Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 Líf og Land — Maður og Trú: Hugmyndir og hugsjónir, sem við virðum hæst eru runnar úr jarðvegi kristninnar — sagði Sigurður A. Magnússon Burgarafundur Lífs og lands um mann og trú fór fram í Norræna húsinu síðastliðinn lauKardaK- Að loknu ávarpi formanns voru flutt 29 erindi um trúmál frá hinum marKvíslcKu sjónarhornum. Fundarstjórar voru þau séra Bernharður Guðmundsson og SÍKurlauK Bjarnadóttir. Var fundurinn mjöK fjölsóttur. Er talið að alls hafi yfir 300 manns sótt þennan fund. MjöK KÓð þátttaka var i pallborðsumræðum sem fóru fram í fundarlok. Var dr. Gunnar Kristjánsson umræðustjóri. í umræðunum kom fram jákvæð Ka«nrýni á kirkjuna. Flestir virtust á þcirri skoðun að hin nánu tenKsl ríkis ok kirkju væru kirkjunni að ýmsu leyti fjötur um fót. Mikil áhersla var lögð á aukið safnaðarstarf. Siðast en ekki síst voru marKÍr þeirrar skoðunar að kirkjan ætti að láta meira til sin taka á sviði þjóðmála. öll crindi ráðstefnunnar voru Kefin út í sérstakri bók sem kom út á ráðstcfnunni (210 bls.). Bókin cr nú uppseld en verður endurprentuð innan skamms. Ilér á eftir eru hirtir valdir stuttir kaflar úr öllum erindum. í ávarpi sinu saKði dr. Jón óttar ItaKnars- s<»n, formaður Lífs ok lands m.a. eftirfar- andi: Sú skoðun heyrist ósjaldan að íslendinKar séu upp til hópa trú- lausir. En er þessu ekki öfuKt farið? Eru þeir ekki einmitt dæmi um trúaða þjóð enda þótt trú þeirra sé ekki alltaf auðskilin ok eÍKÍ það til að birtast í óvæntum myndum? Önnur spurninK er svo hvort hin íslenska kirkja sé orðin of nátenKd ríkisvaldinu. Ék verð að játa að mÍK Krunar að í henni felist sannleiksbroddur. En ef svö er hvað má þá til varnar verða? Er ekki fyrsta skilyrðið að kirkjan reyni að efla safnaðar- starfið? Reyni að ná betur til almenninKs en nú er, ekki síst unglinganna^sem kunnuKÍr segja að skorti samastað í velferðarrík- inu. En er kirkjan næKÍleKa skap- andi ok framsækin til þess að tileinka sér það tungutak sem unRlinKar skilja? Er hún tilbúin að veita kennimönnum sínum það athafnafrelsi ok stuðninK sem þeir hljóta að þurfa við tilraunastarf af þessu taKÍ? í erindi dr. Jóns Ilnefils Aðalsteinsson- ar. mennta- skólakennara, Fornnorræn trúarbröKð, saKði meðal annars: í Krískri heimspeki er orðuð sú huKsun, að mestri hamingju geti sá maður náð, sem komist eftir því hvers hann megi af örlögunum vænta og hagi sér í samræmi við það. Þessi sama hugsun er virk í norrænum átrúnaði. Kjarni nor- rænnar guðsdýrkunarathafnar var í því fólginn að komast eftir því hvað framtíðin bæri í skauti sínu. Guðirnir höfðu það fram yfir menn, að þeir vissu „örlög manna og óorðna hluti" og þessari vitn- eskju miðluðu þeir í blótsathöfn- inni ef vel tókst til. Torfi ólafsson, formaður fé- lags kaþólskra leikmanna fjall- aði um kaþólska trú og sagði þá m.a.: Mesta hátíð ársins meðal kaþ- ólskra eru páskarnir, minningar- hátíð þess að Kristur sigraði dauðann, reis upp frá dauðum og reisti okkur um leið upp með sér. Hver og einn maður, sem sálu- hólpinn verður, verður það fyrir tilverknað Krists. Eina leiðin inn í Guðsríkið liggur gegnum hann. Dauðinn er því ekki kvíðvænlegur fyrir hinn kristna mann, heldur fagnaðarrík innganga í eilífa hamingju, og sú hamingja er aldrei of dýru verði keypt. Þó getur maðurinn átt eftir að hreinsast af syndagjöldum eftir dauðann, áður en hann geti öðlast hina æðstu hamingju. Dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor i guð- fræði, nefndi crindi sitt Vist- fræðin í Ijósi hebrcskra ritn- inga og sagði m.a.: Faraó er bæði guð og maður. Hann starfað að því í hinni himnesku veröld að viðhalda ma'at. reglu, réttlæti, og hlutverk hans meðal mannanna, í ríki sínu, er að „skapa", koma á og viðhalda reglu, réttlæti, skipan. Flóðin í Níl færa frjósama leðju á akurlendin með reglubundnum hætti, og í lífi manna skal ríkja regla, réttlæti, jafnvægi. Ma’at er því í senn guðleg meginregla alls lífs, nátt- úrunnar og mannanna, og það jafnvægi, sú regla sem ríkja skal í samskiptum og samlífi manna, ella tortímast þeir. Sf** Miyako Þórðar ðflS snn. guðfra'ð- ingur, flutti er- . Jf. indi um mú- T hameðstrú og Múhameðstrúarmenn líta al- mennt ekki á þetta líf sem guðs- dóm með raunum og sorgum, sem hinn trúaði verður stöðugt að vera að ýta í burtu til að öðlast frelsun í næsta heimi. í staðinn mælir Kóraninn fyrir um félagslegt og lagalegt skipulag sem miða skal að hamingju, velmegun og ánægju hér og nú. Refsing í helju eða góðsæld í Paradís er þó lýst á mjög svo lifandi hátt í Kóranin- um. í heimi múhameðstrúarmanna er aðskilnaður kirkju og ríkis óþekkt fyrirbæri. Múhameðstrú hefur verið frá upphafi „ríkistrú". Enginn mismunur er gerður á milli Guðs og keisarans, hins andlega og veraldlega, eins og Jesús orðaði það í Mt 22:21. í erindi Skúla Magnússonar, jógaleiðbeinanda, Trúarbrögð og Austurlönd, var m.a. fjallað um búddhisma: Búddha kenndi ekki trú — öllu heldur vantrú. Hann sóttist ekki eftir játningum — hið gagnstæða. Allir hlutir eiga upphaf sitt í mannshuganum. Það sem ekki kemur gegnum skilning mannsins að innan er því gagnslaust. Það sýnir hversu gagnslausar þvingað- ar játningar hljóta að reynast. Svo mikla áherslu lagði Búddha á þetta atriði að ofbeldi er má heita óþekkt í 2500 ára sögu búddhisma — betra að slíkt hið sama mætti segja um kristindóm. Þvingum eða ofbeldi varð nefnilega samkvæmt tilgangslaust. Dr. Jónas Gísla- son, dósent, nefndi erindi sitt, Um upphaf kristni á ís- landi. Hann sagði m.a.: Eina skynsamlega skýring þess, sem gjörðist á alþingi árið 1000, er sú, að kristni hafi lifað í landinu allan tímann á þeim svæðum, þar sem kristnir menn bjuggu, auk þess sem kristnir þrælar hafi haft mikil áhrif á uppeldi höfingja- sona, en uppeldi Jæirra var einatt að verulegu leyti í höndum am- bátta. Þannig hafi kristnin náð að gegnsýra allt þjóðlífið á 10. öld. Þá verður kristnitakan aðeins eðlilegt framhald þeirrar þróunar. Dr. Björn Þor- steinsson, próf- essor, flutti fyrirlestur um menningar- áhrif kirkjunn- ar á íslandi: Allir, sem tala hér, fjalla um menningaráhrif kristinnar kirkju. Til þess mun hins vegar ætlast af mér að ég hafi í frammi almennar staðhæfingar um menningaráhrif stofnunarinnar á barbarasamfé- lagið íslenska, en að mínu viti flutti hún því siðmenninguna. Ritlist, tónlist, leiklist, myndlist og byggingarlist eru til okkar komnar fyrir kristin menningar- áhrif. Allt eru þetta auðugar listgreinar, sem stefna eins og öll list að fagurfræðilegri fullkomnun og fegurra mannlífi. Haraldur Ólafs- son, dósent, kallaði erindi sitt Ilelgidaga- hald kirkjunn- ar. í máli hans sagði m.a.: Meöal Gyðinga var skýr grein- armunur gerður á heilögum tíma og rúmhelgum, heilögum stöðum og vanhelgum, hreinum athöfnum og óhreinum. Merkilegasti arfur- inn frá Gyðingum á þessu sviði er þó hvíldardagurinn, dagurinn, sem Guð hvíldist á, er hann hafði skapað himin og jörð, alla skepnu og náttúrufyrirbæri. Þessi dagur, sjöundi dagur vikunnar, á sér enga hliðstæðu meðal frumstæðra þjóða eða þjóða, sem ekki hafa komist í kynni við Gyðinga eða kristna menn. í flestum þjóðfélög- um voru nokkrar hátíðir á ári og stóðu oft í nokkra daga. Þá ríkti að sjálfsögðu heilagur tími og hversdagsstörf voru bönnuð. Að halda hvern sjöunda dag heilagan var einsdæmi. Sagt hefur verið að stritandi mannkyni hafi ekki hlotnast öllu meiri líkn en sunnu- dagurinn. Séra Kristján Róbertsson flutti fyrirlest- ur um sértrúar- hópa og sagði i lokaorðum: Ástæðulaust er því með öllu að viðhafa niðrandi orð um þessa trúarhópa. Það er kominn tími til, að Islendingar venji sig af slíkum ástæðulausum fordómum. í ís- lensku sértrúarhópunum er afl, sem er trúarlífi þjóðarinnar til góðs. Við íslendingar höfum ekki efni á að leggjast á móti neinu því, sem bætt getur og auðgað þjóðlíf okkar eða íslenskt mannlíf yfir- leitt. Sigurður Páls- son. námsstjóri, ræddi um trúar- bragðafræðslu i skólum og fjall- aði m.a. um helstu rök fyrir trúarbragða- fræðslu: Kennsla í kristnum fræðum er nauðsynleg til skilnings á vest- rænni meningu. Kennsla í kristnum fræðum er nauðsynleg til skilnings á samfé- laginu. Trúarbragðafræðslan getur komið nemendum til hjálpar við- lausn persónulegra vandamála. Trúarbragðafræðslan stuðlar að því að nemendur verði sér meðvit- andi um að í öllum trúarbrögðum og lífsskoðunum er um að ræða glímu við persónulegar tilvist- arspurningar og svör sem grund- völluð eru á trúarlegri afstöðu og vali á gildum. Bent hefur verið á sálfræðileg/ uppeldisfræðileg rök svo sem þau að börn hafi mikla þörf fyrir öryggi og trúarleg afstaða stuðli að síkri öryggiskennd. Hörður Bjarna- son, íyrrver- andi húsameist- ari ríkisins. fjallaði um kirkju ok bygg- ingarlist og sagði m.a.: Hinir finnskættuðu húsameist- arar, Saarinen-hjónin, sem voru í röð fremstu arkitekta á þessari öld teiknuðu athyglisverða mót- mælendakirkju í Minnesota, Bandaríkjunum. Húsið er nýtísku- legt utan sem innan, og oft vitnað til þess fyrir einfaldleik í gerð og listræn tilþrif, og fyrir djúpan skilning höfunda á eðli og hlut- verki kirkjuhússins. í kirkju þess- ari gætir þeirra áhrifa og kirkju- legu „stemmningar", sem best verður á kosið við kirkjulega athöfn, en húsið sjálft er þögul messugjörð, ef svo má að orði komast. Til dæmis um þetta kirkjuhús er sögð saga um góðan borgara í Minnesota, er leit á verkið fullskapað. Hann sagði: „Ég er ekki kristinn, en hafi ég nokkru sinni verið að því kominn að beygja kné mín í lotningu fyrir almættinu, þá var það þegar ég sté inn í þetta Guðshús." Þannig getur sjálft kirkjuhúsið, ef rétt er á haldið, orðið trúboð út af fyrir sig. Eyvindur Er- lendsson, leik- listarfræðing- ur, ræddi um trú og leiklist og sagði m.a.: Allar helgiathafnir allra trúar- bragða heims hafa alltaf verið og eru í eðli sínu leiksýningar þar sem allir viðstaddir hafa sitt hlutverk og áhorfandinn er einn, samkvæmt kristnum skilningi: — guð. Listamenn vestur í Ameríku, með Barnett nokkurn Newman í broddi fylkingar hafa verið að leiða rök að því undanfarið að öll listviðleitni sé í eðii sínu táknræn helgiathöfn, það skipti ekki mestu máli hvað málað sé og hvernig nema að því leyti að táknmálið sé rétt og vitað hvern dýrka skal með því. Líney Skúladóttir, arkitekt, fjallaði um efnið Kirkja og myndlist: Oft hefur komið til átaka, ekki aðeins innan kirkjunnar en innan ýmissa trúarbragða um hvort leggja beri áherslu á skreytingu guðshúsa eða hvort þau eigi frem- ur að vera skrautlaus. Einnig hafa deilur risið um, hvort myndir af guðum eða guðlegum verum megi sjást. I moskum múhameðstrú- armanna er leyfilegt að hafa ríkulegt skraut, en formin eru aðaliega geometrísk. í Þýskalandi komu fram hug- myndir þegar á miðöldum um að hið talaða eða skrifaða orð hefði miklu meira uppfræðslugildi en myndir. Seinna aðhylltust mót- mælendur skraut- og myndleysi í kirkjum. Jón Þórarins- son tónskáld, fjallaði um Kirkju og tón- list. í lokaorð- um hans kom eítirfarandi fram: Hér verður látið lokið þessu sögulega yfirliti yfir samband tónlistar og kirkju á íslandi á liðnum öldum. Þó að sambúðin væri lengst af viðburðalítil og fátt nýtt kæmi þar fram, var þó kirkjan alla tíð helzta athvarf tónlistar í landinu. Allt fram undir lok síðustu aldar var varla til nótnablað, skrifað eða prentað, sem ekki var til orðið fyrir tilstuðlan kirkjunnar eða henni tengt með einhverjum hætti. ólafur Hall- dórsson, hand- ritafræðingur, ræddi efnið Kirkja og rit- list og sagði m.a. Ritað mál var frá upphafi frum- skilyrði þess að kristin kirkja gæti þróast; bókin var það tæki sem útbreiðslumenn kristninnar unnu með frá upphafi, og án bókarinnar fékk kristin kirkja ekki staðist. Þar af leiddi, að þjóð sem tók kristni varð einnig að tileinka sér ritlist, bókagerð og bóklestur að því marki, að hægt væri að rækja trúarlega innrætingu og guðþjón- ustur. Síðar i erindi hans sagði svo: Trúariðkunum kristinna manna fylgir tilbeiðsla og bæn, sem krefst þjálfunar hugans, einbeit- ingar og ögunar. Þannig má búast við, að kristinn siður hafi ekki einungis lagt íslendingum til kunnáttuna að búa til bókfell og nota blek og penna til að skrifa á bókfell, heldur einnig þá tamningu hugans sem rithöfundur þarf til að geta samið bókmenntalegt listaverk. En það er önnur saga. Dr. Gunnar Kristjánsson prestur, fjallaði um efnið Trú og list og sagði m.a.: Sú róttæka bylting, sem varð á menningarlífi Evrópu um sl. alda- mót með hruni margra hefðbund- inna viðhorfa til listar, trúar og margra annarra fyrirbæra mann- lífsins hafði vissulega mikil áhrif á sambúð lista og kirkju. Listin taldi sig ekki reiðubúna til þjón- ustu við kirkjuna sem slíka heldur miklu frekar við trúna. Við þessa nýju stöðu breytist hlutverk listarinnar. Ný frelsisvit- und grípur um sig, listin er fullkomlega óháð, en það frelsi breytist oft í ótta og skelfilegar spurningar um veruleika þessa umkomulausa og yfirgefna mann- lífs. Listamenn gera tilraunir með þennan heim, frumleikinn verður æðsta boðorðið, sá einn varð meistari, sem gat rutt nýja braut og numið ný lönd í vitund manns- ins, útvíkkað skynjun hans, tryggt hann í sessi í umkomuleysi hans, breytt náttkaldri tilverunni í byggilegan heim. Dr. Páll Skúla son, prófessor i heimspeki, ræddi um Trú og visindi og sagði m.a. Ég mun ræða tvö afbrigði grunnhyggju (en með því þýði ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.