Morgunblaðið - 08.02.1981, Page 20

Morgunblaðið - 08.02.1981, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 Er mikið um búðahnupl á íslandi? Verða verziunarmenn varir við mikla rýrnun, sem rekja mætti til þjófnaða? Eru marnir kærðir fyrir meintan stuld? Þessum ojf fleiri spurnin«- um svara nokkrir verzlunar- menn sem MorKunblaðið ræddi við á dógunum. Voru þeir m.a. spurðir hvort búðahnupl væri stundað hér i sama mæli og erlendis, hverjar varnir þeirra væru o« hver væru viðbróKÖ fólks þejfar þeir vændu það um að hafa tekið hluti ófrjálsri hendi. ÓLAFUR T0RFAS0N: Niðurlæg- ingin mesta refsingin ÉG IIEF ekki orðið mikið var við búðarhnupl hérna, það eru kannski helzt krakkar. sem freistast til að taka eitthvað smalent ófrjálsri hendi. sasði Ólafur Torfason verzlunarstjóri í KaupKarði við Kntíihjalla i KópavoKÍ er rætt var við hann. í verzluninni hefur verið komið fyrir sjónvarpslinsum og má fylgjast með mannaferðum af skermi, og segir Ólafur þetta kerfi hafa sannað ágæti sitt: — Það hefur komið fyrir, að ég hef orðið var við að einhverjir eru að stinga á sig vörum og þá fylgist ég vandlega með þeim til að sjá hverju fram vindur. Yfir- leitt læt ég viðkomandi komast að kössunum og þar borgar hann fyrir einhverjar vörur, en þegar hann er kominn fram fyrir og ætlar út tek ég hann tali. Segist ég hafa séð hann stinga einhverju á sig og við förum upp á skrif- stofu mína og við ræðum málin. ólafur Torfason verzlunarstjóri i Kaupgarði litur hér á skjáinn og getur hann úr skrifstofu sinni horft yfir mestan hluta verzlunarinnar. Ljósm. Kristján. Hvernig eru viðtökurnar? — Undantekningarlítið neita menn fyrst í stað, en þegar ég segist hafa séð til þeirra, þá láta þeir sig. Ég kalla yfirleitt lögregl- una til, maðurinn skilar vörunni og málið er úr mínum höndum og veit ég ekki hvort nokkur refsing kemur til annað en áminning. Stærsta refsingin í þessu efni held ég að sé sú niðurlæging, að þurfa að ganga út í lögreglubíl í fylgd lögreglumanna og gera grein fyrir máli sínu á lögreglu- stöð. En mér finnst rétt að kalla til lögregluna, því sé það ekki gert er hætt við að aftur sé reynt að hnupla. En sá, sem hefur verið tekinn, og hefur staðið frammi fyrir lögreglunni lætur viðkom- andi verzlun í friði upp frá því og kemur þar vart aftur. Hversu vel er hægt að fylgjast með í verzluninni með sjónvarps- kerfinu? — Ég get fylgst með ákveðnum stöðum, en auk þess sé ég vel yfir verzlunina frá skrifstofu minni. Því er ekki að neita að til eru varasamir staðir þar sem hugs- I 1 iJ I/1 " ÁÁ ■■ jwBBj LÆm Þorvaldur sagði að komið heföi fyrir að fólk reyndi að koma hlutum undan þegar það skytist milli fatahengjanna, en hann taldi hnuplið ekki vera orðið slíkt vandamál hér sem viða erlendis. ÞORVALDUR ÞQRVALDSSON: Menn bera oftast við gleymsku sinni VIÐ VITUM að eitthvað er um búðarhnupl og við vörutalningu kemur jafnan fram það sem við köllum óþekkt rýrnun, en það er erfitt að gera sér grein fyrir hvort hún stafar eingöngu af hnupli eða hvort fleira kemur þar til, sagði Þorvaldur Þor- valdsson verzlunarstjóri í IlaK- kaupum er Mbl. ræddi við hann um þessi mál. — Við talningu hjá okkur, sem gerð er nokkrum sinnum á ári, kemur fram bæði þekkt rýrnun og óþekkt. Þekkta rýrnunin eru skemmdir, það sem verzlunin not- ar sjálf o.fl., en allt slíkt er skráð og við vitum hversu mikið það er, segir Þorvaldur ennfremur. — Óþekkt rýrnun er hins vegar það sem t.d. gleymist að skrá, en hefur t.d. skemmst, venð skipt sem gölluð vara o.þ.h. og það sem hverfur úr verzluninni. Hvernig má verjast hnupli? — Hverjum starfsmanni er uppálagt, að hafa opin augu, gefa gaum að grunsamlegum manna- ferðum og láta deildarstjóra sinn vita, ef grunur vaknar um eitt- hvað misjafnt. Ég vil hins vegar leggja áherzlu á, að við þjófkenn- um engan fyrr en viðkomandi er kominn með vöru frá okkur fram- hjá kössunum án þess að borga og geri einhver það, er hann annað- hvort að gleyma sér eitthvað eða taka ófrjálsri hendi af ráðnum hug. Hver eru viðbrögðin ef þið spyrjið fólk hvort það ætli að taka hlut án þess að greiða fyrir hann? — Yfirleitt bera menn við gleymsku sinni, a.m.k. fyrst í stað, en sumir bresta í grát og sjá eftir öllu og aðrir eru forhertir og telja okkur óalandi og óferjandi fyrir þá ósvífni að bera upp á þá þjófnað. Við gerum það hins vegar ekki nema við séum fullkomlega vissir. um að viðkomandi séu að reyna að koma vörum undan. Hvernig getið þið verið vissir um það?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.