Morgunblaðið - 08.02.1981, Page 27

Morgunblaðið - 08.02.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 27 Hdkon Jónasson — Minningarorð Fæddur 11. október 1912. Dáinn 29. janúar 1981. Hann unni háttum hugumstórra hyggða, var hetjan mikla. djörf og sterk. Hann trúðl i mitt og megin (ornra dyggða. i miskunn guðs og kraftaverk. (Davlð Stefánsaon) Hann Hákon er horfinn okkur hérna megin lífs. Hann mun þó lifa áfram í hjörtum okkar um ókomin ár, enda fylgdi honum ávallt birta og glaðværð, hvar sem hann var og hvert sem hann fór. Hann átti fáa sína líka. Vinnu- samari mann er varla hægt að hugsa sér. Athafnasemi var hon- um í blóð borin, og voru heiðar- leiki og reglusemi hans aðals- merki. Þessir eiginleikar hafa eflaust hjálpað honum mikið til að sjá fyrir stórri fjölskyldu. Við megum þó ekki gleyma eiginkonu hans, Sigurborgu Karlsdóttur, sem var hans styrkasta stoð. Komu þau upp níu börnum. Það er ekki hægt að hugsa sér léttari og ræðnari mann en hann Hákon. Við tölum nú ekki um, ef hann fékk tækifæri til að taka lagið í góðum hópi. Þá var hann svo sannarlega í essinu sínu. Eftirfarandi ljóðlínur voru honum einkar hugleiknar. þegar maður kom upp í sumó til afa og ömmu. Þau voru einstak- lega samhent í einu og öllu og virti hann hana og dáði, og nú heldur amma örugglega sínu striki, sterk sem fyrr. Maður vissi alltaf hvar hann var að finna — önnum kafinn í garðinum þeirra við ýmiskonar störf. Afi sem var svo barngóður að þegar hann á sínum tíma byggði sumarbústaðinn lét hann „lítið“ dúkkuhús fylgja með fyrir börnin sín og síðar barnabörnin. Það voru ekki ófáar stundirnar sem við lékum okkur þar og gerum enn. Maður sættir sig engan veginn við að missa svo lífskátan og kærleiksríkan afa. Hann var ætíð lífið og sálin hvar sem hann kom. Hann var alltaf svo einlægur og gaf svo mikið af sjálfum sér, var svo mikið allra. Alltaf sá hann það góða í hverjum og einum. Hann var svo sannarlega ekki að fara í manngreinarálit — það voru allir jafnir í hans augum. Minning um góðan og ástkæran afa styrkir okkur í þeirri djúpu sorg sem hrjáir hjörtu okkar. Það er stór eyða komin sem enginn getur fyllt upp í en lífið heldur áfram en öll reynum við að gera okkar besta, að hugsa fram á við og gera það sem hann hefði viljað að gert yrði. Afi var alltaf svo kátur og glaður og þannig munum við öll minnast hans. „Margs er að minnast. margt er hér að þakka. Guði aé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnaat. margs er að sakna. Guð þerri treKatárin strið. Far þú i friði. (riður Guða þix hlessi. hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guðt. Guð þér nú fylgi. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." (V. Briem) Barnabörnin t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÓN KJARTANSSON, bifreiöarstjori, frá Sólbakka, Hofsósi, veröur jarösettur mánudaginn 9. febrúar kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Sigriöur Jónsdóttir, Jónmundur Gíslason, Anton S. Jónsson, Jórunn Jónasdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Magnús B. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, HALLS BJÖRNSSONAR frá Rangá. Sérstakar þakkir sendum viö læknum og starfsfólki Landspítalans svo og þeim er glöddu hann meö heimsóknum í veikindum hans. Gunnhildur Þórarinsdóttir, börn og aörir vandamenn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vináttu meö blómum og skeytum viö andát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, SIGURÐAR ELLERTSSONAR, bónda Holtsmúla. Gunnur Pálsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ragnar Árnason, Hallfríöur Siguröardóttir, Kristján Runólfsson, Ellert Sigurósson, Annabella Jósefsdóttír, Ari Jóhann Sigurösson, og barnabörn. Ókviðnir ekuium vér ðrlaga biða. öruKKÍr horfa tll komandi tiða. Ganga til hvildar með KlOfagran skjöld, Klaðir og reifir hið síðasta kvöld. (Guðm. Guðmundsson) Þykir okkur þær lýsa vel hans innri manni. Alltaf var gott að koma á Skarphéðinsgötu 12. Voru oft fjör- ugar umræður yfir kaffibolla í borðstofunni. Ávallt voru ein- hverjar framkvæmdir framundan sem þoldu enga bið, enda var ekki verið að tvínóna við hlutina eða slá þeim á frest. Nei, hann Hákon var ekki mikið fyrir slíkt. Á sumrin átti sumarbústaðurinn Borg hug hans allan, þar sem hann undi sér vel með fjölskyld- unni. Hann hafði stundum orð á því, að hann hefði getað hugsað sér að gerast bóndi, enda var hann fæddur og uppalinn í sveit, Bofg í Reykhólasveit. Börnin, tengda- börnin og barnabörnin komu oft saman um helgar í „Sumó“, eins og bústaðurinn er oftast kallaður í daglegu tali. Þá var oft glatt á hjalla, sérstaklega hjá litlu afa- börnunum. En nú hefur Hákon blessaður kvatt þennan heim. Það er varla hægt að trúa því á þessari stundu. Við heyrum ekki lengur munn- hörpuhljóminn, sem kom öllum í gott skap. Megi minningin um glaðværð og gáska okkar elskulega tengdaföð- ur vera fjölskyldunni huggun harmi gegn. Með innilegri þökk fyrir samveruna. Tengdabörn -,0ss héðan klukkur kalla avo kaliar Guð om alla til aln úr heimi hér, þi aöfnuð hana vér sjáum ok aaman vera fáum I húsi þvi. æm elllft er.“ (V. Briem) Það var undarleg tilfinning sem heltók hjörtu okkar þegar við fréttum það að afi væri farinn frá okkur. Hann var kvaddur í ferðina löngu, þangað sem við öll munum hittast fyrr eða síðar. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir sínum nánustu en svona er nú lífið einu sinni og við verðum að sætta okkur við það. Þetta kom svo skyndilega en gott er til þess að hugsa að afa varð að ósk sinni, að þegar hann færi þá vildi hann fara skjótt. Það er margt sem kemur upp í hugann, þegar við lítum til baka og minnumst allra þeirra góðu stunda, sem við áttum saman. Við hefðum ekki getað ímyndað okkur síðastliðið sumar að þetta væri síðasta sumarið okkar saman. Alltaf tók hann manni opnum örmum og knúsaði mann og kyssti ,ýbú&nat duruÝP , terúa'agl’ •, Áa\>elin gVeirra ibe^eV? •ndurn>ia gSvorr ei föbrrgsa iMAPOo^C WASlOi- ISLANOS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.