Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
HÖGNI HREKKVÍSI
»-'* © 1981
Mr.Nau|ht Syud.. Ik.
£KM KOMINN T'lMI TH AÐ Þú TAKlR NIÐUfí
JÓLAÍERTUNA ?"
ást er...
. að kenna þeim
stutta eitthvad nýtt.
TMHeg US Paf Of» - aN righfs res«rv»<l
® 1978 Los Angetes Tlmes Syndicafe
Sekkjapípu? — Hvaða sekkja-
pípu ertu að tala um?
Var nóttin erfið, vesalingur —
Var nóttin erfið, vesalinKur —
Var nóttin erfið, vesaiinKur —
COSPER
COSPER
Við skulum fá okkur sæti á bekknum ok horfa á pahha stökkva!
Það verður nýr him
inn - og ný jörð
Baldur B. BraKason, Ólafs-
vík, skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mikið hefur verið rætt um
trúarkenningar í dálkum þínum
að undanförnu. Mig langar til að
leggja nokkur orð í belg um efni,
sem deilur stóðu um fyrir
skömmu, en það voru heims-
endaspádómar.
Nauðsynlegt að
nota líkingamál
Það sem hefur valdið því, að
fólk hefur löngum talið, að trú
og vísindi væru ósættanlegar
andstæður, er sú staðreynd, að
þegar fjallað er um hugræn og
andleg sannindi, er nauðsynlegt
að nota líkingamál og taka dæmi
úr efnisheiminum eða hinum
áþreifanlega heimi til að gera
sig skiljanlegan. Jafnvel þegar
talað er um jafn hversdagslega
hluti og skólanám, er talað um
„framfarir", þótt engin hreyfing
nemandans frá einum stað til
annars eigi sér stað. Það er talað
um „fall“ á prófi, þótt engin
líkamleg bylta eigi sér stað. í
þessum tilfellum vita allir að um
líkingamál er að ræða.
Þetta hefur valdið því, að hvers
konar hjátrú og hindurvitni, sem
vísindi og skynsemi geta ekki
meðtekið, hafa komist inn í
trúarbrögðin. Sannindi, sem trú-
arbragðahöfundar opinbera, og
sannindi, sem menn komast að
með beitingu skynsemi sinnar og
ályktunargáfu, eru í samræmi.
Trúarkenningar sem stríða á
móti vísindum og skynsemi,
stafa af því að menn hafa
misskilið orð spámannanna.
Hvernig gætu þær
komist fyrir þar?
Heimsendir, eins og lýst er
víða í Biblíunni, getur aldrei
orðið í bókstaflegri merkingu.
Eitt af því sem á að gerast er að
stjörnur falla af himni niður á
jörðina. Stjörnurnar ná yfir tak-
markalausar víðáttur og eru
óteljandi. Sólarhnötturinn er um
það bil ein og hálf milljón
sinnum stærri en jörðin, og
fastastjörnur geta verið þúsund
sinnum stærri en sólin. Ef allar
þessar stjörnur dyttu niður á
jörðina, hvernig gætu þær kom-
ist fyrir þar?
skýrir þessa spádóma í bókinni
Kitáb-i-Iqán (Bók fullvissunn-
ar). AbduT-Bahá, sonur hans,
skýrir sama efni í bókinni Some
Answered Questions (Svör við
nokkrum spurningum). Ein út-
leggingin er sú, að himinn tákni
trúarbrögð og jörð tákni hjörtu
fylgjendanna. Sól og tungl tákni
mikilvæg lög og kenningar.
Stjörnur tákni boðorð og dygðir.
Þegar sól og tungl missa skin
sitt, táknar það, að lög og
fyrirmæli fyrri úthlutunar hafa
misst gildi sitt vegna breyttra
aðstæðna. Jesús nam úr gildi lög
og fyrirmæli úr úthlutun Móse
og setti ný lög og boðorð. Þegar
stjörnur falla af himnum táknar
það, að guðdómlegar dyggðir
hafa fallið í gleymsku í daglegu
lífi fylgjendanna, en þeir leggja
aðaláhersluna á formið og helgi-
siðina. Þegar svona er komið
fyrir trúarbrögðunum, er orðið
tímabært að endurnýja þau. Þá
sendir Guð nýjan sendiboða. Það
verður nýr himinn og ný jörð.
Andinn stÍRur niður
Þegar talað er um endurkomu
Krists, er átt við endurkomu
eiginleika hans í öðrum líkama
og annarri persónu. Andinn stíg-
ur niður af himni, en líkaminn
fæðist af mennskri konu. Það
var andi Krists, sem steig upp til
himna eftir andlát hans, á sama
hátt og hann steig niður af
himni við fæðingu hans. (Sjá 6.
kafla Jóhannesarguðspjalls, vers
38).“
Menn hafa misskil-
ið orð spámannanna
En þegar trúarbragðahöfund-
ar eins og Jesús Kristur og fleiri
hafa talað um andleg sannindi
og notað líkingamál, hefur fólkið
orðið það á að taka líkingamálið
bókstaflega og haldið að verið
væri að fjalla um efnislega hluti.
Stjörnur tákna
boðorð og dygðir
Heimsendaspádómana, sem
talað er um í Biblíunni og öðrum
opinberum ritningum ber ekki
að taka bókstaflega. Táknmálið
hefur margar útleggingar, sem
allar eru jafnsannar. Bahá’u’ll-
áh, höfundur Bahá’i-trúarinnar,
ílr uppfærslu Menntaskólans í Kópavogi á Lofti Odds Björnssonar.
Þessir hringdu . . .
Frábær sýning hjá
menntaskólanum
í Kópavogi
Kópavogsbúi hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Ég fór
nýlega á sýningu leikklúbbs
Menntaskólans í Kópavogi á leikriti
Odds Björnssonar, Lofti, og nú
langar mig að koma á framfæri
þakklæti mínu til allra þeirra sem
stóðu að þessari sýningu. Leikstjór-
anum, Sólveigu Halldórsdóttur, hef-
ur tekist alveg einstaklega vel upp
með hópinn, því að ég segi fyrir mig,
að mér finnst þetta með allra bestu
skólasýningum sem ég hef séð. Mikil
hljómlist er í ieikritinu og stjórnar
einn nemendanna, Gunnsteinn
Ólafsson, kór og hljómsveit, en lögin
eru öll eftir hann og aðra nemendur
skólans. Ég er reglulega stolt af
þessu framtaki menntaskólanem-
anna hér.
Fyrirspurn um lands-
málafélaRÍð Stefni
Velvakandi hefur verið beðinn um
að koma á framfæri fyrirspurn
varðandi landsmálafélagið Stefni,
sem starfaði af miklum krafti hér á
3. áratug aldarinnar. í því voru
margir nafnkunnir menn, svo sem
Jón Þorláksson, Klemens Jónsson
landritari, Ólafur Thors o.fl. Vel-
vakandi biður þá að hafa samband
við sig sem geta gefið upplýsingar
um starfsemi félagsins, fundargerð-
arbækur o.s.frv.
Um brunavarnir á
sumardvalarheimilum
Ein sem vill hyrgja brunninn
áður en barnið er dottið ofan i
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Mig langar til að beina
þeirri fyrirspurn til þeirra félaga-
samtaka sem reka sumardvalar-
heimili fyrir börn hvernig háttað sé
brunavörnum á viðkomandi heimil-
um. Mér er kunnugt um að sums
staðar hefur þessum málum verið
áfátt á ýmsum sviðum, en þarna
megum við ekki taka neina áhættu.
Ég vonast eftir svari forsvarsmanna
helstu félagasamtakanna við fyrir-
spurn minni.