Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 4

Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 Styttist dagur Styttist dagur, — styttist yndi, stirðnar hagur, kólnar lyndi, gleðin flýgur skökk með skyndi; skraut og fegurð eyðast, löndin mér leiðast! mótlætis í sjó ég syndi, sokkinn er ég nærri. Betur ég héðan burtu kominn væri! J Lukkan bezt þá leikur blíða og lofar gleði skemmtan fríöa, svikul hjartað særir kvíða og sorgum myrðir greiðast, löndin mér leiðast! af henni því enginn lýða sig ævi langa stæri. Betur ég héðan burtu kominn væri! SijcurAur Pótursson. sýslumaAur í Kjósarsýslu (1759—1827). Úr Heiöarvíga sögu: Þuríður eggjar sonu sína Heiðarvíga saga greinir frá atburð- um í þremur héruðum á síðustu áratugum sögualdar, og er höfuð- viðburður hennar bardagi Borg- firðinga og Húnvetninga á Tví- dægru árið 1014, og er sagan kennd við þann atburð. Heiðarvíga saga mun rituð um aldamót- in 1200 og er sennilega elst allra íslendinga- sagna, sem nú eru til. Hér segir frá því þegar Þuríður, móðir Steingríms og Barða Guðmundarsona á As- bjarnarnesi á Vatnsnesi, eggjar syni sína til að hefna Halls, bróður þeirra, sem Hárekssynir höfðu drepið. Þuríði var farið að þykja það engin meðalskömm hve hefndin hafði lengi dregist úr hömlu. Nú fer Barði heim og föruneyti hans og er heima nótt þá. Um morguninn býr Koll-Gríss þeim dögurð. En það var siður, að lagður var matur á borð fyrir menn, en þá voru engir diskar. Það varð til nýnæmis, að af hurfu þrennar deildirnar fyrir þrem mönnum. Gekk hann og sagði til þess Barða. „Hef þú fram borð,“ segir hann, „og ræð ekki um það fyrir öðrum mönnum." En Þuríður mælti, að þeim sonum hennar skyldi ekki deila dögurð, og kvaðst hún deila mundu. Svo gerir hann, að hann hefur borð fram, borð fyrir mann, og deilir mat á. Þuríður gengur þá innar og leggur sitt stykki fyrir hvern þeirra bræðra, og var þar þá uxabógurinn og brytjaður í þrennt. Tekur hann Steingrímur til orða og mælti: „Þó er nú brytjað stórmannlega, móðir, og ekki áttu vanda til að gefa mönnum svo kappsam- lega mat, og er á þessu mikið vanstilli og ertu nær óvitandi vits.“ Hún svarar: „Ekki er þetta furða nein, og máttu þetta ekki undrast, fyrir því, að stærra var Hallur, bróðir yðar, brytjaður, og heyrði ég yður ekki þess geta, að það væri nein furða.“ Hún lætur fylgja slátrinu sinn stein fyrir hvern þeirra. Þeir spurðu, hvað það skyldi merkja. Hún svarar: „Melt hafið þér það, bræður, er eigi er vænna til en steina þessa er þér hafið eigi þorað að hefna Halls, bróður yðvars, þvílíks manns sem hann var, og eruð þér orðnir langt frá yðrum ættmönnum, er mikils eru verðir, og eigi mundu þeir þvílíka skömm eða hneisu setið hafa, sem þér hafið þolað um hríð og margra ámæli fyrir haft.“ Nú hrinda þeir fram borðum og öllu því, er á var, og ganga til hesta sinna og búast hvatlega. Hólastaður 1814. (Ferðabók E. Henderson) Málshættir Jafnan er hálfsögð saga, ef einn segir. Sameign gerir tíðum sundurþykki. Sannleikurinn er sagnafár, en lygin langorð. Margur verður einum degi of seinn. Oft er sekur varinn, en saklaus barinn. Af vondum lögum versna siðir. Segðu mér vininn þinn, þá veit ég vitið þitt. Hólamannahögg Vestfirðingar og Sunnlendingar hafa jafnan álitið Norðlendinga dugandismenn og skjóta til úrræða, en þó jafnframt gortara og oflátunga hvað sem þeir hafa til þess. Til þessa lýtur saga sú, sem hér kemur, hvort sem hún er sönn eða mynduð. Tólf menn frá Hólum ætluðu einu sinni suður á land til sjóróðra, en fengu moldöskubyl á Tvídægru svo þeir urðu þar allir úti nema einn. Hann komst hálfdauður af þreytu og helkalinn til næsta bæjar. Bóndinn á bænum, sem Hólamenn höfðu árinu áður hætt og misboðið, erfði það við manninn, og í staðinn fyrir að veita honum, svo illa á sig komnum sem hann var, góðan beina, sagði hann með miskunnarlausri hæðni: „Nú eru Hólamanna klakksekkir farnir að léttast." Þá svaraði hinn þó hann væri kominn í opinn dauðann: „En fyrir það léttast ekki Hólamannahögg," og rak bónda um leið afeflis kjaftshögg. En svo var maðurinn kalinn, að handleggurinn féll af honum við höggið og hann datt sjálfur dauður niður í sömu sporum. Kölski hræðist kerlingu Hjón ein voru það, sem svo vel kom saman, að aldrei bar á milli. Þar hjá þeim hjónum var kerling ein, fóstra konunnar, en fleiri manna er ekki getið til sögunnar. Kölski kom að máli við kerlingu þessa og gat þess, að hann hefði öll sín brögð og ráðkróka í frammi haft til að komast upp á milli þeirra hjóna, en engu getað áorkað. Kerling tók þetta óstinnt upp fyrir honum; sagði það líklegt, að hann, sem væri þúsund véla smiður, skyidi auvirðast þannig. Kölski varð hissa af því hvað kerling hældist yfir honum og lofaði að gefa henni það hún óskaði af honum ef hún gæti áorkað því, að samlyndi þeirra hjónanna bilaði. Það varð akkorð milli þeirra, að hann skyldi gefa henni skæði til þess. Kerling kom nú að máli við konuna og taldi henni trú um að ef hún rakaði févörtuna, sem væri á hálsi manns hennar, með hníf af honum sofandi þá mundi ást þeirra aldrei verða endaslepp. Konan var auðtrúa og gerði þetta að manninum sofandi. Vaknaði hann og ætlaði hún mundi hafa ætlað að myrða sig sofandi; greri aldrei um heiit með þeim upp frá því. Nú varð kölski ánægður og kom með skæðin, en svo var hann hræddur við kerlingu, að hann þorði ekki að rétta henni skæðin nema með stöng. Álúti biskupinn Einu sinni voru tvær kerlingar á ferð þar nálægt sem lestamenn áðu hestum sínum. Svo stóð á, að þeir höfðu í lestinni meri álægja og graðhest. En þegar kerlingarnar fóru fram hjá hestunum og tjaldinu stóðu lestamennirnir úti og graðfolinn var einmitt að fylja merina. Heyra mennirnir þá, að önnur kerlingin segir: „Álútur ríður hann núna í söðlin- um, blessaður." Þá svarar hin: „Ég held það sé ekki tiltökumál um jafnháaldrað- an mann sem blessaður biskupinn okkar er orðinn," því þær ímynduðu sér að biskupinn væri þar á ferð, en vissu að hann var orðinn gamall maður. Úr Fitjaannál: Refsingasöm öld Anno 1657. Þá var góður vetur. Þá urðu miklir hlutir, en fiskurinn skemmd- ist mjög vegna vætu og mikillar úrkomu, sem var um vorið. Sá drengur Eysteinn Jónsson í Næfur- holti á Rangárvöllum sló sinn föður. Af honum voru höggnir 2 fingurnir, fékk þar að auki húðlát eftir alþingisdómi. Faðirinn gaf ekki sakir á, og meðkenndi, að hann hefði að nokkru leyti reitt hann til reiði, því fékk hann ekki meiri refsing.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.