Morgunblaðið - 01.02.1981, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.02.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981 27 hjálpsemi, frú Kristín kjarkmikil kona, starfsöm, reglusöm og hirðusöm, góð kona, er öllum vildi liðsinna. Kristín var hin ástrík- asta móðir Sigríðar og unni Sig- ríði mjög, eins og hennar eigin börnum. í Arnardal við Skutulsfjörð sleit Sigríður barnsskónum, en átti ennfremur öruggt athvarf hjá hinni mikilsvirtu húsfreyju í Æð- ey, Guðrúnu föðursystur sinni. Áranna í Æðey minntist Sigríður ávallt með velvild, vináttu og hlýju, en frú Guðrún í Æðey var þekkt fyrir góðvilja, greiðasemi, þótti framúrskarandi gjöful kona, húsbóndinn Guðmundur Rósin- karsson var þekktur fyrir mikla rausn að landfrægt var og raunar út fyrir landsteinana. Árin í Æðey voru sólrík og hamingjurík. Sig- ríður fékk aldrei lýst, hve mikið hún átti Æðeyjarheimilinu að þakka. Vinátta Æðeyjarsystkina, tryggð þeirra við Sigríði, var henni mikill sólargeisli í lífinu fyrr og síðar. Sigríður Jensdóttir var tvígift. Fyrri maður hennar var: Guð- mundur, f. 15. júlí 1877, drukknaði 27. nóv. 1915, Jakobsson bónda í Unaðsdal og víðar Kolbeinssonar. Ung varð Sigríður ekkja, á 15 árum missti hún eiginmann og fimm börn þeirra, en Elísabet dóttir þeirra f. 1906 varð síðar eiginkona Magnúsar Rögnvalds- sonar vegaverkstjóra í Búðardal. Milli þeirra mæðgna Elísabetar og Sigríðar var náið og innilegt samband, en sorgin barði enn að dyrum 13. marz. 1947, er frú Elísabet fórst í flugslysi. 16. apríl 1919 giftist Sigríður öðru sinni: Elíasi Þórarni Magn- ússyni, f. 5. febr. 1878, skipstjóra í Bolungarvík, er var ekkjumaður og 7 barna faðir. Eignuðust þau þrjár dætur. 1. Guðmunda þekkt óperusöngkona, ekkja Sverris sagnfræðings Kristjánssonar, átti fyrr Henrik gullsmið Knudsen. 2. Þorgerður eldri, f. 1922 d. sama ár. 3. Þorgerður Nanna, átti fyrr Guðlaug heitinn lögfræðing og bæjarstjóra á Akranesi Einars- son, síðar Finnboga heitinn Kjart- ansson konsúl og stórkaupmann. Elías skipstjóri drukknaði með vélbáti sínum Agli 7. nóv. 1923. Sigríður Jensdóttir lét aldrei bug- ast, þrátt fyrir langa og erilsama ævi blönduð þungbærum sorgum. Eg man Sigríði Jensdóttur síðan ég var smár drengur, en hún var stjúpa fyrri manns móður minnar Jóns Elíassonar er drukknaði 24. júlí 1925, af vélbátnum Æskan úr Bolungarvík. Mér þótti mjög vænt um Sigríði, enda var hún mér mjög góð. I barnsaugum mínum stóð hún sem fögur kona, ímynd þróttar, þol: gæðis, umhyggju og óeigingirni. í andlit hennar voru ristar djúpar rúnir sorga og áhyggna. En yfir svip hennar hvíldi göfgi, og al- vara, undursamlega blönduð svip léttrar lundar og græskulausrar glaðværðar. Tign í svip hennar, reisn í fari hennar enda klæddist hún ís- lenzka búningnum, allt far hennar var mótað hógværð og einbeitni. Marga góða vini átti Sigríður og stóran frændgarð, bar allt til hennar mjög hlýjan hug. Vinir hennar virtu hana, dáðust að þreki hennar og skapgerðarfestu, geðprýði og glaðværð. Allra vand- kvæði vildi hún leysa, er til hennar leituðu. Hún var vinsæl meðal þeirra er kynntust henni. Ég hygg þó að fáir hafi skilið Sigríði og metið meira en móðir mín. Milli þeirra var einlæg og fölskvalaus vinátta. Eftir að Sig- riður flutti til Reykjavíkur vann hún fyrir sér með saumaskap, hafði fágað handbragð og var eftirsótt, sérstaklega lagði hún stund á peysufatasaum. Athyglisvert er að Sigríður nam skreðarasaum á Akureyri, því efnin voru engin, en alltaf hafði Sigríður úrræði, svo allt fór vel fyrr og síðar. Móðurhæfileiki, móðurkærleikur og meðfædd höfðingslund stjórnaði gerðum hennar. Mér er það fyllilega ljóst hversu frábæra stjúptengdamóður mamma mín átti, en þær mamma kynntust fyrst árið 1908. Ekki get ég lýst Sigríði Jensdóttur betur en benda hverjum og einum á þá háttprúðustu, hreinskilnustu og merkustu konu sem hann þekkir. Minningin um Sigríði Jensdótt- ur mun ávallt verma okkur mæðg- inum, megi það og verða líka dætrum hennar, barnabörnum og niðjum öllum. Guð blessi minningu hennar. Helgi Vigfússon Legsteinn er varaniegt minnismerki Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjðf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEQI 4S 76677 SVAR MITT eftir billy graham Biblíunni er skipt í kapftula og vers. Hvenær var það gert? í fornum hebreskum og grískum handritum Biblí- unnar eru engar slíkar skiptingar í kapítula og vers. Þar eru ekki einu sinni bil á milli orða. Skiptingin í kapítula er þó gömul og hún þróaðist smám saman. Gömul skipting í hebreska textanum á rætur að rekja til fræðimanns í hópi gyðinga, sem uppi var fyrir nær því 700 árum. Sá, sem á heiðurinn af núverandi skiptingu í kapítula og vers, er franski fræðimaðurinn og prentarinn Robert Stephens. Hann notaði hana um það bil árið 1545. I fyrstu prentun Biblíunnar í Genf um miðja sextándu öld var hin venjulega skipting. En hún svarar ekki á eðlilegan hátt til efnisskiptingar og hugsana. Nefna má sem dæmi, að 1. vers í 2. kapítula fyrstu Mósebókar á heima í niðurlagi kapítulans á undan. Samt er núverandi skipting til mikillar hjálpar við lestur Biblíunnar og hún auðveldar okkur að átta okkur á, hvar tiltekið efni er að finna í bókinni. Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar! Nýtt 4ra vikna námskeid hetst 4. febrúar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun - mæling - sturtur - Ijós - gufuböð - kaffi. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. HLJOM- , PLOTUM UTSALAN stendur nú sem hæst Allt aö ROKK - DISKÓ - JAZZ - LÉTT TÓNLIST KLASSÍK ÍSLENSKAR PLÖTUR OG KASSETTUR afsláttur Stórar plötur _ _ _ _ frá kr. 30,00 Litlar plötur _ AA frá kr. 5,00. FÁLKIN N Suöurlandsbraut 8 — sími 84670 Laugavegi24 — sími18670 Austurveri — sími 33360 crcrfíí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.