Morgunblaðið - 01.02.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981
31
Ingólfur Guðbrandsson
gestgjafi á fyrsta
sælkerakvöldi ársins
HINN 5. febrúar nk. verður
fyrsta sælkerakvöld ársins i
Blómasal Hótels Loftleiða.
Gestgjafinn verður enjfinn annar
en hinn þjóðkunni ferðamála-
frömuður og tónlistarmaður Ing-
ólfur Guðbrandsson.
Ingólfur er með víðförlustu Is-
lendingum og því kunnugur mat-
argerð margra þjóða. Hann mun
stjórna matseldinni að hætti Pek-
ingbúa og verða nokkrir af kín-
verskum eftirlætisréttum hans á
matseðlum kvöldsins. Kínversk
matargerðarlist er víðfræg og
kínverskir veitingastaðir vel sóttir
víða um lönd. Meðal þess sem
Ingólfur hefur á matseðlinum
verða kínverskar rækjubollur,
hænsnakjötsseyði, austurlenskur
kjúklingaréttur, “sweet and sour
pork“ og kínverskt te.
Þetta fyrsta sælkerakvöld árs-
ins verður með austurlensku ívafi.
Ingólfur Guðbrandsson forstjóri.
Linda Meehan frá Korean Airlines
sem kemur sérstaklega til sæl-
kerakvöldsins mun færa austur-
lenskar smágjafir.
Kínverski gítarsnillingurinn
Jósef K. Cheung Fung frá Hong
Kong mun leika japanska og
spænska gítartónlist og sópran
söngkonan Margrét Pálmadóttir
syngur lög eftir John Dowland og
J. Rodriques við undirleik Jóseps.
Margrét er nýkomin til landsins
að loknu fjögurra ára námi við
tónlistarháskólann í Vínarborg.
Sælkerakvöldin á Hótel Loft-
leiðum voru á sínum tíma nýmæli
í borgarlífinu. Þar ríkir ávallt
mikil stemmning og þessi fimmtu-
dagskvöld þegar gómsætir réttir
eru framreiddir undir stjórn ým-
issa góðborgara hafa unnið sér
þann sess að venjulega komast
færri að en vilja.
(Fréttatilkynning)
Margrét Pálmadóttir söngkona.
hefst á morgun mánudag
Rauðarárstig 1 Sími 15077
Símamenn mótmæla kjara-
skerðingu ríkisstjórnarinnar
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt einróma á fundi Fé-
lagsráðs Féiags íslenzkra sima-
manna, sem haldinn var miðviku-
daginn 28. janúar sl.
Félagsráð mótmælir harðlega
þeim ákvæðum í bráðabirgðalög-
um ríkisstjórnarinnar, sem fela í
sér 7% kjaraskerðingu 1. mars nk.
og riftun kjarasamninga BSRB
frá því á sl. hausti.
Þeir samningar voru þá túlkaðir
af stjórnvöldum sem hógværir
láglaunasamningar, sem aettu að
vera til eftirbreytni fyrir aðra
launþega í landinu, sem síður en
svo varð raunin á, því allir þeir
samningar sem gerðir hafa verið
síðan hafa falið í sér verulega
meiri kjarabætur.
Með bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar nú verða opinberir
starfsmenn fyrir mun meiri kjara-
skerðingu en þær kjarabætur
námu, sem samið var um á sl.
hausti eftir að samningar höfðu
verið lausir í á annað ár.
Félagsráð varar við síendur-
teknum aðgerðum stjórnvalda að
rifta gildandi kjarasamningum og
telur að slíkt hljóti að leiða til
ófarnaðar.
*
Islenzki
skipastóllinn
minnkaði i fyrra
ÍSLENZKI skipastóllinn minnk-
aði um 7.137 brúttórúmlestir sl.
ár, samkvæmt skipaskránni, sem
er nýkomin út.
Skipastóllinn var 970 skip um
síðustu áramót, samtals 187.327
brúttórúmlestir en var 979 skip
um fyrri áramót, samtals 194.464
brúttórúmlestir.
25 skip voru skrásett á árinu og
16 skip stækkuðu vegna breytinga.
30 skip voru tekin af skrá en 4
minnkuðu vegna endurmælingar.
+
Utför móöur okkar og tengdamóöur,
STEINUNNAR MAGNUSDOTTUR
frá Miövogí,
verður gerð frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 3. febrúar kl. 10.30.
Elfn Guöjónsdóttir, Alfreó D. Jónsson,
Guöjón Guöjónsson, Helga Bergþórsdóttir,
Magnús Guöjónsson, Anna Sigurkarlsdóttir,
Borghildur Þóröardóttir.
Kæliklefar — Frystiklefar
Afgreiöum meö stuttum fyrirvara kæli- og frystiklefa
samsetta úr einingum. Allt efni fyrir kæli- og
frystiklefa.
Kæling hf.
Langholtsvegi 109,
sími 32150.
v’
Sum bílsætl
eru sjóóheit á sumrin
en ískóld á vetrum
Þekkíróu vandamálió?
En vissirðu að á því höfum við Ijómandi
góða lausn. Austi bílaáklæðin.
Viðurkennd dönsk gæðavara, falleg og
furðulega ódýr. Þau veita góða einangrun
og hlífa bílsætinu.
Framleidd eftir einföldu kerfi sem tryggir
lágt verð og að áklæði séu fyrirliggjandi í
flestar gerðir bíla.
Austi bílaáklæði. Úr fallegum efnum, —
einföld í ásetningu.
Fást á öllum bensínstöðvum okkar.
Q
CD
O
CJ
Cd
Vöruval og vönduö þjónusta
STÖÐVARNAR