Morgunblaðið - 27.02.1981, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981
Hjálmar H. Ragnarsson stjórnar Háskólakórnum og var myndin tekin
i Olfusborsum nýlega er kórinn dvaidi þar við söngþjálfun.
Tvennir tónleikar Háskólakórsins:
Frumflytur mörg
íslenzk tónverk
HÁSKÓLAKÓRINN heidur um
heigina tvenna tónleika i Félags-
stofnun stúdenta við Hringbraut
i Reykjavík. Verða hinir fyrri kl.
17 á iaugardag og þeir siðari kl.
20:30 á sunnudagskvöld. Stjórn-
andi er Hjálmar H. Ragnarsson
og hljóðfæraleikarar Hanna G.
Sigurðardóttir og Vilberg Viggó-
son á pianó og Eggert Pálsson á
slagverk.
Á efnisskrá tónleikanna eru
mest íslenzk verk og heyrast mörg
þeirra nú í fyrsta sinn, en auk
þeirra er að finna þjóðlög og
stúdentasöngva. Meðal íslenzkra
verka eru Islandsvísur Gylfa Þ.
Gislasonar er hann samdi árin
1935-36 og voru þær fluttar við
skólaslit það vor, en raddsetningu
gerði Jón Þórarinsson. „The Sick
Rose“ nefnist verk eftir Atla
Heimi Sveinsson, sem hann samdi
árið 1978 til minningar um Benj-
amin Britten. Þá verður flutt verk
Jóns Ásgeirssonar, Á þessari rím-
lausu skeggöld, en verkið samdi
hann að beiðni danska tónskálda-
félagsins og var það frumflutt í
Danmörku árið 1974. Fimm man-
söngvar nefnast lög eftir Jónas
Tómasson er hann samdi sl. haust
að beiðni Háskólakórsins, en ljóð-
in eru úr ljóðaflokki Hannesar
Péturssonar, Manvísur. Þá má
nefna tvö verk eftir stjórnandann,
Hjálmar H. Ragnarsson, Gamalt
vers, samið á liðnu hausti og
A-Mahla Muhru, verk, sem samið
er við ljóð Karls Einarssonar
Dunganons, hertoga af Sankti
Kildu. Verkið var samið í janúar,
en ljóðið A-Mahla Muhru er samið
á „ókunnri mállýzku Atlantis-
tungumálsins", segir m.a. í frétt
um tónleikana.
Háskólakórinn, sem tók við af
Blandaða Háskólakórnum, hefur
flest sl. ár haldið tvenna tónleika
og nokkuð hefur verið um söng-
ferðir undanfarið bæði innanlands
og milli landa. Rut Magnússon var
stjórnandi kórsins lengst af, en
Hjálmar H. Ragnarsson tók við
stjórn hans sl. haust. Ráðgerð er
söngför til Vestfjarða og þátttaka
í Sólrisuhátíð Menntaskólans á
ísafirði um miðjan næsta mánuð,
en nýlega dvöldu kórfélagar eina
helgi í Ölfusborgum við söngþjálf-
un.
*
Hjúkrunarfélag Islands:
Lýsir einróma stuðn-
ingi við baráttu fóstra
Á STJÓRNARFUNDI Hjúkrunar-
félags íslands 17. febrúar 1981 var
það einróma samþykkt að lýsa yfir
stuðningi við fóstrur í kjarabar-
áttu þeirra.
Launakjör fóstra, sem og ann-
arra kvennastétta, hafa einkennst
af því launamisrétti sem hingað
til hefur verið ríkjandi í þjóðfélag-
inu. Fréttatilkynning frá stjórn HFt.
Almannavarnir í Kópa
vogi tókust f arsællega
- segir Ásgeir Pétursson bæjarfógeti
Morgunblaðið hafði i gær
samhand við Ásgeir Pétursson
bæjarfógeta i Kópavogi og innti
eftir hjálparstarfsemi almanna-
varna í Kópavogi þegar óveðrið
skall á 16. febrúar siðastliðinn.
Sagði Ásgeir að hann vildi
strax geta þess að stjórn al-
mannavarna í Kópavogi væri
sjálfboðaliðunum, sem almanna-
varnir kvöddu út til aðstoðar,
afar þakklát fyrir skjóta og góða
aðstoð. Það var ekki aðeins að
félagar í Hjálparsveit skáta og
Björgunarsveitinni Stefni hefðu
brugðist fljótt við sjálfir, heldur
hefðu þeir einnig veitt ómetan-
lega aðstoð með því að lána
öflugar bifreiðir, með drifi á
öllum hjólum. Margar þessara
bifreiða höfðu einnig talstöðvar-
búnað, sem kom sér fjarskalega
vel, ekki sízt þegar varð raf-
magnslaust. Eigendur lögðu því
ekki bara sjálfa sig í hættu
heldur líka bílana, sem auðvitað
gátu skemmst t.d. vegna áfoks.
Samtals voru þessir sjálfboðalið-
ar um 50. Kvaðst Ásgeir einnig
vilja geta þess að bæjarráð Kópa-
vogs hefði á fundi sínum 17.
febrúar samþykkt að færa þess-
um aðilum og öllum öðrum, sem
störfuðu við hjálparstarf beztu
þakkir fyrir veitta aðstoð.
Auk þess að kveðja út hjálpar-
sveitina og björgunarsveitina
Stefni, voru kvaddir út starfs-
menn Kópavogskaupstaðar, sem
starfa á vegum bæjarverkfræð-
ings Kópavogs. Þá voru kvaddir
til Iögreglumenn á aukavaktir.
Varð þetta því fjölmennt lið, sem
almannavarnir Kópavogs höfðu á
að skipa þetta óveðursdægur.
Kom í ljós að þeir þættir al-
mannavarna, sem á reynir í
slíkum tilvikum voru traustir og
gildir það sem endranær að
aðalatriðið var eins og á stóð, að
láta hendur standa fram úr
ermum það gerði allt þetta að-
stoðar- og hjálparfólk.
Auðvitað var þeim sem lánuðu
bíla sína boðið að greiða bensinið.
Ekki hafa þó allir tekið við því
ennþá, en það verður gert hvenær
sem óskað er. Lágmark er að slíkt
komi á móti afnotum þessara
tækja.
Sá vandi kom upp þegar raf-
magnið brast að þá urðu fjar-
skiptatækin í lögreglustöðinni,
sem notuð voru við stjórnstörf til
lögreglubifreiða og hjálparsveita-
bíla óvirk. En úr því var strax
bætt með því að nota senditæki
einnar lögreglubifreiðarinnar,
sem lagt var við stjórnstöð al-
Ásgeir Pétursson
mannavarna í Kópavogi, lög-
reglustöðina, sem boðbera. Einn-
ig komu „lab-rab“-stöðvar með
rafhlöðu að góðu gagni.
Gafst þetta sæmilega. En ljóst
er að framvegis þyrfti nauðsyn-
lega að hafa lítinn rafmagnsmót-
ór í stöðinni, sem grípa mætti til,
þegar rafmagn frá samveitunni
brestur. Væri þannig fengið afl
til þess að fjarskiptatæki gengju
óhindruð.
Var mikið óskað eftir aðstoð
frá bæjarbúum?
Já, margar beiðnir bárust um
aðstoð. Til lögreglunnar var til-
kynnt um fok á járnplötum af 29
húsum. Ennfremur rúðubrot frá
6 húsum og i einu gróðurhúsi á
heimalóð. Margar tilkynningar
bárust um skemmdir á bifreiðum.
Ýmist vegna þess að þær beinlín-
is fuku eða þá að þær urðu fyrir
áfoki af bárujárni eða öðru lausu.
Mest varð tjónið á bifreiðum
við Engihjalla, en þar tókust
bifreiðir á loft og fuku um koll.
Hafa a.m.k. 40 bifreiðir skemmst
af völdum óveðursins í Kópavogi.
Þá varð einn eldsvoði í Kópvogi,
sem tilkynntur var til lögregl-
unnar kl. 22:25.
Margar hjálparbeiðnir bárust
til lögreglunnar bæði um að
flytja fólk á milli húsa og eins um
að færa muni innanhúss, sem
voru í hættu, ef rúður kynnu að
brotna. Ýmislegt annað var reynt
að gera til þess að aðstoða fólk.
Oft þurfti að leiðbeina fólki um
að halda kyrru fyrir, fara ekki út,
því mesta hættan í slíku fárviðri
er að verða fyrir áfoki, eða að
slasast við það að falla og fjúka
undan þunga stormsins. Fyrir
kom að beðið var um að menn
yrðu sendir upp á þök að negla
niður plötur, sem höfðu losnað.
Slíkt hefði verið óðs manns æði,
því þannig hefði verið stofnað til
enn meiri hættu en fyrir var.
Auðvitað urðu viðgerðir í flestum
tilvikum að bíða þess að slotaði.
Hinsvegar var fólki að sjálfsögðu
hjálpað að komast frá þeim
stöðum þar sem beinlínis var
hættulegt að það dveldi. Sama
gilti ef maður var einsamall og
vildi yfirgefa dvalarstað sinn.
Stjórnun aðgerða hvíldi eink-
um á yfirlögregluþjóninum, Ás-
mundi Guðmundssyni og Jóhanni
Marteinssyni varðstjóra sem og
fleiri varðstjórum lögreglunnar.
Einnig á forráðamönnum hjálp-
arsveitanna.
Var almannavarnanefndin ekki
kvödd til fundar?
Nei, verkefnið var afmarkað og
sýnilegt að mínu mati að nefnd-
arfundir voru eins og atvik báru
að, ekki beztu vinnubrögðin né
stjórnunin. Það sem gilti var að
ná saman mannskap og flutn-
ingatækjum. Tíminn var naumur
og verkefnin brýn. Hinsvegar
höfðu forráðmenn almannavarna
í Kópavogi með sér samband og
gátu auðvitað komið saman ef
það teldist nauðsynlegt.
Almannavarnir Kópavogs
kynna sér nú alla þætti málsins
og munu ræða niðurstöður á
fundi sínum, sem haldinn verður
á næstunni. Hef ég óskað þess að
framkvæmdastjóri almanna-
varna ríkisins komi á fundinn.
Hverjar eru þá helstu niður-
stöður?
Þær að hafa fengið reynzlu af
því hve örugglega mátti treysta
Hjálparsveit skáta og björgun-
arsveitinni Stefni, auk starfsliðs
bæjarverkfræðings og lögregl-
unni í Kópavogi. Fékkst hér glögg
sönnun þess hve þýðingarmikið
það er fyrir bæjarbúa í Kópavogi
að hafa eigin, sjálfstætt lögreglu-
lið, sem hefur mann — og þó
einkum staðarþekkingu. Þá kom í
Ijós gott og skipulagt samstarf
sjálfboðaliðanna og lögreglunnar,
sem eðlilega hafði forystu um
aðstoðar- og björgunarstörf.
Að endingu ítrekaði Ásgeir
Pétursson þakkir almannavarna
Kópavogs til allra þeirra, sem
veittu aðstoð þetta óveðursdæg-
ur. Sagði hann að sjálfsagt hefði
eitthvað mátt betur fara úr
hendi, en þá væri að gera sér
grein fyrir því að kanna sem bezt
hvað það væri, því öllu skipti að
læra af reynslunni í þessu efni
sem öðrum. Þetta var í fyrsta
sinni sem reyndi á almannavarn-
ir í Kópavogi sem eru nýstofnað-
ar.
Nýtt leiðakerfi hjá
Strætisvögnum Kópavogs
NÝTT leiðakerfi tekur gildi hjá
Strætisvögnum Kópavogs nk. laug-
ardag. Tvær megin breytingar
verða þá á leiðakerfi SVK; annars
vegar verða eknir þrír hringir um
bæinn i stað 2ja áður, og hins vegar
verða sérstakir vagnar i förum
miili Kópavogs og Reykjavikur.
Þessar breytingar munu, að sögn
Karls Árnasonar, framkvæmda-
stjóra SVK, bæta verulega þjónustu
Strætisvagna Kópavogs, og er gert
ráð fyrir um 10% aukningu farþega-
fjölda við breytinguna, en jafnframt
mun rekstrarkostnaður aukast um
10%. Vagnstjórum fjölgar um 4.
Við breytinguna nk. laugardags-
morgun fá vagnar SVK auðkennis-
númer, sem byrja á tölunni 2 og
verða leiðir SVK númeraðar 20—23,
til að byrja með. Eins og segir í
upphafi verða tvær meginbreytingar
á leiðakerfi Kópavogs. í fyrsta lagi
verða farnir þrír hringir um bæinn í
stað tveggja áður. Tveir þessara
hringja verða eknir í báðar áttir, þ.e.
réttsælis og rangsælis. Við þetta
mun ferðatími styttast verulega. í
öðru lagi verða sérstakir vagnar í
förum á milli Kópavogs og Reykja-
víkur, og verður þeim ekið frá
skiptistöð á miðbæjarsvæði Kópa-
vogs niður í miðbæ Reykjavíkur, en
síðan munu þeir hafa tímajöfnun á
Hlemmi.
Sem fyrr verður aðeins ekinn einn
hringur um vesturbæinn, og verður
hann ávallt ekinn réttsælis. Það
verður leið 21. Um austurbæinn
verða hinsvegar eknir tveir hringir
og til skiptis að Túnbrekku, en hinn
stærri, leið 23, inn á Smiðjuveg og
Skemmuveg. Stærri hringurinn
tengir þannig hið nýja iðnaðar- og
þjónustuhverfi innst í bænum við
strætisvagnakerfið, svo og hið nýja
íbúðarhverfi í Hjöllunum. Með því
að vögnunum er ekið til skiptis
réttsælis og rangsælis um þessa
hringi styttist ferðatími farþeganna
verulega, einkum þeirra, sem næst
búa miðbænum.
Allir farþegar, sem ætla til Reykja-
víkur, verða nú að skipta um vagn á
skiptistöðinni á miðbæjarsvæðinu.
Fram til klukkan 9 að morgni aka
vagnar númer 20, það er þeir sem til
Reykjavíkur aka, Kringlumýrar-
braut og Laugaveg niður á Hlemm,
þaðan niður Laugaveg og upp Hverf-
isgötu og síðan frá Hlemmi um
Laugaveg og Kringlumýrarbraut,
eins og gert er nú. Eftir klukkan 9
verður ekin ieiðin Kringlumýrar-
braut, Miklabraut, Sóleyjargata,
Lækjargata, Hverfisgata, Hlemmur,
Laugavegur, Kringlumýrarbraut.
Skiptimiðar verða svo áfram í gildi
milli SVK og SVR.
Vagnarnir aka þessa leið á 15
mínútna fresti fram til klukkan 19 á
virkum dögum, en eftir klukkan 19
og um helgar á 30 mínútna fresti.
Kópavogskaupstaður hóf rekstur
strætisvagna 1. mars 1957. Núver-
andi leiðakerfi var tekið í notkun
árið 1974 og var það þá til mikilla
bóta og auðveldaði samgöngur milli
bæjarhluta og í hinn nýja miðbæ
Kópavogs, þar sem risin er mikil
íbúðarbyggð og fjölmargar þjón-
ustustofnanir eru einnig þar til
húsa. Hið nýja iðnaðar- og þjónustu-
hverfi innst í bænum, svo og íbúðar-
byggðin í Hólmunum, hefur hinsveg-
ar orðið útundan þar til að úr því
verður bætt nú.
Á síðasta ári óku vagnar SVK
tæplega hálfa milljón kílómetra og
um 2 milljónir farþega ferðuðust
með vögnunum. Fast starfslið er um
50 manns, en fleiri starfa um
sumarafleysingatímann.
Bæklingi, sem hið nýja leiðakerfi
er kynnt í, verður dreift í öll hús í
Kópavogi næstu daga.
KARSNESBRAUT REYKjIAVÍK
Hafnatbrau; Kárr>resskoli Hábraut
J«9r ® e © © @
;í¥ Norfturvðr ijrftarb'áct ð<nbO
NYBÝLAVEGUR
Gruna*' Ástún
©Kars nes
KÓPAVOGSBRAUT
í?''-., KópavOr
© ©
Þingiió'sskoi!
Oryibjalli
ENGIHJALLI
Skemm/vOQur
@
Hvammár
HLlOARVEGUR
LEIÐAKERFISVK
í nýja kerfinu aka vagnar SVK Nýbýlaveg á enda, hring um Smiðjuveg og Engihjalla og uppó Álfhólsveg,
réttsælis og rangsælis. Jafnframt sem sérstakir vagnar verða i ferðum milli miðbæjar Kópavogs og
Reykjavikur.