Morgunblaðið - 27.02.1981, Side 22

Morgunblaðið - 27.02.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 Sigurlína Ebenezer- dóttir - Minningarorð Fædd 6. maí 1893. Dáin 19. febrúar 1981. Sigurlína Ebenezersdóttir var fædd í húsi foreldra sinna á Lindargötunni í Reykjavík. Ólst hún þar upp ásamt bróður sínum og þrem systrum. Faðir hennar var sjómaður, lagði net sín fyrir hrognkelsin í Faxaflóa á vertíðum, en stundaði verkamannavinnu utan þess. Sigurlína fór ung að vinna fyrir brauði sínu og starfaði lengstum í prentsmiðjunni Gutenberg. Sam- starfsmaður hennar þar var Magnús Helgi Jónsson prentari, og honum giftist Sigurlína 22. marz 1922. Þau hófu búskap sinn á Lindargötunni, en fluttust síðar í Lambhól við Þormóðsstaðaveg, en þar byggði Magnús hús ásamt bræðrum sínum og áttu þau Sig- urlína þar heimili unz Magnús lézt 19. desember 1957. Þau áttu fjórar dætur: Ingibjörgu Ebbu, gift Grími Ásmundssyni bónda, Neðra-Apavatni (d. 1978), áttu þau 4 börn; Ragnhildi Jónu, gift Kristjáni Kristjánssyni kjötiðnað- armeistara, eiga 7 börn; Unni, dó ógift, átti einn son; Helgu, gift Sigurði Björnssyni húsasmíða- meistara, eiga 3 börn. Sigurlína bjó í Lambhóli ásamt Unni dóttur sinni og syni hennar eftir lát manns síns, en fluttist ásamt honum í hús Helgu dóttur sinnar, er Unnur andaðist árið 1%6. Eftir það hélt Sigurlína dótturbörnum sínum heimili eftir aðstæðum og meðal þeirra barna er sú, er þetta skrifar; fékk hún að fara austur yfir heiði til að nema litteratúr heimsins af því hún átti skjól hjá ömmu sinni í Reykjavík. Það fór ekki mikið fyrir ömmu í tilverunni, en handarverk hennar innanstokks báru henni vel sögu. Yndi hennar virtist vera að gera vel til fólks sins, gefa því það sem hún átti til, og sá sem það fékk, bjó við gott atlæti og á fyrir það að gjalda ömmu sinni ævilanga þökk. Magnúsi, manni sínum, sem var starfsmaður mikill, gerði hún hlýlegt athvarf, þar sem hann naut hvíldar í erli daganna. Milli þeirra mun hafa ríkt gagnkvæmt traust og virðing alla tíð og amma var honum trú í hugsun sinni þau mörgu ár, sem hún lifði hann ekkja. Hún hélt ævinlega tryggð við hugsjónir hans og flokk og þann skáldskap, sem þau höfðu lesið saman og þær lífsskoðanir, sem voru þeim sameiginlegar. Dætrum þeirra gaf hún í vega- nesti hjartahlýju og æðruleysi, sem hvort tveggja voru sterkir þættir í fari hennar. Þessar gjafir voru henni ríkulega endurgoldnar með ræktarsemi dætra hennar, þegar hún var svo mörg ár rúm- liggjandi á Vífilsstaðaspitala, líkamlega þrotin að kröftum, en hélt ævinlega andlegri reisn. Það ber fagurt vitni um það rúm sem hún skipaði í hugum dætra sinna, hversu oft þær komu til hennar á spítalann og gáfu henni hlutdeild í þeirri mannlegu hlýju, sem hún sjálf hafði gefið þeim. Amma var hlédræg kona, hóg- vær og fámælt, hún fór ekki sérlega víða og það þekktu hana fáir, en hún ávann sér virðingu og velvild þeirra, sem kynntust henni að nokkru. Vettvangur hennar var heimili og fjölskylda og lengstum fylgdist hún með þjóðmálum og heimsmálum vegna þess hún taldi þau einnig koma við heill hverrar fjöiskyldu. Þær voru allmargar síðdegisstundirnar, sem við amma áttum saman nokkur misseri, hún sagði þá stundum frá liðinni tíð, þegar þessi bær var enn yngri en nú er og fyrirfólk bæjarins gekk með hatta og tók ofan hvert fyrir öðru úti á götu. Sjálf tók hún þátt í uppvexti bæjarins með sínu hljóðláta ævistarfi. Það er mikils virði að vita af ljósunum sem lifðu bak við gluggana hennar ömmu í húsinu hennar í Lambhól vestur við Grímsstaðaholt. Þar átti inni dagleg barátta verkmanns fyrir rétti vinnandi manna, þar voru bækur hafðar í hávegum; ljóða- bækur og fornsögur og ævintýri í skinnbandi, allt lesið og ívitnað í heimahúsum og á fundum. Mörg handtök þurfti til að afla daglegs brauðs og til þess að geta látið vera hlýtt í hverju herbergi. Fólk- ið á Grímsstaðaholtinu hafði í tíð ömmu minnar bæði grasnyt og sjófang sér til framfæris. Amma hafði dálítinn kálgarð undir hús- vegg, hún átti fáeinar hænur í hlaðvarpanum innan um njóla, baldursbrá og hvönn og hún drýgði heimilistekjurnar með því að taka að sér að þurrka fisk fyrir Alliance-félagið, er hafði fiskverk- unarstöð þar í holtinu. Með hjálp dætra sinna ungra breiddi hún sumarlangt fisk á grjótið í fjör- unni hvern morgun til þerris, þegar sá til sólar, og tók hann saman á kvöldin. Fólkið á holtinu átti sitt daglega brauð undir mislyndum náttúruöflum og það varð að sækja rétt sinn með vitsmunum og seiglu á hendur misvitrum yfirmönnum á vinnu- stöðum og til yfirvalda landsins. Því þokaði alltaf áleiðis til lífvæn- legri kjara og það var ef til vill ekki sízt fyrir þá hjartahlýju, sem einkenndi lífssýn kvenna eins og hennar ömmu minnar, sem svo mörg misjöfn ár kveikti daglega ljós í einu litlu húsi niður við víðreistan sjó. Með þessum tötralegu orðum er henni af alhug þakkað fyrir allt. Guðrún Ása Grímsdóttir + Útför eiginmanns míns og fööur okkar, EINARS DAGBJARTSSONAR, Asgaröi, Grindavík, fer fram frá Grindavíkurkirkju, laugardaginn 28. febrúar kl. 2. Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti Grindavíkurkirkju njóta þess. Laufey Guöjónsdóttir og börn. GUDRIDUR SIGURDARDOTTIR, fyrrum skólastjórafrú í Borgarnesi, lést í Hrafnistu 25. febrúar. Vinir hinnar létnu. Móöir okkar, MAGOALENA SIGURGEIRSDOTTIR, Hvammi, Arnarneshreppi, Eyjafiröi, andaöist 25. febrúar á Fjóröungssjúkrahúsinu Akureyri. Jaröarförin auglýst síöar. . _ Þóröur G. Þóröarson, Halldór H. Þórðarson, Ásta S. Þóröardóttir, Magöalena S. Þóröardóttir. + Eiginmaöur minn, SIGURDUR HELGI GUDMUNDSSON, skipasmiöur, lést aö heimili sínu Mosgeröi 1, 26. febrúar. Olafía Guðmundsdóttir. + Fósturmóöir mín, GUORUN ÞORVALDSDÓTTIR fré Kroppsstööum í Önundafiröi, lést aö Dvalarheimilinu Hrafnistu 25. febrúar 1981. Oddur Jónsson. Leiðrétting í MINNINGARGREIN hér í blað- inu í gær eftir Ólaf B. Thors um Baldvin Einarsson féll niður hluti málsgreinar, en rétt er málsgrein- in þannig: Halldóra sem starfar hjá Al- mennum tryggingum, er gift Valdimar Bergstad sölustjóra, eiga þau tvo syni, Hjört og Baldvin. Minning: ------ 4 Halldór Davíðsson Syðri-Steinsmýri Fæddur 30. janúar 1895. Dáinn 12. febrúar 1981. Haildór Daviðsson var fæddur í Fagurhlíð í Landbroti, Vestur- Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Davíð Davíðsson og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, búandi hjón í Fagurhlíð. Halldór dvelur hjá foreldrum sínum þar til faðir hans deyr. 1912 fer hann með móður sinni og ræðst vinnumaður að Arnardrangi í sömu sveit. Á þeim árum sem Halldór er vinnu- maður í Arnardrangi byrjaði hann, er hann hafði aldur til, að fara á vertíð suður með sjó, en síðar um fjölda ára á togara. Farið var um áramót af stað, stundum gangandi, voru það stundum erfið- ar ferðir frá Kirkjubæjarklaustri til Reykjavíkur, flest vötn óbrúuð og allra veðra von, kannast ég við þær vetrarferðir frá árunum 1924 og 1925 er ég tók þátt í þeim. Halldór var ætíð heima í sveitinni á sumrin. Ekki voru vökulögin komin á togurunum þegar Halldór byrjaði að vinna á þeim, þá urðu menn að standa við vinnu sína óslitið með- an hægt var án svefns eða hvíldar. Fengu ekki nema duglegustu menn þá vinnu, en Halldór átti alltaf víst skipsrúm á togaranum Baldri. Hann var af dugnaðarfólki kominn enda reyndist hann lið- tækur til allra verka bæði til sjós og lands. Ég sem þessar línur skrifa kynntist Dóra, eins og hann var ætíð kallaður, er ég var á ferming- araldri, tel ég það mikið lán að hafa kynnst honum þá þar sem ég hafði þá þegar mikinn áhuga fyrir skipum og sjómennsku. Halldór var mikill verkmaður og góður leiðbeinandi, samviskusamur og trúr þjónn yfirmanna sinna. Benti hann mér unglingnum á ýmsar þær hættur sem mæta unglingum á leiðinni út í lífsbaráttuna, meðal annars vil ég nefna að umgangast áfengi, þannig að láta það ekki ráða ferðinni, og mörg fleiri heil- ræði sem óþroskuðum unglingi var gott að vita. Halldór vildi ekki yfirgefa sveit sína, né helga sér sjómannslífið sem ævistarf þótt honum stæði til boða betri tíð sem sjómaður eftir að vökulögin á togurum tryggðu þar betra viðurværi en áður var. Hann hafði ætíð í huga umhverfi það, sem hann var fæddur og uppalinn við, fjallahringinn frá Öræfajökli til Mýrdalsjökuls og allar þær fögru sveitir og þau indælu sumur með fuglasöng í lofti og silung í öllum vötnum. í bókinni „Laufskálar ljóð og stökur eftir 39 Vestur-Skaftfell- inga“ er þessi staka eftir Halldór, sem lýsir best huga hans til heimabyggðar: nFagur er fjallahringur í fjarska sér á jökulskalla. Aflgjaflnn er ekkl ringur í ánum. sem um landiÖ falla." Árið 1927 kvæntist Halldór, Halldóru Eyjólfsdóttur frá Syðri- Steinsmýri í Meðallandi. Hófu þau búskap á jörðinni eftir föður hennar. Þá var Halldór sestur að nærri því umhverfi er hann hafði alist upp í og naut þess að hafa fjallahringinn á aðra hönd og sjóinn á hina og nýta þau hlunn- indi sem vötnin höfðu að geyma og selinn sem lónaði þar við sanda. Halldór og nábúi hans og vinur, Magnús Pálsson, komu sér upp húsi fyrir klak til þess að halda við stofni sjóbirtingsins sem þeir veiddu þar í vötnunum. Á búskaparárum Halldórs á Steinsmýri var mikið um skips- strönd á Meðallandssöndum enda kallað „skipa-kirkjugarður“. Tók Halldór ætíð þátt í björgun strandmanna, hafa þeir Meðal- lendingar hlotið hrós og viður- kenningu fyrir sitt mikla björgun- arstarf og var Halldór þar meðtal- inn. Halldóri varð vel til vina enda vildi hann allt bæta og laga. Hann var greindur maður, rökfastur í viðræðum og fylgdist með í öllum málum er uppi voru á hverjum Rudolph J. Eyland - Minningarorð Fæddur 24. júni 1923. Dáinn 17. febrúar 1981. I dag er til moldar borinn frá Fossvogskirkju Rudolph Juul Ey- land, en hann lést þann 17. þ.m. í Landspítalanum eftir þunga sjúk- dómslegu. Rúddi, eins og hann var jafnan kallaður, var fæddur í Reykjavík 24. júní 1923. Foreldrar hans voru Jenný Juul Eyland, fædd í Danmörku og Gísli Eyland skipstjóri, fæddur í Svefn- eyjum á Breiðafirði og eru þau bæði látin. Rúddi ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt fjórum bræðrum, í Reykjavík, nánar til- tekið að Laugarnesvegi 62 (eða Heiðarvöllum eins og það var kallað á þeim tíma) til ársins 1937, en þá flyst fjölskyldan til Akur- eyrar, þar sem faðir hans réðst sem skipstjóri á es. Snæfell. Á því skipi hóf Rudolph sjómannsferil sinn þar til í stríðsbyrjun, að hann fór í land. Eftir stríð hóf hann sjómennsku á ný, bæði á farskipum og togur- um, en þá var hann fluttur til Reykjavíkur. Síðustu ár ævi sinn- ar vann hann í Hampiðjunni í Reykjavík. Rúddi var ekki mannblendinn maður og tók aldrei þátt í hinu svonefnda lifsgæðakapphlaupi, en lifði fábrotnu lífi og leið best með sjálfum sér og á meðal ættingja sinna. Ekki má gleyma að geta þess hve barngóður Rúddi var, enda hændust börn að honum, einnig var hann mjög frændræk- inn. Fyrir aðeins tæpu ári lést yngsti bróðir hans, Gunnar, var það mikið áfall, þar sem þeir báru mikla umhyggju hvor fyrir öðrum og Rúddi þá þegar búinn að taka þann sjúkdóm sem dró hann til dauða. „Hin langa þraut er liðin nú lokainH hlauxtu friðinn, of( allt er orðtð rótt. Nú sæll er HÍgur unninn og sðlin bjðrl upp runnin á bak við dimma dauðans nótt.“ (V. Briem.) Blessuð sé minning góðs drengs. Mágkonur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.