Morgunblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981
|K*f0ttitÞ!ðfetfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
,Sveinn Björnsson
Idag er minnzt aldarafmælis Sveins Björnssonar, en það kom í hans
hlut að verða fyrsti forseti íslenzka lýðveldisins og markaði hann
þannig djúp spor í samtímasögu okkar. Það var engin tilviljun að Sveinn
Björnsson skipaði fyrstur manna þetta virðulega embætti. Hann ólst
upp í því andrúmi, sem faðir hans Björn Jónsson, skapaði í kringum sig,
en hann var einn skeleggasti stjórnmálamaður landsins í sjálfstæðis-
baráttunni. Sveinn Björnsson hélt út í lífið með veganesti þessarar
baráttu í brjósti sínu og var ekki gamall maður, þegar hann hóf afskipti
af stjórnmálum, enda munaði minnstu, að hann yrði ráðherra Islands
1915. Þá var hann einn af forystumönnum gamla Sjálfstæðisflokksins,
sem faðir hans hafði leitt til margra sigra, en flokkurinn klofnaði 1915
og lenti Sveinn Björnsson í því flokksbrotinu, sem kallað var „langsum".
Að lokinni þátttöku í stjórnmálabaráttu hér heima í upphafi þriðja
áratugarins, hóf Sveinn Björnsson brautryðjandastarf í utanríkisþjón-
ustunni og helgaði krafta sína þjóð og landi, sem þá hafði fengið
fullveldi úr hendi Dana. Starf Sveins Björnssonar í utanríkisþjónust-
unni var svo giftudrjúgt, að hann var kvaddur til ráða þegar heim kom
frá Danmörku, þar sem hann hafði gegnt sendiherrastarfi, og var
íslenzkum stjónvöldum mikilsverður ráðgjafi í upphafi styrjaldar. Þá
var hann kosinn ríkisstjóri íslands 17. júní 1941 og loks fyrsti forseti
landsins að Lögbergi á Þingvöllum af Alþingi Islendinga. Hann hafði að
vísu átt í nokkrum útistöðum við forystumenn í stjórnmálum vegna
deilna um hraðskilnað eða lögskilnað, sem svo var nefnt, og lenti ekki
sízt í andstöðu við forystumenn stærsta stjórnmálaflokksins, Sjálfstæð-
isflokksins, sem börðust af oddi og egg gegn lögskilnaðarmönnunum í
utanþingsstjórn dr. Björns Þórðarsonar og innan Alþýðuflokksins, en
þar voru lögskilnaðarmenn sterkastir, þó að þeir ættu góða fulltrúa í
öllum flokkum. Lögskilnaðarmenn vildu fresta stofnun lýðveldis, þar til
hernámi Þjóðverja lyki í Danmörku en hraðskilnaðarmenn stefndu að
lýðveldisstofnun, er sambandslagasamningurinn rynni út 1943.
Sjálfstæðismenn áttu erfitt með að skilja, að ríkisstjóri skyldi skipa
yfirlýstan lögskilnaðarmann forsætisráðherra utanþingsstjórnar, og af
þeim sökum treystu ekki allir forystumenn Sjálfstæðisflokksins sér til
þess að greiða Sveini Björnssyni atkvæði á hinum sögulega þingfundi á
Þingvöllum þegar lýðveldi var stofnað. Naut þó Sveinn Björnsson mikils
álits og virðingar þjóðar og þings og það átti eftir að sýna sig, að hann
varð farsæll forseti og átti gott samstarf við stjórnmálamenn í öllum
flokkum, ekki sízt Sjálfstæðisflokknum. Formaður hans, Ólafur Thors,
og Sveinn Björnsson áttu lengst af gott samstarf eftir að Sveinn var
orðinn forseti Islands. Það féll að sjálfsögðu í hlut fyrsta forsetans að
gefa embættinu þann blæ, sem það síðan hefur haft og skapa því þá
virðingu og það traust með þjóðinni, sem varð landinu til blessunar í
forsetatíð Sveins Björnssonar. Þá voru tímarnir að visu aðrir en nú og
ekki langt síðan Island hafði verið konungsríki. Meðalvegurinn var því
vandrataður. Bakhjarl Sveins Björnssonar í forsetastarfinu var
arfurinn úr foreldrahúsum og mikilsverð reynsla, ekki sízt á erlendum
vettvangi — en þó umfram allt menningararfur þjóðarinnar sjálfrar og
sú trú á forsjónina, sem hafði verið henni sterkasta vörnin, þegar á
reyndi. Sveinn Björnsson fór aldrei í launkofa með þá skoðun sína, að
þetta tvennt, kristin trú og menningararfur íslendinga, væru það
leiðarljós, sem bezt myndi duga hinu unga lýðveldi. I þeim anda starfaði
hann sjálfur. Og þegar hann var allur, var hann syrgður af þjóð sinni, og
ekki sízt þeim stjórnmálamönnum sem í forystu voru, eins og sjá má af
merkri minningargrein Ólafs Thors um hann. Þar minnir Ölafur á
yfirgnæfandi kosti Sveins Björnssoriar sem forseta. Og þjóðin öll tók
undir. Það er því með gleði og þakklæti, sem íslendingar minnast í dag
aldarafmælis fyrsta forseta lýðveldisins. í tilefni af því hefur Agnar Kl.
Jónsson, fyrrum ráðuneytisstjóri og sendiherra, ritað merka grein í
Morgunblaðið og skal að lokum til hennar vísað.
Forsetaheimsókn
til Danmerkur
Isiendingar fylgjast vel með fyrstu heimsókn forseta íslands,
Vigdísar Finnbogadóttur, til Danmerkur. Meðan slíkar heimsóknir
efla vináttu þjóða í milli, draga úr úlfúð og alls kyns þjóðarrembingi,
eiga þær rétt á sér. Þær geta orðið til heilla. Að vísu er sá íburðarmikli
blær, sem óneitanlega er á slíkum heimsóknum, ekki alveg í takt við
þann tíma, sem við lifum. En þjóðhöfðingjar eru nú einu sinni tákn þess
fólks sem löndin byggja, og sem slíkir koma þeir fram fyrir hönd þjóða
sinna, ef um lýðræðisríki er að ræða. Það er því ekki ástæða til að
einblína um of á pomp og prakt og segja að slíkar heimsóknir séu
andstæðar lýðræðishugmyndum okkar. Með þeim viljum við minna á
sjálfstæða tilveru okkar, lýðréttindi, menningu og mannúðarstefnu. Það
er fyrst og síðast tilgangur slíkrar heimsóknar eins og forseti íslands er
nú í og fylgja Vigdísi Finnbogadóttur því beztu óskir og undir það skal
tekið, að hún flytur Dönum vináttu þjóðar sinnar, eins og hún sjálf
komst að orði í veizluræðu í Kristjánsþorgarhöll.
Á svölum Alþingishússins 18. júni 191*1*.
konur nú kosningarjett. Einnig var samþykkt heimild um
fjölgun ráðherra.
Á þessu þingi var líka samþykktur hinn svonefndi
„fyrirvari" um uppburð íslenzkra mála í ríkisráði, og var
þar um gamalt deilumál að ræða milli íslendinga og
Dana í sambandi við sjálfstæðisbaráttuna. Sigurður
Eggerz lagði stjórnarskrárbreytinguna fyrir konung með
þessum fyrirvara Alþingis, eins og honum bar, en
konungur vildi ekki fallast á hann og frestaði málinu.
Sigurður Eggerz tók afleiðingunum af því að geta ekki
komið stjórnarskrárbreytingunni fram og baðst lausnar.
Konungur ráðgaðist við Hannes Hafstein, sem þá var í
stjórnarandstöðu, um málið og ráðlagði hann konungi að
kveðja menn úr Sjálfstæðisflokknum á sinn fund.
Konungur fylgdi þessari ráðleggingu og boðaði þrjá
sjálfstæðismenn, þá Einar Arnórsson, Guðmund Hann-
esson og Svein Björnsson á sinn fund.
Þremenningarnir komu heim úr ferð sinni með tillögur
um lausn á stjórnarskrármálinu og urðu um þær miklar
umræður og deilur. Brátt kom í ljós, að líklegt mátti
telja, að meiri hluti þingmanna mundi fást til að fallast á
þessar tillögur, þannig að stjórnarskrárbreytingin næði
fram að ganga, en þar var sannarlega um hin
þýðingarmestu atriði að ræða, eins og getið hefur verið. Á
meðan þessar umræður og fundarhöld stóðu yfir, var einn
þremenninganna, Einar Arnórsson, skipaður ráðherra,
og hið einkennilega við þá skipun var, að hann hlaut
ráðherraembættið nánast af misskilningi. Er verið var að
ræða tillögur þremenninganna, höfðu þeir skipzt á
nokkrum simskeytum við einkaritara konungs, og þá
jafnan skrifað undir símskeytin eftirnöfn sín í stafrófs-
röð. Símskeytin voru alltaf send á ensku vegna stríðsins.
í síðasta símskeytinu, sem vjek að því, að þeir mundu
gera tillögu um ráðherraefni, ef konungur gæti ekki
fundið heppilegan mann sjálfur, var orðalagið þannig:
„We prefer account abnormal situation leave Majesty
personal question if considered necessary we will propose
Arnorsson Bjornsson Hannesson." Nöfnin komu í sím-
skeytinu í beinu framhaldi af texta þess og skildi
konungsritarinn niðurlagið vegna orðalagsins þannig, að
tveir hinir síðastnefndu væru að gera tillögu um hinn
fyrstnefnda í ráðherraembættið. Vegna þessa misskiln-
ings var Einar Arnórsson skipaður ráðherra.
Þegar Einar Arnórsson kom til Kaupmannahafnar
nokkru síðar, sagði hann Jóni Krabbe, að ætlunin hefði
verið að benda á Svein Björnsson, ef konungur hefði
óskað eftir ábendingu um ráðherraefni, en Sveinn
Björnsson segir frá því í endurminningum sínum, að
hann og Guðmundur Hannesson hafi verið búnir að koma
sjer saman um að tilnefna einmitt Einar Arnórsson, ef til
hefði komið. Telur Sveinn Björnsson, að misskilningur
þessi hafi verið heppilegur og bætir við, að hann mundi
ekki hafa viljað taka ráðherraembættið að sjer.
Það er athyglisvert í sambandi við stjórnarmyndanirn-
ar bæði árin 1914 og 1915, að Sveinn Björnsson, sem þá
var nýliði á Alþingi og einna yngstur þingmanna, skyldi
vera meðal þeirra helztu sem til greina komu sem
ráðherraefni, og hefði, ef hann hefði viljað verða
ráðherra og beitt sjer fyrir því að svo mætti verða, haft
mjög miklar líkur til að hreppa embættið.
Þegar heimsstyrjöldin skall á í ágústbyrjun 1914 sat
Alþingi á rökstólum og kaus strax fimm manna nefnd,
sem skyldi vera ráðherra til aðstoðar í sambandi við ýmis
mál sem ljóst var að upp mundu koma vegna ófriðarins.
Sveinn Björnsson var einn þessara manna, en nefndin
gekk undir nafninu „velferðarnefndin". Tók hún undir
eins til óspilltra mála og gerði mjög mikið gagn á þeim
erfiðu tímum sem nú fóru í hönd. Eitt af fyrstu
verkefnum Sveins Björnssonar í nefndinni var ferð til
Bandaríkjanna ásamt Ólafi Johnson stórkaupmanni. Það
var augljóst, að það gæti orðið þýðingarmikið að koma á
viðskiptum við Ameríku. Þeir fjelagar fóru með leigu-
skipi til New York, er flutti þangað íslenzkar afurðir og
keyptu í staðinn ýmsar nauðsynjavörur til landsins. Gekk
þessi ferð giftusamlega og var upphafið að töluverðum
viðskiptum við Vesturheim sem hjeldust allt til ársins
1920.
í annað skipti á stríðsárunum, eða nánar til tekið
snemma á árinu 1916, fór Sveinn Björnsson til samninga
í London að beiðni stjórnarinnar. Talin var nokkur hætta
á, að viðskipti milli íslands og Bretlands gætu stöðvazt
vegna aðgerða af Breta hálfu af því að þeir hefðu grun
um, að íslenzkar afurðir færu að einhverju leyti til
Þýzkalands um Norðurlönd, en Bretar höfðu sett
hafnbann á Þýzkaland. Sveini Björnssyni tókst að ná
hagstæðu samkomulagi við Breta og var það endurnýjað
árlega með ýmsum breytingum fram yfir stríðslok.
Þetta voru fyrstu störfin, sem Sveinn Björnsson vann
að fyrir stjórnina á sviði utanríkisviðskipta landsins.
Haustið 1916 fóru fram kosningar til Alþingis. Sveinn
Björnsson hafði ekki hugsað sjer að bjóða sig fram til
þings þá, því honum fjell ekki sjerlega vel að sitja á þingi,
en ljet þó til leiðast fyrir fortölur samherja sinna.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði klofnað í tvennt, „langsum"
og „þversum" út af stjórnarskrármálinu og lausn
„fyrirvara" málsins. Harðskeyttastir gegn Sveini
Björnssyni í þessum kosningum, eftir því sem honum
sjálfum segist frá, voru fyrri flokksbræður hans
„þversummennirnir". „Ljetu þeir einskis ófreistað til að
fella mig. Enda fjell jeg — mjer til talsverðs hugarljett-
is.“
Sveinn Björnsson var þó ekki laus við pólitísku
bakteríuna, hann hjelt áfram að fylgjast vel með
stjórnmálum og tók þátt í þeim utan þings. Haustið 1919
fóru fram kosningar til Alþingis. Þá voru sambandslögin
gengin í gildi og um það leyti riðlaðist mjög hin gamla
flokkaskipting auk þess sem nýir flokkar voru stofnaðir.
Kom nú upp sú hugmynd, að reynt yrði að sameina góða
og gegna menn úr Heimastjórnarflokknum og Sjálfstæð-
isflokknum við þessar kosningar. Þannig varð það og í
Reykjavík fjellst Sveinn Björnsson þá á að fara í framboð
fyrir Sjálfstæðismenn eftir að fast hafði verið leitað eftir
því hjá honum. Reykvíkingar kusu þá tvo þingmenn og
fjekk Sveinn Björnsson flest atkvæðin við þessar
kosningar.
Seta Sveins Björnssonar á Alþingi varð þó ekki löng. Á
fyrsta þinginu eftir þessar umræddu kosningar sam-
þykkti Alþingi fjárveitingu til stofnunar sendiherraemb-
ættis í Kaupmannahöfn og varð Sveinn Björnsson fyrir
valinu í það starf og þar með fyrsti sendiherra hins
fullvalda íslenzka ríkis. Skal nú nánar vikið að þessu
máli.
Samkvæmt sambandslögunum var Dönum falið að fara
með utanríkismál íslands í umboði þess, en á hinn bóginn
gátu Danir að sjálfsögðu ekki gætt hagsmuna íslendinga
gagnvart sjálfum sjer. Þess vegna var sett um það ákvæði
í sambandslögin, að hvort landið um sig gæti ákveðið,
hvernig hagsmuna þess sjálfs og þegna þess skyldi gætt í
hinu landinu. Danska ríkisstjórnin tók það ráð að skipa
hjer fullgildan sendiherra árið 1919 og þótti islenzku
stjórninni því rjett að skipaður yrði gagnkvæmt
fullgildur sendiherra fyrir ísland í Darfmörku, enda var
það í samræmi við þær reglur sem gilda um slíkt í
samskiptum fullvalda ríkja að alþjóðalögum. Ríkisstjórn-
in leitaði því heimildar Alþingis um fjárveitingu til
stofnunar sendiherraembættis í Kaupmannahöfn.