Morgunblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981
Heimsókn forseta Islands til Danmerkur:
Hátíðarsýning i Konung-
lega leikhúsinu i gærkvöldi
Kaupmannahöfn. frá Elínu Pálmadóttur.
„ÞAÐ HLÝJAR mér um hjart-
að að taka við gjöf, sem er
gefin af slíkri hlýju og góðum
hug til íslands," sagði Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands,
hrærð, þegar henni var í Kon-
unglegu postulínsverksmiðj-
unni í upphafi annars dags
hinnar opinberu heimsóknar
til Danmerkur, færður postu-
línsbakki, sem á hafði verið
máluð vatnslitamynd af Bessa-
stöðum, er notuð var á vasa
fyrir Kristjánsborgarhöll árið
1836, og þótt vasinn sé löngu
horfinn, þá var nú hægt að
mála mynstrið á bakkann fyrir
forseta íslands ásamt blóma-
umgjörð, sem táknaði íslensku
flóruna. Þetta er einkennandi
fyrir það, hve allir leggja sig
fram um að sýna þjóðhöfðingja
Islands hlýju hvar sem hún
kemur. Danska þjóðþingið
efndi í fyrsta skipti til sérstaks
hádegisverðs fyrir þjóðhöfð-
ingja í þinghúsinu og K.B.
Andersen, forseti þingsins,
bauð forseta Islands velkom-
inn, sem fulltrúa þeirrar þjóð-
ar, sem er sáðfræ allra þjóð-
þinga í lýðræðislöndum.
Danir fylgjast vel með heim-
sókninni. Hátíðarsýningu í
Konunglega leikhúsinu á ball-
ettinum Sylfide, er sjónvarpað
beint í kvöld. Og blöðin eru full
af frásögnum undir fyrirsögn-
unum „Hún kom með vináttu",
í Berlingi, „Hún kom, sá og
sigraði", í Ekstrabladet, og í
Politiken: „Drottningin í
minkapelsi, Vigdís i gæru-
pelsi", „báðar í sínum þjóðlegu
feldum", eins og segir í Politik-
en. Og greinar eru um íslensk
mál, viðtal við Selmu Jónsdótt-
ur um Listasafn ríkisins, grein-
ar um Snorra Hjartarson, sem
unnið hefur bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs í Kultur
Revyen í sjónvarpinu og vík-
ingaþætti Magnúsar Magnús-
sonar í sjónvarpi, sem byrjar
frásögn sína af norrænum guð-
um og Þórshamrinum eftir
íslenskum heimildum, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Morguninn hófst sem fyrr
segir í Konunglegu postulíns-
verksmiðjunni.
Vigdís var í dag í hvítri
kembdri ullarkápu og samsvar-
andi kjól og húfu, hannað fyrir
ferðina af Evu Vilhelmsdóttur.
Margrét drottning bar menið
með fjögurra laufa smáranum,
sem forseti hafði fært henni og
einnig um mittið fagurt gamalt
stokkabelti með sprota, eflaust
erfðagrip frá móður hennar en
Vigdís var með skartgripi úr
íslenskum steinum.
í postulínsverksmiðjunni
skoðuðu þær m.a. postulíns-
styttu af íslenskri konu á
peysufötum, sem fyrst var
framleidd 1923, og var silfur-
brúðkaupsgjöf til Kristjáns
konungs og Alexandrínu
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og Margrét Danadrottning drottningar 1923, fflóf frá
skrifa nöfn sín í gestabók konunglegu postulínverksmiðjunnar. Kvennasamtökunum. Einmg
simamyndir Nordfoto postulínsplatta með gamla
Forseti íslands sýnir fréttamönnum postulínsskál, sem henni var gefin en i skálinni er gömul mynd af
Bessastöðum greipt. Við hlið hennar situr Margrét Danadrottning.
Forseti fslands gróðursetti tré í garði konunglegu postulínsverksmiðj-
unnar.
Forseti íslands skálar við K.B. Andersen, forseta danska þjóðþingsins
er hún heimsótti þingið.
Forseti íslands heimsótti leikhússafnið og i forgrunni sést brjóstmynd Poul Reumerts.