Morgunblaðið - 27.02.1981, Page 15
Sveinn
Bjömsson
FORSETIISLANDS — ALDARMINNING
eftir AGNAR
KL. JÓNSSON
í dag, hinn 27. febrúar 1981, eru liðin hundrað ár frá
fæðingu Sveins Björnssonar fyrsta forseta hins íslenzka
lýðveldis. Hann fæddist í Kaupmannahöfn þar sem það
átti síðar fyrir honum að liggja að gera garðinn frægan
um tuttugu ára skeið sem sendiherra íslands.
Foreldrar Sveins Björnssonar voru Björn Jónsson
ritstjóri ísafoldar í meira en fjörutíu ár, landsfrægur
maður og stjórnmálaforingi, síðar ráðherra, og kona hans
Elísabet Sveinsdóttir prófasts á Staðarstað Nielssonar.
Tveggja ára að aldri fluttist hinn ungi sveinn með
foreldrum sínum til Reykjavíkur og ólst þar upp ásamt
þremur systkinum á einu af fremstu og þekktustu
heimilum bæjarins. Sveinn Björnsson segir um heimilið:
„Ef jeg ætti að lýsa með tveim orðum, hvað það var, sem
einkenndi foreldrahús mín, yrðu það orðin: vinna og
nægjusemi. Foreldrar mínir fluttu þessi einkenni heimil-
islífsins úr sveitinni á bæjarheimilið."
Björn Jónsson stofnaði blaðið ísafold árið 1874 og varð
það brátt undir ötulli stjórn hans og forustu annað
aðalblað landsins. Björn var að sjálfsögðu sjálfur
ritstjóri blaðsins og rak jafnframt prentsmiðju. Síðar
bættist við bókbandsverkstæði og bóka- og pappírsverzl-
un. Hann skrifaði svo að segja allt, sem kom í Isafold, las
prófarkir af blaðinu, einnig af bókum o.fl., sá lengi fram
eftir um afgreiðslu blaðsins og útsendingu, auk ótal
margs annars. Móðir Sveins Elísabet „var líka sívinn-
andi, átti bágt með að láta sjer falla verk úr hendi. Hún
hafði allumsvifamikil húsmóðurstörf, vann mikið að
allskonar ullarvinnu og las einnig bækur í tómstundum
sínum. Oft sat hún við spunarokkinn eða með prjónana
sína og bók fyrir framan sig.“
Þannig lýsir Sveinn Björnsson í stuttu máli heimilislíf-
inu á uppvaxtarárunum. Um sjálfan sig segir hann: „Frá
því jeg man fyrst eftir mjer, var jeg látinn fást við
ullarvinnu, taka ofan af, tæja, kemba og prjóna á
vetrarkvöldunum. Þetta fór fram í borðstofunni í
„ísafold", að gömlum baðstofusið íslenzkum. Allir með
einhverja vinnu, nema sá sem las upphátt, kvæði eða
sögur.“ Eftir að Sveinn fór að stálpast aðstoðaði hann
föður sinn við blaðið, svo sem við útburð, prófarkalestur
o.fl.
Björn Jónsson átti sem ritstjóri brjefaskipti við menn
um allt land og þarf ekki að efa, að vinir hans og
kunningjar hafi heimsótt Isafoldarheimilið þegar þeir
komu til Reykjavíkur. Þannig hefur Sveinn Björnsson
kynnst á uppvaxtarárum sínum mörgum mönnum
hvaðanæfa af landinu, viðhorfum þeirra til landsmála og
annarra mála sem þjóðarheill snertu. Sú þekking sem
hann þannig öðlaðist á heimili sínu í uppvextinum hefur
vafalítið verið hinum unga manni mikils virði engu síður
en námið í lærða skólanum.
Sveinn Björnsson varð stúdent aldamótaárið en
lögfræðiprófi lauk hann sumarið 1907. Hann sigldi strax
að því loknu heim til Reykjavíkur og opnaði þar
málflutningsskrifstofu. Hann segir frá því á skemmtileg-
an hátt í endurminningum sínum, að hann hafi leigt sjer
skrifstofuherbergi og að það hafi vakið athygli, því
málflutningsmenn hafi þá verið til viðtals fyrir við-
skiþtamenn heima hjá sjer, en þrátt fyrir þetta komu
bara engir viðskiptamenn fyrst í stað. Þetta breyttist þó
áður en varði og yfirrjettarmálflutningsmaðurinn fjekk
fljótt nóg að starfa og þurfti ekki undan neinu að kvarta.
Menn urðu fljótt varir við að hjer var á ferð duglegur og
áhugasamur ungur maður, sem hægt var að treysta og
sem þar að auki var ljúfmannlegur og skilningsgóður að
ógleymdu því hversu hann reyndist aðlaðandi við nánari
kynni.
A þessum fyrstu árum aldarinnar voru nýir tímar að
renna upp á Islandi. Heimastjórnin var nýtekin við
völdum í landinu. Togaraútgerð var nýbyrjuð, nýr banki
tekinn til starfa og símasamband komið við útlönd.
Verklegar framkvæmdir tóku að vaxa og atvinnulífið að
blómgast.
Þá var ekki síður mikil ólga í stjórnmálunum. Við
alþingiskosningarnar 1908 komust andstæðingar sam-
bandslagauppkastsins í meirihluta og felldu það á
Alþingi. Hannes Hafstein ráðherra fór þá og Björn
Jónsson varð ráðherra í hans stað. Þau tvö ár sem hann
var við völd 1909—1911 var meiri ofsi og harka í
íslenzkum stjórnmálum en dæmi voru til áður og báðir
synir Björns, þeir Sveinn og Ólafur, sem þá var tekinn við
ritstjórn ísafoldar, stóðu drengilega við hlið föður síns í
öllum þeim árásum, sem hann varð fyrir, en hjer verður
ekki farið nánar út í þá sálma.
Þess var getið, að Sveinn Björnsson stofnaði sína eigin
málflutningsskrifstofu eftir heimkomu sína frá Kaup-
mannahöfn sumarið 1907. Hann var lengi starfandi
lögfræðingur og hafði málflutningsstarfið sem aðalstarf
allt til þess er hann tók við sendiherraembættinu í
Kaupmannahöfn síðsumars 1920. Hann náði því þess-
vegna að verða annar þeirra tveggja hæstarjettarmál-
flutningsmanna, sem fyrstir fluttu mál fyrir hinum
nýstofnaða hæstarjetti. Sem málflutningsmaður naut
Sveinn almenns trausts og var á þessum árum í röð hinna
fremstu lögfræðinga.
A vettvangi atvinnulífsins voru einnig næg verkefni
fyrir ötulan, áhugasaman og hugmyndaríkan ungan
málflutningsmann á þessu framfaratímabili sem nú var
hafið. Það má væntanlega segja, að það sjeu dægurmál,
sem málflutningsmenn að jafnaði starfa að og skilja því
slík mál venjulega ekki mikil spor eftir sig þegar frá líða
stundir, en Sveinn Björnsson reisti sjer í sambandi við
lögfræðistörfin þrjá minnisvarða á þessum árum, sem
vissulega mundu hafa nægt til að halda nafni hans lengi
á lofti þótt ekkert annað hefði til komið. Hann var einn af
aðalforgöngumönnum þess að stofnuð voru Eimskipafje-
lag Islands, Brunabótafjelag Islands og Sjóvátrygginga-
fjelag íslands, en öll hafa þessi fjelög reynzt hin mestu
þjóðþrifafyrirtæki svo sem flestum er kunnugt.
Sveinn Björnsson segir sjálfur frá þvi, að á þessum
árum hafi athygli hans beinst meir og meir að því, að
fátækt okkar Islendinga hafi m.a. stafað af því að allur
arður af ýmsum atvinnurekstri hefði um langan tíma
dregizt út úr landinu, íslendingar haft stritið, en ágóðinn
farið til útlanda. Mikið af verzlunarhagnaði lenti í
Danmörku eða Bretlandi, ágóði af siglingum í Danmörku,
ágóði af tryggingum og bankastarfsemi sömuleiðis
o.s.frv. Þetta yrði að breytast. Fjárhagslegt sjálfstæði
væri skilyrði fyrir pólitísku sjálfstæði.
Þegar Eimskipafjelag íslands var formlega stofnað í
ársbyrjun 1914 var Sveinn Björnsson strax kosinn
formaður þess og alltaf endurkjörinn þar til hann varð
sendiherra í Danmörku. Þegar Brunabótafjelag íslands
tók til starfa við upphaf ársins 1917 varð hann fyrsti
forstjóri þess. Sama er að segja um Sjóvátryggingafjelag
íslands. Þegar það hóf starfsemi sína árið 1918, varð
hann formaður þess. Þessum störfum öllum gegndi hann
þar til hann hvarf af landi brott árið 1920. En það var
ekki nóg með það. Þegar sendiherraembættið var lagt
niður um tveggja ára bil 1924—1926 og Sveinn Björnsson
flutti hingað heim, voru honum strax falin þessi störf á
ný.
Það má segja, að það sje að sumu leyti táknrænt fyrir
Svein Björnsson, að hann á fyrstu árum starfsæfi sinnar
gerðist forystumaður um stofnun þessara þriggja at-
vinnufyrirtækja og fjekk til þeirra athafna marga
dugandi menn með sjer, sem treystu hónum til þessarar
forystu, því síðar á æfiferli hans var honum treyst til
forystu í hinum þýðingarmestu störfum fyrir land og
þjóð eins og alkunnugt er.
Þótt aðeins hafi verið nefnd þrjú framangreiiyi fjelög
kom Sveinn Björnsson víðar við og átti aðild að stofnun
margra annarra fyrirtækja. Aðeins eitt skal nefnt til
viðbótar hjer. Það er hinn merki fjelagsskapur Rauði
kross Islands, en Sveinn Björnsson var einn af stofnend-
um hans í árslok 1924 og fyrsti formaður hans.
Enda þótt málflutningsstörf Sveins Björnssonar og
þátttaka hans í atvinnulífinu færi ört vaxandi nægði
þetta ekki hinum mikla athafna- og starfsmanni. Hann
var alinn upp á rammpólitísku heimili og það var því
eðlilegt að hugur hans beindist að stjórnmálum og hann
fór að taka talsverðan þátt í fjelagsskap sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík. Það leiddi til þess, að hann var
settur efstur á lista sem sjálfstæðismenn stóðu að við
bæjarstjórnarkosningar í janúar 1912 og hlaut kosningu.
Andstæðingar hans urðu hins vegar í meirihluta, og þá
skeði sá einstæði og óvenjulegi viðburður, að þeir neyttu
meirihluta aðstöðu sinnar og gengu algerlega fram hjá
honum við nefndarkosningar og komst hann ekki í neina
af fastanefndum bæjarstjórnarinnar. Var altalað að
þetta hefði verið gert honum til háðungar og að sumir af
andstæðingum hans hafi verið talsvert hreyknir yfir
þessu snjallræði! En það fór svo, að þessi andstaða gegn
Sveini Björnssyni hjaðnaði fljótt. Hann sýndi mikinn
áhuga á málefnum bæjarins á fundum bæjarstjórnarinn-
ar og bar fram tillögur um ýmsar nýjungar. Aðrir
bæjarfulltrúar sáu brátt, að ekki var forsvaranlegt að
útiloka slíkan mann frá nánara samstarfi um hin
þýðingarmeiri mál svo sem t.d. byggingu Reykjavíkur-
hafnar, en þær framkvæmdir voru þá einmitt að hefjast.
Sveinn Björnsson átti sæti í bæjarstjórninni til 1920, og
tvö síðustu árin var hann forseti hennar.
Áhugi Sveins Björnssonar á stjórnmálum beindist ekki
eingöngu að bæjarmálefnum Reykjavíkur, heldur einnig
að landsmálum. Leiddi það til þess, að hann var kosinn
þingmaður Reykvíkinga vorið 1914. Um það segir hann
svo: „Jeg lenti einhvern veginn í þessu, án þess að það
væri mjer nokkurt kappsmál að vera alþingismaður,
fannst jafnvel, að jeg hefði ekki tíma til þess, svo mörgu
öðru sem jeg hafði að sinna. En er út í kosningaslaginn
var komið, varð þetta mjer frekar ánægjuefni, hafði
gaman af því að tala á fjölmennum fundum og fannst
hálfgert sport í óvissunni um úrslit."
Það er annars um þessar kosningar að segja, að
Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta á þingi. Hannes
Hafstein var þá ráðherra í annað sinn og baðst lausnar.
Kom því til kasta Sjálfstæðisflokksins að tilnefna nýjan
ráðherra. Skúli Thoroddsen fjekk ekki nægilegt fylgi og
komu þá einkum til greina þeir Sigurður Eggerz, Einar
Arnórsson og Sveinn Björnsson. Segir Sveinn svo frá, að
þetta hafi komið flatt upp á sig því honum hefði aldrei
dottið í hug að til kæmi að hann yrði tilnefndur sem
ráðherraefni, nýkosinn á þing og yngstur allra þing-
manna. Svo fór þá, að Sigurður Eggerz varð ráðherra.
Á Alþingi þetta ár voru samþykktar veigamiklar
breytingar á stjórnarskránni. Konungskjörnir þingmenn
hurfu þá úr sögunni og landskjörnir þingmenn komu í
þeirra stað. Rýmkaður var kosningarjettur og m.a. fengu
SJÁ NÆSTU SÍÐU
1881-1981