Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 23 Var Saddam Hussein sýnt banatilræði? Damaskus. 24. apríl. AP. AL BAATH, málgagn sýr- lenzku stjórnarinnar, saííði í dag að Saddam Hussein, forseti íraks, hefði særzt er honum hefði verið sýnt banatilræði í fyrra mánuði. Engar fréttir hafa verið sendar út um þetta efni í írak Saddam Ilussein ISTUTTU MÁLI Átta blaðamenn gripnir i Buenos Aires ^ Buenos Aires, 24. aprll. AP. ÁTTA blaðamenn, þar af sex erlendir, voru handteknir af lög- reglu meðan þeir voru að fyljíjast með mótmælafundi i Buenos Air- es i gær. Voru þeir látnir lausir eftir klukkutíma yfirheyrslu. Meðal þeirra, sem voru gripnir þarna, var fréttaritari New York Times og Ijósmyndari hans, einn- ig fréttamenn Life og ljósmynd- arar þeirra. Þá hafði einn hrasil- ískur blaðamaður verið tekinn. Það var fréttamaður New York Times, Edward Schumacker, sem skýrði frá þessu í dag. Hefði þetta gerzt þegar lögreglan skipaði hóp um eitt hundrað kvenna að dreifa sér. Þær höfðu farið fram á að fá viðtal við Viola, forseta landsins. Konurnar tóku skipun lögreglunn- ar óstinnt upp og höfðu uppi mikil óhljóð og fór þá allt í bál og brand. Mafioso myrtur á Sikiley Palermo. Slkiley, 24. apríl. AP. ÞEKKTUR og að sögn alræmdur Mafíuforingi var drepinn skammt frá Palermo á föstu- dagsmorgun. Segir lögreglan að sýnilega sé þarna um enn eitt fjölskyldusamkeppnismorðið að ræða og hafi maðurinn, Stefani Bontate, 43 ára, verið skotinn mörgum skotum. Var hann að koma akandi heim til sín þegar tilræðismennirnir komu brunandi og létu byssukúl- um rigna yfir Bontate. Bontate hafði tekið við stjórn glæpafjöl- skyldu sinnar eftir að faðir hans þekktur Mafíumaður, Francesco Paolo Bontate, dó fyrir sjö árum. 25 létust í járn- brautarslysi Bombay, 24. apríl. AP. TUTTUGU OG fimm manns létu lífið og fimmtíu slösuðust, sumir alvarlega, þegar tvær troðfullar farþegalestir rákust á í Bombay í morgun. Um orsakir slyssins var ekki vitað og talsmaður lögregl- unnar sagði það eitt að árekstur- inn hefði orðið rétt við endastöð- ina í Bombay og að vera kynni að fleiri hefðu dáið. og er þetta hið fyrsta sem af því spyrst. Benda stjórnmála- sérfræðingar á að ekki sé þar með sagt að fréttin sé á rökum reist og kunni að vera til þess gerð að veikja stöðu íraksfor- seta. A1 Baath sagði að árásin hefði verið gerð í bænum Zahle, skammt frá landamærum Tyrk- lands og Sýrlands. Zahle er í Kúrdahéruðum íraks. Sagði í fréttinni að fjórir tilræðismenn hefðu hafið skothríðina og hent handsprengju í áttina að forset- anum, þar sem hann var að flytja ræðu. A1 Baath sagði að Hussein hefði ekki komið fram opinber- lega fyrstu tvær vikurnar í apríl og hafi hann þá verið að láta sár sín gróa. Enn gift- ist Cary Beverly Hills, 24. aprll. AP. Kvikmyndaleikarinn Cary Grant, sem er nú 77 ára gamall, hefur nýverið gcngið i fimmta sinn i hjónaband. Ilin nýja eiginkona heitir Barbara Ilarris og er þritug að aldri. Segir AP að fréttin komi út af fyrir sig ekki á óvart, þvi að miklir dáleikar hafi verið með þeim síðustu árin. Fyrri eiginkonur Grants voru Virgina Cherril, sem hann gift- ist 1934, milljónamæringurinn Barbara Hutton, 1942, leikkon- an Betsy Drake, 1949, og Dyan Cannon, 1965. Grant eignaðist barn með fjórðu konu sinni. Öll fjögur hjónaböndin enduðu með skilnaði. Á GÖTU í SÍDON — íbúi i hafnarborginni Sídon kemur vini sínum. sem orðið hefur fyrir sprengjubroti, til hjálpar. Myndin var tekin á páskadag eftir að sveitir Haddads majórs gerðu sprengjuárásir á borgina. Í dag var tilkynnt í Beirut, að líbanska stjórnin hefði komið á samkomulagi um vopnahlé milli friðargæzlusveita Sýrlendinga og kristinna hægri manna. Shostakovich-feðg- ar munu sækja um bandarískt ríkisfang Washington, 24. aprll. AP. SOVÉZKI hljómsveitarstjórinn Maxim Shostakovich hcfur lýst því yfir, að hann afsali sér sovézkum ríkisborgararétti sin- um og muni sækja um að verða bandariskur rikisborgari, i þeim tilgangi að geta þjónað listsköp- un sinni að vild. en hann hefði ekki verið frjáls að þvi i föður- landi sínu. Shostakovich og Dmitri sonur hans sem struku i Vestur-Þýzka- landi, þar sem þeir voru á ferð með sovézku útvarpshljómsveit- inni, eru nýlcga komnir til Bandarikjanna. Þeir komu i fyrsta skipti fram á blaðamanna- fundi i dag. Maxim Shostakovich sagði að þó svo að það hefði kostað hann mikil heilabrot og sálarstríð að brenna allar brýr að baki sér, hefði það útheimt enn meira sálarstríð og erfiði að vera kyrr. Shostakovich hefur um langa hríð verið einn dáðasti hljómsveitarstjóri Sovét- ríkjanna og er sonur tónskáldsins fræga sem lézt 1975. Maxim Shostakovich sagðist vilja ítreka það að ákvörðun þeirra feðganna hefði verið tekin að vel yfirveguðu máli, hún væri merki um óánægju og ágreining sem hefði verið orðinn óþolandi. Hann sagði að hann afneitaði vitanlega ekki þjóð sinni, heldur því kerfi sem kúgaði fólkið og þar af leiðandi einnig þá menn sem létu þetta kerfi viðgangast. Shostakovich sagðist hafa rætt við fulltrúa frá sovézka utanríkis- ráðuneytinu, skipzt hefði verið á skoðunum og hefði það farið friðsamlega fram, en þeir teldu að hann hefði rangt fyrir sér en hann áliti að hann hefði rétt fyrir sér. Shostakovich kvaðst búast við að stjórna National Symphony í maí og sömu hljómsveit í sept- ember, þegar minnzt verður að 75 ár verða þá liðin frá fæðingu föður hans. Sonur hans mun leika ein- leik og sellóistinn frægi, Rostro- povich, mun einnig koma fram á þeim tónleikum. Hann mun einnig stjórna Lundúnasinfóníuhljóm- sveitinni með sama prógrammi í október nk. Reagan er vinsæll með löndum sínum New York. 24. apríl. AP. MEIRA en tvcim af hverjum fimm Bandarikjamönnum finnst að Ronald Reagan hafi tekizt meira á fyrstu mánuðum sinum í embætti en fyrirrennur- um hans, að því er segir i niðurstöðum skoðanakönnunar sem AP- og NBC-sjónvarpsstöð- in gerðu í sameining. Svo virð- ist sem almenningur telji að Reagan hafi sýnt styrka og afgcrandi stjórn og sjálfur virð- ist forsetinn mjög sterkur per- sónuleiki. Morðtilræðið sem honum var sýnt hinn 30. marz sl. hefur og orðið til að auka á góðvild í garð forsetans. Samtals eru 42 pró- sent sem segja að Reagan hafi afkastað meiru fyrstu mánuðina en fyrirrennarar hans, 46% segja afköst hans svona ámóta og 7 prósent segja að honum hafi orðið minna ágengt. Tveir þriðju aðspurðra sögðu að Reagan hefði staðið sig áþekkt og þeir höfðu búizt við, 27% sögðu að hann hefði gert betur en þeir höfðu búizt við og 5% sögðu að hann hefði staðið sig verr. Milljónir manna sultu í hel í stjórnartíð Maos IVkinK. 24. april. AP. ÞEKKTUR kínverskur hagfræðingur. Sun Yang Fang, hefur gefið í skyn að vegna hinnar skelfi- legu efnahagsstefnu sem Mao formaður hafi fylgt, hafi yfir tíu milljónir manna orðið hungur- morða upp úr 1960 og miklu blóði hafi verið út- hellt. Erlendir sérfræð- ingar og hagfræðingar hafa haldið því fram að allt að 20 milljónir hafi soltið í hel á árunum 1959-1962. Prófessor Sun sagði, að Kín- verjar yrðu að draga lærdóm af þessari voðalegu reynslu sem þeir hafi orðið að þola, svo að slíkt gæti aldrei gerzt aftur. Það var í febrúarhefti virts kínversks fagrits sem prófessor- inn fjallaði um þetta. Skuldinni er að vísu ekki skellt á Mao berum orðum, en fjálglega talað um hina röngu og afdrifaríku efnahagsstefnu sem hafi verið fylgt á þessum árum. Sun prófessor segir, að árið 1957, áður en hungursneyðin varð í landinu, hafi dánartíðni í Kína verið 10,8 á hverja eitt þúsund íbúa. En þremur árum síðar á versta og mannskæðasta ári hungursins hafi dánartiðnin meira en tvöfaldazt og orðið þá 25,1 á hverja þúsund. í fréttum AP segir, að milljón- ir hafi einnig dáið úr hörgulsjúk- dómum og hafi vitanlega fleira komið til en röng efnahags- stefna, því að uppskerubrestur hafi orðið víða og náttúruham- farir hafi síðan valdið enn meira manntjóni. Sun prófessor segir, að mesta sök sé að finna í byltingarkenndum aðferðum í landbúnaði en vitað er að Mao formaður hafði mikla trú á þeim og kallaði þær iðulega „stóra stökkið fram á við“. Mao

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.