Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 7 Umsjónarmaöur Gísli Jónsson_______________86. þáttur Hér í Morgunblaðinu, er mér tjáð, að sagt væri frá manni sem bundinn hefði verið og keflaður á höndum og fótum. Þetta er slysalega til orða tekið, því að auðvitað hefur hann verið bundinn á höndum og fótum, en auk þess keflaður. í þessu sam- bandi táknar sögnin að kefla að setja kefli í munn ein- hverjum, svo að hann geti ekki talað né æpt. Þetta leiðir hugann að upprunalegri merkingu ým- issa orða sem merkja bönd af einhverju tagi. Svo var mér kennt, að lýsingarorðið frjáls sé orðið til úr frí-hals (eigin- lega laus við helsi-hálsband). Gotneska sú, sem varðveist hefur, er svo forn, að orðið er þar enn freihals (lesið frí- hals). Þá er svo að skilja, að helsi hafi upphaflega aðeins merkt hálsband, en nú hefur merkingin víkkað heldur en ekki og er einkum orðin táknræn og huglæg. Fjötur er myndað með svonefndri u-klofningu af fet og merkir samkvæmt því fótband einvörðungu. En merking þessa orðs hefur einnig víkkað með tímanum. í myndartexta var sagt: „enda skutu hrossin í höm eins og sjá má.“ Hér er um hið margnefnda fyrirbæri samruna (contamination) að ræða. Höm er lend eða aftur- endi (margir þekkja enska frændyrðið ham). Þegar hross settu rassinn í veðrið, var talað um að hama sig eða híma í (á) höm. í hinni frægu sögu Þorgils gjallanda, Heimþrá, segir um Stjörnu: „Hryssan skaut höm í veðrið og titraði eins og hrísla." Nú þarf ekki frekar vitn- anna við. Samruni hefur orð- ið. Standa eða híma í höm og skjóta höm í (veðrið) rennur saman og verður skjóta í höm. Alkunna er að samruna- myndir verða oft hlægilegar. Fréttamaður spurði Bene- dikt Gröndal: „Skýtur þetta ekki í stúf við stefnu Alþýðu- flokksins?" og kerling nokk- ur heyrðist andvarpa: „Eng- inn veit sína ævina fyrr en í ausuna er kominn." Þá var í fyrirsögn talað um afstungumál, þ.e. þess konar mál sem verða af því, er menn stinga af frá saknæm- um verknaði. Ég fæ ekki séð neitt athugavert við orðið afstunga. ef menn á annað borð sætta sig við orðasam- bandið að stinga af í merkingunni að stelast í burtu. I bridgespili er talað um að stinga frá, þegar sett er hærra tromp en andstæð- ingurinn ætti að hafa. Þetta athæfi heitir frástunga. Naumast þarf að minna menn á orð eins og uppá- stunga og innstunga, og eru þá aðeins talin fram „stunguorð" sem hafa smá- orð að forlið. Mjög er algengt að slíkar samsetningar séu gerðar af nafnorðum, svo sem nálarstunga, rýtings- stunga og rekustunga. Þess skal þó getið, að hvorki fyrsta né þriðja dæmi er í orðabók Menningarsjóðs. Rekustunga merkti í minni sveit dýpt svarðar eða taðs sem náð varð með einu reku- blaði, þ.e. sama og skóflu- stunga annarsstaðar. Verra þótti mér í næsta tölublaði Mbl., þegar sagt var að snurða væri á þráðin- um, ekki þræðinum. Ég held að málkennd flestra krefjist hljóðvarps þarna. Ekki segj- um við frá köttinum, björn- inum eða soninum. Má vera að þarna hafi orðið einföld prentvilla. Þær sitja löngum um okkur. Einna hvimleiðust er sú, þegar stafurinn ð týnist úr orðinu maður. Ekki fyrir löngu sagði í minn- ingargrein (ekki í Mbl.) að N.N. hefði verið umhyggju- samur og natinn fjármaur. Spurður hef ég verið um merkingu og uppruna orða- sambandsins að vera milli tektar og tvítugs. Þetta merkir að vera milli ferm- ingar og tvítugs. Tekt er verknaðarheiti af sögninni að taka. „Frek er nú tolla tekt,“ segir í Aldasöng Bjarna Borgfirðingaskálds. Upptöku má einnig kalla upptekt o.s.frv. Orðið er mjög gamalt og merkir einn- ig tryggingargreiðslu í fyrnsku. Að ferming skuli nefnd tekt er líklega þannig að skilja, að barnið sé tekið í samfélag kristinna manna með þessum sérstaka hætti. Þá er bréf Arnar Snorra- sonar (Aquilae) í Reykjavík svohljóðandi: „Góði vinur. Þakka þér allt gamalt og gott og gleðilegt nýár. Líf mitt gengur sæmilega fyrir sig. Vinnan gengur allvel fyrir sig. Peningaskiptin hafa, skv. bankastjórum, fjölmiðl- um og almenningi, gengið býsna fljótt fyrir sig. Hvernig hefur daglegt líf þitt gengið fyrir sig undan- farin ár? Vel? Vonandi. Hvernig hefur Hitaveita Ak- ureyrar gengið fyrir sig? Hvernig gengur fyrir sig þessi vetur? Þetta var nú ágætt og gekk vel fyrir sig fyrir allmörgum árum siðan. Fyrir hve mörg- um árum síðan var það, sem við lásum upp stíla? Það gekk nú skemmtilega fyrir sig. En það var fyrir löngu siðan, fyrir mörgum árum siðan, að þetta gekk ánægju- lega fyrir sig. Fyrir löngu siðan. Það gekk nú ekki fljótt fyrir sig að klambra þessu saman. Kominn er orða karl í þrot, klúðrið til höfuðs stigið. Út vill hann strika eins og skot andskotans fyrir sig-ið. P.S. Mörgum sinnum sá ég þá svein á göngu, fríðan. Endurminning flaug mér frá fyrir löngu síðan. Skárri væri vísan, ef tveim orðum væri sleppt!" Vale, Aquila! Golf í SKOTLANDI Arlega Urvals-golfferðin til Skotlands. — Brottför 22. maí. Dvalið verður á Marine Hotel, í North Bervick í 10 nætur. Verð kr. 5.950.- Innifalið: Flugferðir — flutningur aö og frá hóteli — gisting í 10 nœtur meö morgun- og kvöldverði — akstur á golfvelli. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VIO AI ISTURVOL l SÍMI 26900 Norræn hljómsveitar- stjóra keppni Sinfóníuhljómsveitin i Norrköping heldur dag- ana 21.— 21*. mai 1981 keppni milli hljómsveitar- stjóra sem er opin nor- rænum hljómsveitarstjór- um fæddum eftir 19U6. Biðjið um yfirlit og til- kynningaeyðublað hjá Norrköping Orkeserfören- ing, Box 21Uh, S-600 02 Norrköping. Spumingum varðandi keppnina svarar Anne- Marie Treschow., sími A6-(0) 11-1863 20. 21.—2h. rnai 1981 Norrköping. Sverige. Aukavinna Maöur sem er kennari aó mennt óskar eftir vellaun- aöri aukavinnu, margt kemur til greina. Uppl. í síma 25244, mánudag eftir kl. 16.00. Félag Bókageröarmanna heldur félagsfund aö Hótel Esju 2. hæö í dag kl. 14.00 stundvíslega. Dagskrá fundarins: 1. Á félagiö aö sækja um aöild aö A.S.Í.? 2. Önnur mál. Félagar fjölmenniö. Stjórn F.B.M. SVFB Árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldin í Súinasal Hótel Sögu föstudaginn 20. febrúar og hefst meö borðhaldi kl. 20. — O — Ljúffengur veislumatur — O — Vandaðir skemmtikraftar — O — Verði aðgöngumiða stillt í hóf. — O — Samkvæmisklæðnaður. — O — Borðapantanir á skrifstofu fé- lagsins í dag, sunnudag, frá kl. 14—16, sími 86050. Skemmtinefnd S.V.F.R. Höfum kaupendur aó eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Innlausnarverö Saðlabankans Yfir- gengi 72,1% 34,0% 3,0% 34,0% 3,0% 33,0% 33,0% 3,0% 33,0% 3,0% Kaupgengi pr. kr. 100.- m.v. 10% attöll. 1.652.67 1.417.86 1.235.61 1.072.17 758.70 758.70 528.48 511.74 402.30 380.43 Ávöxtunar- I. febrúar 1981 Kaupgengi m.v. 1 árt pr. kr. 100.- tímabil frá: 1969 1. flokkur 5.684,62 20/2 '80 3.303,02 1970 1. flokkur 5.205,16 15/9 '80 3.878,48 1970 2. flokkur 3.813,08 5/2 '81 3.702,02 1971 1. flokkur 3.435,81 15/9 '80 2.565.68 1972 1. flokkur 2.994,92 25/1 '81 2,907,69 1972 2. flokkur 2.553,16 15/9 '80 1.914,22 1973 1. flokkur A 1.903,36 15/9 '80 1.431,15 1973 2. flokkur 1.759,18 25/1 '81 1.707,94 1974 1. flokkur 1.210,37 15/9 '80 910,11 1975 1. flokkur 990.73 10/1 '81 961,87 1975 2. flokkur 745,38 1976 1. flokkur 707,17 VERÐTRYGGÐ 1976 2. flokkur 574,02 HAPPDRÆTTISLÁN 1977 1. flokkur 533,13 RÍKISSJÓÐS: 1977 2. flokkur 446,58 1978 1. flokkur 363,94 A — 1972 1978 2. flokkur 287,24 B — 1973 1979 1. flokkur 242,88 C — 1973 1979 2. flokkur 188,46 D — 1974 1980 1. flokkur 143,86 E — 1974 1980 2. flokkur 113,49 F — 1974 Avöxtun spariskírteina síðustu 12 mán. = 62—71% — 1975 — 1976 — 1976 — 1977 VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38% krafa 1 ár 65 66 67 69 70 81 70—71% 2 ár 54 56 57 59 60 75 71—74% 3 ár 46 48 49 51 53 70 72—76% 4 ár 40 42 43 45 47 66 73—78% 5 ár 35 37 39 41 43 63 74—80% *) Miðað ar við auðseljanlega fastaign. NÝTT ÚTBOÐ VERÐTRYGGÐRA SPARI- SKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS: 1. flokkur 1981. Sala hófst 26. janúar. FjáRFCfTirramróiM inanoj hp. VEROBRÉFAMARKADUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaöarbankahúsinu. Sími 28566. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.