Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 Álitsgerð um listir og menningarmál frá Ingólfi Guðbrandssyni i Utsýn Aðalmarkmið Lista- og menn- inKarfélaKsins skal vera að reisa tónleikahóll. seKÍr f álitsKerð þeirri sem InKÓlfur Guóhrands- son afhenti forsætisráðherra fyrir 14 mánuóum er hann skýrði huKmyndir sínar varðandi það að hann Kefi Lista- ok menninKarfé- Iukí því sem hann vill að verði stofnað Ferðaskrifstofuna Útsýn. I>ar sem álitsKerð InKÓlfs hefur ekki komið fyrir almenninKssjón- ir er hún hirt hér að neðan eins ok hún var afhent forsætisráð- herra. I Félajísstofnun Stofnað verði áhuKamannafélag um listir ok menninKarmál, „Lista- ok menninKarfélaKÍð" (The Icelandic Society for Arts and Culture), er hafi á stefnuskrá sinni að efla skapandi ok túlkandi listastarfsemi í landinu með ráðKjöf ok fjárveitinKum, sem miði að því að hlúa að ok rækta listræna hæfileika, er með þjóð- inni búa, einkum á sviði tónlistar, svo að þeir fái notið sín þjóðfélaK- inu til veKsauka ok einstaklinKum til lífsfyllinKar ok aukinnar ham- innju. Fjöldi félaKsmanna skal ákveð- inn í stofnskrá, val þeirra fara fram að vel yfirlöKÓu ráði ok miðast við ópólitískan, jákvæðan áhuKa ok skilninK á listum al- mennt ok K'ldi þeirra, ásamt vilja til að veita málefnum félaRsins óeÍKÍnKjarnan stuðninK í orði ok verki. Listráð skipað 15 slíkum félaKsmönnum fjalli um stefnu- mörkun or meiriháttar ákvarðan- ir, en framkvæmdastjórn þrÍKgja manna, sem velja má utan félags- ins, annist framkvæmdir og dag- legan rekstuí II Markmiö Eitt af höfuðmarkmiðum Lista- ok menninKarfélaKsins skal vera að reisa tónleikahöll á bezta stað, sem til þess fæst á höfuðborgar- svæðinu. Er það skoðun undirrit- aðs, að slík bygging ætti helzt heima á Klambratúni í nánd Kjarvalsstaða, sem yrði þá eins konar listamiðstöð borgarinnar, en ella í nánd við háskólann, ef samrýmst getur heildarskipulagi Reykjavíkur. Tónleikahöllin yrði um ófyr- irsjáanlega framtíð höfuðsetur tónlistarflutnings í landinu, heim- ili Sinfóníuhljómsveitar íslands, vettvangur æfinga og flutnings lifandi tónlistar, fyrir hljómsveit- ir, kammersveitir, kóra og þekkta einleikara, innlenda og erlenda, og til annarrar listastarfsemi, eftir því sem við verður komið, s.s. óperuflutnings, ballettsýninga o.s.frv. Lögð verði höfuðáherzla á góðan hljómburð (acoustic) og hag- kvæmni hússins, en sem kunnugt er á „drottning listanna", tónlist- in, ekkert þak yfir höfuðið í höfuðborg landsins. Með tilkomu tónleikahallarinnar yrði aðstaða „listahátíðar" í Reykjavík gjör- breytt og afstaða alþjóðlegra listamanna til Islands jafnframt. Tilkoma tónlistarhallarinnar yrði án vafa hinn mesti aflvaki ís- lenzkrar tónmenntar og tón- listarflutningi í landinu og þjóð- inni til vegsauka á alþjóðavett- vangi. Önnur höfuðmarkmið Lista- og menningarfélagsins verða að stuðla að aukinni listmennt, listiðkun og listnautn þjóðarinnar á sem flestum sviðum með aukinni fræðslu og styrkveitingum til ein- staklinga og stofnana. Má þar til nefna t.d. Pólýfónkórinn og Kammersveit Reykjavíkur. Unnið verði að eflingu tónmennta í skólum landsins, bæði innan hins almenna skólakerfis og í tónlist- arskólum, leyst úr þrengingum Tónlistarskólans í Reykjavík með stórauknu húsnæði, hugsanlega í tengslum við Tónlistarhöllina. Stuðlað verði að útbreiðslu og þróun æðri listar með því að fá hina færustu kennara og þekkta listamenn frá öðrum löndum til námskeiðahalds í ýmsum greinum tónlistar, en einnig til kennslu og fyrirlestrahalds á öðrum sviðum lista s.s. myndlistar, húsagerðar- listar, danslistar, leiklistar og bókmennta. Með þessu móti yrði rofin einangrun íslenzkra lista- manna, sem hættir til að staðna og einangrast í störfum sínum. Tilfinnanlega hefur skort styrkveitingar til að gera efna- lausu fólki kleift að stunda fram- haldsnám við beztu menntastofn- anir og hjá hæfustu kennurum erlendis. Lista- og menningarfé- lagið stefni að því, að veita nokkra slíka styrki árlega, þeim er hæf- astir þykja. Lista- og menningarfélagið stuðli einnig að kynningu ís- lenzkrar listar og íslenzkra lista- manna á alþjóðavettvangi. Dæmi- gert sinnuleysi ríkir á því sviði sem sjá má á því að fjöldi erlendra einleikara er ráðinn til landsins árlega, en engin tilraun gerð til að koma íslenzkum einleikurum á framfæri erlendis í staðinn sbr. Sinfóníuhljómsveit íslands og Tónlistarfélagið. III Tekjustofnar og fjáröflun Undirritaður, Ingólfur Guð- brandsson, hefur reynt af veikum mætti að stuðla að útbreiðslu og eflingu tónlistar á íslandi og eytt til þess verulegum hluta starfsævi sinnar án launa. Hann er jafn- framt stofnandi og einkaeigandi stærstu ferðaskrifstofu landsins, Utsýnar, sem nú á 25 ára starfs- feril að baki undir stjórn hans og telja má að njóti viðurkenningar og trausts um iand allt. Hagur fyrirtækisins er góður, og arðsemi rekstrarins hefur enn ekki brugð- izt, enda hefur eigandinn verið í tölu hæstu skattgreiðenda lands- ins í allmörg undanfarin ár. Á sl. þrem árum hefur hann greitt talsvert á annað hundrað milljóna í opinber gjöld. Ymislegt veldur því að hann er óánægður með ráðstöfun skatttekna ríkisins og fálæti hins opinbera um þá list- starfsemi, sem hann hefur borið uppi með einkaframtaki sínu og litið hefur verið á sem sjálfsagðan hlut. Sinnuleysi hins opinbera í þessum efnum, ásamt efnahags- þróuninni í landinu valda því, að hann ráðgerir í náinni framtíð meiri háttar breytingar á högum sínum og störfum, nema hann sjái þeim markmiðum, er hann hefur barizt fyrir, betur borgið en hingað til. Þó er sú löngun enn efst í huga að láta nokkuð gott af sér leiða í þágu íslenzks þjóðfé- lags, sem markað gæti spor til frambúðar. Af því tilefni leitar hann hófanna hjá nýskipaðri rík- isstjórn um undirtektir við stofn- unina Lista- og menningarfélagið og markmið þess. Ef stuðningur við hugmyndir þær, sem hér hafa verið reifaðar, verður tryggður af haífu ríkisvaldsins, býðst hann til að afhenda Lista- og menningar- samböndum, umboðum og skráð- um eignum til umráða og reksturs í því skyni að afla Lista- og menningarfélaginu fasts tekju- stofns, enda renni hagnaður óskiptur til félagsins. Slíkt fram- lag, sem hér um ræðir, hlýtur að virðast á hundruð milljóna króna, en það er bundið eftirfarandi skilyrðum: Ferðaskrifstofan Útsýn verður rekin sem sjálfseignarfélag, og rennur allur arður af rekstrinum til almenningsþarfa samkvæmt framansögðu og nánari ákvæðum í skipulagsskrá og lögum félagsins. Þar á móti verði reksturinn und- anþeginn allri skattlagningu ann- arri en lögboðnum launasköttum. Taki það jafnframt til skatta ársins 1979, sem enn hafa ekki verið lagðir á. Einnig verði niður fellt af hálfu stjórnvalda það ákvæði, að starfsmenn í erindum ríkisins megi ekki kaupa farseðla og ferðaþjónustu hjá Útsýn, þegar hún er jafnódýr eða ódýrari en hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Enn fremur beiti ríkisstjórnin sér fyrir afnámi hins illræmda skatts á ferðagjaldeyri, sem komið var á í tíð fyrri ríkisstjórnar. Slíkur skattur á sér enga hliðstæðu á Vesturlöndum, hann er mismunun við þjóðfélagsþegnana og í eðli sínu menningarfjandsamlegur, þar eð ferðalög eru almennt þroskandi og menntandi, enda hvarvetna lögð áherzla á gildi þeirra í menningarþjóðfélögum. Með hagræðingu og eflingu um- rædds sjálfseignarfélags og skatt- frelsi má áætla árlegan hagnað um kr. 100 milljónir miðað við núgildandi verðlag. Aðrir tekjustofnar Til byggingar Tónlistarhallar Reykjavíkur verði einnig aflað fjár með almennri fjársöfnun inn- an lands og utan, með þeim ráðum er framkvæmdastjórn og listráð ákveða og ríkisstjórn og Alþingi samþykkja. Félagsstofnun sú, er hér um ræðir, á þegar vísan stuðning nokkurra heimsþekktra listamanna, sem eru í aðstöðu til að beita sér fyrir stuðningi við slíka framkvæmd hjá alþjóðlegum menningarstofnunum og stórfyr- irtækjum, sem árlega ráðstafa stórfjárhæðum til menningarmála í ýmsum löndum. Styrktarfélag Hugsanlegt er að efla fjárhag og auka starfsemi Lista- og menning- arfélagsins með stofnun styrktar- félags, þar sem almenningi væri gefinn kostur á að leggja fram árlegt framlag (ca. 100 þúsund) en fengi í staðinn ókeypis aðgang að nokkrum meiriháttar listavið- burðum, s.s. hljómleikum, ball- ettsýningu, leiksýningu, listsýn- ingu með þátttöku valinkunnra listamanna innlendra og erlendra. Það stendur menningu íslend- inga fyrir þrifum, hve lítils stuðn- ings æðri listgreinar njóta af hálfu hins opinbera, og fyrir bragðið á múgmenningin greiðan aðgang undir merkjum fánýts en þaulskipulagðs, afmenntandi skemmtiiðnaðar. Sköpun, iðkun og neyzla listar hefur þjóðfélagið á hærra stig og gefur mannlífinu æðra gildi. Reykjavík 12. febrúar, 1980. Ingólfur Guðbrandsson. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur: Nauðsyn á bættri aðstöðu til krabbameinslækninga Jón Oddgeir Jónsson var kjörinn heiðursfélagi Krabbameinsfélags Reykjavikur, og á myndinni er Jón ásamt formanni félagsins, Tómasi Árna Jónassyni. AÐALFUNDUR Krabbameins- félags Reykjavíkur var nýlega haldinn. Formaður félagsins, Tómas Á. Jónasson læknir, og framkvæmdastjóri þess, Þor- varður Örnólfsson, fluttu skýrslur um starf félagsins en gjaldkerinn. Baldvin Tryggva- son sparisjóðsstjóri, gerði grein fyrir ársreikningum. Meginviðfangsefni félagsins hafa sem fyrr verið víðtækt fræðslustarf og rekstur á Happ- drætti Kraþbameinsfélagsins. Veigamesti þáttur fræðslu- starfsins fer fram í grunnskól- um landsins. Félagið gefur út blaðið Tak- mark í 30 þúsund eintökum þrisvar til fjórum sinnum á vetri og dreifir meðal þessara sömu aldursflokka í grunnskólum um land allt. Nú í vetur hefur félagið látið grunnskólunum í té nýja gerð viðurkenningarskjala í tengslum við baráttuna gegn reykingum. Þá hafa verkefni fyrir hópvinnu um áhrif og afleiðingar reykinga enn komið út í endurbættri útgáfu. Félagið hefur um nokkurra ára skeið fengið árleg framlög frá ríki og Reykjavíkurborg til fræðslustarfsins í grunnskólun- um en stendur þó sjálft undir stærstum hluta kostnaðar við það. Fræðslustarf félagsins í öðr- um skólum fer óðum vaxandi og stefnt er að aukinni almennings- fræðslu um krabbamein og krabbameinsvarnir. Á síðasta starfsári voru tveir eldri fræðslubæklingar endurprentað- ir og út kom nýtt fræðslurit, „Verðandi mæður ættu ekki að reykja". Félaginu hlotnaðist á árinu 15 milljón kr. arfur eftir Þorbjörn Jónsson, Mímisvegi 2 hér í borg, en hann lést fyrir nokkrum árum. Rekstur happdrættisins gekk vel á árinu 1980. Gat félagið lagt af mörkum hartnær 90 milljónir gkr. til starfsemi Krabbameins- félags íslands en það er rösklega helmingi meira en árið áður. Þegar kom að stjórnarkjöri var tilkynnt að Alda Halldórs- dóttir hjúkrunarfræðingur og Jón Oddgeir Jónsson fyrrv. framkvæmdastjóri, sem ganga áttu úr stjórninni, hefðu bæði skorast undan endurkjöri. Þakk- aði formaður þeim margra ára heilladrjúgt starf í félagsstjórn og skýrði jafnframt frá því að ákveðið hefði verið að gera Jón Oddgeir að heiðursfélaga Krabbameinsfélags Reykjavík- ur, en auk stjórnarstarfa var Jón um langt skeið framkvæmda- stjóri félagsins. Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur er nú þannig skipuð að Tómas Á. Jónasson læknir er formaður en aðrir í stjórn Bald- vin Tryggvason sparisjóðsstjóri, Erla Einarsdóttir gjaldkeri, Jón Þorgeir Hailgrímsson læknir, Páll Gíslason yfirlæknir, Sigríð- ur Lister hjúkrunarfræðingur og Þórarinn Sveinsson læknir. I varastjórn eru Edda Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, Guðmund- ur J. Kristjánsson deildarstjóri og Kristján Sigtryggsson skóla- stjóri. Samþykkt var á fundinum ályktun þar sem ítrekaðar eru ályktanir síðustu aðalfunda um nauðsyn bættrar aðstöðu til krabbameinslækninga. Sérstak- lega er bent á að ekki sé unnt að endurnýja geislunartæki vegna húsnæðisskorts, þótt nokkur lausn hafi fengist til bráða- birgða fyrir göngudeild krabba- meinssjúkra. Lýst er áhyggjum vegna þess að framkvæmdir hafa ekki enn hafist við K-bygg- ingu Landspítalans og skorað á heilbrigðis- og fjármálayfirvöld að láta það mál til sín taka. Frá aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavikur. Baldvin Tryggva- son, gjaldkeri félagsins, i ræðustól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.