frjálsíþrótta- deild KR, og er ein af f jölmörguin frjáisíþróttamönnum sem Rensið hafa i raðir félansins að undan- förnu. — ÞR. Þjóóverji til KR Bjarni Guðmundsson. bezti maður íslenzka liðsins, stekkur inn i teiginn og skorar. U«sm.: Kristján Einarsson. Frakkar sigruðu baráttu- laust íslenskt landslió ÞAÐ VAR ekki hægt að sjá það á islensku landsliðsmönnunum i handknattleik i gærkvöldi að þeir væru að keppa um sæti í þeim 16 manna landsliðshóp sem valin verður til B—heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik í næsta mánuði. Handknattleiks- landsliðið varð að sætta sig við eins marks tap á móti Frökkum 22—21 í gærkvöldi. Sigur franska liðsins var sanngjarn þeir voru sterkari aðilin í lok leiksins og léku mun betur. Fyrri hálfleikur var allvel leik- inn af íslenska liðinu og það hafði forystu allan hálfleikinn. Mesti munur á liðunum var þrjú mörk 10—7 fyrir íslenska liðið. Staðan í hálfleik var 12—10 fyrir ísland. Á 42. mínútu leiksins tókst franska liðinu að jafna metin 15—15 og mínútu síðar að komast yfir 16— 15. Nú varð íslenska liðið að sækja á brattann og náði að jafna metin Island — Frakkland 21—22 tvívegis 18—18 og 19—19 á 57. mínútu. Síðustu mínútur leiksins léku Frakkar svo mun betur og komust í 21—19 og 22—20. Bjarni Guðmundsson skoraði svo siðasta mark íslenska liðsins þegar 31 sek var eftir af leiknum. Þrátt fyrir að leikið væri maður á mann í lokin tókst ekki að jafna Frakkar héldu boltanum vel og tryggðu sér sigur. Það er ekki hægt að fara mörgum orðum um leik íslenska liðsins. Liðið getur leikið svo langt um betur en það gerði í gærkvöldi. Varnarleikurinn var mjög slakur og þá fylgir jafnan slök mark- varsla. Sóknarleikurinn var sæmi- legur framanaf en þegar leikmenn franska liðsins fóru að leika vörn sína framarlega og bakverðirnir komu langt út á móti skyttum íslenska liðsins var eins og allt færi í hnút. Besti maður íslenska liðsins í gærkvöldi var Bjarni Guðmundsson. Það er engin spurning um það að mikil þreyta sat í leikmönnum öllum eftir stranga leiki síðustu daga. Franska liðið er létt leikandi og leikur svo til eingöngu alveg Knattspyrnudeild KR réð Manfred Steves sem þjálfara meistaraflokks félagsins fyrir næsta keppnistimabil. Manfrcd Steves er 39 ára frá Dússeldorf í Þýskalandi. Til 1972 var Steves leikmaður með ýmsum liðum i Þýskalandi. Belgíu. IIul- landi og Sviss. Síðan 1972 hefur Manfred Steves þjálfað ýmis lið viðsvegar í heiminum. nú síðast í frjálsan handknattleik. Leikmenn hafa góða boltameðferð og eru mjög fljótir. Varnarleikur og markvarslan var þokkaleg, en liðið á að vera hægt að vinna án nokkuran vandræða sé leikið af festu og ákveðni. Bestu menn í liði Frakka voru þeir Michel Geoffroy sem leikið hefur 87 landsleiki og Michel Serinet. Þá kom Eddie Couriol vel frá leiknum. Mörk Islands: Bjarni Guðmunds- son 5, Sigurður Sveinsson 5v, Þorbergur Aðalsteinsson 4 lv, Stefán Halldórsson 3, Axel Axels- son 2 lv, Brynjar Harðarson 1, og Páll Björgvinsson 1. Markahæstir í liði Frakka voru Geoffry með 6 mörk og Serinet með 5. — þr. Abu Dhabi. þar sem hann náði mjög góðum árangri. Manfred Steves hefur hæstu gráðu, sem knattspyrnuþjálfari í Þýskalandi getur náð. frá íþróttaháskólanum i Köln. Exeter vann 3-1 ÞRÍR leikir voru í ensku bikar- keppninni i gaxkvoldi og urðu úrslit þeirra sem hér segir: Bristol City — Carlisle 5—0 Enfield — Barnsley 0—3 Exeter — Leicester 3—1 l.deild Sunderland — M. United 2-0 Mikill straumur til og frá Þrótti Ýmis félagaskipti hafa átt sér stað að undanförnu. Má þar nefna, að Þorvaldur I Þorvalds- son, miðvallarleikmaðurinn snjalli hjá Þrótti, hefur gengið til liðs við Val. Það hefur einnig Skoskur þjálf- ari í atvinnuleit Skoskur þjálfari nokkur er að leyta fyrir sér um vinnu hér á landi fyrir komandi vertíð. Mað- ur þessi heitir George Blues, er 38 ára gamall og hefur frá 1973 þjálfað hér og þar. Má þar nefna lönd eins og Astraliu, Kuwait og í Skotland. KSÍ gefur nánari upp- lýsingar um farandþjálfara þennan. Ililmar Sighvatsson úr Fylki gert, en það hcfur áður komið fram. Daníel Gunnarsson, hinn sterki miðvörður og fyrirliði Hauka í 2. deild, hefur hins vegar gengið til liðs við Þrótt og er missir Hauka þar töluverður. Mikil hreyfing er á mannskap til og frá Þrótti og víða hefur komið fram að auk Þor- valds, sem getið er hér að framan, hefur Úlfar Hróarsson gengið úr Þrótti í Val, Ágúst Hauksson, Ársæll Kristjánsson og Halldór Arason í Fram. Annars staðar á síðunni má lesa pistil þar sem frá því er greint, að Þróttur fái þá Jón Pétursson úr Fram og Ásgeir Elíasson úr FH. En auk þeirra og Daníels, fær liðið tvo efnilega stráka, Val Helgason úr Leikni og Steinar Birgisson úr Gróttu. —gg. Sagt eftir leikinn Þjálfari íslands Ililmar Björnsson. — Menn léku alls á á fullu í þessum leik. Það var engin barátta og menn nýta ekki dauð- afæri. Þessi hóður náði ekki saman sem liðsheild. Þetta franska lið er svipað að styrkl- eika og ég átti von á. Við eigum að geta sigrað þá i landsleik. Ég er að prófa mig áfram með þennan 20 manna hóp sem ég valdi og mun gera miklar breyt- ingar fyrir næsta leik. Þjálfari franska landsliðsins sagði. — Það er alltaf gaman að vinna landsleiki í handknattleik og ekki sist á móti íslandi á heimavelli þeirra. Lið okkar er svipað og það verður i B — keppn- inni þó eru þrir lcikmenn sem gátu ekki verið með i þessari ferð en leika þegar liðin mætast i Frakklandi. Við höfum verið í erfiðum æfingabúðum og keppn- um og leikmenn minir eru þreytt- ir þeir geta sýnt meira en þeir gerðu í kvöld. Við vitum líka að islenska liðið getur leikið betur og er sterkt. Við stefnum að því að verða jafnir þeim að styrkl- eika og sigra þá í B — keppnin- ni. —þr. Mörk Sunderland skoruðu þeir Chisholm og Rowell. Úrslitin í Exeter og Leicester komu mjög á óvart. Tony Kellow skoraði öll þrjú mörkin fyrir 3. deildar liðið. Enska knatt- spyrnan Ovænt tap HSV NOKKRIR leikir hafa farið fram i vestur-þýsku deildarkeppninni i knattspyrnu i vikunni og ber helst að geta taps Ilamburger gegn MSV Duishurg. Ilamhurger er þó enn efst í deildinni. hefur 30 stig, einu stigi meira en Bayern. En munurinn er nú sá, að liðin hafa leikið jafn marga leiki. Lokatölur urðu 2—0 og skoraði Seliger bæði mörk Duis- burg. Fortuna Dusseldorf nældi sér í stig á útivelli gegn Mönchenglad- bach, þar sem Mattheus skoraði tvívegis fyrir BMG, en Wenzel og Klaus Allofs svöruðu fyrir For- tuna, lokatölur 2—2. Þá sigraði Eintrakt Frankfurt lið Schalke 04 5—0 á heimavelli sínum og Boch- um burstaði 1860 Munchen 4—1. Vikingur AÐALFUNDUR knattspyrnu- deildar Vikings verður haldinn i félagsheimilinu við Ilæðargarð i kvöld kl. 20. Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjórnin. Valur AÐALFUNDUR Vals verður haldinn að Hliðarenda í kvöld kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Anton og Johannes sja um unglingaliðin - verkefni sumarsins mörg og ströng Þeir Anton Bjarnason og Jó- hannes Atlason. iþrótta- kennarar, leysa Lárus Loftsson af hólmi sem þjálfarar íslensku drengja — og unglingalandslið- anna á komandi keppnistíma- hili. Lárus hefur stjórnað liðum þessum í mörg ár, oft með frábærum árangri. Anton verður með drengja- landsliðið á sínum snærum. ís- lenska liðið tekur þátt í fyrstu Evrópukeppni í þessum aldurs- flokki og er liðið í riðli með írum og Skotum. Mánudaginn 22. júní leika íslendingar á heimavelli gegn Skotum og 3. ágúst sækja íslensku strákarnir íra heim. 6. ágúst verður leikið gegn Skotum ytra og loks mætast Islendingar og írar á Fróni 13. september. Auk þessa fara að öllum líkind- um fram einn til tveir landsleik- ir gegn Færeyjum. Þess má geta, að drengjalandsliðið er skipað leikmönnum fæddum 1. ágúst 1964 eða síðar. Jóhannes mun sjá um eldra liðið, unglingalandsliðið. Ungl- ingalandsliðið tekur þátt í Evr- ópukeppninni eins og undanfarin ár, en ekki hefur verið dregið um mótherja enn sem komið er. Að öðru leyti er óljóst um verkefnin, Færeyingar verða þó líklega sóttir heim og eitthvað af æf- ingar — og vináttuleikjum fer væntanlega fram á heimavelli. 8K-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.