Morgunblaðið - 27.02.1981, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981
HÖGNI HREKKVISI
Ast er...
... að afbera fjas
hans um sinn frá-
bœra Þrótt.
TM Reg U.S. Pat. Off —all rights reserved
• 1980 Los Angeles Times Syndicate
Beint af auKum í tvu daga. og
síðan beint tii vinstri í tvo daga
og þá beint af augum.
COSPER
Ég bauð hara einkaritara forstjórans upp á glas í þeirri von, að
hún leggi til að ég fái launahækkunina!
Enn um hitaveitutengingar:
Allt í grænum sjó
Gísli Jóhannsson. einn af sölu-
mönnum Danfoss-umboðsins,
skrifar vegna pistils Hafsteins
Blandon vélaverkfræðings í Vel-
vakanda, sunnudaginn 22. febrúar
sl., og lesendadálki Vísis, þriðju-
daginn 24. febrúar sl. Nauðsynlegt
er að þeir áhugamenn um fróðleik
á tengingu hitakerfis, sem verk-
fræðingurinn vill höfða til, sam-
kvæmt ummælum hans, viti að
hann ber fyrir brjósti smá fyrir-
tæki, sem selur þrýstiminnkara og
er því einn af okkar sölumönnum,
en óskar sýnilega að það komi ekki
fram.
Telja verður mjög ánægjulegt
og athyglisvert að stungið skuli
niður penna um mál eins og
tengingu hitakerfa, en hefði mátt
vera með öðru hugarfari en pistill
höfundar, eins veigamikið mál og
um er að ræða fyrir alla þá
fjölmörgu, er tengja hús sín hita-
veitum.
Haldin hafa verið sjö námskeið
í stillingu hitakerfa, þar af fjögur
í Reykjavík og einnig á ísafirði,
Egilsstöðum og Akureyri. Hefur
Byggingarþjónustan og iðnaðar-
ráðuneytið staðið að þessum nám-
skeiðum, en þau hafa í alla staði
tekist vel og fjöldi þátttakenda
orðinn á fjórða hundrað. Leiðbein-
endur voru verkfræðingar, pípu-
lagningameistarar og sölumenn
undir stjórn Ólafs Jenssonar,
- í huga
vélaverk-
fræðings
framkvæmdastjóra Byggingar-
þjónustunnar.
Einfalt eða tvö-
falt hitakerfi
Rétt er hjá vélaverkfræðingnum
að nauðsynlegt er að halda mis-
munarþrýstingi yfir hitakerfi inn-
an hæfilegra marka, þegar notaðir
eru sjálfvirkir ofnlokar. Vil ég þó
benda honum á, að ef nást á góður
árangur á stillingu hitakerfis án
uppblöndunar, er ávallt nauðsyn-
legt að jafna mismunarþrýsting
yfir hitakerfið, hvort sem um er
að ræða sjálfvirka ofnahitastilla
eða handstillta ofnloka. I pistlin-
um er réttilega lýst mismun á
svokölluðum einföldum og tvöföld-
um fjarvarmaveitum, en forðast
að nefna hvað sé mismunarþrýst-
ingur innan hæfilegra marka, eins
og hann orðar það. Þetta hefði ég
ekki talið að þyrfti að fræða hann
um, en honum hefði ef til vill verið
gagnlegt að taka þátt í námskeið-
inu og þá verða einhvers vísari
m.a. um mat hlutlausra aðila.
Nokkrir verkfræðingar og tækni-
fræðingar hafa verið þátttakend-
ur á umræddum námskeiðum án
þess að sjá ástæðu til að mótmæla
fullyrðingum fyrirlesara um mis-
munarþrýsting yfir kerfi eða ein-
staka loka. Þess má þó geta, að
fyrirlesari varð nokkuð fróðari að
námskeiði loknu um álit pípulagn-
ingamanna o.fl. á þrýstiminnkur-
um.
Hvað er innan
hæfilegra marka?
Innan hæfilegra marka telst
minnsti mögulegi mismunarþrýst-
ingur yfir hitakerfið við mesta
álag þess, þ.e.a.s. í kaldasta veðri.
I venjulegu miðstöðvarkerfi með
dælu er algengast að mismuna-
þrýstingur yfir kerfi geti orðið
mest 1—2 metra vatnssúla við
minnsta álag, en fellur við vax-
andi álag. Verða því hönnuðir
hitakerfa að ganga út frá þessum
forsendum m.a. og hefur það
væntanlega verið gert við hönnun
eldri húsa sem nýrra, er tengjast
fjarvarmaveitum. Fjöldi eldri
kerfa eru þó hönnuð sem eigin-
þyngdarkerfi og í þeim kerfum
getur verið þörf á enn nákvæmari
stillingu á mismunarþrýstingi.
Samkvæmt ofanrituðu er rétt
Því að böm era besta fólk
S.H. fyrrv. fóstra skrifar 23.
febrúar:
„Velvakandi.
Málefni fóstra og dagvistar-
heimila eru nú mikið til umræðu
og sýnist sitt hverjum.
Svokallaðan undirbúningstíma
hafa fóstrur þegar fengið (á flest-
um stöðum) og er það vel. Undir-
búningstíminn er nauðsynlegur og
nú geta fóstrur væntanlega notið
matartímans í friði og sloppið við
heimavinnu á kvöldin.
Launamál þeirra hafa hins veg-
ar ekki fengið jafnfarsæla af-
greiðslu. Fóstrur leysa af hendi
erfitt starf sem fylgir mikið and-
legt álag. Þrátt fyrir það eiga þær
margar góðar stundir, því að börn
eru besta fólk.
Iiafa okki efni á að
vinna fósturstörf
Þá kem ég að kjarna málsins og
hann er sá að það eru ekki allar
fóstrur sem hafa efni á að vinna
við fósturstörf. Ég er ein þeirra
(og því miður erum við þónokkr-
ar). Ég hafði aflað mér ágætrar
skrifstofumenntunar og vann
skrifstofustörf í nokkur ár. Siðan
langaði mig til að reyna eitthvað
nýtt og valdi fósturskólann. Þar
var ég í 3 ár og lauk prófi á
tilskildum tíma. Full áhuga hóf ég
starf sem fóstra, en komst fljót-
lega að ég gat ekki lifað af þeim
launum sem í boði voru. Þegar
mér svo bauðst skrifstofustarf á
ný á launum sem svarar til 19.
launaflokks en tók laun sem fóstra
skv. 11. launaflokki, tók ég boðinu,
taldi mig ekki hafa efni á öðru
með allar mínar námsskuldir á
herðunum.
Ef til vill ein-
hvern tíma scinna
Ef til vill hef ég einhvern tíma
seinna efni á að veita mér þann
munað að vinna sem fóstra. Ég
vona það, því að það er mikill
skortur á fóstrum.
Að lokum óska é öllum börnum
á dagvistarheimilum í Kópavogi
og á Akureyri þess að þau fái
fóstrurnar sínar sem fyrst aftur.
Einnig vil ég leyfa mér að hvetja
viðsemjendur fóstra til þess að
semja við þær sem fyrst og aflétta
þessu ófremdarástandi."