Morgunblaðið - 22.03.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.03.1981, Qupperneq 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 New York, New York Raging Bull kemur áhorfandanum svo sannar- lega á óvart. Hér er nefni- lega á ferðinni mynd sem byggð er á efni sem sjaldan er kvikmyndað, lífshlaupi sannkallaðs skítakarakters. Hér er um að ræða hnefa- leikakappann Jake La Motta (Robert De Niro), sem vann heimsmeistara- titilinn í hnefaleikum í millivigt árið 1948 (tapaði titlinum til Sugar Ray Robinson). La Motta átti ógiæsilegan lífsferil áður en hann öðlað- ist frægð og frama í hringn- um. Var að auki grjót- heimskur þverhaus og þjáð- ist af ótta og ofsóknarbrjál- æði. Stoð hans og stytta var bróðir hans (Joe Pesci), sem hugsaði fyrir hann og bjargaði honum út úr hvcrs kyns vandræðum. í myndarlok er La Motta búinn að brjóta allar brýr að baki sér, einn og yfirgef- inn, spikfeitur, sóðalegur — vonlaus. Þennan manngarm leikur Robert De Niro hreint út sagt stórkostlega. Það er ekki aðeins að hann túlki aulann af innlifun, dansi í stíl La Motta í hringnum, beiti fyrir sig einu besta andlitsgervi sem sögur fara j af, heldur bætti hann á sig 15 aukakílóum til að ná líkamlegu útliti La Motta á árunum sem fylgdu í kjöl- far frægðarinnar. En það er ekki De Niro einn sem á hrós skilið fyrir góðan leik í Raging Bull. Tveir ókunnir leikarar, Joe Pesci, sem góði bróðirinn og ung, stórglæsi- leg leikkona, Cathy Mori- arthy, fara bæði glæsilega með erfið hlutverk. (011 þrjú tilnefnd til Oskars- verðlaunanna í ár.) Raging Bull, fjórða myndin sem þeir gera í samvinnu, leikstjórinn Martin Scorsese og De Niro, (hinar eru Mean Street, Taxi Driver og New York, New York), er einkar vel I gerð í alla staði. Handrit Paul Schraders (Taxi Driv- er), er gróft, óheflað og vel skrifað. Tekist hefur óað- finnanlega að endurskapa umhverfi og anda fjórða áratugsins. Kvikmyndataka (svart/hvít) Michael Chap- mans, endurvekur minn- I ingar um myndir sem mað- | ur hefur séð frá þessu tímabili. Hér er endurborin | þessi seiðmagnaða blanda I grámósku og „glamours", sem setti svo sterkan svip á árin eftir stríð. Nýjasta mynd Paul New- man Fort Apache, The Leikstjórinn Martin Scorsese. Álitið er að nýjasta mynd hans, Raging Bull, áskotnist flest Oscars-verðlaunin í ár og hann verði einnig sjálfur á meðal verðlaunahaf- anna Bronx, hefur verið mikið hitamál hjá Puerto Rikön- um í N.Y.C., sökum þess hve einhliða mynd og nöturleg er af þeim dregin í þessari harðsoðnu lögreglumynd. Paul Newman og Ken Wahl, (The Wanderers), eru félagar í lögreglunni í einu alversta Puerto Rík- ana-hverfi í Bronx-borgar- hlutanum. Daglega blasa við þeim ný dæmi um mannlega niðurlægingu og djöfulskap. Þeir fá ekki við neitt ráðið, og áætlanir nýs, metnaðargjarns lögreglu- stjóra geta aldrei orðið annað en orðin tóm. Svo djúpt virðist mannskepnan sokkin í þessu eymdar- hverfi, að hún á sér tæpast viðreisnarvon. Fort Apache, The Bronx, minnir nokkuð á vestra. Þeir félagarnir Newman og Wahl, eru eins konar ridd- araliðsmenn nútímans, þeysandi út frá virkinu til að reyna að koma lagi á villimennina sem þeir botna ekkert í. Enda skilja þeir ekki tungu Puerto Rík- ananna frekar en riddara- liðarnir indiánana fyrrum. I þessari harðskeyttu mynd má sjá gamla góða Paul Newman á ný í topp- formi, eftir mörg mögur ár. Það bætir þó ekki upp þá einhliða mynd sem dregin er upp af Bronx, en sýnir ljóslega hversu lágt Puerto Rikanar eru skrifaðir, þeir eru neðstir allra í stórborg- inni. Mér er til efs að nokkur þyrði að draga upp slíka mynd af ástandinu í slummhverfum Harlem- borgarhlutans, sem þessa. Öfgarnar eru á ýmsa lund. Til hliðar við okkur undir sýningu Fort Ap- ache, The Bronx, sátu þel- dökkir feðgar. Sonurinn á að giska tíu ára, faðirinn um þrítugt. Sá yngri kippti sér ekki hætishót upp við rosalegt ofbeldi myndar- innar, en krafðist gjarnan útskýringa hjá föður sínum varðandi smáatriði. Þær fékk hann loðnar enda fékk pápi sér af og til vænan reyk af einhverju sterkara en nikótíni og ekki þótti stráksa það heldur umtals- vert. Mér varð hugsað til Vítt og breitt • Næsta mynd þeirra félga, Robert De Niro og Martin Scorsese verður King of Comedy, sem tek- in verður í sumar í New York. Handritið er skrifað af hinum virta gagnrýn- anda Newsweek, Paul Zimmerman en á móti De Niro leikur gamall kunn- ingi, Jerry Lewis ... • Tveir snarruglaðir náungar úr kvikmynda- heiminum eru í þann mund að hefja gerð mynd- ar saman. Það eru þeir Ken Russell og æringinn John Belushi, sem við sáum síðast í The Blues Brothers. Belushi á að leika Drottinn ... • Og þá er byrjað að kvikmynda hina hressi- legu draugasögu Peter Straub, Ghost Story, en það hafa örugglega margir lesið pappírskiljuna sem hefur fengist hér um nokkurt skeið. Með hlut- verk gömlu öðlinganna í „The Chowder Society", fara kempurnar Fred Astaire, Melvyn Douglas, Douglas Fairbanks jr., og John Houseman. • Þessa dagana er verið að undirbúa töku myndar- innar The Thorn Birds, sem byggð er á hinni heimskunnu metsölubók Colleen McCullough og kölluð hefur verið hin ástralska „Á hverfanda hveli". Með aðalhlutverkið mun Ryan O’Neal fara, að öllum líkindum, en leik- stjóri verður Arthur Hill. þess þegar fjölskyldu minni var stíað í sundur rösku ári áður í London sökum þess að þar í borg þótti ekki forsvaranlegt að börn yngri en sextán sæu þá ægilegu filmu tö.Hárið, ekki einu sinni í fylgd með óreyktum foreldrum! Margir kannast við hina þekktu hasarsögu Frederick Forsyths Dogs of War, sem nú hefur verið kvikmynduð af umtalsverðu raunsæi. Hún fjallar um tilraunir bresks auðkýfings að koll- varpa einræðisherra í smá- ríki í Afríku. (Sagt er að Forsyth hefði verið með Uganda sem fyrirmynd Zingaro-bókarinnar.) Leikstjóranum John Ir- win, (Centennial), tekst að byggja upp æsispennu í bardagasenum myndarinn- ar og aðdraganda þeirra lýsir hann forkunnarvel. Skapar framandi and- rúmsloft en dásamar um of blóðidrifna málaliðamenn- ina. Christopher Walken kemst vel frá sínu sem forsprakki málaliðanna, hlutverki víðsfjarri því sem við minnumst hans úr í The Deer Hunter. Svo ólánlega vildi til að fullt hús var jafnan á hin- um frönsku myndum Mon Oncle d'Amerique og The Last Metro, þegar undirr. átti þess kost að líta þær augum. Þær verða því að bíða betri tíma — að sinni. Gervi Rob- ert De Niros er með ólik- indum gott i mynd Scors- eses Raging Bull. Christopher Walken sem leiðtogi málaliðanna í The Dogs of War. Svefnlausi brúðguminn í félagsheimili Sandgerðis Sandgerði, 20. marz. Hestar töpuðust LEIKFÉLAG Sandgerðis frum- sýndi á fimmtudagskvöldið í fé- Iagsheimilinu í Sandgerði gam- anleikinn Svefnlausi brúðgum- inn eftir Arnoid og Bach undir leikstjórn Herdísar Þorvaldsdótt- ur. Alls koma 12 leikendur fram i leikritinu. Aðalhlutverkin fjögur eru í höndum Óskars Guðjónssonar, Gunnlaugs Haukssonar, Friðriks Friðrikssonar og Stefaníu Jóns- dóttur. Svefnlausi brúðguminn er bráðfyndinn gamanleikur, sem frumsýningargestir kunnu vel að meta, og virtust þeir skemmta sér konunglega og var mikið hlegið. Enda var leikurum og leikstjóra ákaft fagnað í leikslok. Ákveðið er að sýna leikritið að minnsta kosti 5 sinnum til viðbót- ar og er næsta sýning á sunnu- dagskvöld. Þetta er annað leikrit- ið, sem Leikfélag Sandgerðis tekur til sýningar á þessum vetri, því fyrr í vetur sýndi það leikritið Markólfu eftir Dario Fo. Jón AI M.VSINI.ASIMINN KR: ^ _ 2248D TVEGGJA hesta er saknað í Árnessýslu og hefur lög- reglan þar beðið Mbl. að geta þess. Snemma í febrú- ar hvarf úr hesthúsi í Vorsabæ í Ölfusi dökkrauð- ur hestur, sex vetra, tam- inn og á járnum. Þá hvarf hinn 5. marz úr hesthúsi vestan Ölfusár, við Bisk- upstungnabraut, rauð- stjörnóttur hestur, 16 til 17 vetra, ójárnaður. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um hvar hesta þessa er að finna eru beðnir um að hafa samband við lögregl- una í Árnessýslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.