Morgunblaðið - 27.02.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981
23
tíma, átti Sjálfstæðisflokkurinn
þar góðan fulltrúa. Hann hafði
ekki tækifæri til skólagöngu frek-
ar en samtímamenn hans, skóla-
ganga hans var vinnan og lífsins
skóli við amstur daganna.
Þeim Halldóri og Halldóru varð
9 barna auðið, eitt dó ársgamalt,
þau sem upp komust eru: Ingólfur
f. 1929. Sigríður f. 1930. Dagný f.
1932. Erna f. 1936. Guðríður Unn-
ur f. 1938. Kjartan f. 1939. Helga
Fanney f. 1941, Birna f. 1943.
Þetta er allt dugnaðarfólk sem
hefur fengið gott veganesti frá
foreldrum sínum. Á þeim árum
sem börnin voru ung, voru litlar
tryggingabætur fyrir bamafjöl-
skyldur, enda mun oft hafa verið
þröngt í búi hjá þeim hjónum eins
og fleirum á þeim kreppuárum. Á
búskaparárum sínum þurftu þau
tvisvar að byggja upp bæjarhúsin
vegna ágangs sands og vatns.
Er Halldór hafði búið um 30 ára
skeið á Syðri-Steinsmýri missti
hann sjónina og var honum það
mikill missir eins og öllum sem
fyrir því verða. Sonur hans Ingólf-
ur var þá fyrirvinna heimilisins
um sinn, en eldri börnin voru þá
flest farin að heiman. Árið 1959
tók öll fjölskyldan sig upp og flutti
til Reykjavíkur. I Reykjavík
komst Halldór strax í kynni við
Blindraheimilið í Hamrahlíð og
starfaði þar meðan kraftar leyfðu.
Var hann mjög þakklátur þvi góða
fólki sem hann kynntist þar. Eftir
að Halldór varð að hætta vinnu á
Blindraheimilinu er heilsu hans
hrakaði, varð hann góður liðsmað-
ur i nokkur ár, þótt blindur væri,
við öflun fjár fyrir Blindraheimil-
ið í Hamrahlíð með sölu happ-
drættismiða hér á götum Reykja-
víkur.
Halldóra andaðist hér í Reykja-
vík 1. apríl 1980.
Eftir að Halldór missti alveg
heilsuna hefur hann ekki þurft að
dvelja mikið á sjúkrahúsum.
Hann hefur ætíð átt heima hjá
Ingólfi syni sínum, var hann mjög
þakklátur honum og öllum börn-
um sínum sem hann sagði að
hefðu borið hann á höndum sér öll
síðustu árin, munu þau geyma
góðar minningar um þakklátan
föður sem þau hafa leitt um í
myrkri um 20 ára skeið.
Ég heimsótti Halldór á 86 ára
afmælisdegi hans 30. janúar sl.
þar sem hann lá á Landspítalan-
um, hann andaðist þar 12. febrúar.
Hann sagðist vera þreyttur en
brosti er ég minntist á æskustöðv-
ar hans, lítið annað gat hann sagt,
en við vitum að eitt sinn skal hver
deyja.
Eftir ósk hans verður hann
lagður til hinstu hvílu við hlið
mæðra sinna og feðra að Prest-
bakka á Síðu í þeirri fögru sveit er
hann unni. Ég vil með þessum
fátæklegu línum reyna að halda
uppi minningu góðs vinar og
velgerðarmanns, og þakka honum
fyrir samfylgdina, hefi aðeins
stiklað á fáum atriðum úr langri
ævi þessa aldamótamanns. Hann
var einn úr hópi þeirra sem unnu
hörðum höndum með skóflu og
haka, orfi og ljá áður en hin
vinnandi hönd fór að kynnast
véltækninni til að létta störfin.
Ég votta börnum hans, tengda-
börnum og öðrum ættingjum inni-
lega samúð.
Jarðsett verður að Prestbakka á
Síðu á morgun, laugardag 28. þ.m.
ólafur J. Sveinsson
Minning:
Anna Sigríður
Einarsdóttir
Fædd 1. júni 1909
Dáin 14. febrúar 1981
Þó okkur sé öllum takmarkaður
tími hér á jörð, og það liggi fyrir
okkur öllum að deyja þá erum við
yfirleitt alltaf jafn óviðbúin þegar
kallið kemur og ættingjar og vinir
eru teknir burt frá okkur. Söknuð-
urinn er mikill, en þó vitum við að
þeir sem fara á undan okkur sem
heyjum lifsbaráttuna áfram hér á
jörð eru lausir við allt það strit en
lifa í andanum hjá Drottni.
Anna var fædd 1. júní 1909 í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
þau Einar Einarsson blikksmíða-
meistari frá Mið-Grund V-Eyja-
fjöllum og Margrét Jónsdóttir frá
Berjanesi í sömu sveit.
Anna var elst af fimm systrum
sem allar lifa. Af þeim ber fyrst
að nefna alsystur Önnu, Jóninu
Geirdísi. Hún var gift Lofti Er-
lendssyni slökkviliðsvarðstjóra, en
hann lést 1974.
Anna missti móður sína 12 ára
gömul og gekk faðir hennar þá að
eiga systur fyrri konu sinnar
Sigríði. Með henni átti hann þrjár
dætur, hálfsystur Önnu, þær
Margréti sem gift er Oddi Geirs-
syni pípulagningamanni, Guð-
björgu sem gift var Magnúsi
Hjörleifssyni logsuðumanni en
hann lést 1962, og Hrefnu sem gift
er Ólafi Karlssyni málarameist-
ara.
Anna ólst upp í foreldrahúsum.
Um fermingaraldur byrjaði hún
að vinna í húshjálp, þar til hún
gifti sig 1. júni 1934, Ármanni
Guðfreðssyni trésmíðameistara. Á
öðru hjúskaparári sínu veiktist
Ármann og þurfti til dvalar á
sjukrahúsinu að Vífilstöðum.
Leystu þau upp heimili sitt en það
varð þeim báðum raun. Anna vann
nú nokkurn tíma í Iðnó en fluttist
síðan að Vífilstöðum til manns
síns 1943. Hún gerðist starfs-
stúlka í eldhúsi spítalans en Ár-
mann vann á trésmíðaverkstæð-
inu á staðnum.
Sem lítill drengur á ég margar
góðar minningar af heimsóknum
mínum til Onnu frænku á Vífó en
svo vorum við systkinin vön að
kalla hana. Heimili þeirra var
ekki stórt þar suðurfrá en greini-
lega mátti sjá og finna að hún bjó
manni sínum gott heimili og
gestum góðar móttökur.
Þau hjónin bjuggu á Vífil-
stöðum þangað til þau fluttu inn á
Kleppsveg 120 í Reykjavík 1968.
Ármann gerðist þá húsvörður í
blokkinni og var Anna með honum
í því starfi. Hann lést 1975, þá 82
ára að aldri. Þeim auðnaðist aldrei
að eignast barn saman og því var
fráfall hans mikið áfall fyrir
hana. Ármann átti þó einn son úr
fyrra hjónabandi, Svavar Ár-
mannsson, sem starfaði sem hót-
elstjóri í Bjarkarlundi en hann
lést í janúar 1980. Hann var ætíð
tryggur Ónnu og hafði reglulega
samband við hana og því var það
henni mikill söknuður er hann
lést, og tók það henni mjög nærri.
Sama ár hrakaði henni mjög
mikið, auk þess sem einveran var
henni mjög þung. Það vill verða
svo að þeir sem eru í blóma lífsins
gleymi oft þeim sem orðnir eru
einir og sökum aldurs eru hættir
að geta runnið eftir skeiðvelli
lífsins.
Anna bar sig þó ávallt vel og
heyrði ég hana aldrei minnast á
neinn krankleika sem hrjáði hana.
Hún var sérstök að því leyti.
Anna frænka var mér ávallt
tilhlökkunarefni er ég var yngri
að árum. Kom hún þá yfirleitt í
heimsókn um helgar og hafði þá
ætíð eitthvað í pokahorninu sem
hún rétti að mér og gladdi unga
sál. Hún var traustur vinur fjöl-
skyldunnar og var ávallt tilbúin
að taka þátt í leikjum okkar
barnanna. Hélst sú æskunnar
gleði og fjör svo lengi sem hún
lifði hér á meðal okkar. Eiga þeir
víst ábyggilega eftir að minnast
hennar, frændur hennar litlu á
ísafirði, er hún var að stytta þeim
stundir síðastliðið sumar.
Um leið og ég kveð kæra frænku
mína votta ég öllum ættingjum
hennar og vinum samúð mína og
bið góðan guð að blessa minningu
hennar og ykkur öll.
Einar Ingvi Magnússon
Baldvin Einarsson
forstjóri
Okkur er öllum harmur í hug,
mér og fjölskyldu minni, þegar við
kveðjum góðvin okkar Baldvin
Einarsson hinsta sinni. Frá því að
ég fyrst man eftir mér hef ég notið
nálægðar hans og konu hans,
Kristínar móðursystur minnar.
Samband sem hefur verið óvenju
sterkt og traust í gegn um árin. í
farangri okkar geymum við minn-
ingar. sem hvorki gleymast né
grandast. Minningar sem skipta
okkur öll svo miklu máli.
Baldvin var einn af þessum
mönnum sem bjó yfir sérstökum
krafti og lífsþrótti, sem fylla
okkur aðdáun og tiltrú á lífið og
tilveruna. Kraftur og fjör var það
- Kveðja
sem hann miðlaði okkur sem í
kring um hann voru. Skoðanir
hans voru ákveðnar og stjórnsemi
var honum í blóð borin, en hlýja
og umhyggja var í öllum hans
gjörðum. Ekkert var honum óvið-
komandi og alltaf var eitthvað að
gerast þar sem hann var. Um-
hverfið allt var honum eins og
myndhöggvaranum leir, efniviður
til mótunar og uppbyggingar,
hvort sem voru menn, dýr eða
gróður. Hann sat aldrei auðum
höndum meðan starfsþrek entist.
Allan framgang okkar lét hann sig
varða og var alltaf reiðubúinn að
láta til sín taka þegar þörf var á.
Minnisstæð verða mér árin sem
við stunduðum saman hesta-
mennsku, um hverja helgi í nokk-
ur ár. Natni hans við skepnurnar
og þolinmæðin sem hann sýndi
mér, óreyndum unglingi, lýsa
drengskap og vináttu. Þetta voru
dagar sem ég minnist með ævar-
andi þakklæti og gleði. Öll um-
gengni hans við náttúru þessa
lands var í sama dúr. Hann kenndi
mér að skaða ekki gróður þar sem
við vorum á ferð og skógurinn sem
hann kom til, austur á Þingvöllum
við sumarbústað sinn, verður betri
minnisvarði en þeir sem eru úr
stáli og steini. Virðingin fyrir
lífinu og gróðrinum verður fyrir
okkur öllum, sem kynntumst hon-
um, ávísun upp á framtíðina.
_ÉK (ann á þinum dánardfxi.
hve djúpt er stadfrst ltís vors ráA.
Ég sá á allrar sorgar vegi
er sólskin til með von og náð.
Og út yfir þitt ævikvðld
skal andinn li(a á nýrri ðld.“
Með þessum Ijóðlínum Einars
Benediktssonar vil ég kveðja
mann sem auðgaði okkur öll með
lífi sínu.
Pétur Björnsson
Guðný Guðnadóttir
- Minningarorð
Fædd 29. janúar 1891.
Dáin 26. janúar 1981.
Mér finnst ég verða að minnast
Guðnýjar Guðnadóttur, tengda-
móður minnar með nokkrum
kveðjuorðum, þó að þau kunni að
reynast fátækleg, svo kær var hún
mér og raunar öllum, sem höfðu af
henni kynni, og svo markvert og
dýrmætt var hennar langa ævi-
starf.
Guðný fæddist 29. janúar árið
1891 að Þrastastaðagerði á Höfða-
strönd. Föðursystir hennar, Gijð-
björg Jónsdóttir og maður hennar,
Þórarinn í Enni í sömu sveit, tóku
hana í fóstur þegar á fyrsta ári, og
hjá þeim ólst hún upp fram á
fullorðinsár. Hjá þeim mun hún
hafa hlotið gott uppeldi og atlæti,
sem reyndist henni gott vegar-
nesti ásamt dugnaði og mannkost-
um, sem hún hafði fengið í
vöggugjöf.
Árið 1911 giftist hún sveitunga
sínum, Rögnvaldi Sigurðssyni frá
Hólakoti. Þau byrjuðu búskap í
Enni en bjuggu síðan skamma
hríð á Ljótsstöðum. Þaðan fluttu
þau í Málmey og bjuggu þar í þrjú
ár.
I Málmey var löngum talin
lífleg huldufólksbyggð og oft
minntist Guðný þess hversu vel
sér hefði fallið sambýlið við þær
verur.
Þeim hjónum fór nú að þykja
óþægilegt að eiga sér ekki öruggt
jarðnæði og réðust í að festa kaup
á Litlu-Brekku á Höfðaströnd.
Þar bjuggu þau í 19 ár og komu
sér upp sómasamlegu húsnæði.
En árið 1935 andaðist Rögnvald-
ur og var þá aðeins 46 ára að aldri.
Þá höfðu þau hjónin eignast 12
börn og voru fimm þeirra innan
fermingar. Börn þeirra voru þessi:
Þóranna, bjó á Hjalteyri og er nú
látin fyrir fáum árum, Sigurður
vélstjóri á Húsavík, Matthías, sem
drukknaði af Heklu á stríðsárun-
um, Rósa, búsett á Akureyri, Páll,
sem dó sextán ára, Rögnvaldur
vélstjóri, Reykjavík, Jón, mat-
sveinn á Siglufirði, Sigrún, búsett
á Húsavík, Steinunn, dó á fyrsta
ári, Steinunn, búsett á Siglufirði,
Kristján, skipstjóri á Siglufirði,
og Ari, vélamaður á Akureyri.
Eins og nærri má geta þurfti
þetta barnmarga heimili mikils
við, og það sem búið gaf af sér
nægði ekki til framfæris fjöl-
skyldunni.
Rögnvaldur varð því að stunda
sjóinn hverja vertíð og var þá
oftast á Siglufirði og að heiman
langtímum saman. Þá kom það í
hlut húsmóðurinnar að annast
heimilið ein, þar til börnin fóru að
koma til hjálpar.
Þá kom sér vel að Guðný var
gædd óvenjulegum kjarki, þreki
og fórnarlund. Hún var meira en
meðalkona á vöxt, myndarleg og
hetjuleg í útliti og framkomu,
harðskörp til allra starfa og veigr-
aði sér ekki við að vinna hin
erfiðustu karlmannsverk ásamt
innanhússtörfum húsmóðurinnar.
Til þeirra starfa var ekki kastað
höndum. Guðný var mikil hag-
leikskona og mikilvirk. Hún lét sig
ekki muna um að sauma og prjóna
allan fatnað á þessa stóru fjöl-
skyldu, og voru þau handtök ekki
lítil búbót.
Nærri má geta hversu mikið og
þungt áfall það var Guðnýju að
missa mann sinn á besta aldri frá
barnahópnum. En hún reyndist
hetja í þeirri raun sem öllum
öðrum, og þó að syrti að heyrðist
aldrei æðruorð af hennar vörum.
Þau hjónin höfðu byggt yfir sig
árið 1930, og við þann kostnað,
sem af því leiddi, höfðu hlaðist
upp miklar skuldir. Eftir að Guð-
ný hafði búið ein eitt ár, sá hún
enga möguleika á að standa
straum af skuldunum, enda reynd-
ust innheimtumenn aðgangsharð-
ir. Hún neyddist þá til að selja
jörðina, bústofninn og innan-
stokksmuni að mestu.
Þóranna og tveir bræðranna
voru þá búsett á Hjalteyri. Þangað
flutti Guðný og bjó þar í þrjú ár.
Ekki var mikið um vinnu fyrir
kvenfólk þarna á þessum árum.
Guðný flutti þá til Siglufjarðar og
bjó þar til æviloka.
Hún starfaði við fiskvinnslu þar
til hún náði 78 ára aldri.
Þá settist hún um kyrrt, en
vann heima hjá sér að saumaskap
og margbreytilegri handavinnu.
Hún tók þátt í verkalýðsbarátt-
unni og fylgdist vel með öllu sem
þar gerðist. Hún var bókhneigð og
ljóðelsk, minnug og skír í hugsun,
og viðræðugóð með afbrigðum.
Steinunn dóttir hennar og
tengdasonur hennar, Helgi
Sveinsson kennari, fylgdust vel
með henni og reyndust henni hið
besta.
Guðný afþakkaði þó að dveljast
á heimili þeirra, en vildi búa
sjálfstætt í eigin íbúð eins lengi og
heilsan leyfði.
Tvö síðustu árin var hún sjúkl-
ingur á Sjúkrahúsi Siglufjarðar,
að mestu rúmliggjandi. Vinir
hennar og aðstandendur telja sig í
stórri þakkarskuld við Ásu Guð-
jónsdóttur, yfirlækni og annað
starfsfólk sjúkrahússins, fyrir
frábæra umönnun, sem gamla
konan naut þar sína síðustu daga.
Hún andaðist 26. janúar síðastlið-
inn og skorti þá þrjá daga í nírætt.
Með fráfalli hennar var lokið
löngu, örðugu og farsælu 'ævi-
starfi, sem margir nutu góðs af.
Lífsbaráttan var ströng á þeim
árum, sem hún var að koma
börnum sínum til manns, og telja
má til afreka hversu vel henni
fórst það úr hendi. Hún uppskar
ekki mikil veraldleg verðmæti
fyrir hið mikla starf sem hún
vann á langri ævi, en þeim mun
ríkulegra þakklæti allra sem
höfðu af henni teljandi kynni.
Blessuð sé minning hennar.
Hans Pedersen