Morgunblaðið - 08.02.1981, Síða 25

Morgunblaðið - 08.02.1981, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRUAR 1981 25 jákvætt, en hjá öðrum eins og Hannu Salamas, er eðlisfarið eða „égið“ heldur ömurleg. Hjá mörgum raunsæishöfundum breytast svo umhverfislýsingarnar, nátt- úran er þar ekki máluð fögrum litum og ljóðrænum fremur en annað í umhverfi sögupersónanna, heldur eru gluggar brotnir, hús komin að falli, full af kakkalökkum og flugum og garðarnir ruslahaugar. Menn hafa þjarkað um, hvort það eigi að kenna þessa bókmenntastefnu við raunsæi (realisma) eða náttúrustefnu (naturalisma) og heldur hallast að fyrri skilgreiningunni, vegna þess að hin ákveðna þjóðfélagsumfjöllum kemur ekki heim og saman við náttúrustefnuna. Einnig víkur finnska skáldsagan frá náttúrustefnu í skopinu. Firinskir skáldsagnahöfundar hafa allir beitt skopi í einhverjum mæli, þótt með ólíkum hætti sé. Oft er skopið notað til félagslegrar gagnrýni, en yfirleitt má segja um skopið í finnskri skáldsögu, að megindrættirnir séu þeir, að maðurinn í braski sínu og sjálfshyggju sé gamansöm vera og eigi það við jafnt um háa sem lága. Þannig hafa finnskir höfundar á þessari öld verið að færa sig útúr skóginum í bæina — úr sveitinni á malbikiö — og þeir fjalla ekki lengur um erfingja búgarðanna og þeirra afkom- endur, heldur vinnumennina og þeirra afkomendur. Þeir lýsa þróuninni frá bændasamfélagi seinni hluta 18. aldar til iðnaðarþjóðfélags nútímans og borgara- samfélagsins. Þeir lýsa hinum umkomu- lausa sveitamanni, sem hefur orðið að yfirgefa skógana og sitt einfalda líf, og kemur í ringulreið borgarinnar með götum í allar áttir og myrkviði skrif- stofukerfisins. Þessum umkomulausa manni, sem gengur illa að læra leikregl- urnar, þarf að hjálpa: Hann þarf að eiga sér málsvara og einhverja sem segja sögu hans. Umhverfið breytist, þjóðfé- lagið breytist, en mannlegt verðmæti breytist ekki og það er rauði þráðurinn í finnskri skáldsagnagerð, ásamt vilja til félagslegrar réttsýni. Og nýir rithöfundar koma og tala nýjum rómi um nýtt fólk. — Þér fjallið ekki um finnska ljóð- list i fyrirlestri yðar? — Nei, ég fjalla mest um skáldsagna- gerðina. En um finnska nútíma ljóðagerð get ég sagt, að ef til vill var mesta blómaskeið hennar á fimmta og sjötta áratugnum, en síðar tóku pólitísk bar- áttuljóð mesta rúmið. Mörg skáld skrifa söngtexta og út hingað til Islands hefur til að mynda komið Kaj Chydenius, sem varð frægur fyrir sína pólitísku mót- mælasöngva. Líka hefur Kaisa Korhonen heimsótt ísland. Mjög færir listamenn og flytjendur, báðir tveir. Líkast til er þó stærstur sá hópur yngri skáldanna sem yrkir um hversdagsleg efni og náttúruna — án pólitískra markmiða. — Nú voru Finnar fyrstir á Norður- löndum að yrkja atómljóð. Edith Söd- ergran gaí út fyrstu bók sina 1916 — Diktoníus 1921 og Björling 1922. En þetta fólk orti á sænsku. Ilver voru áhrif þessara sænskumælandi frum- kvöðla á finnskumælandi skáld og finnskan ljóðsmekk almennt? Þessir menn urðu nú ekki strax þekktir, nema Södergran. Höfundar sem Björling og Rabbe Enckell urðu varla þekktir með almenningi fyrr en eftir seinna stríð. Seinna orti einn þessara módernista bæði á sænsku og finnsku, Elmer Diktoníus. í dag líta Finnar á þessa módernista sem sígilda höfunda. Sem háskólakennari hef ég náið sam- band við ungt fólk og það les þessa menn mjög mikið. Og þeir hafa verið þýddir mjög vel á finnsku. Tuomas Anhava hefur t.d. þýtt Björling og Rabbe Enck- ell, en Björling er mjög erfiður í þýðingu. Það er til úrval af Björling á íslensku í þýðingu Einars Braga. En þessir mód- ernistar hafa haft ótvíræð áhrif á bæði finnska ljóðagerð og almennan ljóða- smekk í Finnlandi. Og áhrif þeirra á sænskumælandi Finna getum við séð i verkum Bo Carpelans og Lars Húden og Lars Andersen. — Er þá nokkur verulegur munur á sænskumælandi og finnskumælandi skáldum. að þvi er varðar form og efni? — í ljóðagerð held ég að munurinn sé ekki svo mikill. Þó tungurnar séu ólíkar, standa skáldin nálægt hvort öðru og hafa náin samskipti. í skáldsagnagerö gegnir ef til vill öðru máli. Finnsk/sænskar skáldsögur fjalla máski meira um borgarumhverfið og milli- og yfir8téttarfólk, og í þeim eru andlegar eða spaklegar vangaveltur mun fyrirferðarmeiri. Margir finnsku/ sænskumælandi rithöfundar skrifa sjálfsskoðunarbókmenntir, fjalla um sjálfa sig, svo sem Christer Kihlman og seinna Henrik Tikkanen. Verk þeirra eru mjög „egó-sentrísk“, en þó ekki ýkja aÖijúpandi, þótt sjálfsgagnrýnin sé mik- il. En í aðalatriðum held ég, að þessi flótta- og víxlverkan tungnanna sé mjög frjósöm. Rithöfundarnir þekkjast mjög vel, eru vinir og þýða hvorir annars verk. Það er mjög gagnlegt. — En hverjar hugmyndir skyldi finnskur bókmenntaprófessor hafa um islenskan skáldskap? — Það er alltof lítið þýtt frá íslandi, segir hann. Skammarlega lítið. En Lax- ness þekkja Finnar vel. Hann er mikið lesinn í Finnlandi og virtur höfundur. En íslenskir höfundar á eftir Laxness í tíma eru mjög lítið kunnir. Og það er miður. Aftur á móti þekkjum við nokkuð til klassískra bókmennta íslenskra. Aale Tynni hefur þýtt úrval íslensks kveð- skapar ágætlega. Svo eigum við vita- skuld Snorra á finnsku, sömuleiðis nokkrar Islendingasagna, sem Jyrki Mántylá hefur þýtt. En eins og ég segi, við þekkjum alitof lítið til ungra, íslenskra höfunda. Maj- Lis Holmberg hefur að vísu gefið út úrval íslenskra ljóða, sem að því er mér er tjáð gefur sanna mynd af íslenskri, ljóðagerð. En Holmberg þýddi úr sænsku. Það þarf að þýða beint. — Þekkið þið ekki Gunnar Gunnars- son i Ilelsingfors-háskóla? — Jú, það er rétt, honum hefur verið snúið á finnsku. Jú, við þekkjum hann. — Sú saga sem þér hafið nú sagt af finnskum nútimaskáldskap er mjög samhljóða islenskri bókmenntasögu sama tímahils: sveitalifssögur verða borgarlífssögur og þjóðfélagsádeilur. En hvað teljið þér, prófessor Laitinen. að finnskar bókmenntir og islenskar eigi auk þessa sameiginlegt? — Einstaklingshyggja er mjög rík með báðum þjóðunum. Og svo er hið sterka samband mannsins og náttúrunn- ar sameiginlegt einkenni, held ég. Finnar eiga vötnin, skóginn — íslendingar hafið, fjöllin. Líka er menningarleg einangrun sameiginleg og ýmis sérkenni hafa þar fyrir varðveist með þjóðunum. Svo er hin málfarslega einangrun og útfrá henni er óhætt að fullyrða, að Finnar hafi byggt eyland. Loks vil ég nefna mjög líkt skopskyn sem er með þjóðunum. Finnar skilja til að mynda mætavel húmor Halldórs Laxness. Á norrænum mótum eiga Finnar og í'Jendingar mjög hægt með að vingast. Samt er það nú svo, að áhugi forleggj- aranna í Finnlandi beinist til enskra, þýskra, franskra og amerískra bók- mennta, en þeir horfa iðulega framhjá Norðurlandaþjóðunum. Svo trúi ég það sé líka á Islandi. Og það er ekki nóg með að við Finnar þekkjum lítið til bók- mennta hinna norðlægari þjóða Norður- landa, heldur er t.d. mjög lítið þýtt úr dönsku í Finnlandi. — Að endingu, prófessor Laitinen, hvað sýsiið þér annað um þessar mundir en að útdeila bókmenntaverð- launum og flytja fyrirlestur norður á hjara veraldar? — Ég skrifa bókmenntasögu. í einu bindi, og segir hún sögu finnskra bók- mennta frá upphafi til vorra daga. Við erum tveir, sem stöndum að verkinu, annar hefur skrifað um finnskan alþýðu- kveðskap, sem hefur lifað með þjóðinni, en ég fjalla um þann skáldskap sem festur hefur verið á bækur. Og greinum við jöfnum höndum frá finnskum skáldskap og finnsk/sænskum. Þessi bók kemur út í marsbyrjun. Þá hef ég nýverið skrifað ritgerð, sem heitir á ensku: The History of Literature: Demarkation and Problems. Fyrsti hluti þeirrar ritgerðar fjallar um sögu sjálfrar bókmenntasögunnar frá alþjóðlegum sjónarhóli. Annar hlutinn er finnsk bókmenntasaga. Og þriðji hlutinn fjallar um vandann við að skrifa bókmennta- sögu. Vandinn sá er að tengja saman bókmenntasöguna og almennu söguna, finna síðan það sem saman á í bók- menntunum og skilgreina mun á öðru, finna út það sem ríkjandi er á hverjum tíma og skammta hverju efni sinn hlut réttilega, t.d. fagurbókmenntum sitt á móti félagslegum bókmenntum o.s.frv. Þá er ég aðalritstjóri „Books from Finland", tímarits, sem kemur út í hinum engilsaxneska heimi. Ég er mjög ánægður með það tímarit. - J.F.Á. UTSALA BANCSI Laugavegi 20 - sími 28310 30—50% AFSLÁTTUR hefst í fyrramálið P.S. Sumarið er i nætta leiti, a.m.k. í fataúrvalinu hjá okkur. stórkaupmanna I. Aöalfundur 1981. Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Sögu, hliðarsal, miðvikudaginn II. febrúar n.k. og hefst kl. 09.30. I. Dagskrá aðalfundarins skv. 18.gr. laga félagsins: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins, og fjár- hagsáætlun fyrir næsta starfs- ár. 3. Lagabreytingar — ákvörðun árgjalda fyrir næsta starfsár. 4. Kjör formanns og þriggja með- stjórnenda. 5. Kosning 2ja endurskoðenda og 2ja varamanna. 6. Kosið i fastanefndir sbr. 19. gr. laga félagsins. 7. Ályktanir og önnur mál. II. Sameiginlegur hádegisverður í Súlnasal. Að loknum hádegisverð flytur verðlagsstjóri, Georg Olafsson, erindi og svarar fyrir- spurnum. III. Ráðstefna um vöruflutninga. Kl. 14.00 hefst ráðstefna um „Þróun vöruflutninga og nýtingu nútíma flutningatækni". Ráðstefnan sett: Einar Birnir, formaður Félags ísl. stórkaup- manna. Framsöguerindi: — Hagkvæmni einingaflutninga, gáma o.þ.h. Breytingar og áhrif þessa svo og tíðni ferða, fjölda hafna á flutninga til landsins. Þorkell Sigurlaugsson, forstöðu- maður áætlunardeildar Eimskipa- félags íslands. — Vöruflutningar í lofti og líkleg þróun þeirra á næstu árum. Björn Theodórsson framkv.stj. mark- aössviðs Flugleiöa. — Vöruflutningar á sjó innanlands og líkleg þróun þeirra. Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. — Vöruflutningar á landi, skipulagn- ing og þróun þeirra. Stefán Páls- son, framkvæmdastjóri Landvara. Að loknum framsöguerindum stjórnar Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri panelumræðum. Áætlaö er að ráðstefnu Ijúki um kl. 17.15. Félagsmenn eru beðnir um að fjöl- menna og skrá þátttöku sína á skrifstofu FÍS í síma 10650 og 27066 fyrir kl. 12, þriðjudaginn 10. febrúar. Félag íslenzkra stórkaupmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.