Morgunblaðið - 08.02.1981, Page 21

Morgunblaðið - 08.02.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 21 GUNNAR SNORRASON: Of strangt eftirlit gæti fælt viðskiptavinina frá Með speglum og sjónvarpsvélum má fá yfirsýn yfir nær alla verzlunina, en Gunnar segir þetta ekki siður vera til þess að fylgjast með starfinu og hvernig gangi á hinum ýmsu stöðum en fylgjast með fingralöngum. Ljósm. Kristján. BÚÐARIfNUPL er nú heldur óskemmtilegt umræðuefni og mjög viðkvæmt mál, en sennilega er það fyrir hendi í nokkrum undantekningartilvikum þótt það sé ekki orðið sama vandamál hjá okkur eins og hjá mörgum ná- grannaþjóðanna, sagði Gunnar Snorrason kaupmaður og formað- ur Kaupmannasamtaka Islands er við hann var rætt. Gunnar rekur verzlunina Hólagarð i Breiðholts- hverfi i Reykjavík og var rætt við hann á vinnustað hans. — Kaupmannasamtökin hafa ekki mikið látið búðarhnupl til sín taka, en þó hafa verið fluttir fyrirlestrar á fundum hjá okkur um varnir gegn þjófnaði og við fylgjumst með og lesum erlend tímarit frá hliðstæðum félögum, t.d. á Norðuriöndum, segir Gunnar einnig. — Ég held að það sé mjög erfitt að finna út hvort og þá hve mikið kann að hverfa af vörum, en hitt er annað, að rýrnun er fyrir hendi hjá öllum verzlunum og mikilvægt er að sjálfsögðu að hún sé sem minnst og við þurfum helzt að vita af hverju hún stafar. I því sambandi hafa grannþjóðir okkar lagt áherzlu á þrjú atriði og spyrja hvert má rekja rýrnunina: Stafar hún af slæmum innkaupum, er starfsfólk ekki nægilega aðgætið og fer illa með vöruna þannig að hún skemmist og kemur rýrnunin að innan eða stafar hún af einhverjum ytri orsökum. — Talið hefur verið, að rýrnun sé almennt 1—2% af veltu, þó mis- munandi eftir því hvaða tegund verzlunar er um að ræða. Öll rýrnun lækkar auðvitað nettóhagn- Gunnar Snorrason að eða laun kaupmannsins þannig að mikilvægt er að kanna hvort og hvernig hægt er að minnka rýrnun- ina. Rýrnunin er misjöfn m.a. vegna þess að misjafnt er hvernig tekst að geyma vörur. Avextir og grænmeti eru viðkvæmar vörur, sem skemmast fljótt og það er allt undir vandvirkni komið hversu vel tekst að nýta kjöt og vinna úr því, en hráefnið getur að sjálfsögðu verið misjafnt einnig. Erlendis er hnupl í verzlunum það almennt og alvarlegur hlutur, að litið er á það sem lögreglumál og tekið hart á slíkum brotum. Hér á landi eru málin oft gerð upp á staðnum, enda hef ég lítið orðið fyrir þessu nema að krakkar hafa verið að læðast í gosflöskur og eftir að hafa talað þá til er málið fellt niður og þetta kemur í flestum tilfellum ekki fyrir aftur. Hvernig má koma í veg fyrir hnupl? — Ákveðið eftirlit þarf náttúr- lega til, það er gott og gilt, en ég legg áherzlu á, að það verði ekki of mikið. Ef eftirlitið verður of stíft er hætt við að það fæli viðskipta- vininn frá og of mikið eftirlit er neikvætt. Við höfum sjónvarps- kerfi í gangi hér, en það er ekki síður til að fylgjast með hvernig störfin í búðinni gangi. Ef ég sé að langar raðir eru að myndast við kassana kalla ég til fleiri starfs- menn og hef þannig not af kerfinu til að geta betur þjónað viðskipta- vinum, en ekki fyrst og fremst til að líta eftir þeim. Einnig má nefna, að kjörbúðar- menning hér hefur breytzt mjög til batnaðar og það má segja að nokkra kunnáttu þurfi til að verzla í kjörbúð. Menn komu kannski áður fyrr úr einni búð í aðra, bættu nýjum og nýjum vörum við og síðan þegar kom að kassanum var ómögulegt að vita hvað var keypt á hvaða stað. Þetta kemur ekki fyrir lengur og nú er algengt í stórverzl- unum að töskur séu geymdar með- an verzlað er og menn nota vagna og körfur í staðinn. En þó að búðarhnupl sé kannski fyrir hendi þá er enn mikilvægara að ég held, að reyna að fyrirbyggja innbrot og þjófnaði og er t.d. fullkomið þjófa- og brunavarnarkerfi fyrir hendi í þessari verzlun. Ég vona að sá dagur komi ekki að hér verði búðarhnupl að verulegu vandamáli. Ekki fer mikið fyrir hinu „alsjáandi auga“ anlegt er að menn geti athafnað sig í friði, en þar verður árvekni okkar að bæta úr og líklegt er líka að ég fjölgi linsunum. Yfir- leitt held ég að ekki sé reynt að stela þegar margt fólk er í verzluninni, þá er hætt við að nálægir viðskiptavinir verði varir við eitthvað misjafnt og þeir hafa látið mig vita, ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt. Þess vegna held ég að frekar sé hætt við stuldi þegar lítið er að gera. Ólafur Torfason sagði að kostnaðurinn við að koma upp þessu varnarkerfi hefði verið um tíu þúsund nýkrónur og sæi hann ekki eftir þeirri fjárfestingu, hún væri heldur ekki svo ýkja mikil. — Og þó mér hafi fundist þetta hálfruddalegt í upphafi þá fer það ekki á milli mála að svona viðvörunarkerfi er nauðsynlegt, það hefur því miður sýnt sig og við það verðum við og viðskipta- vinir að búa, enda er þetta orðið nokkuð algengt í stórverzlunum, sagði Ólafur að lokum. Þorvaldur Þorvaldsson verzlunarstjóri. Ljosm. Kristján. Séð yfir búðarkassana — Það er kannski erfitt að segja það, en hins vegar fer ekki hjá því, að stundum finnum við og sjáum það á fólki ef það er eitthvað að pukra, ef það er á ferð og flugi um búðina, lítur mikið í kringum sig o.þ.h. og þá fylgjumst við vel með. Fyrir kemur að menn eru með vörur í vagni, t.d. á litlu hillunni þar sem börn eru oft látin sitja, vagninum er ekið í hvarf, t.d. milli fatahengjanna og þegar hann sést næst eru vörurnar á þessari hillu horfnar. Ef þessar sömu vörur koma ekki í ljós við kassann sjáum við að verið er að gera tilraun til þjófnaðar. Þá fáum við viðkomandi til að tala við okkur á skrifstofunni og við teljum að ekki sé nema eitt að gera, hringja á lögregluna og láta hana tala við fólkið. í framhaldi af því erum við spurðir hvort við viljum halda málinu áfram og kæra og metum við það í hvert einstakt skipti, teljum kannski ekki ástæðu til þess ef um lítilræði er að ræða, en hugsum málið ef eitthvað mikið er á ferðinni. En flestir vilja borga og ljúka málinu þannig. Hafið þið oft afskipti af fólki vegna gruns um stuld? — Það er mjög misjafnt, stund- um eru það tvö til þrjú tilfelli á dag á hverjum degi í hálfan mánuð, en stundum er langt hlé og við höfum t.d. ekki gripið neinn nú eftir áramótin. En kannski fer þetta líka eftir því hversu mikið við sinnum eftirlitinu. Auk þess að starfsmönnum er uppálagt að fylgjast vel með, höfum við sjón- varpsvélar á „hættulegustu" stöð- unum og í jólaösinni réðum við menn til þess eins að líta eftir. Ég er ekki í vafa um að þessir menn unnu fyrir kaupinu sínu. En á þessum sveiflum hef ég annars engar skýringar. En hefurðu skýringar á ástæð- um til þjófnaðar? — Ekki beint, en ég held þó að í fæstum tilfellum séu menn að stela af hreinni fátækt. Við höfum t.d. tekið kleinujárn af manni og manni dettur ekki í hug annað en hér sé á ferðinni einhvers konar ævintýramennska, en hér getur líka verið um sjúkdóm að ræða eða einhvern veikleika. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir ástæðunum, búðarhnupl hér er a.m.k. ekki orðið sams konar vandamál og erlendis, en það er samt full ástæða til að haida vöku sinni, sagði Þorvaldur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.