Morgunblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981
21
Aldarminning:
Helgi Jónsson
Sólvangi
Að Geldingaá í Leirársveit,
Borgarfjarðarsýslu, stóð vagga
Helga Bjarna Jónssonar fyrrum
bónda að Jarðlangsstöðum í Borg-
arhreppi, Borgarfjarðarsýslu og
Glæsivöllum í Miðdölum, Dala-
sýslu, en siðast um 19 ára skeið í
Vestmannaeyjum.
Þar fæddist hann 27. febr. 1881,
en foreldrar hans höfðu búið á
nokkrum stöðum öðrum, t.d. Ind-
riðastöðum í Skorradal, Narfa-
stöðum í Melasveit, á Geldingaá
bjuggu þau í 9 ár, Áskoti frá 1882.
Foreldrar Helga voru hjónin:
Kristín f. 20. des. 1843, d. 2. febr.
1917. 74 ára að aldri Jónasdóttir
söðlasmiðs í Belgsholti í Melasveit
f. 14. ágúst 1816 d. 16. des. 1854
Benediktssonar prests á Stóru-
Giljá í Austur-Húnavatnssýslu
Jónssonar prófasts Húnvetninga f.
1738 d. 1819 á Höskuldsstöðum á
Skagaströnd. Séra Jónas átti 3
konur, en sú síðasta var dóttir
séra Björns í Bólstaðarhlíð. Séra
Benedikt síðar í Hítardal faðir
Jónasar söðlasmiðs var kvæntur
Ingibjörgu dóttur séra Björns í
Bólstaðarhlíð. (Bólstaðarhlíðar-
ætt.)
Móðir Kristínar var Helga þjón-
ustustúlka á sýslumannssetrinu
Leirá í Leirársveit hjá Jóni Árna-
syni sýslumami, sem var mjög
kvenhollur maður og átti margt
barna, Sveinsdóttir bónda að
Búrfelli í Hálsasveit Vigfússonar.
Faðir Helga: (Deildartunguætt).
Jón f. 17. nóv. 1840 d. 49 ára
gamall 23. okt. 1889. fæddur í
Deildartungu í Reykholtsdal
Jónssonar bónda þar. Föðurmóðir
Helga: Guðrún Böðvarsdóttir hús-
freyja í Deildartungu, Sigurðsson-
ar bónda að Hofsstöðum í Hálsa-
sveit, síðar á Skáney í Reykholts-
dal, frábær mannkostamaður.
Hér hafa verið taldir sem næst-
ir standa Helga í Sólvangi í föður-
og móðurættum. En föðursystkini
hans voru er upp komust, en
föðurfaðir hans átti tvær konur:
Ingibjörg húsfreyja á Húsafelli,
móðir Kristleifs fræðimanns á
Stóra-Kroppi, og þeirra mörgu
merku systkina. Þuríður hús-
freyja á Háafelli í Hvítársíðu,
amma Jóns prófessors í Kaup-
mannahöfn og skálds Helgasonar.
Jón bóndi í Deildartungu, langafi
Kristleifs bankastj. í Samvinnu-
bankanum, og þeirra systkina.
Jóhannes bóndi á Hól í Lundar-
reykjadal, langafi t.d. Björns raf-
magnsverkfræðings Kristinssonar
yfirlæknis Björnssonar. Guðríður
húsfreyja í Þingnesi, amma
Björns Sveinbjörnssonar forseta
Hæstaréttar Islands, langamma
Einars Karlssonar hjá Almennum
Tryggingum. Helga húsfreyja á
Úlfsstöðum, amma Kristínar konu
Joseps Brandssonar í Lundar,
Manitoba og þeirra systkina.
Helga var móðir Guðrúnar á
Húsafelli, amma Freymóðs Þor-
steinssonar bæjarfógeta í Vest-
mannaeyjum. Sigríður húsfreyja í
Fróðhúsum, móðir Árna Eggerts-
sonar fasteignasala, borgarráðs-
manns í Winnipeg, amma Leós
Sigurðssonar rafmagnsverkfræð-
ings í White Rock B.C. Sigurður
bóndi á Indriðastöðum í Skorra-
dal, langafi Eggerts Stefáns Sig-
urðssonar Waage forstjóra í
Kópavogi. Harolds Sigurðssonar
vélvirkja í Swan River, Manitoba,
Russel Carls Hrappsted í Swan
River. Jón bóndi á Indriðastöðum,
faðir Helga á Sólvangi. Vigdís
húsfreyja í Deildartungu, amma
Hjalta Pálssonar framkvæmda-
stjóra hjá SIS, langamma Bjarna
organista og bónda í Nesi í
Reykholtsdal Guðráðssonar. Guð-
rún húsfreyja í Bæ, Bæjarsveit,
langamma Garðars Halldórssonar
húsameistara ríkisins, Áslaugar
Andrésdóttur konu Péturs aðstoð-
arbankastj. Samvinnubankans og
skrifstofustjóra, Erlendssonar.
Móðursystkini Helga í Sólvangi:
Kristín kaupmannsfrú á Vopna-
firði, átti Jakob Helgason kaup-
mann, foreldrar frú Þuríðar J.
Kvaran, eiginkona Sigurðar
Hjörleifssonar Kvarans læknis í
Höfðahverfislæknishéraði, nú
Grenivík. Mad. Sigríður Jónas-
dóttir, að Melstað í Miðfirði f. 10.6.
1850, eiginkona séra Þorvalds
Björnssonar að Reynivöllum og
síðar á Melstað. Er af þeim
hjþnum kominn mikill ættbogi í
Húnaþingi, framúrskarandi
mannkostafólk. Benedikt f. 7.
marz 1854, fór til Ameríku.
Eftir lát föður síns var Helgi í
skjóli móður sinnar frú Kristínar
Jónasdóttur er sat áfram á búinu í
Áskoti til aldamótanna síðustu.
Helgi eins og önnur systkini hans
bar einlægan hlýhug til frábærrar
móður sinnar. Þau sýndu henni
sérstaka huglátssemi. Kristín Jón-
asdóttir hafði framúrskarandi
þrek, stilling hennar sérstök, er
studdi hana í þrautum og raunum
lífsins, en hún átti svo sannarlega
örugga og vonglaða lund. Frk.
Margrét Björnsdóttir hanskagerð-
ardama Þorsteinssonar að Bæ í
Bæjarsveit er var stálminnug og
örugg, mundi langömmu mína vel,
gaf mér er þessar línur skrifa,
skemmtilegar minningar um
hana. Kristín fór eins og að
framan greinir ekki varhluta af
áföllum lífsins, en húsmóðurhlut-
verkinu gegndi hún af alúð og
samviskusemi, skilningurinn, til-
finningin, viljinn runnu saman í
einni heild hjá Kristínu Jónas-
dóttur sem eins og aðrar einstæð-
ar mæður hafa haft, ótakmarkað-
an kærleika til barna sinna. Krist-
ín ólst ekki upp í skjóli föður síns,
svo ef til vill verið henni tilfinn-
ingamál að standa á eigin fótum.
Hjá Kristínu Jónasdóttur fór
saman atgervi til sálar og líkama,
tilfinningaríki mikið, örlyndi og
gjafmildi með fádæmum. Kristín
og Jón í Áskoti áttu fimm sonu og
tvær dætur. Jón málarameistara í
Reykjavík, tók sér ættarnafnið
Reykdal, f. 28. sept. 1865, átti
Fanney Valdimarsdóttur. Guðrún
húsfreyja að Ormsstöðum á
Fellströnd, Klofningshreppi,
Dalasýslu, f. 23. febr. 1871, átti
Gest Magnússon bónda þar. Jó-
hannes smiður í Kvöldúlfi f. 22.
maí 1872, var þríkvæntur, Helga
Vigfúsdóttir, Sólveig Sæ-
mundsdóttir, Kristín Jónsd.
Magnús, formaður, organisti, rit-
stjóri, skáld (Hallfreður), bjó á
Sólvangi í Vestmannaeyjum síð-
ast. Átti Hildi Ólafsdóttur. Þor-
björn smiður í Seattle, Banda-
ríkjunum, f. 3. marz 1877. Átti
Brynhildi Erlendsdóttur. Helga f.
18. apríl 1879, d. 20. febr. 1880.
Helga Jónssyni var það fyrir
mestu að geta sem fyrst í barn-
æsku hjálpað göfugri og góðri
móður. Föðursystkini hans voru
Helga og systkinum hans ógleym-
anlega mikils virði. Helgi var sem
barn dulur og fáskiptinn, svo var
hann líka til æviloka. Helgi var
gæddur ágætum námsgáfum, en
því miður var ekki um langskóla-
nám að tala, en lauk búfræðings-
prófi frá Hvanneyri um 1900.
Hugsunin var ljós, vandvirknin
stórkostleg, furðu vel að sér, enda
jafnan sílesandi, er tóm gafst.
Bókakostur var góður á heimili
hans um þau mál, sem honum
voru hugleiknust, andrúmsloftið á
heimili hans var honum upp-
spretta mikillar gleði, víðsýni og
mennta. Helgi varð ágætlega að
sér í bókmenntum.
Helgi hafði drengilegt og hreint
hjarta, frábærlega grandvar mað-
ur. Fórnfús og mikill drengur og
trölltryggur vinum sínum.
Helgi Jónsson kvæntist 25. okt.
1913, Jósefínu Sigurðardóttur. Var
hún á 22 aldursári er þau áttust.
Þau áttu mjög vel saman. Jósefína
var gáfuð kona, höfðingi í lund og
svo hjartagóð, að hún mátti ekkert
aumt sjá án þess að hjálpa. Þau
hjónin virtu hvort annað mikils og
leit Jósefína ávallt upp til Helga
sem mikils gáfumanns. Helgi
kunni líka vel að meta hennar
skörpu greind.
Foreldrar Jósefínu voru hjónin:
Sigurður f. 19. nóv. 1850, d. 23. júní
1933 í Ögursveit við Djúp, Jónsson
bónda í Knarrarhöfn 1850—1871.
Jónssonar bónda í Skálholtsvík í
Hrútafirði f. 1776, d. 1812, Hjálm-
arssonar prests í Tröllatungu
Þorsteinssonar.
Eiginkona Sigurðar og móðir
Jósefínu, Hólmfríður f. 1853 d.
1929, Guðmundsdóttir frá Hrapps-
stöðum Ólafssonar. Móðir Hólm-
fríðar var Hólmfríður f. 1829, d.
1953, Bergþórsdóttir frá Leikskál-
um Þorvarðarspnar.
Systkini Jósefínu voru Guðrún,
átti Gunnar H. Gíslason í Ármúla,
Sigurbjörn í Reykjavík, Margrét
ljósmóðir, Halldór sjómaður dó á
Eskifirði, Finnbogi dó 17 ára
gamall.
Jósefína og Helgi voru einkar
samhent, ást þeirra og umhyggja
gagnvart dætrum þeirra 5 var
ótakmörkuð. Ættrækni og gest-
risni var þeim báðum í blóð borið.
Gestrisninni á heimili þeirra hef-
ur verið viðbrugðið af öllum. Þau
fóru með gesti sína eins og
foreldrar með börn. Þau hjónin
höfðu hið mesta yndi af að spila og
tefla, bæði skák og kotru, mjög oft
lomber.
Dætur þeirra eru þessar og allar
á lífi: Guðrún, yfirhjúkrunarkona
á heimili NLFÍ í Hveragerði,
húsfreyja. Eiginmaður hennar,
Ársæll Karlsson frá Gamla-
Hrauni Eyrarbakka, vélstjóri.
Börn þeirra tvö, Helgi pípulagnm.
í Hveragerði, f. 1949, kv. Steinunni
Óskarsdóttur úr Stykkishólmi.
Guðfinna f. 1951, húsfreyja í De
Vere Garden, Ilford, Essex í Eng-
landi, gift Zenak Smidak tölvu-
fræðingi frá Tékkóslóvakíu. Krist-
ín húsfreyja í Vestmannaeyjum.
Eiginmaður Haraldur Sigurðsson
járnsmíðameistari frá Ey í Land-
eyjum. Fóstursonur þeirra Helgi f.
12. nóv 1945, stýrimaður í Vest-
mannaeyjum, Kristinsson skip-
stjóra Magnússonar formanns og
ritstjóra Jónssonar, bróður Helga
föður Kristínar. Helgi drukknaði
5. nóv. 1%8 með vb. „Þráni“.
Dóttir Helga Kristinssonar er
Kristín f. 1. júlí 1966. Hólmfríður
húsfreyja í Reykjavík, ekkja
Kristjáns Friðriks heildsala
Kristjánssonar frá Hvammi í
Dýrafirði bl. Halldóra lyfjatæknir
fyrr í Vestmannaeyjaapóteki nú í
Holtsapóteki í Reykjavík. Dóttir
hennar Fríða Sigrún f. 1950, kenn-
ari og bókavörður, húsfreyja í
Rvík Haraldsdóttir. Gift Sigur-
birni húsamálara og kennara í
Reykjavík Helgasyni úr Hvera-
gerði. Þrúður húsfreyja á Hellu á
Rangárvöllum. Eiginmaður Óskar
húsasmíðameistari Einarsson frá
Hallskoti í Fljótshlíð. Kjörsonur
Helgi Bjarni f. 1955 starfsm. við
Hrauneyjaf. kv. Guðrúnu Eiríks-
dóttur á Hellu.
Jósefína var eins og áður er sagt
hin mesta gáfukona, mikill skör-
ungur. Hún andaðist 21. nóv. 1971,
hafði þá verið ekkja í 28 ár.
Helgi afabróðir minn, bróðir
Jóhannesar föðurföður míns, var
mikill höfðingi með örlátt hjarta,
óbilandi kjark og einlægni mikla,
starfsþrá en var rúmliggjandi
síðustu ár. Helgi andaðist 13. jan.
1943, sextíu og tveggja ára.
Blessuð sé minning hjónanna
Jósefínu og Helga B. Jónssonar.
Helgi Vigfússon
Sambyggt tæki
með toppgæði
SHARP SG-1H/HB:
Klassa steríó sam-
stæöa í „silfur" eða
brons“ útliti.
... ;
>»
Breidd 390 mm. Hæð 746 mm / 373 mm
Dýpt 330 mm.
Reimdrifinn
hálfsjálfvirkur
plötuspilari
m. magnetic
pickup.
Rafeinda
móttökumælir.
• LM, MW
og FM bylgjur.
• Rafeinda
Topp”
styrkmælir.
SG-1HB
* □□
DOLBY
fyrir betri upptökur.
• Útgangsorka
2x27 Wött
v/4 Ohm.
/METAL
Stilling fyrir metal
kassettur.
SHARP CP-1H/HB:
Hátalarar, bassa .og diskant (2 way), 25
Watta í „silfur" eöa „brons“ útliti.
Breidd 220 mm. Hæð 373 mm. Dýpt 18.3 mm.
Allt settið, Verð 6.320.-.
HLJOMTÆKJADEILD
llLift karnabær
LAUGAVEGI 66 SIMI 25999
\
Utsölustaðir Karnabær Glæsibæ -Fataval Keflavik - Portið Akranesi - Eplið isafirði - Álfholl Siglufirði
Cesar Akureyr: - Hornabær Hornafirði - Eyjabær Vestmannaey|um - M M h f. Selfossi