Morgunblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981
Kristinn Jörundsson dreif að
venju lið ÍR-inga áfram.
==>
ÍR NÆLDI í þriðja sætið i
úrvalsdeildarkeppninni i körfu-
knattleik, er liðið mætti ÍS i
síðasta leik úrvalsdeildarinnar á
þessu keppnistimabili. Framan
af vetri benti sannarlega fátt til
þess að ÍR myndi ná sæti þessu,
en eftir áramótin hefur liðið sýnt
allt annan og betri svip. ekki sist
eftir að bræðurnir Hjörtur og
Kristján Oddssynir tóku sér sæti
i byrjunarliði IR ásamt Jörunds-
sonunum Kristni og Jóni, auk
Andy Fleming. Þessi uppstilling
hefur hirt 14 stig af siðustu 18
mögulegum. aðeins töp gegn ÍS
og Njarðvik i siðustu niu ieikjun-
um. ÍR-ingar gætu hæglega
blandað sér enn frekar i toppbar-
áttuna á næsta keppnistimabili ef
vel er á spilunum haldið. Lokatöl-
urnar í gær urðu 82—58, en
staðan i hálfleik 45—36, einnig
fyrir ÍR.
IR burstaöi IS
og hreppti
þriðja sætið
— Notaðu tvær sléttfullar matskeiðar af kaffl fyrir hvern stóran bolla.
Þvoðu kaffíkönnuna úr heitu vatni áður en kaffið er lagað og
einnig eftir lögunina og þurrkaðu hana. — (Þvoðu og þurrkaðu
kaffipokann á sama hátt).
Láttu renna úr krananum andartak áður en þú tekur kaffívatnið
ferskt og rennandi.
Best er að laga það magn af kaffí sem kannan er gerð fyrir og helst
ekki minna en 3/4 af því magni. — Oft kemur það sér þess vegna
vel að eiga tvær stærðir af könnum.
Áríðandi er að kaffi sjóði aldrei. — Þegar suðan er komin upp á
vatninu, er gott að taka ketilinn af áður en hellt er á könnuna. —
Mörgum finnst best að hella í bollana sem fyrst eftir að kaffið hef-
ur verið lagað, — en í lagi er að halda kaffinu heitu í nokkurn
tíma, en helst aldrei lengur en í klukkutíma. — Munið að kaffíð
má aldrei sjóða. — ___
Œjas?
Vissara er að bjóða ekki upp á kaffi sem hefur náð að kólna og
hitað hefur verið upp að nýju, því að þá missir kaffið talsvert af
sínu góða bragði og ilmi. Ráðlegt er að kaupa ekki meira kaffi en
það sem notast á einni viku, nema að kaffið sé i lofttæmdum um-
búðum, þá er í lagi að kaupa 6 mánaða birgðir. —
■rifrn i
IB
iir i
Þegar kaffipakki hefur verið opnaður, reynið þá að verja kaffið
fyrir súrefni andrúmsloftsins, t.d. með því að geyma kaffið í dós
með þéttu loki.
ÍS-menn voru án efa lúnir eftir
hinn erfiða bikarleik í Njarðvík
kvöldið áður. Liðið náði sér í raun
aldrei á strik, ekki síst vegna þess
að baráttuglatt lið ÍR gaf enga
möguleika á slíku. ÍR náði strax
forystu og í fyrri hálfleik munaði
yfirleitt 4—8 stigum. Einu sinni
minnkaði ÍS muninn í eitt stig, en
ÍR hristi þá af sér. í síðari hálfleik
jókst munurinn jafnt og þétt og
undir lokin bókstaflega hrúguðu
varamenn IR stigunum niður á
IS-menn. Uppskera IR varð
24-stiga sigur. ÍR hreppti því 22
stig. Valsmenn urðu í öðru sæti
með 28 stig, en UMFN sigraði eins
og áður hefur komið fram með 34
stig.
Gísli Gíslason bar mjög af í liði
IS, en Árni Guðmundsson átti
sprett og sprett. Aðrir voru langt
frá sínu besta, ekki síst Mark
Coleman. Leikgleðin og krafturinn
var í fyrirrúmi hjá IR. Byrjunar-
liðið sem áður er talið lék allt vel
og undir lokin tóku aðrir við,
Óskar Baldursson, Björn Leosson
o.fl.
Stig ÍS: Gísli Gíslason 16, Árni
Guðmundsson og Mark Coleman
12 hvor, Bjarni Gunnar Sveinsson
9, Ingi Stefánsson 5, Jón Óskars-
son og Jón Oddsson 2 stig hvor.
Stig ÍR: Andy Fleming 21,
Kristinn Jörundsson 16, Jón Jör-
undsson 12, Kristján Oddsson 10,
Hjörtur Oddsson 8, Sigmar
Karlsson 6, Björn Leosson 4,
Óskar Baldursson 3 og Benedikt
Ingþórsson 2 stig. —gg.
Hörkuleikur í Keflavík
ÞAÐ verða UMFN og Valur sem
mætast i úrslitum bikarkeppni
KKÍ. í fyrrakvöld sigraði UMFN
lið ÍS 95—89 í hörkuleik og i
gærkvöldi mættust lið ÍBK og
Vals í Keflavík. Var um stórkost-
legan leik að ræða, þar sem Valur
vann 92—84. Var sá sigur aldrei
oruggur og Valsmenn gátu ekki
fagnað öruggum sigri fyrr en
flautan gall og leiknum var
iokið. I hálfleik var staðan 36 —
34 fyrir Val.
Það er skemmst frá að segja, að
allan fyrri hálfleik munaði litlu
sem engu, allt var í járnum, IBK
hafði meira að segja tveggja stiga
forystu um hríð. Upp úr miðjum
síðari hálfleik náði Valur 11 stiga
forystu, en heimamenn, ákaft
hvattir af rúmlega 300 áhorfend-
um, söxuðu hægt og bítandi á
forskotið. Þegar upp var staðið
skildu þó 8 stig. Terry Read (28
stig) og Jón Kr. Gíslason (21 stig)
áttu stórleik fyrir ÍBK og Stefán
Bjarkarson var sterkur í síðari
hálfleik. Brad Miley bar nokkuð af
hjá IBK, hann skoraði líka mest,
28 stig. Ríkharður og Pétur skor-
uðu 16 stig hvor. — sv / — gg.
Jafntefli
ÍA HREPPTI eitt stig í 1. deildar
keppninni i handknattleik
kvenna i Laugardalshöllinni, er
liðið mætti Vikingum. Lokatölur
urðu 17—17, eftir að staðan i
hálfleik hafði verið 12—10 fyrir
Vildng.
Það skaðar svo ekki að geta þess að allt kaffi i neytendaumbúðum frá Kaffibrennslu
O. Johnson & Kaaber er pakkað í loftþéttar og lofttœmdar umbúðir, þannig að
skaðvaldurinn, súrefni andrúmsloftsins, nær ekki að hafa áhrif á bragð og ilm.
Kaffi úr lofttæmdum (hörðum) umbúðum er alltaf eins og malað ofan í könnuna.
KAFRBRENNSLA O. JOHNSON & KAABER H.E
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
hl AKiLYSIR l M ALLT LAND ÞKíiAR
Þl AKiLYSIR I MORííl NBLAÐINl
íslandsmót 15-18 ára
' ÍSLANDSMEISTARAMÓT í
frjálsiþróttum innanhúss fyrir
' aldursflokkana 15 til 18 ára (f.
a 1963 til 1966), fer fram i Reykja-
^ vik dagana 14. og 15. marz
k næstkomandi. Hér er um óhjá-
<-i kvæmilega seinkun að ræða, en
mótið átti að fara fram 28.
e' febrúar.
a Keppnisgreinar verða skv.
k reglugerð um mótið, og keppnin
a fer fram sem hér segir:
"f Laugardag kl. 11 verður keppt í
' hástökki í öllum flokkum og
stangarstökki drengja. Sama dag
kl. 14 hefst keppni í Baldurshaga
og verður þar keppt í 50 m hlaupi,
50 m grindahlaupi og langstökki
allra flokka. Keppninni verður svo
fram haldið í ÍR-húsinu við Tún-
götu kl. 11 á sunnudag og þar
keppt í atrennulausum stökkum
allra flokka, en keppni í kúluvarpi
pilta fer fram síðar.
Þátttökutilkynningar ásamt
þátttökugjöldum þurfa að berast
til Guðmundar Þórarinssonar í
síðasta lagi að kvöldi mánudags 9.
marz.