Morgunblaðið - 01.02.1981, Side 18

Morgunblaðið - 01.02.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981 Páskavika i Sviss sviss SK»DAFeRÐ 11. .18. apra 19 Beint ^eiguf'ng ttt Zúrich Góöur afsláttur fyrir börn — —»■ ■ ■ — Ath: aöeins 3 vinnudagar. Pantið tímanlaga vagna tafcmarkaöa aaatafjölda ■* A . « ’ ‘Y• •* v' y ~V1 - ‘ -■C** •- * * V.i.. •• *V ‘-^Z&iSSL. ié, '■% •Í'X - M*. » . •' í »■% 1 * _ -v *‘*TV - - frá kr. 3.960.00 frá kr. 3.220.00 Dvalarstaðir: Davos: Club Hotel, 1. flokks hótel Gisting í 2ja manna herbergi meö Vfe fæði Davos: Studio og íbúöir, án fæöis Crans-Montana: Hótel Mirabeau, 1. flokks hótel Gisting í 2ja manna herbergi meö V2 fæöi frá kr. 4.060.00 Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. Borgartún 34, 105 Reykjavík. Sími 83222. Borgarmalin í brennidepli Hverfafundir borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins 1. fundur Nes- og Melahverfi Vestur- og Miðbæjarhverfi veröur á morgun. Davíö Oddsson og Ólafur B. Thors flytja ræöur og svara fyrirspurnum fundargesta. Fundurinn veröur haldinn í Átthagasal, Hótel Sögu og hetst w. 20.30. Fundarstjóri: Þórir Kr. Þóröarson, prófessor. Ritarar: Áslaug Cassata, kaup- maöur, Björn Björg- vinsson, bankagjald- keri. Reykvíkingar — tökum þátt í fundum BORGARSTJÓRNARFLOKKSINS lÁTTHAGASALUR — HÓTEL SAGA — KL. 20.30i Ærulauna peningar í sambandi við myntsýningu Myntsafnarafélags lslands árið 1972 var gefin út vönduð sýn- ingarskrá. Voru þar nokkrar merkar greinar myntfræðilegs eðlis. Indriði Indriðason, rithöf- undur og ættfræðingur, skrif- aði eina þeirra. Fjallar grein hans um hina sjaldgæfu og eftirsóttu ærulaunapeninga. Þar sem ég treystist ekki til að gera þessum peningum jafn góð skil og Indriði, hefi ég fengið leyfi hans til að birta greinina hér. Ærulaunapeningarnir sem eru á myndinni, er fylgir grein þessari, eru úr safni Freys Jóhannessonar. tæknifræðings. Þetta eru nýir peningar, endur- slátta, sem fékkst hjá konung- legu dönsku myntsláttunni fyrir 1970 en eru nú ófáanlegir. Eg hefi rekist á einn eða tvo ærulaunapeninga i byggðasöfn- um til viðbótar þeim peningum sem Indriði minnist á i grein sinni er nú hefst: Heiðurspeningur sá eða med- alía sem hér verður frá sagt í stuttu máli, er um margt frá- sagnarverður. Það er fyrsti heið- urspeningur sem sleginn er fyrir íslendinga eingöngu og með ís- lenzkri áletrun, en þessi medalía kom fyrst til notkunar árið 1833. Orðið medalia er íslenskun á danska orðinu Medaille. Naum- ast getur þetta kallazt íslenzka þó það hafi lengi verið við lýði og á tímabili væri það svo, fyrir rúmri öld, að lítill hópur ein- staklinga víðs vegar á lands- hornum, væri kallaðir medalíu- menn, þ.e. þeir sem höfðu fengið medalíu frá kónginum fyrir gagnsamleg störf í þágu sveitar sinnar eða byggðarlags. Við höf- um önnur orð til að tákna þessa gerð peninga sem ekki getur skoðazt gangmynt, en það eru heiðurspeningar, verðlaunapen- ingar eða minnispeningar. Aður en þessi peningur kom til sögu hafði einstökum íslend- ingum hlotnazt sá frami að hljóta heiðurspeninga fyrir lær- dóms- eða vísindaafrek frá mennta- og listastofnunum, svo sem tíðkazt hafði um langan aldur. A seinni hluta 18. aldar var byrjað að veita einstökum mönnum íslenzkum þess háttar viðurkenningu fyrir fram- kvæmdir, eða hvatningu til framkvæmda um verkleg efni, er til heilla máttu horfa almenn- ingi. Árið 1765 fékk séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal fyrstur manna hérlendis heið- urspening frá Friðriki konungi fimmta sökum þeirra hluta, fyrir jarðyrkjurit sitt Korte Be- retninger om nogle Forsog til Landvæsenets og især Hauge- Dyrkningens Forbedring i Is- land. Eftir að Landbúnaðarfé- lagið danska var stofnað 1769, voru þess háttar viðurkenningar veittar af félaginu. Ólafur Olaví- us fékk hinn minni verðlauna- pening félagsins, úr silfri, árið 1774 fyrir rit sín um jarðepla- rækt og fiskiveiðar. Skúli Magn- ússon fékk fyrstur manna verð- laun fyrir kartöflurækt árið 1776, stærri pening Landbúnað- arfélagsins og mun hann varð- veittur á Þjóðminjasafninu. Magnús Ketilsson sýslumaður, systursonur Skúla, fékk minni og stærri heiðurspening félags- ins úr silfri 1777 og 1778 fyrir rit sín um sauðfjárhirðingu og plönturækt. Séra Guðlaugur Sveinsson í Vatnsfirði fékk hinn minni verðlaunapening félagsins úr gulli 1784 fyrir húsabætur, sjósókn, girðingar, vatnsleiðslu og hýsingu eyðijarða. Hans Lev- er kaupm. á Akureyri fékk stærri pening félagsins 1812 fyrir kartöflurækt og séra Bjarni Arngrímsson á Melum fékk pening félagsins úr gulli fyrir rit sitt um Garðyrkjunnar nauðsyn og nytsemi. Ekki verður fleira nefnt hér af þessu tagi, enda ekki innan ramma þessarar stuttu greinar að gera slíka upptalningu. Þetta er aðeins nefnt til að sýna hvað á undan hafði farið, þegar ákveðið var að slá sérstakan pening handa íslendingum til fremdar almennri sjálfsbjargarviðleitni. Það var eins og fyrr segir, á ofanverðum ríkisstjórnarárum Friðriks sjötta Danakonungs, en hann ríkti á árabilinu 1808— 1839, að íslenzkir áhrifamenn hreyfðu því í Fjármálaráðuneyt- inu í Kaupmannahöfn (Rentu- kammerinu) að ýmsir íslend- ingar hefðu tekið sér fyrir hend- ur sitthvað það er miðaði að bættum búnaðarháttum og væri til eftirbreytni fyrir almenning. Væri því þörf á að gera sérstak- an verðlaunapening fyrir íslend- inga af þessu tilefni og ætti fjármálaráðuneytið að hafa milligöngu við konung um fram- kvæmdir þess. Bréf fjármála- ráðuneytisins til konungs byrjar á þessa leið (lausleg þýðing): „Allraauðmjúkust uppá- stunga: Frá æðstu yfirvöldum á ís- landi hafa ráðuneytinu oftlega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.