Morgunblaðið - 22.03.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
65
>teUo
Guðmundar Jónssonar í hlut-
verki Jagos, Pedro Lavirgen í
hlutverki Otellos og leikur
Sinfóníuhijómsveitar íslands
undir stjórn Gilberts I. Lev-
ine. Söngsveitin Filharmonía
stóð sig vel, þó nokkuð vant-
aði á samtök og lipurð í
framburði í upphafsþætti
óperunnar og einnig skerpu
og nákvæmni á nokkrum
stöðum í snöggum innkom-
um. Sigurður Björnsson
(Cassio), Anna Júlíana
Sveinsdóttir (Emilia), Krist-
inn Hallsson (Lodovico) og
Már Magnússon (Rodrigo)
stóðu sig vel, en einn nýliði
Kristinn Sigmundsson, er
söng tvö smáhlutverk (Mont-
ano og sendiboða), vakti at-
hygli fyrir góða frammistöðu
og er þarna á ferðinni gott
efni í söngvara. Skólakór
Garðabæjar söng með í 2.
þætti og setti fallegan svip á
atriðið. Sieglinde Kahmann
söng með afbrigðum vel, t.d. í
upphafi 4. þáttar, þar var
söngur hennar blátt áfram
yndislegur og sterk andstæða
þeirra atburða sem eftir
komu. Lavirgen er ágætur
söngvari og söng síðasta þátt-
inn feikna vel.
Guðmundur Jónsson, okkar
ágæti söngvari, var frábær en
einhvern veginn var ekki
hægt að trúa á illsku Jago,
svo elskulegur var söngur
Guðmundar. í heild var
flutningurinn mjög góður, en
þrátt fyrir glæsilega tónlist
Verdis, vantar mjög mikið, að
hafa ekki sviðsmyndina, því
Tónlist
eítir JÓN
ÁSGEIRSSON
Otello er fyrst og fremst
leikverk, þar sem átökin eru
mögnuð ómennskri grimmd
og afbrýðisemi. Upphaf 4.
þáttar og Maríubænin er einn
áhrifamesti kafli óperunnar
og vann Sieglinde Kahmann
mikinn listasigur með túlkun
sinni og söng í þessu við-
kvæma atriði.
Jón Ásgeirsson
ðs:
jónvarps
Vilhjálmur Hljálmarsson.
stytting gangi fremur út yfir
erlent efni en innlent.
4. Tímabil vetrardagskrár styttist
um 1 xk mánuð og tímabil
sumardagskrár lengist að sama
skapi. Ætla má að þessi breyt-
ing bitni meira á innlendu efni,
t. d. þannig að þættir eins og
Fréttaspegill, Vaka og Stundin
okkar yrðu aðeins í gangi í
u. þ.b. 6'A mánuð í stað 8
mánaða áður. Um Þjóðlíf gegn-
ir öðru máli, þar var gengið frá
ákveðnum fjölda þátta, í vetur
sex, og breytist það ekki.
Vakin skal athygli á því, að
útvarpsráð á eftir að fjalla um
íslenska dagskrárgerð á yfirstand-
andi ári, bæði hvað snertir fasta
þætti og annað innlent efni.
Reykjavík 20. marz,
óvenjumargar
útvarpsguðs-
þjónustur
utan af landi
ÓVENJULEGA margar út-
varpsguðsþjónustur hafa
verið utan af landi upp á
síðkastið og sagði Bernharð-
ur Guðmundsson á Bisk-
upsstofu, að gerðar hefðu
verið ferðir út um landið að
undanförnu og mikill fjöldi
guðsþjónustuna tekinn upp.
Á næstu mánuðum yrði
því mikið um guðsþjónustur
utan af landi. Nefndi Bern-
harður t.d., að farið hefði
verið um sveitir Borgar-
fjarðar að undanförnu,
ennfremur Dali og Snæ-
fellsnes.
DODŒ ARIES
DODGE ARIES 1981 er einhver glæsilegasti
framhjóladrifsbílinn sem nú er völ á, enda kom
það engum á óvart að hann var kjörinn BÍLL
ÁRSINS 1981 í Bandaríkjunum. Þetta er í
annað sinn á fjórum árum sem CHRYSLER fær
verðlaun fyrir frábæran framhjóladrifinn fólks-
bíl - árið 1978 hlaut DODGE OMNI sömu
verðlaun.
DODGE ARIES er nú fáanlegur með
4 cyl. 90 DIN hestafla vél, auk þess sjálf-
skiptingu, vökvastýri og lúxusfrágangi
í hólf og gólf. í alhliða akstri eyðir
DODGE ARIES 9,4 I pr. 100 km., en á
reynslubrautum verksmiðjanna aðeins
5,7 I. Undir vélarhlífinni leynist tölvu-
búnaður sem stýrir eldsneytisneyslu og
kveikjutíma. Það fer ekki á milli mála að
DODGE ARIES er lítill bandarískur
lúxusbíll frá CHRYSLER. Gæðin þekkja
allir. Endinguna þekkja allir. Endur-
söluverðið þekkja allir.
K línan frá CHRYSLER - DODGE
ARIES - er framtíðarbíll hinna kröfu-
hörðu.
DODGE ARIES er lúxuslausn í orku-
kreppu. Fá þú þér lykilinn að lúxus-
bílnum DODGE ARIES.
ÍS wökull hf.
Ármúla 36 Sími: 84366
■I